Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 31 Söluaukning HUGI Hreiðarsson markaðssijóri garnbúðarinnar Tinnu afhend- ir Margréti Andreasdóttur og Hafsteini Ágústssyni, eigendum verslunarinnar Innrömmun og hannyrðir, viðurkenningarskjöld vegna aukinnar garnsölu. Gam selt í átján hundruð peysur EIGENDUM verslunarinnar Innrömmun og hannyrðir í Mjódd var nýlega veittur við- urkenningarskjöldur fyrir söluaukningu. Síðustu tólf mánuði hefur sala verslunar- innar á garni aukist um 65% og lætur nærri að garn hafi verið selt í 1.800 peysur, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Það var garnbúðin Tinna sem veitti viðurkenninguna, en fyrir- tækið flytur inn garn frá verk- smiðjunni Sandnes í Noregi. Innrömmun og hannyrðir flutti í nýtt húsnæði fyrir ári, en var áður við verslunarmiðstöðina í Leirubakka. Eigendur verslunar- innar eru hjónin Hafsteinn Ág- ústsson og Margrét Andreas- dóttir. Forsætisráðuneytið Nefnd vegna lýðveldis- hátíðar FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd er geri tillögur til ríkisstjórnar um og undirbúi há- tíðarhöld i tilefni af þvi að hálf öld er liðin frá stofnun lýðveldis á íslandi árið 1994. I nefndinni eiga sæti Matthías Á. Mathiesen fv. utanríkisráðherra, sem er formaður nefndarinnar, Jón Helgason alþingismaður, Svavar Gestsson alþingismaður, Elín G. Ólafsdóttir kennari, Þuríður Páls- dóttir yfirkennari, Haraldur Bessa- son rektor og Ingólfur Margeirsson rithöfundur. ----♦ ♦ ♦-- Dræm veiði loðnumiðum DRÆM veiði hefur verið á loðnu- miðunum. Loðnan er fremur dreifð og hvassviðri hefur hamlað veiðum. Rúmlega 310 þúsund tonn hafa borist á land á vertiðinni. Bjami Ólafsson AK var á leið til Akraness á föstudag með 1.050 tonn af loðnu en siglingin þangað af mið- unum er um 50 tímar. Stefán Ragn- arsson skipstjóri sagði að dræm veiði hefði verið á miðunum. Hann sagði að loðnan gengi dreifð og hvassviðri hefði gert skipunum erfitt fyrir við veiðarnar. Nefnd fjallar um prófanir og eftírlit FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skípað nefnd er hefur það hlut- verk með höndum að móta sam- ræmda heildarstefnu á sviði skoð- unar, prófunar og eftirlits á veg- um hins opinbera. Meginverkefni nefndarinnar eru eftirfarandi: - að gera úttekt á umfangi og eðli opinberrar eftirlits- og öryggis- starfsemi í landinu. - að meta á hvem hátt samræm- ingu og samþáttun verkefna hjá ólíkum eftirlits-, skoðunar- og prófunaraðilum verður við komið. - að láta gera hagkvæmnismat með samanburði núverandi fyrirkomu- lags við líklega valkosti. - að láta endurskoða gildandi reglu- gerðir. - að gera tillögu um framtíðarskip- an. Tillaga nefndarinnar um framtíð- arskipan skal miða að eftirtöldum markmiðum: - að heildarkostnaður við opinbert eftirlit lækki. - að þjónusta á sviði prófunar, skoðunar go eftirlits batni. - að hagrætt verði í eftirlitsstarfi hins opinbera með samræmingu aðgerða skyldra aðila og sam- þættingu verkefna. - að beinn kostnaður hins opinbera lækki með flutningi þjónustu frá ríki og sveitarfélögum út á fijáls- an markað. - að beina gjaldtöku til þeirra aðila sem þjónustunnar njóta. Er nefndarmönnum ætlað að ljúka störfum fyrir áramót. í nefndinni eiga sæti Eyjólfur Sveinsson, forsætisráðuneyti, sem er formaður nefndarinnar, Ari Ed- wald, dómsmálaráðuneyti, Sturlaug- ur Tómasson, félagsmálaráðuneyti, Halldór Árnason, fjármálaráðuneyti, Dögg Pálsdóttir, heilbrigðis- og tiyggingamálaráðuneyti, Sveinn Þorgrímsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti, Brynjólfur Sandholt, landbúnaðarráðuneyti, Ragnhildur Hjaltadóttir, samgönguráðuneyti, Halldór Árnason, sjávarútvegsráðu- neyti, og Sigurbjörg Sæmundsdóttir, umhverfisráðuneyti. Hagsýsla ríkis- ins mun Ijá nefndinni starfsmann. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, POULO. BERNBURG hljómlistarmaður, Stigahlfð 12, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 11. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ingunn Bernburg, Gunnar Bernburg, fris H. Bragadóttir, Kristján Bernburg, Thérése De Cauwer Bernburg, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall ástkærrar eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR, (rafossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Vífilsstaðaspítala. Jón Þorvarðarson, Guðmundur Jónsson, Ólína Melsteð, Rósa B. Jónsdóttir, Jóhann Jónsson, Friðgeir Jónsson, Árný V. Steingrfmsdóttir, Sigrfður H. Jónsdóttir, Bjarni Helgason, Bryndís I. Jónsdóttir, Árni Björnsson, Helgi Jónsson, Gréta Skaptadóttir, Hallfríður J. Jónsdóttir, Ingvar Á. Oskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Birtíng afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsfjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Akjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. Waldorfbrúðugerð Kvöld- og helgarnámskeið. Upplýsingar í síma 44637. Hildur Guðmundsdóttir. MÁLW-mmusT Dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og lengra komna. Málað með vatns- og olíulitum. Undirstöðuatriði og tækni. Myndbygging. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13.00 alla daga. Kennari Rúna Gísladóttir listmálari, simi 611525. V___________________________^ Laufið Frönsku stretchbuxumar vinsœlu komnar. Nýir litir. Fallegar peysur - hagstœtt verð , Iðnaðarhúsinu, s. 11845. JUDOOCKARATE < AIKIDO OC TAEKWON-DO FYRIR KRAKKAÁ ALDRINUM 6-12 ÁRA INNRITUN HAFIN. ELDRI NEMENDUR VELKOMNIR BUÞOPEILD ÞRÓTTAR MÖRKIN 8, V/SUÐURLANDSBRAUT, SIMI 679400 IQd(n8 skólatilboð Lágir Svartir Stærðir 31-41 Verð 4.500,- Grófur sóli Háir Svartir Stærðir: 31-41 Verð 4.900,- Grófur sóli Póstsendum samdægurs Skóverslun Kópavogs Skór og sportvörur Hamraborg 3 sími 41754

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.