Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 11
MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUJl .12. SFPTEMBER.l?ft3 heildarútbreiðslusvæði og stærð stofnsins. Mælingar á honum hafa verið misvísandi. Þó hallast menn að því að stofninn sé ekki ofnýttur. Búið er að skipuleggja auknar rann- sóknir á næsta sumri. Jón B. Jónas- son, starfsmaður sjávarútvegsráðu- neytisins, segir að karfaveiðar Norð- manna séu ekki sambærilegar við þorskeiðar íslendinga í Smugunni að því leyti að ekki er kvóti á karfanum og stofninn er vannýttur að mati fiskifræðinga. Frakkar hafa verið að veiða blá- löngu sunnan við íslensku lögsöguna. Fiskifræðingar eru ekki vissir um hvort þar er um sama stofn að ræða og þann sem veiðist innan okkar lög- sögu. Vaxandi áhugi hefur verið á búra- veiðum enda fæst hátt verð fýrir hann. íslendingar hafa aðallega veitt búrann innan lögsögunnar en skip frá öðrum ríkjum hafa einnig veitt búra sunnar. Enn sem komið er er afar lítið vitað um búrann. Norðmenn eru nú að gera út rannsóknarleiðangur t'í! að finna hrvgningarslóð búrans en mikil leynd hvílir yfír förinni, líkega til að koma í veg fyrir að ís- lendingar og Frakkar verði einhvers vísari. Norski togaraflotinn bíður eft- ir niðurstöðum rannsóknanna reiðu- búinn að fara á miðin. Til eru karfastofnar, djúpkarfi og gullkarfi, sem fínnast í íslensku, grænlensku, færeysku og e.t.v. norsku lögsögunni. Nokkrar rann- sóknir hafa verið gerðar á þeim en ekki verið samið um veiðar. Minna er af kolmunna í íslensku lögsögunni nú en áður. Það hefur í sjálfu sér ekki komið að sök því okk- ur hafa boðist veiðiheimildir hjá Fær- eyingum. En kolmunnaveiðar hafa samt lítið verið stundaðar héðan. Ennfremur eru rækjumið á mörkum lögsagna Færeyja og íslands. Nú gera menn sér vonir um að síldarstofninn norðaustur af landinu sé að braggast og vart þætti íslend- ingum gott til þess að vita ef hann yrði þurrkaður upp í smugunni milli lögsagnia íslands, Grænlands og Nor- egs, sbr. það sem sjávarútvegsráð- herra, Þorsteinn Pálsson, sagði hér í blaðinu 25. ágúst síðastliðinn: „Ef [norsk-íslenski síldarstofninn] vex eins og spár gera ráð fyrir, mun hann fara um alþjóðlegt hafsvæði og það ríður á mikíu að við náum samkomu- lagi við Norðmenn um nýtingu á honum.“ Árið 1982 voru allar laxveiðar í N-Atlantshafí utan tólf mílna bann- aðar nema við Færeyjar og Austur- Grænland. Sett var á laggirnar al- þjóðastofnun (NASCO) sem hefur séð um ákvörðun hámarksafla á þessum tveimur stöðum. Að frumkvæði Orra Vigfússonar hafa þessir kvótar Fær- eyinga og Grænlendinga verið keypt- ir. Nú eru svo til engar laxveiðar stundaðar utan tólf mílna. Undanfar- in ár hafa verið stundaðar veiðar utan 200 mílna af skipum undir hent- ifána. Þessar veiðar hafa einnig verið stöðvaðar. Hlörk efnhags- lögsögunnar Danir og Grænlendingar viður- kenna ekki Kolbeinsey sem grunnl- ínupunkt þannig að deilt er um hvar miðlínan milli Islands og Grænlands skuli liggja. Þetta mál er í biðstöðu. Einnig er deilt um miðlínu fyrir suð- austan land vegna þess að Danir og Færeyingar viðurkenna ekki Hvalbak sem grunnlínupunkt. Gjöful mið eru á gráa svæðinu og hafa færeysku skipin verið að færa sig upp á skaft- ið undanfarna daga. Deilt er um svæðið milli Islands og Rockall. Fisk- veiðilögsaga íslands var færð út í 200 sjómílur til suðurs árið 1975 án þess að taka tillit til klettsins Rockall sem skert hefði lögsöguna hefði miðlína verið látin gilda. Landgrunniö íslendingar gera tilkall til svokall- aðrar landgrunnslögsögu út fyrir 200 mílna mörkin. í henni felst sam- kvæmt hafréttarsáttmálanum full- veldisréttur að því er varðar rann- sóknir á landgrunninu og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Réttindi strandríkis yfír landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu hafsins yfir landgrunninu eða loftrýmisins yfír hafinu. Allt frá árinu 1976 hafa stað- ið yfír athuganir á hafsbotnsréttind- um íslands til suðurs ísland og Dan- mörk hafa sett reglugerðir um lög- sögu á svæðinu og Bretland og Irland hafa samið um skiptingu þess sín á milli. íslensk stjórnvöld hafa fallist á tvíhliða viðræður við bresk stjómvöld en telja samt æskilegast að fram fari viðræður milli landanna fjögurra. Sumarið 1990 var Guðmundi Eiríks- syni þjóðréttarfræðingi og David Anderson þjóðréttarfræðingi í breska utanríkisráðuneytinu falið að gera sameiginlega skýrslu um málið sem hægt væri að miða framhaldsviðræð- ur við. Sú skýrslugerð stendur nú yfír. Eins og sést á meðfylgjandi korti nær landgrunnslögsaga sú sem ís- lendingar hafa helgað sér ekki lengra en 350 mílur í suður eftir Reykjanes- hrygg. Er það vegna takmörkunar í hafréttarsáttmálanum sem kemur í veg fyrir að eyríki helgi sér svæði langar leiðir eftir neðansÁstæðan er sú að samkvæmt hafréttarsáttmálan- um má landgrunnslögsagan ekki ná lengra eftir neðansjávarhryggjum. Væri þessi_ takmörkun ekki fyrir hendi gætu íslendingar nefnilega far- ið allt suður til Kanaríeyja. ísland hefur fullgilt hafréttarsátt- máiann er. hann hofur enn ekki tekið gildi og ákvarðast réttarstaðan þ'vi af venjurétti, sérstaklega þar sem Danmörk, Bretland og Írland hafa ekki fullgilt samninginn. Reglugerð sem sett var 1985 byggir á því að landgrunn íslands sé óslitið beint í suður til Hatton-Rockall. Önnur rök kunna að vega þyngra sem sé þau að byggt sé á landgrunninu I suðaust- ur í átt til Færeyja og þaðan aftur í suðvestur. Segja íslendingar að á þennan veg séu ekki fyrir hendi skýr mörk landgrunns á Íslands-Færeyja- hrygg fyrr en komið er að Hatton- Rockall banka. Hafa menn í þessu efni ekki sett fyrir sig að fara verður yfír miðlínu milli íslands og Færeyja áður en sveigt er í suðaustur. íslend- ingar hafa fremur beitt landmótunar- rökum í þessu máli ef svo má að orði komast en jarðfræðirökum. Flestir jarðfræðingar virðast nefni- lega vera þeirrar hyggju að Færeyjar og Hatton-Rockall séu jarðfræðilega skyld svæði. Réttarstaða Bretlands og írlands er sem hér segir. Samkvæmt 121. gr. hafréttarsáttmálans fá eyjar á stærð við Roekall hvorki landgrunn né efnahagslögsögu. Slík takmörkun á víðáttu landgrunns efnahagslög- sögunnar má teljast gildandi þjóða- réttur og gstur því réttarstaða Bret- lands og írlands á Hatton-Rockall svæðinu ekki byggst á eyjunni. Á milli Hatton-Rockall-svæðisins og ír- lands/Skotlands liggur svokallað Rockall-trog sem er 3.000 m djúpt þar sem það er dýpst. Tilvera þess veikir mjög kenningar um að Hatton- Rockall-svæðið sé óslitið framhald írlands og Bretlands. írsk og bresk stjómvöld hafa hins vegar haldið því fram að þar sem trogið liggi innan marka efnahagslögsögunnar hafí það ekki áhrif. Dómur alþjóðadómstólsins I Haag í máli Túnis og Líbíu hefur stutt þessa kenningu. Reyndar hefur ríkt tilhneiging í nýlegum dómum hans til að taka ekki tillit til jarð- fræðilegra þátta, enda oft talið óvinn- andi verk að ráða úr mismunandi túlkunum vísindamanna. Danir halda því fram að Hatton- Rockall-svæðið tengist Færeyjum sem „míkró-meginland“. Rannsóknir hafa farið fram til þess að sýna fram á að jarðskorpan á Hatton-Rockall- ^væðinu sé sama eðlis og skorpan undir Færeyjum. Hafsbotnsréttindi á noröurslóöum Vorið 1987 létu utanríkisráðuneyt- ið og utanríkismáianéiiiu AlþlngiS kanna hvaða réttindi ríki við Norður- Atlantshaf, þ.e. ísland, Noregur og Danmörk vegna Grænlands, gætu hugsanlega helgað sér á svæði milli Noregs og Grænlands sem liggur utan efnahagslögsögu viðkomandi ríkja. Um er að ræða ræmu sem ligg- ur frá 65 gráðu norðlægrar breiddar til 75. gráðu og er 100-300 km breið. Til samráðs var fenginn dr. Manik Talwani sem hafði verið ráðgjafi ut- anríkisráðuneytisins í sambandi við hafsbotnsréttindi til suðurs. Á fundi fulltrúa íslands, Danmerkur og Nor- egs í Reykjavík í janúar 1988 var rætt kort sem Talwani hafði gert. Var það byggt á túlkun á hafréttar- sáttmálanum. Samkvæmt því náðu landgrunn ríkjanna víða inn á þetta alþjóðlega svæði. Fulltrúar íslands vörpuðu fram hugmyndum um að nýta svæðið sameiginlega eða loka því fyrir öðrum þjóðum. Síðan hefur öðru hverju verið fjallað um málið á fundum ráðamanna ríkjanna og síð- ast gerðist það 18. mars síðastliðinn að þjóðréttarfræðingar ríkjanna hitt- ust. Var niðurstaðan svipuð og áður að hafa áfram náið samband um málið og láta hver annan vita um allt sem þýðingu hefði fyrir frum- kvæði Islands. I^egra verbi fyrra Kanaríbæklingur Heimsferða fyrir veturinn 1993-'94 er kominn út. Okkur er ánægja að kynna frábæra nýja valkosti í gistingu og hreint ótrúlega hagstæð kjör, því með einstökum samningum okkar, hefur okkur tekist að lækka verðið frá því í fyrra, jafnvel í krónum talið og er verðlækkunin allt að 18% á milli ára. Þeir sem bóka og staðfesta ferðina fyrir 1. október, eða fyrstu 250 sætin, njóta þessara sérkjara. 6. janúar - 3 vikur 43.900,- Verð frá kr. pr. mann. M.v. hjón með 2 börn, 2—11 ára. Verð kr. 56.800,- pr. mann. M.v. 2 í íbúð. Jólaferð 17. des. - 20 dagar 59.800 Verð frá kr. J pr. mann. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. 75.200,- Verð kr. pr. mann. M.v. 2 í íbúð, Las Isas. BRASIL Fyrstu 250 scetin ú sértilboði Sjöttit þtiS Itfilti ú latgra i’erbi í ui-KStýirfi viðfM’slz kiSttfhsffíttg í SfÍKi, bjtíu Hrimsfcfðit ntamhó J/it hid faXrtil Ka>un<tyi‘i tif Pwiíú rí \rtSi stm aUtri Ik fhr tó r lUta Mt <í landl Þid ö-ti&um btint UijofÍKS til Katwri mw) ikn^tnn nýjam Horinft 7$7 þttmn Mt f awjM Of ttMsnra ttjja tw/JUWf r ýitintft t'yri/ fiirjvjttr cUat Kc>:ari<yjjftr$.r}l/inn{<ri<a fn>Su fÍHstxiiir utulietitiir fHtuta ifl* ox friu yfr 10G0 farjtf ir á oU.o vtjitm trí Kmr.at. fyitmai HfruririiyjNr (.\Tifubua S0V hkváúifit, «t»Ar <r fltúi so* vil/a styfía SAUtusta úturankpl <% uí Jwfyt ritfHosn aibúivt ? yteHft.fu wmitrtfi, sNr$ btiðu yfit Mei riii ;tni tóðav prvV.rfcir, ^ I ,<LíÍm /<• sh. AjMo Utr lc^AIfuwi I ‘ fru<»ic>noKÁi'.tjúr\ l8°/o ucyravgjA'i- -3 «**■'. HEIMSFERÐIR HF. aUÍTU«8T«/KTI 1». 3. • DOX-. 2*2 121 neYxJÁ’^K . sVMlT'ír«*‘4*Ö*' ‘’FÁT''i‘l-C3«G:jÍ air europa m TURAUIA V/SA HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.