Morgunblaðið - 14.09.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 14.09.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 1£ Morgunblaðið/Kristinn Gæfunnar freistað MIKIL ásókn var í skafmiða með ferðavinningum á opnunarhátíð Úrvals-Útsýnar á sunnudag. Byijað var á því að afhenda hverjum gesti tvo miða en þegar í ljós kom hversu aðsóknin yrði mikil var farið að afhenda hverjum einn miða. Úrval-Útsýn flytur í Lágmúla 4 Hátt í fimm þús- und opnunarg'estir TALIÐ er að hátt í fimm þúsund manns hafi sótt opnunarhátíð í tilefni af flutningi aðalsöiuskrifstofu ferðaskrifstofunnar Úrvals- Útsýnar úr Mjóddinni í Lágmúla 4 á sunnudag. Gestirnir sporð- renndu 11 tertum og þáðu 22.000 miða í skafmiðahappdrætti. Alþingi Friðrik Ólafsson í leyfi FRIÐRIKI Ólafssyni, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið veitt leyfi frá störfum af heilsufarsástæðum frá og með 20. september Stærsti lax sumarsins veiddist í Svalbarðsá STÆRSTI laxinn sem dreginn hefur verið úr íslenskri á þetta sumarið, veiddist í Svalbarðsá í Þistilfirði. Það var 27 punda hængur sem Sigurður Fjeldsted veiddi í Dýjahvammshyl á heima- gerða flugu að nafni „Somebody" númer 8. í sumar veiddust tæp- lega 400 laxar í Svalbarðsá að meðalþyngd rúmlega 9 pund. Að sögn Jónasar Þ. Sigurðsson- ar, leigutaka árinnar, hefur sumar- ið komið afar vel út og sérstaklega hafi verið mikið um stórlaxa í ánni. Hann sagði Sigurð Fjeldsted hafa reynt vel og lengi við einn enn stærri en þann 27 punda sem hann veiddi. „Auk 27 pundarans veiddist einn 21 pund, annar 20 punda, þrír 19 punda og þrír 18 punda, auk margra 12 til 17 punda. Á sumum síðum veiðibókarinnar er varla fisk að finna sem er undir 10 pundum, enda hafa veiðimenn hér verið ánægðir," sagði Jónas. Hann bætti við, að þessi veiði í sumar væri þeim mun athyglisverð- ari, að sjaldnast sé veitt á þann stangarfjölda sem heimild er fyrir í ánni og hann hafí ákveðið, í friðun- arskyni, að loka ánni 7. september. Mesta dagsveiði var 46 laxar. Þann daginn var veitt á þrjár stangir og margir laxanna voru yfir 10 pund. Meðalveiði á stöng á dag í sumar var 2,5 laxar. Sá stærsti SIGURÐUR Fjeldsted með 27 punda hænginn, þann stærsta sem veiddist hér á landi í sumar. Jón Baldvin á opnum fundi ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að halda fund miðvikudaginn 15. september kl. 20.30 í Rósinni. Frummælandi og gestur fundar- ins verður Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra. Fundarefni er stjórnmálaástandið. Tómas Þór Tómasson, söiu- og markaðsstjóri, sagði að forsvars- menn ferðáskrifstofunnar gætu ekki verið annað en ánægðir með aðsókn- ina. „Veðrið spillti auðvitað ekki en við fundum samt greinilega fyrir því að nú erum við komin í þjóðbraut. Yfir því erum við auðvitað í sjöunda himni,“ sagði Tómas. Ferðavinningar fyrir milljón Hann sagði að gestirnir hefðu inn- byrt 11 tertur, ætlaðar fyrir 2.200 manns, og þáð 22.000 miða í skafm- iðahappdrætti. Á miðunum hefðu verið ferðavinningar fyrir samtals eina milljón króna og he/ðu þeir eðli- lega allir gengið út. í gær sagði hann að starfsmennirnir ætluðu að nota tímann til að koma sér fyrir á nýja staðnum en strax í dag og næstu daga yrði viðskiptavinum boð- ið upp á sérstök ferðatilboð í haust og vetur í tilefni flutninganna. nk. Ólafur Ólafsson varaskrifstofu- stjóri hefur verið settur til að gegna embættinu þar til Friðrik kemur til starfa á ný. MYNDLIST í áföngum Kennari Einar Hákonarson, listm. Námskeið í teikningu og málun verða haldin í vinnu- stofu minni í Vogaseli 1, Breiðholti, 27. sept. - 28. okt. Innritun í síma 71575. Síðustu innritunardagar. 1. áfangi, byrjendur, 30 kennslustundir. Teiknun og málun. Mánudaga - fimmtudaga kl. 17.30-19.30. 2. áfangi, framhaldsnemendur, 30 kennslustundir. Modelteiknun og málun. Mánudaga - fimmtudaga kl. 20.00-22.00. Kennsla hefst 27. september. Aldurslágmark 16 ára. NÝTT TÖLUBLAÐ.; BÁTAR - BÍLAR OG MYNDIR AF FJOLDA FASTEIGNA VANTAR ÞIG KÆLISKÁP? BLOMBERG hefur réttu lausnina! BLOMBERG skáparnir eru búnir Við bjóðum 20 gerðir af kæli- glæsilegum innréttingum með og frystiskápum frá Blomberg, færanlegum hillum í hurð og skáp. 55 eða 60 cm breiða. Einn þeirra hentar þér örugglega! Kæli/frystiskápur KFS 270 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 52 lítrar nettó, 3 frysti- skúffur með kuldahlíf.Orku- notkun á sólar- hring: 1.6 kWh. Mál: H144xB60xD60 cm. Verð kr. 69.900 eða kr. 66.400 stgr. Kæli/frystiskápur KFS345 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 42 lítrar nettó, 2 frystiskúffur með kuldahlíf. Orkunotkun á sólar- hring 1.7 kWh. Mál: H184xB60x D60 cm. Verð kr. 94.900 eða kr. 88.257 stgr. I Kæli/frystiskápur KFS310 Kælir: 208 lítrar nettó, 4 hillur, 2 grænmetiskúffur, innbyggð lýsing. Frystir: 67 lítrar nettó, 2 frysti- skúffur og 1 hilla með kuldahlíf. Orkunotkun á sólarhring 1.6 kWh. Mál: H178xB55 xD58. Verð kr. 78.900 eða kr. 73.377 stgr. ! Kæli/frystiskápur KFS 350 Kælir: 222 lítrar nettó, alsjálfvirk afhríming, 4 hillur, 3 færanlegar og ein með flöskugati, 2 grænmetisskúffur, færanlegar hillur í f hurð, innbyggt Ijós. Frystir: 86 lítrar nettó, U®* 2 frystiskúffur og [_J 1 hilla með kuldahlíf. Mál: H184xB60xD60cm. Verð kr. 95.900 eða kr. 89.187 stgr. «t Kæli/ frystlskápur KFS 230 Kæiir: 166 lítrar nettó, alsjálfvirk jafhríming, 3 hillur, græn- l metisskúffur, * innbyggt Ijós. -j Frystir: 42 lítrar j nettó, 2 frysti- skúffur með kuldahlíf. Orkunotkun SUitf ásólarhring. 1.3 Kwh. Mál: H139.5xB55xD58 c Verðkr. 62.900 eða kr.! Kæli/ frystiskápur KFS 282 Kælir: 217 lítrar nettó, alsjálf- virk afhríming, 5 hillur, 2 græn- metisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 53 lítrar netó, 1 hilla. Orkunotkun á sólarhring 1.65 kWh. Mál: H153.5xB55xD58. Verð kr. 62.900 eða kr. 59.755 stgr. KFS 243 Samskonar skápur Kælir: 190 lítrar nettó. Frystir: 50 lítrar nettó. Mál: H144xB54xD60. Verð kr. 59.900 eða kr. 56.900 stgr. Borgartúni 28 ‘S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.