Morgunblaðið - 14.09.1993, Page 11

Morgunblaðið - 14.09.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 11 Sinfómuhljómsveit Is lands á Selljamamesi _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Sinfóníuhljómsveitin byrjaði starfsárið með tónleikum í Sel- tjarnarneskirkju, þar sem hún sýndi afrakstur tveggja nám- skeiða, annars vegar námskeiðs fyrir blásara sveitarinnar, undir leiðsögn Bernharðs Wilkinson flautuleikara, og hins vegar strokhljóðfærasveitin, eftir leið- sögn Rolands Vamos, og báðir komu þeir fram sem hljómsveit- arstjórar á tónleikunum. Blásara- sveitin reið á vaðið með Fanfare for the Common Man eftir Aaron Copland, skrifað 1942 „til heið- urs þeim ungu mönnum sem boð- aðir voru til herþjónustu" eins og segir í efnisskrá. Ekki virtust allir hljóðfæraleikararnir vera búnir að hita nægilega upp, því nokkurra óhreininda gætti í byrj- un, má vera að hafi af einhverju leyti stafað af hljómburðinum í allt of lítilli kirkjunni, að hljóð- færaleikararnir hafi heyrt illa hver í öðrum. Fyrir bragðið verk- aði þessi Fanfare dálítið þung- lamalega og ekki nógu ritmískt. Sinfóníur fyrir blásara eru hvorki það þekktasta né það auðveld- asta í flutningi af verkum Strav- inskíjs fyrir blásara. Hér reynir mikið á hvern einstakan hljóð- færaleikara í leiktækni og sam- hljóm. Oft var fallega blásið, en líklega hefði þurft meiri vinnu til þess að algjörlega hreint spil næðist og um leið skýrari temat- ísk meðvitund, en stundum var eins og ekki væri ákveðið hvaða mótív ættu að skera sig út úr. Serenaðan fyrir blásara, selló og kontrabassa eftir Anton Dvorak er fallegt verk en verður lang- dregið ef ekki er allt á sínum stað. Hvers vegna ekki að hafa punkteraða ritmann í marsinum nákvæman, hvers vegna þurfa óbóin að vera óhrein, (klarinettin voru sérlega góð í Menuettinum) hvers vegna þarf að yfirdrífa styrkleikabreytingar í sérlega fallegum Adagio-kafla og hvers vegna að slá ekki stundum tvo í Finalnum, sem hefði gert þáttinn léttari og kannske gefið hljóð- færaleikurunum meira spila- frelsi? Wilkinson hefur um of markerað slag og.þyrfti, held ég, að temja sér meiri mýkt í slagið, það gerði músík og hljóðfæraleik- urum gott. Roland Vamos hafði aftur á móti þessa mýkt í slaginu og fékk strokhljóðfæraleikarana til að músísera i Serenöðu op. 6 eftir Josef Suk. í eðlilegum og góðum tempóum hljómaði Seren- aðan í gegnum alla fjóra þætt- ina, þótt styrkleikamörkin væru á stundum við að sjóða upp úr og þótt Suk nappaði stundum áberandi töktum frá tengdaföður sínum Dvorak, en það er jú ekki sama frá hverjum maður stelur. Síðasta verk kvöldsins var Ver- klárte Naeht eftir Arnold Schön- berg. Þetta margslungna meist- araverk þarf líklega aðrar að- stæður en kirkjan á nesinu getur boðið upp á. I litlu hljómmiklu húsi er oft nauðsynlegt að tala aldrei hátt ef þú vilt að það sem þú segir skiljist. Öllum skap- sveiflum verður að halda innan hávaðamarka ef ekki verða lang- dregnar og þreytandi. Þrátt fyrir góða spilamennsku gerðist ein- mitt þetta, hápunktarnir urðu of margir og athyglin var horfín í lokin. Þrátt fyrir að ekki er hróp- að halelúja í upphafi starfsárs er vitað að hljómsveitina skipa margir ágætir hljóðfæraleikarar og ekki þarf að óttast að afrakst- ur vetrarins verði neitt í líkingu við fréttina um vetrarstarfið sem birtist í Mbl. sl. laugardag. Einsöngstónleikar __________Tónlist________________ Jón Ásgeirsson Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari og Jónas Ingimund- arson píanóleikari hófu Ljóðatónleika Gerðubergs sl. laugardag. Á efnis- skránni voru söngverk eftir Rac- hmaninov, nokkur óþekkt íslensk sönglög, eitt !ag eftir Schubert og lagaflokkar eftir Poulenc, Respighi og Rossini. Fyrsta lagið var „vókalisan" fræga eftir Rachmaninov. Að syngja án orða er líklega hin upprunalega að- ferð manna í að tjá tilfinningar sín- ar, löngu áður en þeir fóru að tala. Söngur Sigrúnar var sérlega fallegur og tónunin þrungin tilfinningalegri dýpt, sem er óskilgreinanleg en tekur til hjartans. Það er ékki aðeins að Sigrún geti leikið sér með röddina á öllu tónsviðinu og hafí á valdi sínu margvísleg blæbrigði, heldur er túlk- un hennar þrungin af svo sterkri eða eðlilegri innlifun, að lögin verða allt annað og miklu meira en laglínur. Þau verða skáldskapur fagurra og djúpstæðra tilfinninga, æðri öllu þasli með orð og útskýringar. Þetta kom einstaklega vel fram í íslensku lögunum, sem mörg eru lítt þekkt. Á bak við val laganna liggur merkilegt starf við söfnun íslenskra sönglaga, sem Jónas Ingimundarson hefur unnið með aðstoð Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Mörg laganna hafa fatlið í geymslu, vikið fyrir þeim sem náðu vinsældum, en um það er flestum þykir ekki lengur sérstakt nýnæmi í þessum vinsælu lögum, kemur tími þeirra sem enn eru ósung- in. Sjá þann hinn mikla flokk eftir Sigfús Einarsson og Huldumál eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson eru vel samin söngverk, en Fjólan, sem Þór- arinn Jónsson gerði fræga, var flutt í tónklæðum Helga Sigurðar Helga- sonar, sonar Helga Helgasonar tón- skálds, er samdi m.a. Óxar við ána. Fjóla Helga Sigurðar er sérlega þýð og falleg tónsmíð og var einstaklega fallega mótuð í samspili listamann- anna. Draumsjón eftir Pál ísólfsson og Kveld eftir Bjarna Böðvarsson hafa trúlega ekki verið flutt oft, en lag Bjarna er, hvað snertir hjómskip- an, mjög vel og ótrúlega nýtískulega unnið. Öll lögin voru mjög vel flutt og samspil söngvara og píanóleikara átti sinn átt í að gera þessi lítt kunnu lög eftirminnileg og á það einnig við um lag (Svanurinn) eftir undirritað- an. Tónleikunum fýrir hlé lauk með Hjarðmanninum á hamrinum eftir Schubert, en við þetta þrískipta söngverk, þar sem fyrst er leikið með bergmálið, þá ástarsorgina og að lok- um glaðst yfír vorkomunni, er einnig aukið klarinetti, sem Sigurður Ingvi lék á sérlega fallega. Flutningurinn í heild var í alla staði góður og á engan hallað þó söngs Sigrúnar sé sérlega getið, vegna þess að með þessum flutningi er ljóst, að á sviði ljóðasöngs er Sigrún ekki síður vel fær en í flutningi óperuverka. Þetta kom og greinilega fram í lagaflokkunum eftir Poulenc (Spaugileg trúlofun), Respighi (Arm- ensku ljóðin) og Rossini (Kappróður- inn), en þar fór Sigrún á kostum, lék sér að glæsilegri tónlist Poulencs, náði að túlka á áhrifamikinn máta harminn í lögum Respighis og leik- ræna gamansemina hja Rossini. Bergmál þessara tilþrifa komu sterkt fram í frábærum leik Jónasar, en t.d. píanóhlutverkið í Poulenc-lögun- um er mjög skemmtilega samið. Söngur Sigrúnar er gæddur þeim galdri, að yfírburðatækni hennar skiptir ekki máli, heldur tónlistin sem hún túlkar af elskulegum innileik og tilfínningadýpt, sem aðeins mikill listamaður getur lagt list sinni til af lífi og sál. Nýjai’ bækur ■íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þijár nýjar bækur: Tröllakirkja er skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson. Sagan gerist í Reykjavík á 6. ára- tugnum og fjallar um Sigurbjörn Helgason arkitekt og fjölskyldu hans. Sigurbjöm hefur ýmis stór- brotin áform á pijónunum og vor eitt lætur hann til skarar skríða og ákveður að hrinda hugmyndum sín- um í framkvæmd. Það á eftir að draga dilk á eftir sér og vofveiflegir atburðir gerast. Bókin er 279 bls. og kostar 899 krónur. Lífið framundan er skáldsaga eftir franska höfundinn Roniain Gary. Sagan fjallar um arabadrenginn Mómó sem er sonur vændiskonu. Hann elst upp í einu af fátækra- hverfum Parísar hjá Rósu, uppgjafa vændiskonu af gyðingaættum sem > á efri árum lifir af því að taka börn annarra vændiskvenna í fóstur. Milli Mómós og Rósu kviknar óijúfanleg vinátta sem dafnar í hörðum heimi stórborgarinnar. Guðrún Finnboga- dóttir þýddi söguna sem hlaut frönsku Concourt-verðlaunin. Bókin er 192 bls. og kostar 786 krónur. Vegur gegnum skóginn er ný spennusaga eftir Colin Dexter. Ung og ljóshærð sænsk stúlka hverfur á dularfullan hátt á ferða- lagi í Englandi. Bakpoki hennar finnst, en ekkert meira og leit að henni ber engan árangur. Eftir all- marga mánuði birtist dularfullt ljóð í dagblaði þar sem ýmsir þykjast sjá vísbendingar um afdrif stúlkunnar. Morse lögreglufulltrúi er kallaðir til starfa úr fríi sínu til að taka við rannsókn málsins. Sverrir Hólmars- son þýddi bókina. Bókin er 279 bls. og kostar 786 krónur. I Baltimore bjóðum við gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: Holiday Inn Inner Harbor, Sheraton Towson, Hyatt Regency, Days Inn Inner Harbor Frábært tækifæri til þess að gera hagstæð innkaup; m.a. stærsta verslunar- miðstöð á austurströnd Bandaríkjanna, Towson Town Center. Heillandi miðbær með aragrúa veitingastaða, verslana, leikhúsa og skemmtistaða. Einstök söfn. Örstutt til höíuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C. og The Latham. Innifalið er flug og gisting og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fa 15.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.500 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifaliö í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. *Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. caATtAS^* EUROCARD. Haíðu samband við söluskriístofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar ftá kl. 8 -18.) FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.