Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 21 málefni sömu stéttar? Búnaðarfélagið sér að verulegu lejrti um framkvæmd ýmissa laga, svo sem laga um búfjárhald, það fylgist með og hefur umsjón með landgræðslumálum, yfirumsjón með framkvæmd forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum, gefur umsögn um stofnun nýrra býla og viðurkenningu á félagsbúum, sam- einingu jarða og fleira. Starfsmenn Búnaðarfélagsins, sem eru starfsmenn bændastéttar- innar, fá laun sín greidd af ríkisfé. Starfsmennirnir gera sjálfstæðan kjarasamning við félagið en ríkið hefur átt fulltrúa í samninganefnd- inni til að gæta þess að samræmi sé í launakjörum Búnaðarfélags- manna og starfsmanna hliðstæðra stofnana landbúnaðarráðuneytis- ins. Starfsmenn Búnaðarfélagsins greiða í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og njóta sömu réttinda og opinberir starfsmenn. Þetta sér- stæða fyrirkomulag helgast af lög- um sem sett voru 1928 um lífeyris- réttindi starfsmanna Búnaðarfé- lagsins. Stéttarsamband bænda í fyrstu annaðist Búnaðarfélagið eitt hagsmunagæslu og leiðbein- ingastarf fyrir bændastéttina. Árið 1945 kom upp ágreiningur innan félagsins varðandi verðákvörðun landbúnaðarafurða. í kjölfar þess varð klofningur og Stéttarsamband bænda stofnað. Aherslur Búnaðar- félagsins voru eftir það meira á hinu faglega sviði og ráðgjafaþjón- ustu við bændastéttina. Meginhlutverk Stéttarsambands- ins hefur verið að gæta hagsmuna bænda og semja fyrir þeirra hönd við ríkið um kjör bænda og í seinni tíð framleiðslumagn landbúnaðar- afurða. Stéttarsambandið tekur þátt í alþjóðlegu samstarfí búvöru- framleiðenda. Það gildir líkt um Stéttarsambandið og Búnaðarfé- lagið að allir starfandi bændur hafa kjörgengi og kosningarétt innan Stéttarsambandsins, séu þeir félag- ar í búnaðarfélagi og greiði í Lífeyr- issjóð bænda. Grunneiningar Stétt- arsambandsins voru hreppabúnað- arfélögin og kusu þau kjörmenn sem aftur völdu fulltrúa á aðalfund Stéttarsambandsins. Á aðalfundi í byijun mánaðarins var gerð sú skipulagsbreyting að búnaðarsam- böndin urðu grunneiningar líkt og í Búnaðarfélaginu. Til viðbótar velja búgreinafélög fulltrúa á aðalfund Stéttarsambandsins. Kostnaður við rekstur Stéttarsambandsins er greiddur af Búnaðarmálasjóðsgjaldi sem innheimt er af afurðaverði. Framleiósluráó Framleiðsluráð landbúnaðarins starfar samkvæmt búvörulögum. Það er samstarfsvettvangur allra búvöruframleiðenda og samtaka þeirra. Framleiðsluráðið skipa 15 fulltrúar, þar af koma 14 fulltrúar gegnum Stéttarsamband bænda og 1 frá landbúnaðarráðuneytinu. Verkefni Framleiðsluráðs er að annast stjórn búvöruframleiðslu, verðskráningu, gerð framleiðslu- áætlana og söluáætlana. Þá heldur ráðið skýrslur um framleiðslu og sölumál búvöru. Framleiðsluráð gegnir annast verðmiðlun sem á að tryggja framleiðendum landbúnað- arvöru sama afurðaverð, hvar sem þeir eru í sveit settir. Landbúnaðar- ráðuneytið hefur og falið Fram- leiðsluráðinu milligöngu um bein- greiðslur til bænda, vegna búvöru- framleiðslu, samkvæmt búvöru- samningnum. Framleiðsluráð hefur einnig með höndum verkaskiptingu milli einstakra mjólkursamlaga og sláturleyfishafa. Framleiðsluráð er rekið fyrir gjald sem innheimt er af búvöru. Framleiðsluráð hefur undanfarið verið í fréttum vegna þess valds sem það hefur til að ákvarða um innflutning búvöru. Síðastliðið vor var frumvarp lagt fyrir Alþingi þar sem lagt er til að vald þetta verði fært til ráðherra. Frumvarpið fékk ekki afgreiðslu en þess er vænt að það verði aftur lagt fram á þingi. Uppstokkun ó kerfinu Undanfarin ár þykir Búnaðarfé- Búnaðarfélag íslands J I : Stéttarsamband bænda 15 búnaðarsambönd V?Q 11 búgreinasambönd Landsamband kúabænda Landssamband sauðfjárbænda Landssamband kartöflubænda Samband garðyrkjubænda Samband ísl. loðdýrabænda Svínaræktarfélag Islands Æðarræktarfélag Islands Félag eggjaframleiðenda Félag ferðaþjónustubænda Félag hrossabænda Félag kjúklingabænda 192 hreppabúnaðarfélög tHttmmit tmtttttt BÆNDURNIR L A N D N U Rætt er um aó gera bændasamtökin skilvirkari eg einfaldari i uppbyggingu. lagið hafa sveigt aftur inn á svið hagsmunabaráttu fyrir bændastétt- ina. Kunnugir rekja þá þróun til þess að nú sitja í stjóm Búnaðarfé- lagsins menn sem hafa verið mjög virkir í Stéttarsambandinu. Á aðal- fundi Stéttarsambands bænda kom fram skýr krafa bænda víða um land um að félagskerfi landbúnað- arins verði einfaldað og gert ódýr- ara en nú er. Skipulagsbreytingin sem samþykkt var á aðalfundi Stéttarsambandsins er augljóslega til að færa skipulag þess nær Bún- aðarfélaginu. Nú eru búnaðarsam- böndin ásamt búgreinafélögum grunneiningar Stéttarsambandsins í stað þess að áður voru hreppabún- aðarfélögin hinar landfræðilegu grunneiningar. Hafnar eru viðræð- ur milli Búnaðarfélagsins og Stétt- arsambandsins um endurskipulagn- ingu bændasamtakanna til að ein- falda kerfíð og gera það skilvirk- ara. Hvor samtök um sig hafa kos- ið þijá fulltrúa í nefnd sem hist hefur á fundum í sumar og haust til að ræða sameininguna. Félags- málanefnd aðalfundarins lýsti ánægju sinni með viðræður um sameiningu Stéttarsambandsins og Búnaðarfélagsins og hvatti til að niðurstaða lægi fyrir sem fyrst. Fundarmönnum þótti tillaga félags- málanefndar ekki ganga nógu langt og var samþykkt tillaga fundar- manna um að ákveðið yrði stefnt að sameiningu heildarsamtakanna. Stefnt er að því að hægt verði að leggja mótaðar tillögur um endur- skipulagningu bændasamtakanna fyrir Búnaðarþing í febrúar á næsta ári. Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaóur fyrir 20 manna hóp. frá midjiun deptember á mamim í tvíbýli í 2 ruetur og 3 daga á Hotel GrafMoltke. * í Hamborg bjóöum viö gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: Graf Moltke, Berlin, Monopol, SAS Plaza, Metro Mercur og Ibis. Ein helsta versunarborg Þýskalands, vörugæöi og hagstætt verö. Nafntogaðir veitingastaðir, krár, vínstofur, skemmtistaðir, fjörugt næturlíf af öllu tagi. Tónleikar, sígild tónlist, jass og rokk, leiksýningar, eitt virtasta óperuhús í Evrópu, frábær söfn, fallegt umhverfi, gott mannlíf. Brottfarir á fimmtu- föstu- og laugardögum. Heimflug á sunnu-, mánu- og þriójudögum. Ilnnifalið er flug, gisring, morgunverður og flugvallarskattar. Á tímabilinu 30. sept. til 28. nóv. er innifalið í verði akstur til og frá flugvelli í Hamborg og íslensk fararstjórn í brottförum síðdegis á fimmtudögum með heimkomu síðdegis á sunnudögum. Aksturinn verður að bóka sérstaklega. Börn, 2ja -11 ára, fa 10.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. *Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. [—QATfAS/* EUROCARD. I | B»l Hafðu samband við söluskrifctofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifetofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.