Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 48
N * A • M • A • N Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ’sím^eatWO^sÍMBRÉF'cJim, 'fÓSt'ÍóLF^ÍoiÍi/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Jón Baldvin um húsaleigubætur Niðurstaðan samþykkt í ’þing'flokki JÓN Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins segir að niðurstaða ríkisstjórnarinnar um húsnæðisbætur við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga sé í fullu samræmi við samþykkt þing- flokks Alþýðuflokks um málið. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, sem gekk af ríkis- stjórnarfundi á föstudag þegar af- greiðsla fjárlagafrumvarpsins var tekin á dagskrá, kvaðst í Morgun- blaðinu í gær telja sig óbundna af afgreiðslu ríkisstjórnar á frumvarp- -Jnu. í fréttum Bylgjunnar í gær var haft eftir Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra að ráðherra sem ekki standi að fjárlagafrumvarpi geti ekki setið í ríkisstjórn. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að á síðasta ríkisstjómarfundi fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins hefði félagsmálaráðherra lýst fyrir- vara í mörgum liðum við fjárlaga- frumvarpið. „Málið var rætt í þing- flokki Alþýðuflokksins og þar var að minni tillögu samþykkt að leggja höfuðáherslu á húsaleigubótamálið," —"sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þremur fulltrúum þingflokksins, Karli Steinari Guðnasyni, formanni fjárlaganefndar, Össuri Skarphéð- inssyni umhverfisráðherra og Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra, hefði verið falið að leita eftir samkomuiagi um málið við for- sætisráðherra. „Það var gert og það tókst, þannig að þetta samkomulag var gert á ríkisstjórnarfundinum síð- astliðinn föstudag í fullu samræmi við samþykkt þingflokks Alþýðu- flokksins." Röng útganga Aðspurður um stöðu og framtíð Jóhönnu innan ríkisstjórnarinnar sagði Jón Baldvin: „Ályktanir af málinu eins og það stendur nú getur hver og einn dregið." Hver eru viðbrögð Jóns Baldvins við útgöngu Jóhönnu? „í leikhúslíf- inu er mér sagt að sé talað um vit- lausar innkomur og rangar útgöng- ur. Þetta flokkast undir hið síðar- nefnda,“ sagði hann. V#1 Á bæjarhlaðinu Morgunblaðið/RAX VALTYR Blöndal Guðmundsson bóndi í Bröttuhlíð í Svartárdal, sem gáir þarna til veðurs, hefur ekki lagt orfið og ljáinn með öllu á hilluna. Hann notar þessi gömlu þarfaþing enn til að slá heimatúnið í Bröttuhllíð. Flugmálastjórn ekki tryggð fyrir flugslysum vegna mistaka á flugstjórnarsvæðinu Ríkið gæti verið bóta- skylt vegna flugslysa Komnir á þurrt FÉLAGARNIR Sigurjón Andrésson og ívar Guðjónsson, sem var bjargað úr Klettsvík í Vestmannaeyjum eftir að Zodiac-gúmbátur þeirra fauk um koll, voru farnir að baksa við að koma utanborðsmótor bátsins í gang strax um miðnætti á föstudagskvöldið, aðeins 2 'A tíma eftir að þeir var bjargað. 7 mánaða gömul tík af íslensku kyni sem lenti í volkinu með þeim var ekki langt undan. Myndin er tekin í bílskúr á heimili foreldra Ivars þar sem Zodiac-báturinn var kominn í hús. Þeir félagar voru þeir fyrstu sem nutu aðstoðar frá Þór, hinum nýja björgunarbát Björgunarfé- -«áags Vestmannaeyja. HJÁ Flugmálastjórn er nú til athugunar að kaupa trygging- ar fyrir hugsanlegu manntjóni og fjárhagstjóni vegna flug- slysa í lofti sem relg'a mætti til mistaka við flugumsjón á flugsljórnarsvæði Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Hauks Haukssonar varaflugmálasijóra. Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um þann möguleika meðal flugmálayfirvalda að ef farþegaþot- ur færust á íslenska flugumsjónar- svæðinu og orsakirnar yrðu raktar til mistaka í fiugumferðarstjóm gætu aðstandendur látinna farþega og viðkomandi flugfélög farið í skaðabótamál gegn íslenska ríkinu og hugsanlega fengið dæmdar bæt- ur sem næmu milljörðum króna. Bæði Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur eru þegar tryggðir fyrir tjóni og að sögn Pét- urs Guðmundssonar, flugvallar- stjóra á Keflavíkurflugvelli, hefur ábyrgðartryggingu sem keypt er erlendis vegna tjóns á flugvélum á flugvellinum verið haldið í gíldi um langt árabil. Legið við slysum Þrívegis hafa leiðir tveggja far- þegaþotna skorist í nánast sömu hæð á íslensku flugumferðarsvæði á undanförnum ámm. 11. ágúst sl. flugu tvær risaþotur, frá SAS og Air Canada, mjög nærri hvor ann- arri yfir íslensku flugumferðar- svæði og var tveimur flugumferðar- stjórum vikið frá vöktum tímabund- ið á meðan rannsókn á meintum mistökum við flugumferðarstjórn Morgunblaðið/Sigurgeir fer fram. Árið 1990 voru tveir flug- umferðarstjórar sakfelldir af saka- dómi Reykjavíkur fyrir að hafa ekki sýnt nægilega árvekni og aðgæslu þegar leiðir DC-8 vélar frá SAS með 186 farþega innanborðs og Boeing 747 fra British Airways með 375 farþega skárust j svipaðri hæð 2. júní árið 1986. í miðjum febrúar árið 1990 lá einnig við stór- slysi þegar ratsjármerki frá Boeing 747-vél ísraelska flugfélagsins E1 A1 kom ekki fram á ratsjárskjám flugumferðarstjórnar en aðeins nokkur hundruð metrar skildu þot- urnar að þegar leiðir þeirra skárust í 33 þús. feta hæð. Aðrar þjóðir eru í auknum mæli farnar að kaupa tryggingar vegna flugslysa í háloftunum. Hefur Flug- málastjórn haft til skoðunar tilhög- un slíkra trygginga á Nýja Sjálandi en þar hafa verið birtar ákveðnar reglur um bótafjárhæðir vegna flugslysa á ábyrgð flugumsjónar. Flugmálayfirvöld á Nýja Sjálandi kaupa svo endurtryggingu á al- mennum tryggingamarkaði. Bóta- upphæðirnar sem boðnar eru á Nýja Sjálandi nema 126 þúsund bandaríkjadölum eða tæplega 9 milljónum króna fyrir hvern látinn farþega. Bætur vegna farangurs nema um 24 þúsund kr. fyrir hvert kíló og bætur vegna flugvélar mið- ast við tryggingaverðmæti hennar. Ef árekstur yrði á milli stærstu farþegaþotna, sem fullhlaðnar geta borið 4-500 farþega, vegna mistaka við flugumferðarstjórn, gætu há- marksbætur vegna farþega sem færust numið allt að tíu milljörðum króna og að viðbættum bótum vegna flugvéla og farangurs gæti upphæðin verið á annan tug millj- arða króna. Haukur Hauksson sagðist telja brýnt að skoða þessi mál vel og bera okkur saman við aðrar þjóðir hvernig standa skuli að tryggingum vegna flugumferðarstjórnar á ís- landi. Banaslys í Garðabæ BANASLYS varð á Bæjar- brautinni í Garðabæ skömmu fyrir klukkan eitt aðfaranótt laugardagsins. Ekið var yfir rúmlega þrítugan mann sem lá á götunni, en ökumaður segir að hann hafi ekki séð manninn enda skyggni mjög slæmt er þetta varð, rigning og dimmt. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafði borist til- kynning skömmu áður um að maður væri að hlaupa í veg fyrir bíla á Bæjarbrautinni. I þann mund sem lögreglan ætl- aði að kanna málið varð slysið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.