Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 LANDBÚNAÐAR eftir Guðna Einarsson - Landbúnaðar hefur frá fornu fari talist annar höfuðatvinnu- vegur þjóðarinnar. Kringum þennan atvinnuveg hefur risið mikið bákn stofnana sem ýmist heyra beint undir ríkisvaldið og lúta stjórn landbúnaðarráðu- neytisins eða eru bein hagsmuna- samtök bænda. MiIIi þessara höf- uðstólpa landbúnaðarkerfisins er svo viðamikið stofnanakerfi þar sem ríkisvaldið og bændastéttin hafa ruglað reitum svo að óinn- vígðum reynist á stundum erfitt að greina þar á milli. Mikil upp- stokkun hefur orðið í landbúnaði undanfarin ár og ljóst að breyt- ingaskeiðinu er ekki lokið. Stofn- ana- og félagakerfi landbúnaðar- ins mun einnig breytast til að auka skilvirkni og laga það að kröfum tímans. Vægi bændastéttarinnar hef- ur mikið minnkað frá fyrri árum, sé miðað við um- fang á vinnumarkaði. Bændur á íslandi eru um 4500, í fyrra voru tæplega 4700 jarðir í ábúð og nær 1800 jarðir í eyði. Árið 1990 töld- ust 4,9% vinnuafls starfa við land- búnað en hálfri öld áður, árið 1940, störfuðu 32% vinnuaflsins í grein- inni. Framleiðsla landbúnaðaraf- urða hefur þó síður en svo dregist saman í hlutfalli við minnkandi mannafla. Nútíma búskaparhættir og stjórnun landbúnaðarins hafa séð til þess að framleiðslugetan hefur árum saman verið langt um- fram innanlandsþörf. Offramleiðsla, offjárfesting og breyttir neysluhættir, sem meðal annars birtast í minni sölu hefð- bundinnar landbúnaðarframleiðslu, hafa gert sitt til að skapa erfiðleika í landbúnaði. Fjölbreytni í fram- leiðslu landbúnaðarvara hefur auk- ist mikið, bæði með tilkomu nýrra búgreina og nýrra vörutegunda. Landbúnaðurinn hefur notið vernd- ar fyrir samkeppni erlendis frá jafn- hliða miklum opinberum styrkjum. Er talið að greinin hafi alls notið um þriðjungs af framlögum ríkisins til atvinnumála en framlag landbún- aðarins til þjóðarframleiðslunnar aðeins verið um 5%. Um árabil var talsvert flutt út af landbúnaðarvör- um og útflutningurinn niðurgreidd- ur af almannafé. Auk útflutnings- bótanna naut landbúnaðurinn styrkja til jarðabóta og nýbygginga. Niðurgreiðslur á innanlandsneyslu hafa vegið lang þyngst í opinberum framlögum til landbúnaðarins, þær hafa átt að gegna því tvíþætta hlut- verki að bæta kjör neytenda og bænda. Kringum landbúnaðinn og styrkjakerfið hefur risið stofnana- bákn sem staðið hefur traustum fótum í skógi flókinna laga og reglugerða. Handbók bænda er hin fróðlegasta lesning fyrir þá sem vilja skoða þessa flóru. Af lestrinum má ráða að bændastéttin sé mjög félagslega sinnuð og nefndaglöð. I handbókinni eru skráðar hátt á búnaðarins. Félagið lýtur stjórn bænda en hefur á hendi fjölmöt'g | verkefni fyrir ríkisvaldið og er á fjárlögum. Uppbygging Búnaðarfé- lagsins er fróðlegt dæmi um sam- | búð ríkisvaldsins og bændastéttar- innar. { öllum hreppum starfa búnaðar- | félög og nær allir bændur landsins eiga aðild að þeim. Víðtæk aðild að búnaðarfélögunum er skiljanleg í ljósi ákvæðis í lögum Búnaðarfé- lags íslands sem segir: „Félagar í búnaðarfélögum skulu vera allir bændur á viðkomandi svæði, er hafa jörð eða jarðarhluta til ábúðar eða búvöruframleiðslu að atvinnu, þótt ekki sé á lögbýli." Þá er skil- yrði fyrir framlagi til jarða- eða húsabóta úr jarðasjóði að umsækj- andinn sé í búnaðarfélagi. Makar bænda eiga rétt á að vera félags- menn og njóta fullra réttinda innan búnaðarfélaganna. Búnaðarfélög hreppanna mynda k 15 búnaðarsambönd á landinu. * Búnaðarsamböndin ná yfir eina eða fleiri sýslur og bæjarfélög innan l sömu marka. Þá eru einnig til bú- ' greinafélög, hagsmunafélög bænda í tilteknum búgreinum. k Búnaðarsamböndin kjósa 25 * manns til fjögurra ára í fulltrúaráð sem nefnist Búnaðarþing og fer það með æðsta vald í málefnum Búnað- arfélagsins. Búnaðarþing kemur saman á hverju ári í febrúar og situr í allt að tvær vikur. Löggjafinn hefur falið Búnaðarþingi að tilnefna fulltrúa bænda í stjórnir fjölda stofnana, til dæmis Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins, Lífeyrissjóðs bænda, stjórnir Bjargráðasjóðs, Framleiðnisjóðs og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Oft á Stéttarsamband bænda einnig full- trúa í sömu stjómum og á sömu forsendum, þ.e. að bændur eigi þar fulltrúa. Fyrsta þing hvers kjör- ) tímabils kýs fimm manna stjórn Búnaðarfélagsins. Stjórnin ræður búnaðarmálastjóra, sem er fram- | kvæmdastjóri félagsins, ráðunauta og fasta starfsmenn. Eitt helsta hlutverk búnaðarfé- í laganna er leiðbeininga- og fræðsluþjónusta við bændur. Þessi þjónusta er að verulegu leyti kostuð af almannafé. Héraðsráðunautar starfa hjá búnaðarsamböndum og er fjöldi ráðunauta á hverjum stað í hlutfalli við fjölda bænda. Hin síð- ari ár hafa héraðsráðunautar verið um 35 talsins og eru ákvæði í lögum um að ríkið greiði 65% af launum héraðsráðunauta og allt að 65% af ferðakostnaði þeirra. Til viðbótar hefur Búnaðarfélagið landsráðu- nauta í öllum búgreinum sem stund- aðar eru og í æðarrækt. Laun og starfskostnaður landsráðunauta er alfarið greiddur úr ríkissjóði. ) Búnaðarfélagið á að vera ráð- gjafi ríkisvaldsins í því sem lýtur að Iandbúnaðarmálum. Jafnframt ) er það málsvari bændastéttarinnar og á að hafa frumkvæði að því sem til framfara horfir fyrir stéttina. ) Sú spurning er áleitin hvort félag sem er málsvari tiltekinnar stéttar getur veitt hlutlæga ráðgjöf um FLÓKID STOFNANA- OG NEFNDAKERFIUMVEFUR LANDBÚNAÐINN Á ALLAR HLIÐAR þriðja hundrað stofnanir, félög, nefndir og embætti sem fjalla um landbúnað og hagsmuni og félags- mál bænda. Valdamesta stofnun í stjórn búnaðarmála er landbúnað- arráðuneytið. Af félögum bænda eru Búnaðarfélagið og Stéttarsam- band bænda fyrirferðarmest. Bún- aðarsambönd starfa um allt land og búgreinafélög í algengustu bú- greinum. í sumum búgreinum, til dæmis þeim er snúa að kúm og kindum, er mikill fjöldi nefnda og félaga um hin aðskiljanlegustu efni búskaparins. Svo dæmi sé tekið af stofnunum, félögum og nefndum sem einbeita sér að velferð og mál- efnum sauðkindarinnar má nefna sauðfjárræktarnefnd, fagráð í sauðfjárrækt, ullarnefnd, gæru- nefnd, sauðfjársjúkdómanefnd, Landssamtök sauðfjárbænda, starfshóp um slátrun og afurðasölu sauðfjárafurða, sauðfjársæðinga- stöðvar og markanefnd. Á landinu eru 26 markaverðir og nær 40 aðil- ar hafa umsjón með varnarlínum sauðfjárvarnarsvæða. Kjötmats- formaður, yfírkjötmatsmenn og kjötmatsmenn flokka svo skrokk- ana hjá sláturleyfishöfum vítt og breitt um landið. Loks skal Smala- hundafélag íslands látið fljóta með því varla Ieikur vafi á að félagar þess eru áhugasamir um sauðfjár- rækt. í handbókinni má sjá að sumir eru meiri nefndamenn en aðrir. Lík- lega er Haukur Halldórsson for- maður Stéttarsambands bænda nefndakóngur bændasamtakanna og á hann sæti í 11 mikilvægum nefndum og stjórnum. Þær eru Framkvæmdanefnd búvörusamn- inga, Sjömannanefnd, Sexmanna- nefnd, Stéttarsamband bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Stjóm Bændahallarinnar, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Til- raunaráð RALA, Lífeyrissjóður bænda, Bjargráðasjóður og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins. Landbúnaöarráóuneytió Landbúnaðarráðherra fer með yfírstjórn landbúnaðarmála. Undir ráðuneyti hans heyrir fjöldi stofn- ana á ólíkum starfssviðum. Þar á meðal má telja svo ólíkar stofnanir sem Áburðarverksmiðjuna og Garð- yrkjuskólann á Reykjum, Land- græðsluna, Skógræktina, Hagþjón- ustu landbúnaðarins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, embætti yfírdýralæknis, Sauðfjárveikivarnir og Veiðimálastofnun. Þarna er einnig að fínna sjóði og lánastofn- anir á borð við Stofnlánadeild og Framleiðnisjóð. Þegar umhverfisráðuneyti var komið á fót ásældist það ýmis verk- efni landbúnaðarráðuneytisins, svo sem landgræðslu og skógrækt. Inn- an landbúnaðarráðuneytisins var erindi umhverfísráðuneytis tekið heldur fálega og mun lítið hafa breyst í þeim efnum. Ráðuneytis- menn telja óskynsamlegt að flytja þessa málaflokka frá ráðuneytinu í ljósi þeirrar auknu áherslu sem lögð er á skógrækt sem atvinnuveg. Stefnt er að því að plöntufram- leiðslu og plöntun, sem Skógrækt ríkisins hefur nú með höndum, verði í vaxandi mæli komið til bænda. Hlutverk Skógræktarinnar verði því fyrst og fremst á sviði tilrauna og rannsókna. Sömu sjónarmið munu gilda um landgræðslu. Búnaóarfélag íslands Búnaðarfélagið er elsti félags- skapurinn í flóknu félagakerfi land-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.