Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 Barnard Ingham meó Margaret Thatcher, þóverandi forsœtisróóherra Bretlands, á leiótogafundi sjö helstu iónrikja heims i Tókió 1988. Born- ard Ingham ótti afmaeli or fundarhöldin fóru fram og fókk aó gjöf bangs- ann sem Thatcher heldur ó. framsetningunni verið ábótavant. Framsetningin hefði heldur aldrei getað verið góð þar sem flokkurinn er klofinn og allir eru að deila hver við annan, þetta er eins og i Ba- belsturni! Hvað ætlarðu að segja opinberlega eftir að þú hefur fengið rýtingsstungu í bakið? Að þú hafir fengið rýtingsstungu í bakið?“ Einn þingmanna íhaldsflokksins sagði nýlega að eitt af því sem værí hvað mest heillandi við flokk- inn værí hversu djúpstætt og inni- legt hatur einkenndi öll samskipti manna innan hans. Þetta virðist vera gegnumgangandi í sögu íhaldsflokksins. Hvernig skýrið þér þetta lævi blandna andrúmsloft? „Ég held að þetta sé ef til vill aðeins orðum aukið. Winston Churchill á eitt sinn að hafa setið við hlið nýs ráðherra í þinginu, bent á þingmenn Verkamannaflokksins hinum megin í herberginu og sagt: „Þú skalt hafa það hugfast að þetta er stjórnarandstaðan. Ovinirnir sitja hins vegar á bak við þig!“ Við skul- um bara horfast í augu við það að pólitík er frekar sóðaleg. Ef litið er á forystumenn íhaldsmanna þá er þar líka að finna skrautlega fylk- ingu oft andstæðra sjónarmiða og heimspeki. Menn deila hart oft á tíðum en þannig eru stjórnmál og á þennan hátt gera menn út um mál í þróuðu pólitísku þjóðfélagi á borð við Bretland. Og þess á milli þykjast þeir allir vera góðir vinir! Ég myndi líka persónulega ekki vilja búa við kerfí líkt og var á ítal- íu þar sem hin andstæðu sjónarmið birtust í um hundrað og sextán mismunandi flokkum vegna hlut- fallskosningakerfisins." Er þetta nokkuð verra en verið hefur? „Þetta kann að virðast grimmara vegna þess að öllu er nú útvarpað og sjónvarpað um allar jarðir." Litið hefur veríð á Major for- sætisráðherra sem pólitískan uppá- haldsson Margaret Thatcher. Teljið þér að hún sé jafn óánægð með frammistöðu hans og lesa má út úr fréttum? „Ég held að hún sé vonsvikin með sumt en hún hefur líka gefíð greinilega í skyn að hún styður Major. Óðru fremur er hún líka dyggur stuðningsmaður íhalds- flokksins. Menn eru líka að verða raunsærri í mati sínu á John Maj- or. Ég held að Major myndi virðast miklu öruggari og sterkari leiðtogi ef hann hefði hundrað þingmanna meirihluta á bak við sig í þinginu, líkt og frú T. hafði, en ekki sautján þingmanna meirihluta eins og raun- in er. Það þarf mikinn styrk til að halda slíkum meirihluta saman.“ En er að yðar mati til eitthvað sem kalla mætti „majorisma"? „Nei. Ég ritaði raunar í síðustu viku grein í dálki mínum í Daily Express þar sem ég mótmælti því að í nýjasta bindi Oxford-orðabók- arinnar er „majorismi" skilgreindur sem störf og stefna Majors forsæt- isráðherra. Þetta er svo mikið rugl og algjört bijálæði að ritstjórar Oxford-orðabókarinnar skuli hafa leyft sér þetta! Það var aldrei til neinn Churchillismi, Attleeismi, Edenismi, Millanismi, Homeismi, Wilsonismi eða Callaghanismi. Við sátum uppi með hugtakið „Thatc- herismi“ vegna þess að allt of marg- ir voru ekki reiðubúnir að taka hennar eigin skilgreiningu á stefnu sinni góða og gilda en hún var sú að hér væri einfaldlega á ferðinni heilbrigð skynsemi.“ Þér sögðuð áðan að þér telduð ekki að kenna mætti Major um hið slæma efnahagsástand. Margir kenna honum hins vegar um þau vandamál sem ríkisstjórnin og flokkurinn standa nú frammi fyrir. Teljið þér líklegt að mótframboð komi gegn honum? „Ekki á þessu ári. Ég held líka að íhaldsmenn geti ekki haldið áfram að vera sífellt að ráðast á leiðtoga sinn. Það er ekki í sam- ræmi við hinn pólitíska raunveru- leika. Á næsta ári verður John Major hins vegar að sýna meiri kraft. Það ár mun ráða úrslitum um framtíð hans og- ég held að hann sætti sig við það.“ í bók yðar, Kill the Messenger, segið þér það vera sannfæringu yðar að engin fólskuleg launráð hafi legið að baki er Margaret Thatcher var steypt af stóli. Er það enn skoðun yðar? „Já. Ég held að það hafí ekki verið neitt samsæri á bak við þetta. Ég tel að menn hafí einfaldlega farið á taugum. Ástæðan fyrir því að íhaldsmenn fóru á taugum var sú að þeir töldu að þeir gætu ekki unnið kosningarnar undir hennar stjóm. Eina samsærið sem var í gangi var um að Michael Heseltine yrði ekki forsætisráðherra. Menn lögðu á ráðin til að 'koma í veg fyrir það og því varð John Major forsætisráðherra. Það var ýmislegt sem gerði að verkum að hún náði ekki meirihluta í fyrstu umferð leiðtogakjörsins og raunar skorti hana aðeins ijögur atkvæði. Hún naut stuðnings meiri- hluta þingflokksins en þurfti að fá 15% í viðbót sem er eitt fáránleg- asta birtingarform lýðræðisins inn- an íhaldsflokksins!" Samsærí er eitt og svik annað. „Ég held að henni hafi fundist hún hafa verið svikin og það sama má segja um marga almenna flokksmenn um allt Bretland. Það er ein ástæða þeirra vandamála, sem stjóm Majors á við að etja.“ Fjölmargir breskir íhaldsmenn virð- ast enn líta á Margaret Thatcher sem leiðtoga sinn. Hvað hefði gerst ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Hvar haldið þér að flokkurinn og Bretland væru í dag ef að hún hefði farið með sigur af hólmi, þegar vegið var að henni? „Það er erfítt að segja til um. I fyrsta lagi flyti blóð út _um allt vegna Evrópumálanna. Ég held ekki að hægt hefði verið að þvinga hana til að undirrita Maastricht- samkomulagið, þegar haft er í huga hvemig við vorum sviknir í tengsl- um við Einingarsáttmála Evrópu. Okkur var lofað að ekki ýrði stuðst við meirihlutaákvarðanir [heldur einróma samþykki] þegar kæmi að málum á borð við löggæslu og inn- flytjendamál. Innan nokkurra mán- aða var farið á bak við þau orð rétt eins og varðandi félagslega sáttmálann. Hún hefði því aldrei undirritað Maastricht og það hefði ollið miklúm erfíðleikum. Hún hefði lifað þetta af innan flokksins, þar sem um tveir þriðju flokksmanna em miklir efasemdarmenn þegar kemur að Evrópu. Ekki það að þeir vilji ganga úr Evrópubandalaginu heldur telja þeir að þeir hafí verið sviknir varðandi EB. Það bandalag sem þeir hafí gerst aðilar að hafí verið sameiginlegur markaður og það sem þeir vilja er einn markað- ur. Þeir em síðan reiðubúnir að samþykkja mjög strangar reglur varðandi þann markað. Hins vegar munu þeir aldrei samþykkja ein- hvers konar Bandaríki Évrópu.“ Evrópumálin virðast vera stöðugt hugarangur breskra stjómmála. Teljið þér að hægt sé að finna ein- hverja lausn varðandi Evrópu sem er ásættanleg fyrir jafnt breskan almenning og stjómmála- menn . . . „Já, ég tel svo vera.“ . . . sem og stjómmálamenn á meginlandi Evrópu? „Þá vandast málið. Ég held að það sé fyllilega hægt að fá mikinn meirihluta Breta til að fallast á hvers konar Evrópu harin vill eiga aðild að. Sú Evrópa samanstendur af ein- um markaði, lausum við þá verndar- stefnu, sem enn gætir svo á megin- landinu. Að auki geta menn tekið höndum saman af fúsum og frjálsum vilja varðandi utanríkismál. Við sjáum nú hversu samhentir Evr- ópubúar hafa verið gagnvart Bosníu! Að ég minnist nú ekki á Persaflóa- stríðið. Á grundvelli samstarfsins innan NATO mætti líka efla hinn evrópska þátt í vömum álfunnar. Þá væri hægt að vinna saman á fjöl- mörgum öðrum sviðum á raunsæjan hátt. Rétt eins og ég held að það sé ekki hægt að taka upp einn sam- eiginlegan gjaldmiðil í bandalagi tólf ríkja, hverra hagkerfí vinna öll á ólíkan hátt, þá er ekki hægt að stofna evrópsk Bandaríki. Að minnsta kosti ekki um fyrirsjáanlega framtíð. Það er ekkert sameiginlegt tungumál til staðar, engin sameigin- leg menning, engin sameiginleg lagaleg hefð, engar sameiginlegar hefðir, engar sameiginlegar stofnan- ir. Ég held að flestir Bretar séu sammála mér í því að EB sé að reyna að skokka áður en það lærir að skríða. Ég vona að vandamálin í kringum ERM muni koma vitinu fyrir menn þó að ég efí það. Það hefur gripið um sig fjöldabijálsemi! Menn virðast staðráðnir í að þjóta blint í átt að einhvers konar evr- ópsku sambandsríki. Ég held að þetta sé mjög hættuleg þróun þar sem dæmið mun ekki ganga upp.“ Margir leiðtoganna virðist líka ekki síst láta stjómast af því hversu mikið þeir hafa ijárfest pólitískt og persónulega í þessum hugmyndum. „Já. En Kohl og Mitterrand munu brátt hætta störfum og það sama má segja um Delors [forseta fram- kvæmdastjómar EB]. Og ég held að Delors sé orðin sæmilega rúinn trausti. Þessir menn hafa fjárfest gífurlega í þessum hugsjónum en þegar á reyndi komu Þjóðveijar ekki til bjargar franska frankanum. Hvers vegna? Heilbrigð skynsemi segir manni auðvitað að ef fólk kýs ríkisstjóm gerir það þá ríkisstjóm ábyrga fyrir ástandinu í landinu. Ég get ekki áfellst Þjóðveija fyrir hegðun þeirra. Ef þýska stjómin telur að þýska þjóðin vilji eitthvað þá mun hún reyna að verða við því algjörlega óháð því hveiju menn í öðmm ríkjum eru að velta fyrir sér. Mér fínnst óskiljanlegt að fólk skuli ekki átta sig á þessu.“ Þér sögðu það vera beinlínis hættulegt að halda áfram á sömu braut. Hvert gæti það leitt að yðar mati? „í fyrsta lagi til tuddaskapar. Evrópubandalagið er bæði hrikalega lélegt og gott í að tudda á öðmm. Fólki, ekki síst ungu fólki, er sagt að ef Bretar taki ekki þátt í þróun- inni muni þeir heltast úr lestinni, einangrast í útjaðri Evrópu. Þetta er það sem Dönum var sagt. Einfald- asta svarið við þessu er: Því miður, við höfum ekki áhuga. Það er ekk- ert eftirsóknarvert við það að vera í hraðlestinni í átt til glötunar. Þá er betra að fara sér hægt. Það er nauðsynlegt að færa rök fyrir þess- um sjónarmiðum og reyna að sann- færa menn. John Major er ekki mjög ástríðu- fullur stjómmálamaður en hann er stjómmálamaður sem nær árangri. Honum tókst til dæmis að fá allar þessar undanþágur frá Maastricht. Ég held að hann telji að Maastricht sé besta leiðin inn að „hjarta Evr- ópu“ þar sem hann geti fært rök fyrir sinni Evrópuhugsjón. Ég held að sú hugsjón sé ekkert mjög flarri minni eigin Evrópuhugsjón þó að hann geti ekki rætt þessi mál jafn opinskátt og ég sem hef enga opin- bera ábyrgð.“ Teljið þér að John Smith sé fram- tíðarleiðtogi Verkamannaflokksins? „Ég held að John Smith muni endast. Verkamannaflokkurinn, sem ég var eitt sinn félagi í fyrir þijátíu árum eða svo, er hins vegar enn í sámm. Frú T. nánast rústaði Verka- mannaflokknum. íhaldsmenn hafa einokað breska stjómmálasviðið í fjórtán ár og Verkamannaflokkurinn sífellt verið í þeirri stöðu að laga sig að því sem íhaldsmenn gerðu. Flokk- urinn hefur eytt fjórtán ámm án þess að geta komist ap niðurstöðu um hvað hann vilji. Ég tel þetta vera mjög miður og að vissi Verka- mannaflokkurinn hvað hann stæði fyrir fengi ríkisstjóm íhaldsmanna mun betra aðhald. John Smith sætir líka mikilli gagnrýni. Hann hefur aldrei skarað fram úr, hann er ósýnilegur." / Ijósi þróunar undanfarinna ára mætti kannski spyrja hvers konar pólitískt og efnahagslegt ástand þarf eiginlega að vera ríkjandi í Bretlandi til að Verkamannaflokkur- inn eigi möguleika á kosningasigri? „Það væri til dæmis hægt að hugsa sér þá stöðu að íhaldsmenn væm orðnir algjörlega óhæfir og að Verkamannaflokkurinn næði völdum vegna vanefnda þeirra. Ég held að sigur Verkamannaflokksins yrði aldrei mjög afgerandi vegna þess að hann hefur enn á sér ímynd óráðsíu og bmðls. Við skulum hins vegar hafa hugfast að íhaldsmenn misstu 7,5% atkvæða í síðustu kosn- ingum og unnu með einungis 20 þingmanna meirihluta. Það má alls ekki afskrifa Verkamannaflokkinn ekki síst ef íhaldsmenn færu að klúðra málum, hefðu misst sjónar á markmiðum sínum vegna þess að eldmóðurinft væri horfinn. Það er ekki hægt að útiloka að það gerist. Verkamannaflokkurinn einn og sér er hins vegar mjög ósannfær- andi og á ekki greiðan aðgang að hjörtum kjósenda." Teljið þér að persóna Johns Maj- ors hafi skipt máli í kosningasigrí íhaldsmanna? „Já ég held að hann hafí verið nánast eina persónan sem skipti einhveiju máli. Kosningabarátta íhaldsflokksins var eitthvert það hrikalegasta klúður sem sést hefur í sögunni! Hún var hroðaleg! Það skipti sköpum er John Major steig upp á trékassann sinn, hagaði sér eðlilega og fór út á meðal fólksins. Þegar fór að líða að kosningum yfírgáfu æ fleiri kjósendur Verka- mannaflokkinn og fóru yfír til íhaldsflokksins vegna þess að þeir óttuðust að Verkamannaflokkurinn myndi byija að bruðla og glutra niður ríkisfjármálunum. Ég held að það hafí verið John Major sem vann þessar kosningar sem flestir töldu að íhaldsmenn myndu tapa. Ekki það að honum hafí verið þakkað fyrír. Hvenær hafa stjómmál svo sem einkennst af þakklæti?" Værí það enn stórslys fyrír Bretland að yðar mati ef Verkamanna- flokkurinn kæmist til valda? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég það ekki vegna þess að ég veit ekki hversu mikið flokkurinn hefur í raun lært á undanförnum árum. Persónulega held ég að Verkamannaflokksstjóm hefði hrikalegar afleiðingar í för með sér vegna þess að verkalýðsfélögin bíða bara eftir því að þetta gerist til að geta tekið völdin." / fyrmefndri bókyðar kemur fram að þér ferðuðust um 500.000 mílur til 55 landa með Margaret Thatc- her. Var einhvem tímann rætt um að hún kæmi til íslands? „Aldrei alvarlega. Mig minnir hins vegar að ég hafí einhvem tímann stungið upp á því að hún færi til íslands til að hitta Vigdísi Finnboga- dóttir. „Þið konurnar ættuð að standa saman,“ sagði ég. Það var hins vegar aídrei úr að hún færi ekki síst vegna þess að ísland er ekki EB-ríki.“ Hvernig gengur lafði Thatcher að sætta sig við að hún er ekki leng- ur forsætisráðherra? „Ekki nógu vel. En samt betur en í byijun. Það leið ár áður en hún settist niður og tók að skrifa bók. Það ár var henni mjög erfítt. Það að hætta í starfí af þessu tagi eftir svona mörg ár er eins og að hætta á lyfjum. Hún hefur líka verið mjög upptekin undanfarið vegna Thatch- er-stofnunarinnar, sem er mjög svip- uð og Reagan- og Gorbatsjov-stofn- animar. Hún ferðast gífurlega mikið til að afla stofnuninni fjár en mark- mið Thatcher-stofnunarinnar er að breiða út hugsjónir frelsis, lýðræðis og hins frjálsa markaðar. Nú er bókin hennar líka að koma út og þá verður mikið að ^gera hjá henni við að kynna hana. Eg var var van- ur að hitta hana á um það bil þriggja vikna fresti en nú er hún farin að ferðast svo mikið að við hittumst æ sjaldnar." Teljið þér að frú Thatcher hafí verið algjöríega einstök eða sjáið þér ein- hverja aðra konu sem líkleg er til að gegna jafn viðamiklu hlutverki í breskum stjómmálum? „Frú T. var einstök og ég sé enga aðra konu, eins og stendur, sem getur komið í hennar stað. Ég vann á sínum tíma fyrir Barböru Castell, sem var framúrskarandi stjórnmála- maður í Verkamannaflokknum í lok sjöunda áratugarins og byijun þess áttunda. Margir töldu að hún væri líkleg til að verða fyrsta konan sem yrði forsætisráðherra Bretlands. Sú varð hins vegar ekki raunin vegna þess hve Verkamannaflokkurinn er mikið karlrembuvígi. Sjálfum fínnst mér frábært að það hafí verið íhaldsflokkurinn sem varð fyrstur til að gera konu að leiðtoga sínum.“ / bók yðar segir þér að kynferði Margaret Thatcher hafi unnið gegn henni á síðustu valdadögum hennar. „Ég held hins vegar að það hafí hjálpað henni meðan hún var við völd. Karlmaður hefði líklega ekki komist upp með það sem hún komst upp með! Ég held að Margaret Thatcher sé einstök. Hún er í raun ekki hinn dæmigerði íhaldsmaður. Skoðunum hennar mætti mun frekar lýsa sem Manchester-frjálslyndi. Störf hennar tóku mið af heilstæðri stefnu og grundvallarsjónarmiðum sem réðu því hvemig hún stýrði skútunni. Hún hafði líka til að bera þá ákveðni og það hugrekki sem nauðsynlegt var til að halda þessari stefnu. Ég held að það sem ég hafi lært á þessum tíma er að vilji forsæt- isráðherra er sterkasta pólitíska afl sem til er. Ef breskur forsætisráð- herra, sem hefur meirihluta í þing- inu, segist ætla að gera eitthvað þá verður það gert. En það krefst vilja og ákveðni og að menn láti ekki úrtöluraddir aftra sér. Eitt helsta vandamál Breta hefur verið að aldr- ei hefur orðið neitt úr neinu. Ég held að mesta afrek Margaret Thatc- her hafí verið að vinna bug á upp- gjafarhugsuninni. Eina leiðin til að vinna sigur í þeirri baráttu er vita hvað þú vilt og hafa viljann til að framkvæma það.“ ll ,'í 1 ( í I I II Í I i i Í i ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.