Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 12. SEPTBMBBR 1993 FRJALSIÞROTTIR Kínveijamir koma Ótrúlegur árangur kínverskra hlaupakvenna vekur upp spurningar um hvort Kínverjar hafi sótt í smiðju fyrrum kommúnistaríkja í Evrópu við að „framleiða" afreksíþróttamenn í halarófu KÍNVERSKU stúlkumar í hala- rófu í 3.000 metra hlaupinu á HM í Stuttgart þegar rúmur hringur er eftir en þær komu á mark í sömu röð. Fremst fer Yunxia Qu, þá Linli Zhang og Lirong Zhang. Bættu þær árangur sinn mjög mikið. KÍNVERSKAR hlaupastúlkur vöktu athygli er þær sigruðu með miklum yfirburðum í 1.500, 3.000 og 10.000 metra hlaupi á Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Stuttgart í fyrra mán- uði. Frammistaða þeirra vekur eðlilega upp spurningar um það hvort nýtt stórveldi, sem móta muni frjálsíþróttir þegar riý öld gengur í garð, sé að rísa upp. Glæsilegt heimsmet tvítugrar hlaupakonu, Wang Junxia, í 10 kflómetra hlaupi í vikunni ýtir ungir vangaveltur af þessu tagi. Eini kunni frjáls- íþróttamaður Kína til þessa er Zhu Jianhua sem setti heims- met í hástökki, 2,39 metra, árið 1984 en auk þess höfðu þeir átt sæmilega góða kvenkastara. Kínverjar hafa lagt á það gífurlega áherslu í seinni tíð að komast í fremstu röð í íþrótt- um. Annars vegar hefur tilgangurinn verið pólitískur; að sýna yfirburði sósíalísks samfélags gagnvart því borgaralega, rétt eins og í Austur-Þýskalandi á sínum tíma. Hins vegar hefur að því verið fundið við Kfnverja þegar þeir hafa falast eftir því halda Ólympíuleiki, að þetta fjölmennasta ríki heims þætti ekki stórveldi á íþróttasviðinu. Kínverjar hafa sótt í smiðju fyrr- um kommúnistaríkja í Evrópu og ráðið til sín þjálfara sem urðu atvinnulausir eftir hrun kommúnis- Asgeirsson mans Þar- Vaknað skrifar hafa grunsemdir um að þeir hafi einnig farið að fordæmi Austur-Þjóðveija og noti óleyfileg meðul við kerfís- bundna framleiðslu afreksmanna. Sjálfir neita þeir þessu staðfastlega og segja árangur stúlkanna því að þakka að þær æfi líklega helmingi rneira en aðrar hlaupakonur. Meðan Kínveijar senda ekki keppendur út fyrir landssteinana nema á heims- meistaramót og Ólympíuleika, sum- ir segja til að komast hjá lyfjapróf- um, verða þeir að lifa við grunsemd- ir af þessu tagi, hvort sem slíkar fullyrðingar eru settar fram af öf- und eða rökstuddum grun. Vitað er að lyfjaprófun hefur verið í lág- marki í Kína og í þeim þremur til- vikum sem Alþjóðafijálsíþróttasam- bandið (IAAF) hefur sent sérsveitir sínar þangað á síðustu tveimur árum til að lyfjaprófa þarlenda íþróttamenn hafa keppnismenn ekki staðist prófíð. Alls eru fallistamir átta, þar á meðal Wang Yawen, unglingaheimsmeistari í kúluvarpi kvenna i fyrra. Úf af fyrir sig er sérkennilegt að Kínveijar skyldu ekki hafa látið til sín taka miklu fyrr, miðað við fólksfjölda. Um þetta hefur verið ijallað og hefur því verið spáð að sú stund hlyti að renna upp að þeir létu að sér kveða á íþróttasviðinu. Það er eins og þeir hafi beðið eftir réttu augnabliki og héðan í frá má gera ráð fyrir að soldátar kínver- skrar íþróttamaskínu streymi fram á fijálsíþróttavöllinn. Árangur kínverskra, hlaupa- kvenna á HM í Stuttgart þarf svo sem ekki að koma mjög á óvart. Segja má að frammistaðan þar hafí verið rökrétt framhald af heimsmeistaramóti unglinga í Seoul í Suður-Kóreu í fyrrahaust þar sem Kínveijar eignuðust átta heims- meistara í kvennagreinum af 17; sigruðu í sex hlaupagreinum af 10, kúluvarpi og kringlukasti. En hvað sem öllu líður þá má segja að frammistaða Kinveijanna í Stuttg- art auðgi fijálsíþróttaflóruna, burt- séð frá því hvort menn gleðjast yfir árangri þeirra eða taka honum með fyrirvara. Það er engin skylda að fagna sigri með brosi út að eyrum eða einhveijum látalátum, en kínversku stúlkumar auðsýndu litla gleði á verðlaunapallinum á HM í Stuttg- art. Enda hlutu þær blendnar við- tökur áhorfenda sem undruðust frammistöðu þeirra. Til dæmis var púað á Liu Dong er hún hljóp sigur- þring með kínverska fánann eftir 1.500 metra hlaupið, yfirburðir hringjunum, 800 metrum, á 2:03 mínútum og strax vöknuðu spurn- ingar um hvort slíkt væri hægt með leyfilegum aðferðum. í „þrælkunarbúðum“ Kínveijar höguðu undirbúningi íþróttamanna sinna fyrir HM öðru vísi en aðrar þjóðir. Keppnismenn- irnir voru hafðir í sérstökum æf- ingabúðum í fjóra mánuði fyrir mótið og æfingar miðuðust við það eitt að ná hámarks árangri í Stuttg- art. Það gekk eftir því flestar hlaupakonur þeirra settu persónu- leg met í keppninni. í nokkrum til- vikum settu þær kínverskt, Asíumet eða jafnvel heimsmet í unglinga- flokki. Á sama tíma og kínversku hlaupakonurnar dvöldu í æfinga- búðum flengdust vestrænar hlaupa- konur milli móta í Evrópu í leit að gulli og grænum skógum og til að mæla styrk- og veikleika hvetjar annarra. Þeir gleymdu einfaldlega Kínveijunum sem komu þeim í opna skjöldu, áttu engin svör þegar þær tóku völdin, virtust standa kjurrar í sporunum. Var það ekki fyír en í 1.500 metra hlaupinu í lok móts- ins sem menn áttu einhver svör við samvinnu kínversku hlauparanna. Írsku hlaupadrottningunni Soniu O’Sullivan tókst þá að fylgja þeim eftir, komst upp á milli þeirra á lokasprettinum en átti enga mögu- leika gegn sigurvegaranum Liu Dong sem er 19 ára og kom í mark 20 metrum á undan. Tók hún á sprett þegar 300 metrar voru eftir og setti kínverskt met (4:00,50 mín.). O’Sullivan hefur verið afar sigur- sæl á hlaupabrautinni á undanförn- um tveimur árum en eftir hlaupið sagðist hún verða að auka æfingar stórum til að komast upp að hlið kínversku stúlknanna. Bandaríska hlaupakonan Lynn Jennings, marg- faldur heimsmethafí í víðavangs- hlaupum og bronsverðlaunahafi í 10 km í Barcelona, undraðist árang- ur þeirra kínversku. Er hún frétti af heimsmeti Wang í 10 km féll hún í grát og sagði: „Eitthvað mik- ið er að, íþróttinni til vansa. Árang- ur kínversku stúlknanna og fram- farir eru úr öllu samhengi við það hennar þóttu ekki eðlilegir. Augu manna beindust að öðrum keppend- um sem verið hafa í sviðsljósinu. Flestir bjuggust við að aðrar hlaupakonur berðust um verðlaun, kínverskar hlaupakonur höfðu ekki sést á mótum utan heimalandsins frá Barcelona-leikunum, engum sögum fór af afrekum þeirra og geta þeirra því óviss. Yfírburðir þeirra í fyrstu hlaupagreininni, 3.000 metrunum, voru svo miklir að jafnvel helstu sérfræðinga sló hljóða. Luku þær síðustu tveimur Reuter Með lokaðan munninn! WANG Junxia setur heimsmet í 10 kílómetra hlaupi í Peking sl. miðviku- dag. Á heimsmeistaramótinu i Stuttgart sigraði hún með miklum yfirburð- um. Svo fyrirhafnarlítill var sigur Wang að hún gat hlaupið með Iokaðan munninn lengst af en frægir hlaupagarpar sem fylgdust með hlaupinu undruðust það mjög og sögðu það til marks um þjálfun hennar. eðlilega. Þær hljóta að hafa haft eitthvað rangt við. Ein megin ástæðan fyrir því að ég lagði lang- hlaup fyrir mig var að þau virtust laus við svindl, menn uppskáru í samræmi við æfingar. Nú er búið að koma óorði á þau líka og það dregur úr ánægjunni.“ Stjórnað úr stúkunni Hlauparar verða jafnan að treysta á sjálfan sig þegar inn á hlaupabrautina er komið, andi keppnisreglanna gerir m.a. ráð fyr- ir því. En stúlkurnar kínversku hlupu eftir fyrirmælum ofan úr stúku og því var eins og þær væru hluti af gangverki einhverrar mask- ínu fremur en einstaklingar sem yrðu að spjara sig á eigin spýtur. Uppi í stúku í Stuttgart höfðu kín- verskir þjálfarar og aðstoðarmenn komið sér fyrir á vissum stöðum meðfram hlaupabrautinni vopnaðir merkjafánum til að gefa hlaupurun- um fyrirmæli. Hvort þeir ættu að halda hraða eða greikka sporið eða hvenær þær skyldu láta til skarar skríða og hefja endasprett. Stúlk- urnar vissu hvert þær áttu að líta eftir skilaboðum og kölluðust síðan á og skiptust á upplýsingum á hlaupabrautinni, að sögn keppi- nauta þeirra. Samvinna af þessu tagi hefur nánast verið óþekkt á stórmótum af þessu tagi. Að vísu hafa kenýsk- ir og eþíópskir hlauparar haft mikla samvinnu á heimsmeistaramótum í víðavangshlaupum en mun minni á fijálsíþróttavellinum. Og merkja- sendingar þjálfara úr stúku eru í sjálfu sér ekki ólöglegar en þær stríða gegn góðum siðum. Lögðust þær alla vega illa í aðstandendur annarra keppenda og þegar kom að 1.500 metra hlaupi kvenna í lok mótsins var í því gert að reyna að trufla þessar merkjasendingar, enda virtust þær kínversku ekki jafn öruggar með sig og í fyrri greinum og komust tvær hlaupa- konur upp á milli þeirra kínversku á lokasprettinum. Ótrúlegar framfarir Kínversku hlaupakonurnar, sem eru flestar undir tvítugu, voru ótrú- lega vel þjálfaðar að sjá. Þær slóu 9 auto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.