Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 34
34 8 (MORGUNBEAÐIÐ. ATVINIMA/RAÐ/SMA sunnudaguk 12.'SEPTEMBBR 1993 ATVINNUA UGL YSINGAR FJÓWÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Stjórnunarstaða: Hjúkrunardeildarstjóri ósk- astfrá 1. október 1993 á handlækningadeild til afleysingastarfa í 9 mánuði. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við öldrunardeild og endurhæfingardeild á Krist- nesi. Húsnæði er til staðar. Við ráðningu í stöðurnar er lögð áhersla á faglega þekkingu og reynslu. Nánari upplýsingar gefa Olína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 96-30271 og Rann- veig Guðnadóttir, starfsmannastjóri hjúkrun- ar, í síma 96-30273. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sölumaður Leitum að vel menntuðum, reyndum og duglegum sölumanni fyrir gamalgróna fast- eignasölu í borginni, með framtfðaratvinnu í huga. Eiginhandarumsókn með greinargóðum upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt: „Framtíðaratvinna - 12115“. Til atvinnurekenda Óska eftir framtíðarstarfi hjá trai.'stu fyrir- tæki. Hef ágæta reynslu í sjálfstæðum mark- aðs- og sölustörfum. Tungumál: enska, spænska og franska. Nánari upplýsingar veittar í síma 91-19860 eða fyrirspurnir sendist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „M - 12116“. Atvinna SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann auglýsa hér með eftir umsóknum um eftirtalin störf: Störf við afgreiðslu, skráningar og símavörslu Auglýst er eftir umsóknum um störf við Sjúkrahúsið Vog. Um er að ræða almenna afgreiðslu, símavörslu og fl. Hér er um tvær hálfsdagsstöður að ræða, annars vegar frá kl. 8.00-12.30 og hins vegar frá 12.30 til 17.00 alla virka daga. Skriflegar umsóknir óskast sendar fram- kvæmdastjóra SÁÁ, Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík, merktar: „afgreiðsla" fyrir 20. september 1993. Störf áfengis- og fjölskylduráðgjafa Auglýst er eftir umsóknum um störf áfengis- og fjölskylduráðgjafa á starfsstöðum sam- takanna, sem eru Sjúkrahúsið Vogur, Með- ferðarheimilin Vík og Staðarfell og í fræðslu- og leiðbeiningarstöð. Skriflegar umsóknir óskast sendar fram- kvæmdastjóra SÁÁ, Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík, merktar: „ráðgjöf", fyrir 20. septemberN Starf læknaritara Auglýst er eftir læknaritara í starf hálfan daginn við Sjúkrahúsið Vog. Skriflegar umsóknir óskast sendar fram- kvæmdastjóra SÁÁ, Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík, merktar: „ritari“ fyrir20. september. Ath. upplýsingar verða ekki gefnar í síma. Öllum umsóknum verður svarað. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. SAMTÓK AHUðAMANNA UM AHNOI* OO VlMUIFNAVANDANN Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík. Dagmamma/„amma“ 5 manna fjölskyldu í Mosfellsbæ vantar konu til að koma heim frá kl. 8.30-13.30 til að gæta 7 ára stráks og sjá um létt heimilisverk. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. september merktar: „Barngóð - 12826“. LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður LYFLÆKNINGADEILD Yfírlæknir Staða yfirlæknis við Landspítalann (lyflækn- ingadeild) er laus til umsóknar. Verkefni hans verða að hafa umsjón með og skipuleggja framhaldsnám aðstoðar- lækna til lækningaleyfis á lyflækningadeild og skurðdeild spítalans í samráði við prófess- ora/forstöðulækna í þessum greinum. Einnig ber yfirlækni að tengja þetta nám við námsdvöl á öðrum deildum og rannsóknar- stofum spítalans eftir atvikum í samráði við yfirmenn þeirra. Loks ber yfirlækni að hafa læknisfræðilega umsjón með rannsóknar- verkefnum í Tölvuveri ríkisspítalanna. Umsækjandi skal hafa lokið sérnámi í lyf- læknisfræði og/eða undirgreinum hennar. í umsókn skal gera rækilega grein fyrir starfs- reynslu, stjórnunarreynslu og kennslureynslu umsækjanda, sömuleiðis vísindastörfum þeim, sem hann hefur unnið að. Upplýsingar um starfið veitir Dr. Þórður Harðarson, prófessor lyflækningadeild Land- spítalans og Dr. Jónas Magnússon, prófess- or skurðdeild Landspítalans. Umsóknum skal skila til skrifstofu ríkisspítal- anna fyrir 15. október 1993. RANNSOKNASTOFA HASKOLANS í MEINAFRÆÐI Krabbameinsrannsóknir Okkur vantar starfskraft, með líffræðimennt- un eða aðra sambærilega menntun, til rann- sókna á ættlægum brjóstakrabba. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í að vinna með DNA. Frekari upplýsingar gefur Rósa Björk Barkar- dóttir í síma 601908. OLDRUNARLÆKNINGADEILD Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á öldr- unarlækningadeild 3 frá 1. október nk. Unnið er samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun með áherslu á sjálfstæði í starfi og teymisvinnu. Deildin hefur 22 sjúkrarúm og er lögð höfuðáhersla á endurhæfingu aldr- aðra m.a. eftir skurðaðgerðir og ýmiss konar sjúkdóma. Um fullt starf er að ræða með vakt aðra hverja helgi en engar næturvaktir. Upplýsingar gefur Lúðvík H. Gröndal, hjúkr- unardeildarstjóri, í síma 602263 og Anna Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 602266. RANNSOKNASTOFA HASKOLANS í MEINAFRÆÐI Meinatæknir/líffræðingur Óskum eftir að ráða aðstoðarmann í hálft starf. Um er að ræða rannsóknir á ættlægum brjóstakrabba. Frekari upplýsingar gefur Rósa Björk Barkar- dóttir í síma 601908. RÍKISSPÍT ALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á Jslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferö allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og viröingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Forritari Þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða forritara til starfa sem fyrst. Við leitum að forritara sem hefur þekkingu og reynslu í Unix og Informix. Einnig þarf viðkomandi að hafa reynslu af nettengingum og einkatölvum. í boði er áhugavert framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki sem býður góð laun. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „227“ fyrir 21. september nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 ■ ■ Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Viltu auka tekjurnar? Óskum eftir dugmiklum aðilum í tímabundna vinnu á kvöldin. Kjörið fyrir heimavinnandi. Nánari upplýsingar í síma 685380 milli kl. 9.00 og 16.00. ú FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTCÁFA Ármúla 18, 108 Reykjavík. Sölumaður Netverk hf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í tölvu- og gagnafjarskiptum sem og hvers- konar nettengingum. Sérstök áhersla er lögð á þjónustu og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofn- anir sem stunda pappírslaus viðskipti (EDI). Við erum í samstarfi við flest stærri hugbún- aðar- og tölvufyrirtæki hérlendis, á þessu sviði, auk erlendra samstarfsaðila. Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða sölu- mann til að vinna að sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa samskipta- og skipulagshæfileika og þjónustulund. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Skriflegar umsóknir sendist til Netverks, Mímisvegi 6, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 17. september nk. Kerfisfræðingur/ tölvunarfræðingur Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða kerfis- fræðing/tölvunarfræðing til framtíðarstarfa. Við leitum að starfsmanni til viðhalds, hönn•• unar og uppsetningar hugbúnaðar. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á eftirfarandi sviðum: ★ Forritun í C. ★ Staðar- og fjarnetum. ★ EDI og X.400. ★ Unix. Viðkomandi þarf að hafa samskipta- og skipulagshæfileika og þjónustulund. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Skriflegar umsóknir sendist til Netverks, Mímisvegi 6, 101 Reykjavík. Umsóknafrestur er til 17. sept. nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.