Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 27
sem ekki feðrar barn að sjálfsögðu ekki nýtt sér. Þrátt fyrir verri fjár- hagsstöðu að þessu leyti er alltaf nokkur hópur kvenna sem ekki feðra börn. Hversu margar láta það hjá líða vegna þess að þær geti það ekki og hveijar vegna þess að þær vilji ekki, er erfitt að segja því einhverjar segjast ekki vita hver faðirinn er eða að um sé að ræða mann sem þær vita að ekki er hægt að ná í til að öðlast rétt til barnalífeyris. Margar konur telja sig hafa full- gildar ástæður til að hafna barns- feðrum sínum en það hangir fleira á spýtunni en hann einn. Það eru amma og afi, sem gjarnan vildu taka við barnabarni, frænkur og frændur sem gaman væri að kynn- ast og jafnvel hálfsystkini. Á okkar litla landi hefur alltaf þótt gott að þekkja frændgarð sinn og jafnvel talið nauðsynlegt. Opinberum aðil- um svo sem hjúkrunarfólki, lækn- um, félagsráðgjöfum og öðrum er nálægt koma er uppálagt að leggja hart að konum að feðra börn sín enda er það talið horfa til almanna- heilla. Löggjafinn hugsar um hagsmuni barnsins Margrét Steinarsdóttir lögfræð- ingur hefur undanfarið ár unnið sem ráðgjafi hjá Kvennaráðgjöf- inni. í gegnum starf sitt þar hefur hún kynnst nýju Barnaverndarlög- unum. Formaður félags forsjárlausra foreldra segir í grein í Morgunblað- inu að nýju barnavemdarlögin hafi verið samin af konum fyrir konur og að réttur feðra sé þar fýrir borð borin, er þetta rétt? „Nei því fer fjarri. Þessi lög ganga út frá rétti og hagsmunum barnsins. Með þeim var ekki ætlun- in að auka eða minnka rétt for- eldra heldur tryggja velferð barna í þessu þjóðfélagi. Foreldrar eru oft mjög uppteknir af því hvaða rétt þau eigi til samvista við börn sín og gæta þess þá jafnvel ekki að mikilvægast hlýtur að vera það sem er barninu fyrir bestu. Hann gagnrýnir einnig að ein- göngu konur hafi fengið lögin til umsagnar áður en þau voru sam- þykkt á þingi? „Fjölmargir aðilar fengu lögin til umsagnar áður en þau voru samþykkt. Allt aðilar sem lengi hafa starfað með málefni barna og börn. Þeirra á meðal má nefna Kvennaathvarfið, athvarf Rauða krosssins, Stígamót og að sjálfsögðu allir innan félagsmála- kerfisins sem starfa með börn. Ef konur eru í meirihluta í öllum þess- um stofnunum og samtökum segir það kannski ekki annað en að kon- ur hafi almennt meiri áhuga á starfi með börn og fyrir börn en karlar. Ég vil líka minna á að ekk- ert frumvarp verður að lögum án þess að vera samþykkt á Alþingi og meirihluti þingmanna eru karl- ar. Nú, svo eru í þessum nýju lög- um tvær mikilvægar breytingar á meðferð forsjármála. Önnur er sú að ekki er lengur úrskurðað í dóms- málaráðuneyti hver fer með forsjá barns nema báðir aðilar séu sam- mála, annars eru slík mál rekin fyrir dómstólum. Flestir dómarar á íslandi eru karlmenn svo það ætti að draga úr áhrifum kvenna í bamaverndarlögunum þegar karlmenn túlka þau. Hin breyting- in er sameiginleg forsjá en það þýðir að foreldrar geta nú samið um umgengni og forsjá hvernig sem þeim hentar. Þannig gæti barn búið sex mánuði á ári hjá föður sínum og hina sex hjá móður- inni. Þetta krefst hins vegar mikils og góðs samkomulags en án þess er vonlaust að slíkt takist. Því miður hef ég vitneskju um mörg mál þar sem lögin þyrftu að ganga enn lengra barninu til verndar. Það er því miður of al- gengt að t.d. sé sterkur grunur um kynferðislega misnotkun eða annað ofbeldi og þá getur reynst erfitt að vernda bamið fyrir for- eldri nema hægt sé að sanna að sá grunur sé á rökum reistur. Ætli hér sé ekki á ferðinni þau MORGUNBLAÐIÐ SKODUN SUNNUDAGÚR 12: SEPTEMBER 1993 27 gömlu sannindi að margir góðir menn verða að þjást vegna fárra slæmra.“ Börn þurfa að þekkja feður sína Húgó Þórisson, sálfræðingur, er nú yfirmaður unglingadeildar Fé- lagsmálastofnunar en hann hefur áralanga reynslu af starfi með börn og unglinga. Hann var fyrst spurður hvaða áhrif það hefði á sjálfsmynd barns að hafa einungis tengsl við móður sína? „Ég þekki úr starfi sársauka þessara unglinga sem hafa lítið eða ekkert samband haft við föður sinn. Hvort sem það er nú vegna afskiptaleysis hans eða vegna áhrifa móður finna þau sterkt til þess að þeim hafi verið hafnað. Þau eru oft búin að reyna að banka upp á hjá föðurnum en hann verið upptekinn af öðru svo þau fá ekk- ert svar. Þau eru full reiði í garð foreldra sinna en jafnframt ásaka þau sjálf sig. Það hlýtur að vera eitthvað að mér fyrst mér er hafn- að. Ef þú biður barn að teikna fjöl- skyldu, teiknar það undantekn- ingalítið mömmu, pabba og börn. Þessi þörf fyrir hvorttveggja er mjög rík í börnum hvort sem hún er af líffræðilegum eða samfélags- legum toga. Þessir drengir sem í dag bijótast inn og stela bílum hafa fæstir búið við jákvæða karl- mannsímynd í æsku. í þeirra lífi hefur ekki verið karlmaður sem gefur og þeir hafa aldrei séð eðli- leg samskipti föður og bams. Þeir sækja sínar ímyndir í kvikmyndir og eiga það sameiginlegt að velja hörðustu karlmennskuímyndina. Þeir ganga í fötum og velja afþrey- ingu sem endurspeglar þetta. Þeg- ar kemur til árekstra gefast þessir drengir ekki upp heldur bregðast við af stöðugt meiri hörku því karl- hetja bíómyndanna gefst ekki upp. Þeir hafa aldrei kynnst mjúku hlið- um karlmanna.“ Hvað með stelpurnar? „Þær eru mjög tortryggnar í garð karlmanna og lenda oft í að karlmenn hafi not af þeim. Einnig er algengt að þær sæki í sér eldri stráka eða fullorðna menn. Þær eins og reyndar strákarnir verða oft mjög hissa þegar þær komast í kynni við eðlilegt fjölskyldulíf og kynnast karlmönnum sem hægt er að treysta." Þegar mæður reyna að eitra hugi barna sinna gagn- vart feðrunum hefur það þessar sömu afleiðingar? „Afleiðingum slíks má líkja við boomerrang. Það kemur alltaf aftur í haus þess sem sendi það af stað. Þetta gengur meðan börnin eru lítil og verða að treysta mömmu, samt leynist efi einhvers staðar innst inni. Þau vita oft ekki að pabbi reynir að hafa samband né af gjöfum sem hann hefur sent. Seinna þegar þau verða unglingar og fara að verða gagn- rýnin og skoða hlutina gera þau sér ljóst að hlutirnir eru ekki svona svart-hvítir og þá kemur óhjá- kvæmilega til uppgjörs milli þeirra og móðurinnar. Þau ásaka hana fyrir að hafa svipt þau föðurnum og hún uppsker reiði og fyrirlitn- ingu.“ Hvað með þau tilfelli þegar konur feðra ekki börn sín? „Börn vilja þekkja feður sína og reyna að ná sambandi við þá. I sjálfu sér er í lagi að kenna börn við mæður sínar ef faðirinn er óhæfur eða ef um var að ræða skyndikynni sem aldrei urðu meira, en börnin verða að vita hver hann er hvort sem þau hafa samband við hann eða ekki. Menn geta kall- að það þörf fyrir að þekkja rætur sínar eða eitthvað annað, en ef barn ekki veit hver faðir þess var mun það óhjákvæmilega reyna að leita að honum. Þessi leit á ekki vera átak fyrir barnið því það get- ur leitt til sársaukfulls uppgjörs." Höfundur er BA í ensku og fjöl- miðlafræði og hefur lokið náms- braut í hagnýtri fjölmiðlafræði frá Háskóla Islands og starfar nú sem blaðamaður í lausamennsku. ÁRNAÐ HEILLA Ljósmynd: Valdimar Leifsson HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 17. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni, Karen Theodórsdóttir og Jörgen Árni Al- bertsson. Góður sumarbústaöur í rólegu umhverfi við sjóinn. Bátaskýli. Ca 7.000 fm leigulóð. 20 mín. akstur frá Reykjavík. Verð 1.400 þús. Upplýsingar í síma 21047. VERÐLISTINN LIGGUR FYRIR! Kynniá ytkur ótrúlegt verÓ okkar á vetrarsólarf erÓunum. 56.3401 zr. meá öllu miáaá viá 3 í ítúé í 3 vik C* • •• / • 0)0 nyir Lrottfararáag’ar. 16., 23. og 30. okt. 6., 13., 20. og 27. nóv. Staágreiásluveré: 23.050 lec meé öllu miéaé vié 1 nótt á Hótel Gresli QATLAÍv® EUHOCARD Samviniitilerlíir-Laiiilsj/ii Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 7Ú • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarljörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 511 55 Ketlavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Simbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Slmbréf 93 - 1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Sfmbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.