Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐURB STOFNAÐ 1913 206 tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR12. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Atthagafj ötrum aflétt í Rússlandi ÞÓTT átthagafjötrum hafi opinberlega verið aflétt í Rússlandi á síðustu öld, í orði kveðnu að minnsta kosti, voru þeir samt við lýði í Sovétríkjum komm- únismans. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur loksins kastað burt þessum miðaldasið og nú mega Rússar vinna og búa þar sem þeim líkar best. Áður þurfti sérstakt leyfi til að flyljast bú- ferlum og það var eins gott fyrir þá, sem fundust annars staðar en í sinni sveit, að hafa skýringuna á reiðum höndum. Að öðrum kosti beið þeirra hálfs árs vinnubúðavist. Að sjálfsögðu ýtti þetta undir gífurlega spillingu. Þeir, sem það gátu, keyptu sér flutn- ingsleyfi og mikið var um giftingar á pappírunum til að fólk gæti flust á milli borga og héraða. Nú hafa Rússar fengið sín mannréttindi að þessu leyti en samt eru ekki allir ánægðir, ekki borgarsljórinn í Moskvu. Hann óttast gífulegan tilflutning til borgarinnar og segist ekki ætla að fara að nýju lögun- um. Næsti bær við ÞRJÁR franskar konur frá París lögðu nýlega land undir fót og var förinni heitið til Bandaríkjanna, til Portsmouth í New Hampshire þar sem þær pöntuðu sér hótelherbergi. Landafræðin þeirra var að vísu ekki alveg upp á það besta og því ákváðu þær að taka lestina. Eftir átta klukkustunda ferð, sem þeim fannst meira en nóg, töldu þær sig komnar á leiðarenda en þá gátu þær hvergi fundið hótelið sitt. Það var svo vingjarnlegur lögreglumaður, sem kom þeim til hjálpar. Þær voru ekki í Portsmouth í New Hampshire, heldur í Portsmouth í Hampshire á Englandi. Óttast óholl áhrif sýndarveruleika ÓTTAST er, að nýjustu nýjustu tölvu- leikirnir, svokallaður „sýndarveru- leiki“, sem eru að koma á markað um þessar mundir og eru rniklu raunveru- legri en þeir, sem fyrir eru, geti valdið skaða á sjón barna. í Bretlandi eru heilbrigðisyfirvöld að skoða ýmsar gerðir þessara leikja en augnsérfræð- ingar segja, að þeir geti til dæmis gert börnin tileygð. Við rannsóknir eða til- raun með 20 unglinga kom einnig í Ijós, að 12 varð óglatt og fengu höfuðverk eftir að hafa verið nokkurn tíma í nýju tölvuleikjunum og þeir sáu allt eins og í þoku nokkra stund á eftir. Sumir læknar segja þó, að þessi einkenni séu háð samhæfingu augnanna, sem getur verið mismikil eftir einstaklingum, og þegar frá líði minnki þau eða hverfi. Rabín og Arafat ljúka sáttum í Washington Dansað á götum úti á Gaza-svæðinu til að fagna friðarsamkomulaginu Jerúsalem, Fíladelfía. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísra- els, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, Frels- issamtaka Palestínumanna, munu undir- rita samninginn um sjálfsljórn Palestínu- manná á Gaza-svæðinu og í Jeríkó á Vesturbakkanum i Washington á mánu- dag. Skýrðu fulltrúar þeirra beggja frá þessu í gær. Er jafnvel talið hugsanlegt, að þá verði einnig undirrituð viljayfirlýs- ing um frið milli Jórdana og Israela. Þúsundir Palestínumanna dönsuðu á göt- um úti á Gaza-svæðinu í gær til að fagna friðarsamkomulaginu og föðmuðu marg- ir að sér ísraelska hermenn. Talsmaður Rabins sagði í gær, að Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefði haft samband við ísraelska forsæt- isráðherra í gærmorgun og boðið honum til undirritunarinnar í Washington. í för með honum verður Shimon Peres utanríkisráð- herra. Arafat mun undirrita sjálfstjórnarsamn- inginn fyrir hönd PLO en talsmaður samtak- anna sagði, að Bandaríkjastjórn hefði ekki nefnt nein nöfn í boði sínu til samtakanna, heldur látið þeim eftir að velja sendinefndina. Bandaríkjastjórn tók aftur upp formlegt stjórnmálasamband við PLO á föstudag og Bill Clinton forseti hefur ákveðið að hefja beinar viðræður við samtökin. Jórdanir á mánudag? Hussein, konungur Jórdaníu, sagði í fyrra- kvöld, að viljayfirlýsing um friðarsamninga milli Jórdaníu og ísraels yrði líklega undirrituð snemma í vikunni, hugsanlega á mánudag, og hann kvaðst telja,_að stutt væri í samninga milli Sýrlendinga og ísraela. Í sýrlenska ríkis- útvarpinu voru hins vegar ítrekaðar í gær kröfur um, að ísraelar flyttu strax á brott allt sitt lið frá Gólanhæðum og sagt, að þar yrði aldrei gefið eftir land. Sam Lewis, háttsettur starfsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að þótt undirritaðir yrðu samningar milli PLO og ísraela, væri málið mjög viðkvæmt áfram og ýmislegt gæti orðið til spilla því. Kvað hann það komið undir því, að Arafat héldi áfram meirihluta sínum innan PLO, en hann taldi ólíklegt að Likud-flokkurinn í ísrael, sem er andvígur samningum við PLO, þyrði að hrófla við þeim þótt hann fengi tækifæri til. „Salaam“ og „shalom“ Leiðtogar róttækustu hreyfinga Palestínu- manna saka Arafat um svik við palestínsku þjóðina og hóta honum jafnvel dauða en þús- undir Palestínumanna dönsuðu á götum úti á Gaza-svæðinu í gær til að fagna friði og von um sjálfstjórn. Föðmuðu sumir að sér ísra- elska hermenn og skiptust á blessunarorðum, „salaam" á arabísku og „shalom" á hebresku. Stóra systir stingur litlu systurnar at 12 Reuter Holst þakkað AÐ lokinni undirritun Yassers Arafats, leiðtoga PLO, undir skjölin um viðurkenn- ingu samtakanna á ísrael á fimmtudagskvöld þakkaði Arafat Johan Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, innilega fyrir hans mikla framlag til þeirra sögulega sátta, sem nú hafa tekist með ísraelum og Palestínumönnum. Síðustu spár vegna kosninganna í Noregi Sljórn Gro Harlem situr líklega áfram Ósló. Reutcr. SÍÐUSTU skoðanakannanir fyrir þingkosningarnar í Noregi á mánudag benda til, að Gro Harlem Brundtland og Verkamannaflokkurinn muni verða áfram við stjórnvöl- inn í landinu. Eiginlegur sigurvegari kosninganna verður þó líklega Miðflokkurinn, sem hagnast hefur á eindreginni andstöðu við hugsanlega aðild að Evrópubandalag- inu, EB. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtust í gær í blöðunum Aftenposten og Nationen, fær Verkamannaflokkurinn um 36% atkvæða í kosningunum á mánudag en í kosningunum 1989 fékk hann 34,3%. Telja því flestir fullvíst, að Gro Harlem myndi aftur minnihlutastjórn. Verka- mannaflokkurinn hefur notið þess í kosn- ingabaráttunni, að efnahagsástandið í Nor- egi hefur farið batnandi en Hægriflokkur- inn virðist vera að missá fylgi og er nú ýmist spáð 16,2% eða 21,1% en fékk 22,2% 1989. Miðflokknum er spáð 10,1% en fékk 6,5% 1989. HVEMÆR HEFUR 16 ÞAKKLÆTI EIMKEMMT PÓLITÍK?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.