Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SKODUN SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 ~| KARLFJANDSAM- LEGT UPPELDI eftir Steingerði Steinarsdóttur Fyrir fáum árum var ég að venja son minn við dagheimilis- vist og kynntist lauslega konu sem þar var í sömu erindum. Hún hafði nýlega skilið og varð ^dðrætt um fyrrverandi eigin- mann sinn sem mér og fóstrun- um skildist fljótt að ekki hefði verið neinn úrvalsmaður. Mér var í sjálfu sér sama þó konu- greyið væri sífellt að rekja raun- ir sínar fólki sem var henni á engan hátt vandabundið en verra þótti mér að svo virtist sem það skipti hana engu hvort sonur hennar heyrði illmælgi hennar um föður hans. Mér ^gramdist þetta en taldi ekki í mínum verkahring að skipta mér af. Þó tók nú steininn úr og varð til þess að ég hafði orð á að þetta þætti mér ekki góð uppeldisaðferð þegar hún eitt sinn að lokinni krassandi sögu af óþokkanum sneri sér að syni sínum og hreytti út úr sér: „Von- andi verður þú aldrei eins og hann pabbi þinn.“ Barnið svar- aði engu enda verður sennilega flestum fjögurra ára börnum svarafátt undir svipuðum kring- umstæðum. Þessi kona er mér hins vegar minnisstæð og kannski fyrst og fremst fyrir þær sakir að þá skynj- -^aði ég til fulls það vald sem konur hafa yfir börnum sínum. Sonur minn leit á þessum tíma mjög upp til föður síns og stældi hann í klæðaburði og göngulagi. Ég hef oft velt því fyrir mér hver hafi verið hetja drengsins hennar. Tæp- ast þessi meingallaði faðir sem hann heyrði svo margt slæmt um. Seinna varð mér svo ljóst að þetta er alls ekki óalgengur leikur aðila í skilnaðarmáli, karlmanna engu síður en kvenfólks. Móðirin hlýtur hins vegar oftar forræði yfir bam- inu og hefur því greiðari aðgang að bamssálinni. Það er auðvelt að gleyma sér . j)g láta flest vaða þegar reiðin nær ýfirhöndinni en barnið sem hlustar finnur sig knúið til að velja með hvora foreldranna það á að standa. Flestir foreldrar átta sig sennilega ekki á þeirri togstreitu sem gífur- yrðin og biturleiki þeirra veldur í huga barnsins en til eru þeir sem telja sjálfsagt að bamið taki upp þykkjuna fyrir þá. Mæður reyna að eitra hugi barna sinna gagn- vart feðranum og endar oft með því að bömin slíta sambandi við föðurinn eða laumast til að hitta hann án vitundar móðurinnar þó samviskan nagi þau. Nýjar kann- anir og rannsóknir sýna hins vegar fram á nauðsyn þess að börn hafi sem best samband við báða for- eldra sína. Um 88% götubama í Svíþjóð eru skilnaðarböm með lítil eða engin tengsl við föður sinn. Sérfræðingar hallast að því að skilnaðurinn sé ekki endilega orsakvaldurinn held- ur fremur tengslaleysi barnsins við það foreldri er ekki hlaut forræði. Lengi hefur verið vitað að sjálfs- mynd bams sem finnst því hafa verið hafnað af öðra foreldri sínu eða báðum er veikari en hinna. Þessi sjálfsmynd er ákaflega mikil- væg því rannsóknir sýna að því betri sem hún er því minni líkur era á að bamið leiðist út í eiturly- fjaneyslu og þá glæpabraut sem oftast fylgir í kjölfarið. Meðan flestar konur kvarta und- an áhugaleysi feðra gagnvart börnum sínum og vilja fremur auka umgengni þeirra við þau en minnka, era þær þó til sem gera mönnunum nánast ókleift að nálg- ast bömin. Þegar pabbadagar nálgast verður stundaskrá bams- ins skyndilega svo full að ekki er nokkur leið að koma pabbaheim- sókn að. Bamið má ómögulega missa af þessum eða hinum atburð- inum; „Pabbi hlýtur að skilja það“. I fyrstu tekur enginn eftir að eitt- hvað óeðlilegt sé á ferðinni en svo áttar faðirinn sig einn daginn á því að það eru orðnir margir mán- uðir síðan hann síðast hitti bamið sitt. Það er erfitt að henda reiður á þessum aðferðum og ekki gott að kæra móður fyrir brot á um- gengnisrétti sem aðeins reynir að sjá.til þess að bamið hennar verði ekki fyrir vonbrigðum þegar það þarf að sleppa uppákomum sem búið er að hlakka til að taka þátt í. Svo era þær sem aldrei era til- búnar með barnið þegar pabbinn kemur. „Komdu bara inn augna- blik, þetta er að koma.“ Hann kem- ur og það bregst ekki að eftir litla stund éra þau komin í hávaðarifr- ildi. Það endar jafnvel með því að pabbinn strunsar út bamlaus eða barnið neitar að koma með pabba af því hann er svo reiður. Þótt reynt sé að kyngja reiðinni og standa og hlusta á svívirðingafla- uminn breytir það ekki kvíðanum sem er farinn að grípa pabbann í hvert sinn sem ný heimsókn nálg- ast. Hann langar að sjá og hitta barnið en stundum freistast hann til að skjóta heimsókninni á frest til að losna við leiðindin sem henni fylgja. Þá má hann líka vera viss um að næsta rifrildi verður einmitt um áhugaleysi hans gagnvart barninu. En það er ekki bara sambúðar- fólk sem er að slíta samvistum sem beitir börnum sínum líkt og vopn- um í baráttu. Til eru konur sem neita feðrum barna sinna alfarið um umgengnisrétt við þau og ef foreldrarnir hafa aldrei búið saman er lítið sem faðirinn getur gert. Það er ekki algengt að feðrum sem ekki hafa haft mikil samskipti við börn sín sé dæmdur fullur um- gengnisréttur. Setjum nú samt svo að faðir í slíkri stöðu höfði mál og dómur falli honum í hag. Móðirin ■ Það er auðvelt að gleyma sér og láta flest vaða þegar reiðin nær yfirhöndinni en barnið sem hlustar finnur sig knúið til að velja með hvoru foreldranna það á að standa. Flestir for- eldrar átta sig senni- lega ekki á þeirri tog- streitu sem gífuryrðin og biturleiki þeirra veldur í huga barnsins en til eru þeir sem telja sjálfsagt að barnið taki upp þykkjuna fyrir þá. er áfram við sama heygarðshornið þrátt fyrir dóminn og heldur barn- inu frá honum með öllum ráðum. Þá kærir hann brot á umgengnis- rétti. Löggjafinn, þ.e.a.s lögfræðingar viðkomandi aðila og/eða opinberir aðilar, svo sem sýslumaður, starfs- menn félagsmálastofnana o.fl. reyna að ná sáttum. Þegar sýnt Steingerður Steinarsdóttir. er að það tekst ekki er málið tekið til dóms að nýju. Dómari getur dæmt móðurina til að greiða dag- sektir þann tíma sem hún leyfir manninum ekki samvistir við barn- ið en það er sjaldan gert. Að auki sér enginn opinber aðili um inn- heimtu slíkra sekta svo varla er um að ræða nema orðin tóm. Þessi atburðarás getur svo endurtekið Húgó Þórisson. Margrét Steinarsdóttir. sig nokkrum sinnum með litlum árangri þar til jafnvel okkar eitil- harði og þrjóski faðir gefst upp. Þess eru einnig dæmi að konur neiti að feðra börn sín og þá er faðirinn gersamlega réttlaus. Hann getur ekki höfðað barnsfaðernis- mál, það er eingöngu réttur móður eða bams. Móðirin lætur þá barnið bera sitt nafn að seinna nafni, nafn móðurafa þess eða gefur því að föðurnafni nafn manns er geng- ur því í föðurstað. Oft era börn ættleidd af sambýlismönnum eða eiginmönnum mæðranna og ekki þarf að leita umsagnar kynföður þar um ef barnið hefur aldrei ver- ið feðrað. Það hlýtur að vera ill tilfinning að vita af barni sem sennilega er þitt bera nafn annars manns og geta ekki nálgast það. Konur sem ekki feðra börn hafa ekki rétt til meðlagsgreiðslna frá Tryggingastofnun. Ófeðruð börn fá barnalífeyri frá ríkinu sem nem- ur sömu upphæð og meðlag en þá verður að leggja fram skírteini frá sýslumanni því til sönnunar að reynt hafi verið að feðra barnið en það ekki tekist. Einnig er heim- ild í barnaverndarlögum fyrir því að feður óskilgetinna barna megi dæma til að taka þátt í aukakostn- aði við uppeldi þeirra svo sem menntunarkostnaði eða kostnaði vegna fermingar eða annarra stór- viðburða, slíka heimild getur kona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.