Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 MEOGONGUEITRUH 06 KRANSÆDASTIFLA eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur UNDANFARIN 4 ár hafa staðið yfir rannsóknir á erfðaþáttum er varða fæðingarkrampa og með- göngueitrun á Islandi. I grein í hinu merka vísindariti Nature Genetics í júní sl. er grein um rannsóknina og m.a. sagt frá því að tekist hafi að leiða að því sterk rök að galli í litningi 1, sem er nálægt því svæði sem stjórnar blóðþrýstingi, eigi þátt í að valda þessum sjúkdómum. Einnig kemur fram að möguleg erfðaáhrif sjúk- dómsins séu að færri sveinbörn en meybörn fæðist í þeim fjöl- skyldum þar sem meðgöngueitrun og fæðingarkrampi koma fram. Mögulega vekja karlfóstur sterk- ara ónæmisviðbragð í þunguninni sem leiðir til höfnunar á fóstrinu snemma í meðgöngu, eða þá til aukinnar hættu á meðgöngueitrun síðar í þunguninni. Áður hefur verið sýnt fram á að konur, sem fengið hafa fæðingarkrampa, og dætrum þeirra hætti frekar til fósturláta en konum í samanburð- arhóp. Nýlega hefur athugun á konum með fæðingarkrampa á Islandi sl. 20 ár staðfest að þeim fæðist færri sveinbörn en öðrum konum. Loks eru athyglisverðar þær niðurstöður íslenska vinnu- hópsins að konur sem fengið hafa meðgöngueitrun og fæðingarkr- ampa fái síðar á ævinni oftar háan blóðþrýsting og kransæðasjúk- dóma en aðrar konur. Reynir Tómas Geirsson læknir á Kvennadeild Landsspítalans sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að kveikjan að þess- um rannsóknum hafi verið athuganir Leons Chesleys frá Bandaríkjunum og Des Coopers, sem er prófessor í erfðafræði í Ástralíu, á fjölskyldu- munstri og erfðum meðgöngueitrun- ar. „Við töldum líklegt að fá mætti fyllri upplýsingar um erfðaþætti sjúkdómsins á Islandi, þar sem hér ætti að vera auðveldara að rekja ættartengsl en víðast erlendis og vegna þess að skýrslur voru hér að- gengilegar frá fyrri tíð, a.m.k. á Landsspítalanum,“ sagði Reynir. Hann kvað Reyni Arngrímsson, sem þá var aðstoðarlæknir á Landspítal- anum, hafa tekið til við söfnun gagna sumarið 1989 og hann hefur síðan borið hita og þunga af þessum rann- sóknum. Styrkir fengust til rann- sóknanna bæði hjá Rannsóknasjóði Háskólans og Vísindasjóði. Auk þeirra nafna Reynis Tómasar og Reynis Amgrímssonar höfðu sam- vinnu um þetta mál Gunnlaugur Snædal prófessor, Steingrímur Bjömsson læknir í Glasgow og Ja- mes Walker, aðstoðarprófessor við Glasgow-háskóla. „Við fengum Hólmgeir Björnsson tölfræðing hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins til þess að setja þessa rannsókn upp í erfðareikningamódel sem svipar til þess sem m.a. hefur verið notað við erfðafræðiathuganir á búfénaði. Mikil þróun hefur verið í tölvuútreikningum á undanfömum árum, sem gerir auðveldara að vinna úr erfðatengslum," sagði Reynir. „Fyrstu rannsóknin af þessu tagi hófst árið 1935 á Margaret Hague Matemity Hospital í New Jersey. Hana gerði læknirinn Leon C. Ches- ley. Hann gerði síðan aðra rannsókn á dætmm og dótturdætrum þeirra kvenna sem voru í fyrstu rannsókn- Morgunblaðið/Sverrir Reynir Tómas Geirsson Ættartré tveggja dæmigerðra fjölskyldna þar sem mikið er um með- göngureitrun. Karlar merktir með ferhyrningi og konur með hring. Dökkur hringur þýðir að konan fékk meðgöngueitrun, strikaður hring- ur að hún var með vægari blóðþrýstingshækkun í meðgöngu. I fjöl- skyldunni til vinstri var móðir með sjúkdóminn og þrjár dætra henn- ar, ein var með vægan háþrýsting, en ein heilbrigð og dótturdóttir var líka með vægan háþrýsting í meðgöngu. f fjölskyldunni hægra megin var móðir með meðgöngueitrun, svo dóttir hennar og önnur dótturdótt- ir, meðan hin dótturdóttirin fékk vægan háþrýsting í meðgöngu. IMiðurstöður nýrra rannsókna benda til að samhengi sé milli meðgöngu- eitrunar og krans- æðastíflu hjá kon- um - Sterk rök hníga að því að gengalli valdi meðgöngueitrun inni. En rannsókn sú sem fram hefur farið hér á landi er betri og stærri en fyrri rannsóknir og hefur það vægi að nú er ekki hægt að skrifa um þessi mál án þess að vitna í hana. M.a. gerir Chesley það í nýlegri grein sinni um erfðir í meðgöngueitrun. Við höfum auk þess sýnt fram á nýjan möguleika á hvemig þessir sjúkdómar erfast. Fyrst héldu menn að um væri að ræða víkjandi erfðir en í dag eru talið að þetta séu ríkj- andi erfðir, sem er annað erfða- munstur. Umhverfísþættir eru þó taldir geta haft veruleg áhrif á hvort sjúkdómurinn brjótist út, t.d. sam- spil makans og konunnar eða ein- hverjir þættir sem gætu t.d. tengst mataræði, snefilefnum, o.fl. Hugsan- lega verður í framtíðinni hægt að hafa áhrif á það hvort kona fær meðgöngueitrun eða ekki. T.d. mætti beita læknismeðferð til þess að draga úr áhrifum erfðaþátta sem koma frá maka. Til eru konur sem lenda aftur og aftur í því að fá meðgöngueitrun og geta ekki alið lifandi bam af því að samspil móður og fósturs, sem alltaf hefur helming af erfðaeigin- leikum föðurs, veldur því að konan fær alvarlegan sjúkdóm á með- göngunni sem leiðir til þess að bam- ið þrífst illa eða deyr. I stöku tilvika getur lífi móðurinnar verið hætta búin. Kunn eru atriði sem minnka hættu á að meðgöngugeitrun brjótist út, t.d. að reykja, sem er nánast það eina jákvæða sem reykingar hafa í för með sér. Ekki er vitað hvemig á þessu stendur, en reykingar eru ein- mitt „umhverfísþáttur" sem getur haft áhrif á hvemig erfðaeiginleikar birtast. Meðgöngueitrun er arfgeng tilhneiging í þróuðum þjóðfélögum eins og því sem við búum í fara fáar konur illa út úr meðgöngueitrun eða fæð- ingarkrampa. Það kemur þó fyrir, Ein kona var fyrir nokkru nærri dáin hjá okkur vegna meðgöngueitr- unar. Hún fékk gífurlega blóðstorku- truflun og innvortis blæðingar. Með skurðaðagerðum, lyfjagjöfum og vökvagjöfum tókst að bjarga lífi hennar. Slíkar aðgerðir kosta ekki bara viðkomandi einstaklinga miklar þjáningar, heldur kosta slík veikindi þjóðfélagið mikla fjármuni. Við stefnum að því að reyna að finna af hverju konur fá slíka sjúkdóma og hvaða konur eru í áhættuhóp. Fjölskyldusagan segir okkur að viss- ar konur þurfi að skoða betur í með- göngu en aðrar. Ef við vissum nógu mikið um þessi mál gætum við hald- ið vel utan um þær konur sem eru í hættu en slakað á hvað snertir þær sem ólíklegt er að sjúkdómurinn komi fram í. í dag er þetta ekki hægt þess vegna skoðum við allar konur oft. Það kann að koma að því að við getum skorið úr um þetta með blóð- rannsóknum, að því stefnum við. Nú höfum við sýnt fram á arf- gengi tilhneigingarinnar til þess að fá meðgöngueitrun og fæðingar- krampa, sem rannsóknir okkar benda til að séu náskyldir sjúkdómar en ekki þeir sömu. Konur bera þessa tilhneigingu til dætra sinna og karl- menn geta einnig borið sömu til- hneigingu til dætra sinna í þeim erfðastofni sem þær fá frá föður. Ef kona, sem ber þetta í sér, verður vanfær eftir mann sem einnig hefur sömu tilhneigingu í genum sínum kann fóstur þeirra að verða móður sinni hættulegt. Við höfum tekið blóð úr íjölmörg- um íslenskum fjöskyldum. Við eigum gögn um 18 heillegar ijölskyldur hér og fjórar skoskar íjölskyldur þar sem meðgöngueitrun og fæðingarkrampi er ættlæg. í blóðsýnishornum frá þessu fólki þarf að leita að svokölluð- um kandidatgenum. Þetta er erfitt verk. Við getum hugsað okkur að hver hinna 46 litninga sé eins og rennilás sem nær frá Landspítalan- um út í Gróttuvita og hver lás sé samsettur af örlitlum hnöppum, hundruð þúsunda á hveijum og ein- um. Allt þetta þarfa skoða. Við höf- um fyrst og fremst leitað á ákveðnum svæðum á litningi 1, þar sem vitað er að framleitt er efni sem stýrir blóðþrýstingi í líkamanum. Hið alvar- lega við meðgöngueitrun er einmitt hækkun á blóðþrýstingi og blóð- storkutruflanir. Hjá konunum sem fá slíkt og þeim sem bera tilhneiging- un í sér höfum við fundið afbrigði á ákveðnu svæði í litningi 1, afbrigði sem okkur grunar að stuðli að þess- um_ sjúkdómum. Á þremur öðrum stöðum í heimin- um eru menn að athuga þetta sama og við erum að gera. I Edinborg hafa menn ekki fundið þessi tengsl enda höfðu þeir ekki nógu góðan skyldleikagrunn í sinni rannsókn. I Ástralíu eru rannsóknirnar enn komnar of skammt. í Utah í Banda- ríkjunum, þar sem gott er að gera slíkar rannsóknir meðal mormóna, er rannsóknahópur sem birti niður- stöður sínar rétt á undan okkur. Þær eru svipaðar og okkar, að á litningi 1 sé eitthvert afbrigði á svæðinu sem stjórnar blóðþrýstingshækkun í lík- amanum og sennilega valdi með- göngueitrun og fæðingarkrampa. Þetta þykja svo merkilegar upgöt- vanir að báðar niðurstöðumar birtust í Nature Genetics, með mánaðar millibili í vor. Við höfum fylgt eftir fyrri athug- unum okkar á skýrslum yfir fæðing- ar á Landsspítalanum frá 1931 til 1947 og fundið þær konur sem voru með háan blóðþrýsting á meðgöngu. Við erum nú að ljúka við að fylgja þessum konum öllum eftir. Helming- ur þeirra er á lífi og flestar þeirra skoðuðum við í Hjartavernd. Um hin- ar látnu höfum við fengið upplýs- ingar úr sjúkraskýrslum. í ljós kom að konum sem fá háan blóðþrýsting á meðgöngu virðist vera hættara við að fá slðar á ævinni háan blóðþrýst- ing og kransæðasjúkdóma en konum sem ekki voru með háan bióðþiýsting á meðgöngu. Þessi vitneskja hefur talsvert forvarnagildi. Við getum sagt við konur sem fá háan blóð- þrýsting á meðgöngu að þær ættu ekki að reykja, þurfi að vanda matar- æði sitt með tilliti til dýrafitu og hafa næga útivist og hreyfíngu. Eng- um hefur tekist að fylgja konum eft- ir jafnlengi á þennan hátt, eða í 40 ár. Ný rannsókn fyrirhuguð Eftir tíu til fimmtán ár verðum við vonandi komnir í þá aðstöðu að geta gert próf í meðgöngu sem seg- ir okkur hvaða konur séu í hættu hvað snertir meðgöngueitrun og hvaða konur þurfi að gæta sín á háþrýstingi og kransæðasjúkdómum seinna á ævinni. Fengnar niðurstöður gætu verið upphafið að því að þetta verði hægt. Erfðarannsóknir eru að verða undirstaða undir læknisfræði og Iíffræði í dag. Staðfesta þarf nið- urstöður úr rannsókn okkar í mun stærri athugun. I framhaldi af því reyna menn vafalaust að þróa aðferð- ir til þess að finna rétt lyf og læknis- aðferðir gegn þessum sjúkdómum. Við erum nú að undirbúa nýjan áfanga í þessari rannsókn og höfum þegar fengið styrk frá Vísindasjóði til þess að safna mun meiri gögnum á íslandi. Við ætlum að reyna að athuga betur konurnar sem fæddu fyrir 40 til 60 árum og bera þær saman við konur sem fæddu á sama tíma en sem ekki voru með háan blóðþrýsting í meðgöngu. Þetta er nauðsynlegt vegna hinna ýmsu þátta sem breytast í samfélaginu, svo sem mataræðis, reykinga o.fl. Við munum einnig rannsaka systur í auknum mæli næst og einskorða okkur við fjölskyldur þar sem a.m.k. þrír ein- staklingar hafa fengið sjúkdóminn. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.