Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNÚDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 KNATTSPYRNA íslandsvinur með Aberdeen gegn Val James Bett leikur öðru sinni á Laugardalsvelli á þriðjudag. í gegn á þriðja degi mótsins, í 3.000 metra hlaupinu þar sem þær komu þrjár fyrstar í mark. Þær létu skoskri stúlku, Yvonne Murray eft- ir að leiða hlaupið fyrstu tvo kíló- I metrana og treystu á góðan enda- sprett sem sú skoska á venjulega engin svör við. Á næstsíðasta hring, I þegar um 700 metrar voru eftir í ' mark var eins og þær skiptu hrein- lega um gír og skutust á eldingar- hraða í burtu. Hlupu þær eftir stærð, sú stærsta fremst. Aðrir hlauparar virtust ekki komast úr sporunum, möguleikar þeirra á verðlaunum gufuðu upp á örskots- stundu. Hélst stærðarröð þeirra kínversku í mark og breytti engu þótt þær virtust ætla að keppa inn- byrðis um sæti á beinu brautinni í lokin. Yunxia Qu sigraði á nýju lands- og mótsmeti (8:28,71 mín.), unglingaheimsmeistarinn frá í fyrra, Linli Zhang, varð önnur á nýju unglingaheimsmeti (8:29,25) og Lirong Zhang vann bronsverð- launin á nýju persónulegu meti (8:31,95). Lítill byrjunarhraði eyðilagði ) möguleika á heimsmeti en tími Qu síðustu tvo kílómetrana jafngildir fimmta besta tíma frá upphafi í | 2.000 metra hlaupi. Framfarir Qu eru talsverðar því hún átti aðeins 73. besta tíma heims í 3.000 metra hlaupi í fyrra en hljóp 26 sekúndum hraðar nú. Þess ber þó að geta að hún varð þriðja í 1.500 metra hlaup- inu á Ólympíuleikunum í Barcelona í fyrra. Svipaða sögu er að segja um Linli og Lirong, hvorug þeirra var meðal 35 bestu í nokkurri grein í fyrra. Linli bætti sinn besta árang- ur um 16 sekúndur í hlaupinu í Stuttgart. Líkleg til afreka Á næstsíðasta degi mótsins sigr- uðu Kínveijar tvöfalt í 10 km hlaupi 1 kvenna og staðfestu þar með að upp væri að rísa stórveldi í milli- lengda- og langhlaupum kvenna. | Wang Junxia sigraði á nýju kín- versku meti (30:49,30 mín.) og náði fjórða besta tíma frá upphafi. | Bætti hún persónulegt met sitt í hlaupinu um 1 mínútu og 40 sek- úndur, en hún var aðeins í 56. sæti á heimslistanum í fyrra. Zhong Huandi varð önnur, einnig á per- sónulegu meti (31:12,55), en hún varð fjórða í Barcelona í fyrra. Árangri Wang var slegið upp sem nýju unglingaheimsmeti en á blaða- mannafundi eftir hlaupið gaf hún til kynna að hún væri of gömul til að setja unglingamet. Kom í ljós daginn eftir að fæðingarár hennar hafði verið rangfært á þátttökutil- kynningunum. Hún fæddist árið 1973 en ekki 1975 og var því orðin of ári of gömul til að setja unglinga- H met. Wang hljóp mjög léttum og hröð- um skrefum og virðist búa yfir afar a hagkvæmum hlaupastíl til lang- hlaupa. Svo fyrirhafnarlítill virtist sigurinn að hún er líkleg til meiri ■ afreka á næstu árum. Áreynslan var ekki meiri en svo fyrri hluta hlaupsins að hún hljóp með lokaðan munninn, andaði bara með nefinu! Undraðist margur hlaupagarpur- inn, sem fylgdist með mótinu, yfir þessu. En að baki liggja miklar æfingar, segir tvítuga stúlkan frá fjallahéraðinu Qinghai. „Síðasta vetur æfði ég að staðaldri í 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli og hljóp að jafnaði 30-40 kílómetra á dag, stundum 50. Undirbúningurinn miðaðist við þetta mót og ég kom kvíðalaus til leiks. Takmarkið var að setja nýtt Asíumet og það tókst,“ sagði Wang eftir hlaupið. Hún ér .* sögð hafa hlaupið maraþon á • 2:24.07 stundum í vor en vafi leik- ur á hvort vegalengdin hafi verið - nákvæmlega rétt. Aðeins fjórar ■ konur hafa hlaupið á betri tíma. ^ Lygilegt heimsmet! Wang setti glæsilegt heimsmet í 10 km hlaupi í vikunni, hljóp á 29:31,78 mínútum og bætti heims- met norsku stúlkunnar Ingrid Krist- _L iansen um 43 sekúndur á kínverska meistaramótinu á miðvikudag. Kristiansen var þekkt fyrir miklar æfingar, jafnvel meiri en margur karlmaðurinn, og það skilaði henni miklum árangri. Wang virðist hafa farið sömu leið því eftir methlaupið sagði hún: „Árangurinn er að þakka margra ára ströngum æfingum. Síðasta árið hef ég hlaupið sem svarar einu maraþonhlaupi á hveij- um einasta degi. Það eru miklar æfingar, sjálfsögun og sjálfsfórn sem er galdurinn. Það er alveg undir einstaklingnum sjálfum og vilja hans komið hvort árangaur næst.“ Með heimsmetinu er Wang fyrst kvenna til að hlaupa 10' km á skemmri tíma en 30 mínútum. Og séu upplýsingar kínversku frétta- stofunnar Xinhua um gang hlaups- ins réttar er árangurinn miklu meira en lygilegur. Samkvæmt millitímum í hlaupinu, sem Xinhua sendi út um heimsbyggðina, hefur Wang hlaupið fyrri helming hlaups- ins á 15:31,40 mínútum en seinni hlutann á 14:00,38. Það jafngildir því að hún hafi bætt heimsmetið í 5.000 metra hlaupi um 37 sekúndur í seinni hluta 10 km hlaupsins!!! Stakk af á iokaspretti Á lokadeginum fór öll spenna úr 1.500 metra hlaupinu er Liu Dong hristi nokkra af bestu hlaupakonum allra tíma af sér með miklum spretti þegar rúmur hálfur hringur var eftir eða tæpa 300 metra frá marki. Slík var hröðunin að hún náði strax 20-30 metra forskoti og kom þrem- ur sekúndum á undan næstu stúlku í mark. Bætti Liu sinn besta árang- ur, persónulegt met, um nær fimm sekúndur í hlaupinu. Hvar eru karlamir? Þar sem kínverskar hlaupakonur hafa slegið svo rækilega í gegn vaknar eðlilega sú spurning hvort karlarnir þeirra getið hlaupið líka? Slíkar spurningar voru lagðar fyrir kínverska fijálsíþróttaleiðtoga í Stuttgart. „Jú, jú,“ var svarað, „en þeir eru heima að undirbúa sig fyr- ir kínverska meistaramótið sem fram fer í Peking í næsta mánuði. Mótið og góð frammistaða þar skiptir miklu fyrir einstaka lands- hluta.“ Svör af þessu tagi ollu tor- tryggni og menn spurðu sig m.a. hvort karlarnir hefðu ekki verið til- búnir til að komast í gegnum lyfja- próf með nokkurri vissu. Hvort enn hafi verið of mikið „púður“ í vöðvum þeirra. (Þekkt eru dæmi þess að íþróttamenn fyrrum austantjalds- ríkja hafi ekki verið sendir til keppni ef vafi hefur leikið á að þeir myndu standast lyfjapróf á viðkomandi móti. Þánnig voru Rússar með skip í höfninni í Montreal 1976 þar sem vísindamenn gerðu tilraunir á kepp- endum þeirra síðustu daga fyrir mótið til að ganga úr skugga um að þeir gætu keppt með nokkurri vissu um að þeir féllu ekki á lyfja- prófí.) í vikunni sagði Weng Qingz- hang, varaformaður lyfjanefndar Ólympíunefndar Kína, að kínverskir karlmenn hefðu ekki náð sérstökum árangri í hlaupum og virtist sem kínverskar konur væru betur gerðar til að standast mikið æfíngaálag en karlar. Fá þær Benzana? Sigurvegarar í öllum greinum á HM í Stuttgart fengu ekki aðeins gullverðlaunapening um hálsinn, blómvönd og tuskukanínu. Hver um sig fékk glæsibifreið af gerðinni Mercedes Benz að verðmæti um 30.000 dollara. Flutningskostnaður til Kína og tollar nema margfaldri þeirri upphæð og hafa hlaupakon- umar ungu ekki efni til að borga það. Hermt var að þjóðhetjurnar nýju þyrftu ekki að borga nein gjöld af bílunum og Benz-verksmiðjurnar taka á sig flutningskostnað. Yunxia Qu, sigurvegari í 3.000 metra hlaupinu, sagðist ekki hafa bílpróf og ætlaði því að gefa föður sínum rennireið sína. FYRIR liðlega átta árum, nánar tiltekið 29. maí 1985, tryggði landslið Skotlands í knatt- spyrnu sér rétt til að leika í úrslitakeppni Heimsmeistara- mótsins í Mexíkó ári sfðar með því að vinna íslenska landsliðið 1:0 á Laugardalsvelli. íslend- ingaráttu síst minna íleiknum, en lánið lék við Skota og 15.600 áhorfendur sáu James Bett gera sigurmarkið þremur og hálfri mfnútu fyrir leikslok. Bett eða Jasa eins og hann er kall- aður, lifir og hrærist í íslensku umhverfi, en mætir aftur á Laugardalsvöll n.k. þriðjudags- kvöld, þegar Valur tekur á móti skoska liðinu Aberdeen. „Ég hlakka mikið til að leika aftur á Laugardalsvelli," sagði Jasa við Morgunblaðið áður en hann fór til Edinborgar vegna leiks í skosku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. „Ég á aðeins góðar minningar frá íslandi og það snertir mig sérstaklega að fá tækifæri til að spila þar.“ Leikur Vals og Aberdeen er fyrri viðureign félaganna í 1. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu, en Ef[.r seinni leikurinn Steinþór verður ytra eftir Guöbjartsson hálfan mánuð. Jasa, sem verður 34 ára í vetur, hóf ferilinn 17 ára gamall hjá Áirdrieonians í Skotlandi og vakti þegar mikla athygli. Hann lék einn og hálfan leik með Val í ís- landsmótinu 1978, en gerði síðan samning við belgíska félagið Loker- en, þar sem hann var í tvö ár. 1980 skipti hann yfír í Rangers í Skot- landi og var þar næstu þijú árin, en síðan tvö ár aftur hjá Lokeren áður en hann fór til Aberdeen þar sem hann hefur verið síðan. Jasa er kvæntur Auði Rafnsdóttur, sem lék m.a. handknattleik og knatt- spyrnu með Val, og eiga þau þijá syni, Brynjar Lee 9 ára, Calun Þór 11 ára og Jim Baldur 13 ára, en eldri strákarnir hafa leikið með yngri flokkum KR í sumarfríum, síðast með 4. flokki fyrr í sumar. Undarieg tilfinning Jasa sagðist muna vel eftir lands- leiknum 1985 og hann væri sérstak- lega ofarlega í huganum þessa dag- ana. „Það var erfíður leikur og minnir okkur í Aberdeen á að við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Allir, sem tengjast liðinu, segja að það sé nánast formsatriði fyrir okk- ur að komast áfram, því við séum atvinnumenn en þeir áhugamenn, en þetta er ekki svona auðvelt. Við vorum síðast í Evrópukeppni fyrir tveimur árum og lentum á móti FC Kaupmannahöfn í fyrstu umferð. Þá voru viðbrögðin fyrir leikina eins, en við töpuðum og féllum úr keppni. með frönskum og sósu ‘995.- TAKIÐMED i i i i ’ TAKIDMEÐ - tilboð! - tilboð! Mnn Við komumst ekki í Evrópu- keppni í fyrra, en nú erum við þar og það er viss spenna í leikmönn- um. Allir eru meðvitaðir um hvað gerðist fyrir tveimur árum og ætla ekki að láta söguna endurtaka sig, en erfíðast verður að láta hug fylgja máli. Samt held ég að allir geri sér grein fyrir að það er mjög erfítt að leika á íslandi og enginn getur sagt að eitthvað sé öruggt í knatt- spyrnu. Ég hlakka til fararinnar og sér- staklega til leiksins, en tilfinningin að fara að leika aftur á íslandi er undarleg. Auðvitað geng ég til leiks með því hugarfari að sigra, en jafn- vel það snertir ýmsa strengi og fjöl- skyldan er ekki á einu máli um hvort liðið hún eigi að styðja.“ VIII Ijúka feriinum aíslandi Leikmenn Aberdeen og helstu stuðningsmenn koma í leiguflugi til Íslands á mánudag og fer hópurinn aftur til Skotlands á miðvikudag. Liðið hefur þrisvar áður dregist gegn íslensku liði í Evrópukeppni. Fyrst gegn KR í Evrópukeppni bik- arhafa 1967, síðan gegn ÍA í sömu keppni 1983 og aftur gegn ÍA í keppni meistaraliða 1985. Skoská" liðið hefur aðeins tapað einu stigi í þessum sex viðureignum, gerði 1:1 jafntefli heima við IA 1983 eft- ir að hafa unnið hér 2:1. Liðinu hefur vegnað vel á nýhafínni leiktíð í Skotlandi, er á toppnum með sjö stig eftir fimm umferðir eins og Motherwell og Heart, en tapaði fyr- ir Rangers eftir framlengingu í skosku bikarkeppninni erfiðleikum 1983. Samningur Jasa við félagið renn- ur út eftir tæpt ár. Óráðið er hvað þá gerist, en fjölskyldan hefur ákveðið að flytja til íslands fyrr en síðar. „Við erum að athuga með kaup á húsi í Reykjavík og enn blundar í mér að ljúka ferlinum á íslandi." HRAÐNÁMSTÆKNI HJÁ MÍMI Skemmtu þér og vertu mörgum sinnum fljótari að læra. Nýjustu kennsluaðferðir auðvelda þér námið. ENSKA „ ÞYSKA SPÆNSKA 3.000 Tíu vikna námskeiö hefjast 22. sept. | 1000|^^2£tí2ís2- Símar Flöldl kennslustunda 50 100 150 200 10004 og 21655 Sarah Biondani, enskukennari og kennslustjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.