Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 13
iMORGmaiBMÍŒB SÖJNNUBAGUR'i 1)2; S®PT.EMEER;It9H3 við EB. Geri bandalagið kröfu um slíkt, er úti um inngöngu Norð- manna, segir Brundtland. Hvað á að gera við atvinnuleysinu? Verkamannaflokkurinn heldur áfram að auka við sig fylgi, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki verið meira frá stríðslokum, á einum mánuði hefur atvinnulausum fjölgað um 12.000. Ríkisstjórnin, samband atvinnurekenda og samtök verkalýðsfélaga hafa gert með sér nokkurs konar þjóðarsátt um að- gerðir gegn atvinnuleysinu. Þær miða að því að ná því niður í 3,5% fyrir aldamót, meðal annars með því að takmarka launahækkanir. Hægrimenn hafa lagt til að reglur um ráðningu og uppsagnir starfs- fólks verði gerðar frjálsari en flokkurinn heldur því fram að regl- urnar séu ein ástæða atvinnuleysis, þær séu bindandi fyrir atvinnu- rekendur og valdi því að þeir haldi að sér höndum við mannaráðningar. Þá vill Hægriflokkurinn að lág- launamörk verði felld úr gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa áfellst Verkamannaflokkinn fyrir að hafa ekki haldið atvinnuleysinu niðri en Brundtland svarar því til að flokkurinn sé sá eini sem hafí komið með fullmótaðar aðgerðir í atvinnumálum. Þá hefur Hægriflokkurinn ítrekað bent á íjárlagahallann, sem nú er um 500 milljarðar íslenskra króna og segir það ekki gott veganesti fyrir fram- tíðina. Verður Kullmann Five látin fjúka? Ef EB-málin og gagnrýni á Verkamannaflokkinn eru frátalin, eru fá stór mál á lista hægrimanna. Eitt af grunnatriðunum er aðhald í ríkisrekstri en af öðrum málum má nefna deilu þeirra og Verkamannaflokksins um hvort herða eigi refsilöggjöfina sem hægrimenn segja of veika. Þá vilja þeir að flóttamenn sem bijóta al- varlega af sér verði reknir úr landi. Þeir norsku blaðamenn sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu erfitt að segja til um ástæðu þess að Hægriflokkurinn hefur tapað fylgi. Verkamannaflokkurinn hefur lagt mikla áherslu á ábyrgð, ákveðna stefnu fyrir landsbyggðina og bætt efnahagsástand og það hefur hrifið á kjósendur. Hægriflokkurinn hefur ekki náð athygli þegar hann hefur gagnrýnt Verkamannaflokkinn fyrir fjárlagahallann og skuldasöfnunina sem komi niður á komandi kynslóðum. „Flokkurinn hefur haft orð á sér fyrir að losa sig reglulega við formenn sína en ég hef ekki trú á því að Kullmann Five verði látin fjúka. Ætli þeir hafi ekki látið af þessum ósið,“ segir Ole Mathismoen hjá Aftenposten. Til vinstri snú Miðflokkurinn er eins og nafnið bendir til miðjuflokkur og hefur talist til borgaraflokkanna. And- stæðingar hans segja hann vera aðal-sérhagsmunaflokk Noregs. í formannstíð Anne Enger Lahnstein hefur flokkurinn hins vegar færst töluvert til vinstri og bið verður án efa á því að Miðflokkurinn og Hægriflokkurinn eigi samstarf að nýju eftir að Miðflokkurinn rauf stjórnarsamstarfíð árið 1990 vegna afstöðunnar til EB. Trygve Monsen hjá Aftenposten segir flokkinn nú vera stuðningsflokk Verkamannaflokksins á þingi. Sósíalíski vinstriflokkurinn er andvígur inngöngu Norðmanna í EB, og er ekki fylgjandi Evrópska efnahagssvæðinu. Hefur hann lagt til að Noregi verði skipt upp í 19 fylki og að til þess að EB-aðild verði samþykkt, þurfi meirihluta í 10 af 19 fylkjum. Á stefnuskránni eru aukin skattlagning á hátekjufólk og meiri áhersla á umönnun aldraðra og á heilbrigðis- og skólakerfíð. Þá hvetur fiokkurinn til að yfírvinna verði takmörkuð svo að fleiri fái vinnu. Sósíalíski vinstriflokkurinn leggur mikla áherslu á umhverfismál og málefni flótta- manna. Vill flokkurinn að réttindi fjölskyldna flóttamanna til að sam- einast séu tryggð, svo og réttindi barna flóttamanna. Fylgið hefur aðallega hrunið af Framfaraflokknum, en hann kom fram sem uppreisn gegn skatta- áþján og ríkisafskiptum. Þá hefur andstaða gegn flóttamönnum verið eitt aðalbaráttumál flokksins. Af- staða flokksins til EB er eilítið ruglingsleg þar sem hann er fylgj- andi inngöngu Noregs í EB en jafn- framt andvígur Evrópubandalaginu. Flokkurinn gengur í raun klofinn til kosninga þar sem Carl I. Hagen, formaður flokksins lýsti því yfir fyrir skömmu að skattalækkanir væru ekki mögulegar eins og efnahagsástandið væri nú. Olli yfírlýsingin mikilli ólgu í flokknum enda gengur hún þvert á eitt helsta stefnumál Framfaraflokksins. EB-tímasprengjan Margir fullyrða að Norðmenn hafí stillt tímasprengju með því að gera EB ekki að kosningamáli. Þjóð- aratkvæðagreiðsla verður um aðild- ina þegar samið hefur verið við Evrópubandalagið. Lokaákvörðunin er þó í höndum þingmanna og verða 3/4 þeirra að samþykkja inngöngu Norðmanna. Þrátt fyrir að Lahnstein hafí ekki tekist að gera afstöðuna til EB að því hitamáli sem hún vildi, hefur umræðan um EB án efa mikil áhrif. Það er fyrst og fremst skýringin á fylgisaukningu Miðflokksins. Það eru þó aðallega hörðustu andstæð- ingar EB sem kjósa flokkinn þar sem formaðurinn, Lahnstein, hefur ekki gert upp við sig hvort hún muni virða niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild að EB. Þar sem andstæðingar EB eru allmargir innan Verkamannaflokksins hefur hann náð töluverðu af fylgi hjá þeim sem andsnúnir eru aðild að EB, ekki síst í Norður-Noregi, en þar hefur flokkurinn endurheimt tals- verðan hluta af sínum gömlu fylgis- mönnum. Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa báðir lýst því yfir að þeir muni viðurkenna niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar svo Norðmenn sætta sig við það að EB-málin verði rædd seinna. Að haf a rétt fyrir sér Kosningabaráttan hefur þótt heldur leiðinleg að þessu sinni, lítið um hressilegar kappræður. Trygve Monsen hjá Aftenposten segir ekki ríkja fjandskap milli frambjóðenda. Kosningabaráttan beri auðvitað keim af þeim sem séu í forsvari, ekki síst Gro Harlem Brundtland og Kaci Kullmann Five. Ef til vill eru orð Anne Enger Lahnstein um Gro Harlem Brundtland lýsandi en hún sagði Brundtland vera í algerri sérstöðu vegna reynslu sinnar. „Hún hefur óbilandi trú á því að hún hafi fullkomlega rétt fyrir sér. Ég ber mikla virðingu fyrir henni en fínnst það synd hvað hún hefur oft á röngu að standa.“ ÞarsemsolinslÉ allanveöirim Auður Sœmundsdóttir fararstjóri verður á söluskrifstofu okkar Laugavegi 7 sem hér segir: aKTlAS^ EUROCAHD V/SA Mánudagur 13. sept. 13-17. Þriðjudagur 14. sept. 10-17. Miðvikudagur 15. sept. 10-17. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Forfallagjald', 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjdlst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að ftrra sig óþarfa dbattu. * Innifatið: Ftug, gisting, íslensk fararstjóm og flugvallarskattar. Náðu þér í nýja Kanaríeyjabœhlinginn og leggðu drög að sólríku vetrarfríi. Frá 22. desernber og fram á vor verður beint leigu- flug til Kanaríeyja. Tveggja og þriggja vikna ferðir. Jól á Kanarteyjum Tveggja, þriggja og fjögurra vikna ferðir. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðs- menn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). Með tilkomu vetraráætlunar Almenningsvagna hefst á ný akstur hraðleiðar 14 1 Hafnarfjörður, Reykjavík, Grensás, Hlemmur. Um leið og Almenningsvagnar óska öllum landsmönnum góðs vetrar heldur fyrirtækið áfram að bæta þjónustu sína við farþega svo þeir megi komast hratt og örugglega á ákvörðunarstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.