Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SBPTEMBER 1993 Kosningar í Noregi STORA SYSTIR STINGUR LITLU SYSTURNAR AF eftir Urði Gunnarsdóttur ÞAÐ EINA sem er öruggt í kosningunum sem fram fara í Noregi á mánudag, er að kona verður forsgetisráð- herra. Áííar líkur benda til þess að Gro Harlem Brundt- land sitji áfram í stól forsætis- ráðherra en þó er ekki hægt að útiloka með öllu að hún verði að láta í minni pokann fyrir Kaci Kullmann Five, for- manni Hægriflokksins eða Anne Enger Lahnstein, for- manni Miðflokksins. Allar þrjár hafa þær náð góðum árangri í forystu flokka sinna, sérstaklega Lahnstein, sem hefur náð að tvöfalda fylgi hans enda telja margir hana verða hinn raunverulega sig- urvegara kosninganna. Norskir blaðamenn hafa líkt þessum þremur konum við systur, þar sem Gro er elst í hópnum. Reynslan segir til sín GRO Harlem Brundtland forsætisráðherra, t.h., var öllu afslappaðri en Kaci Kullmann Five í sjónvarps- kappræðum fyrir skömmu. Hinn sigurvegarinn ANNE Enger Lahnstein formanni Miðflokksins hefur tekist að tvö- falda fylgi flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Konur eru um 40% þing- manna á Stórþinginu og kynskiptingin á fram- boðslistum flokkanna er tiltölulega jöfn. Hins veg- ar eru áhrif kvenna í norsku viðskiptalífi hvergi nærri hin sömu. Skýringuna segir Kullmann Five vera þá að stjórnmál tengist frekar skoðunum og daglegu lífl almennings og og helmingur kjósenda sé konur. Stjórnmál varði afkomu heimilanna, framtíð barnanna og því fínnist konum þær hafa eitthvað um málið að segja. Málefnin mýkjast Það að vera kona hefur lítið að segja í kosningábaráttunni eitt og sér. Norsk stjórnmál bera þess hins vegar merki að konur hafa gert sig þar heimakomnar. Hin „mjúku“ málefni skipta meiru en áður, fjöl- skyldan er í fyrirrúmi. í kosninga- baráttunni hefur Gro Harlem Brundtland til dæmis lagt áherslu á það að hún sé amma, sat fyrir á kosningaspjaldi með barnabami sínu. „Það skiptir ekki lengur máli hvort karlar eða konur eru í stjórn- málum. Það eru mörg ár síðan þeirri umræðu lauk. Það er tilviljun að konur eru mest áberandi í bar- áttunni," segir Trygve Monsen blaðamaður hjá Aftenposten. Fyrsti kosningasigurinn? Gro Harlem Brundtland er 54 ára læknir. Hún var umhverfisráðherra 1976-1979, formaður Verkamanna- flokksins og forsætisráðherra 1981. Hún sagði af sér sama ár en komst aftur til valda 1986-1989 og frá 1990. Vinni hún kosningamar nú verður það í fyrsta sinn en eftir kosningamar 1981, 1985 og 1989 varð hún að láta stjómartaumana í hendur öðrum, þrátt fyrir að hún fengi þá aftur í hendur er leið á kjörtímabilin. Brundtland hefur ímynd lands- móður, vekur öryggistilfinningu hjá Norðmönnum sem móðir og amma. Hún er virtur og vinsæll stjórnmála- maður, sem hefur komið til bjargar þegar öðrum hefur mistekist við Verkamannaflokkur 34,3 37,4 Hægriflokkur 22,2 19,4 Miðflokkur 6,5 11,7 Sósíalíski vinstrifl. 10,1 10,3 Kristilegi þjóðarfl. 8,5 8,0 Framfaraflokkur 13,0 6,6 Gro Harlem Brundtland er spáó sigri í kosn- ingabaráttunni fyrsta sinni. Annar sigurvegari kosn- inganna er þó án efa Anne Enger Lahnstein, formaður Miðflokksins stjórn landsins. Vinsældir hennar ná langt út fyrir raðir fylgismanna Verkamannaflokksins, til dæmis nýtur hún stuðnings margra kjós- enda Hægriflokksins. Kaci Kullmann Five er 42 ára. Hún er fædd og uppalin í Bærum, vígi hægrimanna og hóf snemma afskipti af stjórnmálum, Hún var viðskiptaráðherra 1989-1990 og varð formaður Hægriflokksins árið 1991. Hún hefur eflt flokk sinn mjög frá því að hún tók við for- mannsembætti, fyrri hluta sumars var fylgi Hægriflokksins og Verka- mannaflokksins svipað og hægri- menn gerðu sér vonir um sigur í kosningunum. Gengi hans í kosn- ingabaráttunni hefur ekki verið eins og þeir vonuðu, nýjustu skoðana- kannanir sýna að Verkamanna- flokkurinn nálgast það að vera tvö- falt stærri en Hægriflokkurinn. Einstrengingslegur bókstafstrúarmaður Árangur Anne Enger Lahnstein formanns Miðflokksins í kosninga- baráttunni er framar vonum. Henni hefur tekist að tvöfalda fylgi flokks síns, hann er nú með 11 þingmenn en er spáð 20 í kosningunum. Fylgisaukninguna hefur hún fyrst og fremst fengið frá Framfaraflokknum. En þrátt fyrir góðan árangur er ekki tryggt að hún komist inn á þing. Lahnstein býður sig fram í Akershus, sem er vestan Oslóar og eitt af vígjum hægrimanna. í síðustu kosningum komst Lahnstein inn á uppbótar- þingsæti. Verði fyígi heiVúar i Ákershus svipað og síðast kemst hún ekki inn, vegna aukins fylgis flokksins á landsbyggðinni. Allt bendir þó til þess að hún nái kjöri. Lahnstein er 44 ára bóndadóttir sem flutti til Óslóar 1968 og hefur starfað þar sem hjúkrunarkona og félagsráðgjafi. Athyglin beindist fyrst að henni er hún vakti máls á samstarfi við Hægriflokkinn, löngu áður en slíkt þótti tímabært. Þá var hún einn aðalandstæðingur fijáisra fóstureyðinga. Hún er talsmaður bænda og annarra íbúa landsbyggðarinnar. Lahnstein tók við starfi flokks- formanns fyrir tveimur árum. Henni hefur verið lýst sem bók- stafstrúarmanni vegna einstreng- ingslegrar afstöðu til Evrópu- bandalagsins. Hefur jafnvel verið haft á orði að kæmist hún til valda, myndi hún banna öll orð sem byija á evró-. Fyrir skömmu var La- hnstein beðin um að nefna þrjú atriði sem henni þættu jákvæð við aðild að EB en hún sagðist ekki treysta sér til þess, þar sem allt það jákvæða hefði einnig á sér neikvæðar hliðar. Gro er ekki hrædd Síðustu daga hefur lítið borið á Lahnstein, enda hefur EB-umræðan orðið æ minna áberandi í kosn- ingabaráttunni. Kaci Kullmann Five og Gro Harlem Brundtland eru hins vegar í sviðsljósinu. Sérkennileg staða kom fyrir nokkru upp þegar Lahnstein óskaði eftir því að heyja sjónvarpseinvígi við Brundtland. Forsætisráðherra vísaði óskinni á bug, sagði að Lahnstein gæti glímt við formann Verkamannaflokksins, Thorbjorn Jagland. Hins vegar tók Brundtland þátt í sjónvarpskappræðum við Kullmann Five. Brundtland var spurð hvers vegna hún viidi ekki etja kappi við Lahnstein, hvort hún væri hrædd við hana. „Það síðasta sem sagt verður um mig er að ég sé hrædd“, svaraði hún og munu flestir Norðmenn taka undir það. Verkamannaflokkurinn bætir stöðugt við sig Verkamannaflokkurinn hefur verið við stjórnvölinn frá 1990 og sjást nú merki um batnandi efnahag að frátöldu atvinnuleysinu, sem er 8,2%. Vextir eru lágir, sömuleiðis verðbólgan. Samband Noregs við útlönd hefur verið gott og Norðmenn eru stoltir af sínum mönnum, þeim Thorvald Stolten- berg sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og Johann Jorgen Holst, utanríkisráðherra, sem miðlaði málum í deilu Israela og Palestínumanna. En það sem gerir líklega gæfumuninn að áframhald- andi minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins er eini raunhæfi möguleikinn þar til þjóðin hefur sagt hug sinn til aðildatað Evrópu- bandalagsinu. Verkamannaflokk- urinn hefur þvertekið fyrir stjórn- arsamstarf með Sósíalíska vinstri- flokknum og borgaraflokkarnir eru þverklofnir í afstöðu sinni til EB. Til að róa kjósendur sína hefur Brundtland Iýst því yfir að Norð- menn muni ekki láta einn einasta fisk af hendi í samningaviðræðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.