Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLABIÐ % I SEFl'EMBKR 1993 Túlkarnir spreyta sig Islenskir túlkar æfðu sig í að túlka frá íslensku yfir á Norðurlanda- málin á pallborðsumræðum í lok norræns túlkanámskeiðs. Fáir íslenskir túlkar þrátt fyrir aukna þörf ÞRÁTT fyrir að íslendingar hreyki sér gjarnan af málakunnáttu sinni, hefur þörfin fyrir túlka aukist með auknu ráðstefnuhaldi og starfi á alþjóðavettvangi. Á námskeiði sem haldið var hér á landi fyrir nor- ræna túlka í vikunni, kom fram að fáir íslenskir túlkar eru starfandi hér, enn sem komið er. Talið er að þörfin fyrir túlka hérlendis aukist á næstu árum, eins og raunin hefur orðið í öðrum Evrópulöndum, t.d. innan Nörðurlandaráðs og Evrópubandalagsins. Lars H. Anderssen, formaður Félags löggiltra dómtúlka og skjala- þýðenda, segir íslenska túlka nú vera um tuttugu. „Hér á landi er ekki boðið upp á neina menntun fyrir túlka, þeir verða í raun að þjálfa sig sjálfir. Mikilvægast er að koma á aukinni samvinnu milli túlka og ráðstefnuhaldara svo að túlkar fái tækifæri til að æfa sig, en þeirra starf tengist aðallega ráðstefnu- haldi,“ segir Lars. Á námskeiðinu, sem túlkar frá öllum Norðurlöndunum sóttu, var staða túlkunar á íslandi rædd í pall- borðsumræðum. í þeim tóku þátt Ársæll Harðarson, frá Ráðstefnu- skrifstofu íslands, Kristján Árnason frá íslenskri málnefnd, Snjólaug Olafsdóttir, hjá íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Sveinn Jónsson frá Radíóstofunni og Kate Kartsten ráðstefnutúlkur frá Finnlandi. Allt efni umræðanna var túlkað yfir á hin Norðurlandamálin. Staða íslenskunnar á alþjóðlegum ráðstefnum, hvort heldur er hér eða erlendis er engin, að sögn Kristjáns Árnasonar. Sagði hann að þrátt fyr- ir að íslendingar væru margir hveij- ir stoltir af málakunnáttu sinni, væri þátttaka þeirra á ráðstefnum oftar en ekki þeim annmörkum háð að þeir segðu það sem þeir gætu en ekki alltaf það sem þeir ætluðu. Vitnaði hann í formann dönsku málnefndarinnar sem sagði það grundvallaratriði í þátttöku þjóða í alþjóðlegu samstarfi að allar þjóðir gætu fengið vinnuskjöl og tjáð sig á móðurmáli sínu. Snjólaug Ólafsdóttir sagði það vera draumsýn að ímynda sér að kjarni málsins kæmist alltaf til skila í túlkun á milli ólíkra mála, þó hún væri ekki þar með að mæla gegn túikum. Sagði Snjólaug það vera ráðleggingu sína til allra þeirra sem hygðust sækja ráðstefnur og fundi að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að ná tökum á erlendum málum. Auk þess hve fáir túlkar eru hér- lendis, er tæknibúnaður og aðstaða til túlkunar heldur bágborin, enda varla markaður fyrir slíkan búnað enn sem komið er. Þetta kom fram í máli Sveins Jónssonar og Ársæls Harðarsonar. Sögðu þeir að með áformum um að markaðsetja landið sem ráðstefnuland hlyti þetta hins vegar að breytast á næstu árum. Meðal áheyrenda á umræðunum var Lena Fluger, túlkur frá Dan- mörku. Hún sagði reynslu dönsku fulltrúanna í EB vera þá að léttir væri að geta notað túlk. „Danir eru eins og Islendingar, stoltir af mála- kunnáttu sinni og fyrstu árin notuðu Danir sárasjaldan túlka í EB-starf- inu. Nú nýta nær aliir Danir sér túlka á fundunum. Sömu sögu er að segja um Hollendinga sem eru miklir málamenn en nota túlka mik- ið. Skemmtidagskrá með Ladda og félögum á Hótel Sögu Létt úttekt á landanum ÖNNUR frumsýning á skemmtidagskránni Er það satt sem þeir segja um land- ann? verður 2. október næst- komandi á Hótel Sögu. Skemmtidagskráin, sem er í höndum Ladda, Olafíu Hrann- ar Jónsdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Haralds Sigurðssonar, en í leiksljórn Björns G. Björnssonar, var frumsýnd í febrúar síðastliðn- um. „Við feng^um mjög góð viðbrögð þá og sýndum fyrir fullu húsi alveg fram undir sumarið, þannig að ákveðið var að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor,“ sagði Iflálmar í samtali við Morgunblaðið. Sýningin er skemmtifræðileg úttekt á landanum, að því er að- standendur hennar segja, þar sem leikararnir koma fram í gervi þekktra persóna úr dægurlaga- heiminum. Þannig bregður Ólafía Hrönn sér meðal annars í hlutverk Bjarkar, sem nú er að slá í gegn úti í hinum stóra heimi og Hjálm- ar m.a. í gervi Bubba. Þá líta „fé- lagar úr KK“ inn. Breytt og betrumbætt Sú breyting hefur orðið frá því í fyrra að hljómsveitin Saga klass ásamt söngkonunni Berglindi Björk hefur komið í stað hljóm- sveitar Björgvins Halldórssonar. Hljómsveitin er með í skemmti- dagskránni og spilar síðan fyrir dansi fram til klukkan 3. „Við höfum einnig lagfært og betrum- bætt sum atriðin; i rauninni aðlag- að þau að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu,“ sagði Hjálmar. Aðspurður kvað hann ekki mik- inn mun vera á áhorfendum frá einu kvöldi til annars. „Það virð- ast allir vera staðráðnir í því að skemmta sér. Eg man ekki eftir neinu kvöldi sl. vetur þar sem áhorfendur voru daufir, eins og stundum kemur fyrir í leikhúsi," sagði hann. Þríréttaður kvöldverður, þar sem hægt er að velja milli tveggja matseðla, er innifalinn í verði sýn- ingarinnar, sem er 4.300 krónur. Björk Ólafía Hrönn Jónsdóttir bregður sér í ýmis gervi. Hér má sjá hana í hlut- verki Bjark- BubbiogKK Hjálmar Hjálmarsson og Laddi taka lagið saman sem Bubbi og KK. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræöumaður Hafliöi Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffisala verður í dag, sunnudag, í kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, kl. 14.30-18.00. Allur ágóði rennur til starfs kristni- boðssambandsins í Afríku. Kristniboðsfélag karla. l)ngt fótk m YWAM - Island Almenn samkoma í Breiðholts- kirkju í kvöld kl. 20.30. Fögnum og verum glöð í Drottni. Söngur, lofgjörö, vitnisburðir og fyrirbænir. Allir velkomnir. Nýja / // postulakirkjan, Ármúla 23, 2. hæð Guösþjónusta sunnudag, 12. sept., kl. 11.00. Holger Kirsc- hen, presfur messar. Hópur frá Bremen í heimsókn. Ritningar- orð: „Sá sem trúir er eigi óðlát- ur“ (úr Jesaja 28:16). Verið velkomin f hús Drottins! KFUM/KFUK, SÍK Háaleitisbraut 58 Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30. Edda Björk Skúladóttir segir frá dvöl sinni í Kenýu og sýnir myndir. Hugleiðingu hefur Gunnar Þór Pétursson. Allir eru velkomnir á sam- komuna! fomhjálp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barna- gæsla. Ræðumaður Kristinn Ólason. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. (SLENSKI ALPAKLÚBBURINh FERÐAFÉLAG 0 ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 12. sept. kl. 10.30 Víðiker - Hvalvatn - Botnsdal- ur. Gangan hefst við Víðiker síð- an liggur leiðin að Hvalvatni og niður í Botnsdal í Hvalfirði. Verð kr. 1.400,-. Kl. 13 - Brynjudalur - Hrfsháls - Botnsdalur - þjóðleið. Ekið I Brynjudal og gengin gömul þjóð- leið yfir Hrísháls sem skilur að Botnsdal og Brynjudal. Verð kr. 1.100,-. Brottför er frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Feröafélag Islands. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á Omega kl. 14.30. Athugið! Kvöldbiblíu- skóli Orðs Lífsins hefst næst- komandi föstudagskvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomn- ir og aðgangur ókeypis. ísklifurnámskeið ÍSALP Helgina 25,- 26. sept. verður haldið ísklifurnámskeið (SALP. Fyrir byrjendur verða kennd und- irstöðuatriði ísklifurs. Fyrir lengra komna veröur farið I tækni, og æft klifur. Skráning hjá Páli Sveinssyni í símum 689048 og 685610. VEGURINN V Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11. Einar Gautur Steingrímsson tal- ar, krakkastarf, barnakirkja o.fl. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Högni Valsson prédikar. Athugið breyttan samkomutíma. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar: Mánudag kl. 20.00 Grunn- fræðsla. Miðvikudag kl. 20.30 Samkoma í Óskakaffi, Selfossi. Fimmtudag kl. 20.30 Lækning- arsamkoma, kennt um guölega lækningu. Föstudag kl. 20.30 Unglinga- samkoma (13-15 ára). Laugardag kl. 21.00 Samkoma fyrir ungt fólk (16 ára og eldri). „Drottinn blessar þá er óttast hann" Sunnudagur: Samkoma I dag kl. 16.30 með Judy Lynn. Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.30 með Judy Lynn. Miðvikudagur: Samkoma kl. 20.30 með Judy Lynn. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Bresku miðilshjónin, June og Geoffrey Hughes, starfa á veg- um félagsins frá 13. sept. til 1. okt. og verða með einkatima, námskeið, skyggnilýsingu o.fl. Geoffrey er með einkatíma í andlegum tarrotlestri og June er með einkatíma í hefðbundinni sambandsmiðlun. Bókanir eru hafnar í símum félagsins 18130 og 618130. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan - Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. Samkoma kl. 11.00 árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferðir sunnudaginn 12. september Kl. 8.00 Básar við Þórsmörk. Kl. 10.30 Þingvallagangan. Ferðir um næstu helgi: Dagsferð sunnud. 19. sept. Kl. 10.30 Skipsstígur, gomul þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Haustlita- og grillveislu- ferð íBása 17.-19. sept. Nú fer Þórsmörkin og Goðaland- ið að skarta sínum fegurstu lit- um. Fjölþreyttar gönguferðir með fararstjórum. Sameiginleg grillveisla og kvöldvaka á laugar- dagskvöld. Miðasala á skrifstofu Útivistar, opið frá kl. 12-17. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.