Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR KRISTJÁN SIGURÐSSON, Stekkjarkinn 15, Hafnarfirði, lést þann 5. september. Jarðarför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sigurður Arnórsson, Þóra Flygenring, Guðni Þór Arnórsson, Rósa Grétarsdóttir, Þorgerður Arnórsdóttir, Grétar Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, GUÐMUNDUR GÍSLASON, Efstasundi 16, verður jarðsunginn frá Áskirkju, þriðju- daginn 14. september kl. 15.00. Börn hins látna. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR, Skagabraut 37, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju, þriðjudaginn 14. septemþer kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlegast láti Sjúkrahús Akraness njóta þess. Hörður Bjarnason, Guðrún Eyjólfsdóttir, Geir Valdimarsson, Lóa Gísladóttir, Jón Valdimarsson, Sigrfður Helgadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR PÉTURSSON, Hjallabraut 3, Hafnarfirði, sem lést 5. september sl., verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarifirði, þriðjudaginn 14. september kl. 13.30. Hulda Björgvinsdóttir, Sigrún Hallgrímsdóttir, Ásgeir Þorsteinsson, Stefán Hermanns, Hulda Ásgeirsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Hilmar Ásgeirsson, Ingibjörg Helgadóttir, Heimir Ásgeirsson og langafabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG THEÓDÓRSDÓTTIR, Þórufelli 16, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, mánudaginn 13. septem- ber kl. 15.00. Sveinn Jóhann Sveinsson, Lilja Sveinsdóttir, Bjarni Sveinsson, Lára Aðalsteinsdóttir, Rúnar Loftur Sveinsson, Elías Rúnar Sveinsson, Guðmundur A.S. Grönli, Wenthe Grönli, Marta María Sveinsdóttir, Gunnar Einarsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall GUÐMUNDAR BRAGA TORFASONAR. Sonja Larsen Knútsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Björk Jónasdóttir, Karl Kuschner, Sjöfn Jónasdóttir, Elfsabet Jónasdóttir, Rögnvaldur G. Einarsson, Torfi Birgir Guðmundsson, Berglind Guðmundsdóttir, Jón Helgi Sigurðsson, og barnabörn. Ingibjörg Theodórs- dóttir - Minning Fædd 7. júní 1918 Dáin 1. september 1993 Þegar konan mín hringdi til mín í vínnuna og sagðist vera með sorg- arfréttir frá Íslandi, spurði ég hana: „Er það mamma?“ Það er bara hálft ár síðan pabbi kvaddi þennan heim eftir langa og harða baráttu síðustu árin. Allan tímann bjó hann heima og allan tímann hjúkraði mamma honum, þótt hún væri slæm til heilsu sjálf. Við töluðum um þegar pabbi dó, að nú gæti mamma slappað aðeins af og reynt að safna kröftum að nýju, hugsa svolítið um sjálfa sig og gert það sem hún vildi. Mamma varð 75 ára 7. júní þetta ár, og af því tilefni buðu böm hennar henni til Noregs í heimsókn til mín. Þetta var í fyrsta skipti í sjö ár sem hún var hjá okkur, vegna veik- inda pabba. Það mátti sjá að eftir fyrstu vikuna í „letinni" var hana farið að klæja í finguma eftir að gera eitthvað þarflegt. Það er ekki furða eftir að hafa verið samfellt í vinnunni í 50 ár, því að þannig var lífið hjá móður minni. Við vorum sjö systkini sem ól- umst upp saman hjá mömmu og pabba við fjárhagslega hörð lqor. Við vorum þó ein ríkasta fjölskyida landsins þegar talað er um móður- ást. Ég hef oft og mörgum sinnum látið hugann reika til baka til upp- vaxtar míns og allt það sem Ingi- björg móðir mín lagði af mörkum fyrir mig og systkini mín frá fæð- ingu og þar til við fluttumst að heiman og eftir það. Það er ekki hægt með fáum orð- um að þakka fyrir lífíð sem mamma gaf okkur bömunum og þakka fyr- ir þá væntumhyggju sem hún sáði í okkur. — Allan tímann var hún að hjálpa öðrum áður en hún hugsaði um sjálfa sig. Það var alltaf mikið um fólk í heimsókn hjá okkur og maður gat verið viss um að mamma væri búin að baka hálfan metra (uppá- við) af pönnukökum kl. 15 hvem sunnudag. Þá mætti öll fjölskyldan heima hjá mömmu og pabba án þess að tilefnið væri sérstakt. Móðir mín var af þeirri kynslóð sem ólst upp og ól upp böm áður en það varð venjulegt að hejtt vatn og þvottavél væru í hveiju húsi. Ein af mínum fyrstu minningum um móður mína er frá þeim tíma þegar við bjuggum inni í Herskála- kamp við Suðurlandsbraut. Mamma fór með okkur krakkana niður í þvottalaugarnar í Laugardalnum. Það var um það bil fjögurra km ganga með þvottinn og krakkana í halarófu á eftir. Hún þvoði þvottinn í heitu vatni sem rann þama á staðnum. Þegar þvotturinn var hengdur til þess að láta vatnið renna úr honum var öllu liðinu skellt í sturtu sem maður gat notfært sér á staðnum. Þetta var fyrir mig allt- af hápunktur þvottalaugaferðanna. Það hefur mikið breyst frá þeim tíma á Islandi, bæði til hins betra og verra. Mamma og pabbi vom gift í 48 ár eða þar til pabbi dó fyrr á þessu ári. Það hef ég oft hugsað um, hversu gott það var að fá að alast upp á slíku fínu heimili sem mamma og pabbi sköpuðu okkur. Þetta em fá orð til móður minnar, sem ég lít á sem eina af íslands stóm hetjum. Blessuð sé minning þín, móðir mín. Guðmundur. Einn er sá sem bíður þín er þú gengur þínar eigin götur. Hann bíður þess að þú snúir við og komir til hans, því að hann elskar þig. Það er Jesús. Hann vill hjálpa þér, hann einn mepar það. Hann hinn máttugi frelsari. Komdu því til hans. Þessu versi hafði mamma trú á. En mikið er skrítið að hugsa til þess að móðir mín sé dáin, hún var alltaf til staðar þegar ég þurfti á henni að halda, alltaf heima. Það er ekki nema hálft ár síðan við kvöddum pabba sem dó í febrúar síðastliðinn, en þeim mömmu varð sjö bama auðið, sex drengja og einnar stúlku. Það var mikil vinna hjá þeim að koma þessum hópi upp, en með dugnaði fórst þeim það vel úr hendi. Mér varð hugsað til þess þegar ég var sex til sjö ára, þá bjuggum + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÁGÚSTSDÓTTUR, Boðahlein 20, Garðabæ. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, Haraldur Baldursson, Gyða Guðmundsdóttir, Birna Baldursdóttir, Svavar Davíðsson, Lilja Hanna Baldursdóttir, Atli Aðalsteinsson, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR BALDVINSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju f Ásbyrgi. Sigurveig Erlingsdóttir, Jónas Jónsson, Hulda Erlingsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Kristín Erlingsdóttir, Hrafn Magnússon, Baldvin J. Erlingsson, Guðrún H. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 við á Grundarstígnum, en við mamma fórum þá oft inn í þvotta- laugar til að þvo þvott. Þar var mamma að þvo allan daginn og ég fékk að þvo líka á litlu bretti. Aldr- ei heyrði maður mömmu kvarta þó að þægindin væru ekki til staðar, heldur leysti hún starf sitt vel af hendi. Þegar ég var unglingur og var að fara út að skemmta mér byijaði kvöldið hjá okkur vinkonunum oft hjá mömmu og þá var hún að spá- í bolla fyrir okkur og það var oft glatt á hjalla þá. Það sem einkenndi móður mína var létta skapið og hennar mikla gjafmildi. Henni fannst hún alltaf verða að gefa öllum það sem hún átti, en hún sagði oft að guð gæfi það til baka hinum megin. Mamma átti 15 barnaböm og ég veit að þau eiga eftir að sakna þess að fá ekki ullarsokkana og vettling- ana sem amma pijónaði á þau, en þau eiga sjálfsagt eftir að njóta þeirra áfram því að amma var búin að pijóna það mörg pör á þau í gegnum árin. Þegar ég er að skrifa þessar lín- ur, segir sonur minn með trega að hann sakni þess svo að fá ekki pönnukökurnar hjá ömmu á sunnu- dögum, en mamma var sérfræðing- ur í að baka þær. Það var viðkvæð- ið hjá mömmu að það væri sama hvort menn voru skyldir eða óskyld- ir, aldrei færi neinn svangur frá hennar heimili. Mig langar til að þakka Guð- mundi bróður og hans fjöiskyldu fyrir þær ánægjulegu vikur í ágúst- mánuði síðastliðnum sem mamma var hjá þeim í Noregi. Það eru ótal minningar sem koma upp í huga mér núna sem væri of langt mál að skrifa um. En við geymum minningamar um góða móður í huga okkar. Foreldrar mínir voru gift í 49 ár, en aðskilnaðurinn var ekki nema sex mánuðir. Ég veit að þau hafa hist á ný. Ég vona að góði Guð gefi okkur styrk núna, því að stórt skarð er höggvið í fjölskyldu okkar. Fyrir aðeins einu og hálfu ári misst- um við bróður okkar, en nú veit ég að þau era öll komin saman. Ég bið góðan Guð að geyma þau. Marta Sveinsdóttir ogfjölskylda. Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reylqavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.