Morgunblaðið - 14.09.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.09.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 31 Hollendingar urðu heimsmeistarar í brids Yngsta liðið vann öruggan sigur ___________Brids_____________ Guðm. Sv. Hermannsson HOLLENDINGAR unnu heims- meistaramótið í brids í Chile á föstudagskvöldið og geyma Bermúdaskálina næstu tvö ár. Meðalaldur hollenska liðsins er 32 ár og yngra lið hefur ekki tek- ið þátt i keppninni um Bermúda- skálina í þau 53 ár sem mótið hefur verið haldið. Úrslitaleikurinn var millí Hollend- inga og Norðmanna sem einnig tefldu fram ungu liði. Þar var meðal- aldurinn 34 ár, sem mun vera sá næstlægsti í sögu Bermúdaskálar- innar. Hollendingar höfðu alltaf und- irtökin í leiknum og munurinn varð mestur 39 stig þegar 128 spilum af 160 var lokið. í síðustu 16 spila lotunni héldu Hollendingar rúmlega 30 stiga for- ustu þar til 6 spil voru eftir af leikn- um. Þetta var spil númer 155: Norður ♦ KG83 V ÁKD852 ♦ -- + D86 Vestur Austur ♦ 62 ♦ D9754 ♦ 74 ♦ 1093 ♦ DG1083 ♦ 5 ♦ 10943 ♦ KG72 Suður ♦ Á10 ♦ G6 ♦ ÁK97642 ♦ Á5 Vestur Norður Austur Suður de Boer Aa Muller Grötheim - - - 1 lauf pass 1 hjarta pass 1 spaði pass 2 lauf pass 2 tíglar pass 3 lauf pass 3 l^jörtu pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 4 grönd pass +1510 5 spaðar pass 7 hjörtu/ Helgemo Westra Helness Leufkens - - - 1 tígull pass. 1 hjarta pass 3 grönd pass 4 lauf dobl redobl pass 4 hjörtu pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 lauf pass 6 lauf pass 6 tíglar/ -200 Eitthvað fór úrskeiðis hjá Hol- lendingunum. 3 granda sögn Leufk- ens lofaði löngum og góðum tígullit en það var greinilegt að þá Westra greindi á um hve góður tígulliturinn átti að vera. Westra taldi augljóslega að liturinn væri þéttur og bauð raun- ar upp á tígulalslemmu með 6 lauf- um. Leufkens fór fjóra niður á spil- inu. Við hitt borðið renndu Norðmenn- irnir sér í 7 hjörtu á biðsagnakerfið sitt. Laufopnunin var sterk og fyrstu þijár sagnir norðurs voru gerfisagn- ir sem sýndu spilaskiptinguna. 3 hjörtu suðurs var samþykkt á hjarta og þá tóku við fyrirstöðusagnir og ásaspurning. Þegar norður sýndi 2 ása af fimm og hjartadrottningu sagði Grötheim alslemmuna. Áhorfendur í Chile sáu, að spilið var alls ekki öruggt vegna þess hve tígullinn lá illa. En það batnaði nokk- uð eftir að austur spilaði út trompi og hjartasexan í blindum fékk að eiga fyrsta slaginn. Aa trompaði þá tígul með áttunni, spilaði blindum inn á hjartagosa, trompaði tígul með ás, tók síðasta trompið af andstæð- ingunum og henti laufi í borði, spil- aði blindum inn á spaða, trompaði síðasta tígulinn af vestri og átti síð- an afganginn í blindum. Norðmenn græddu því 17 stig á spilinu og munurinn var 15 stig þeg- ar 5 spil voru eftir. En strax í næsta spili græddu Hollendingar 11 stig þegar þeir fengu að vinna doblaðan bút og þar með voru úrslitin ráðin. Ásdís María Franklín. 15 óra Mílanó. Tókíó Hrund Teltsdóttir 16 óra Mílanó. New York A S'JEÍ Hcfustið J92 % I \n fóru þessqr'fjóraiwstC^kur ó ðnómskéiðtlA | n i - h™ hja Model mynd| l X<i>r\ð£9'& fyrirsœtukeþpniíiNew/york i&m, Sta rfa ndi'fujri rsœt u rw íla rió! - fjk \ Ert þu^nœst? Elva Elríksdóttlr 15 óra Mitanó. New York Hrönn Johansen 18 óra Milanó. New York Kennsluefni! ■ Sjálfsvörn m/Gallerý Sport ■ Dans ■ Líkamsæfingar eftir kerfi Cindy Crawford ■ Ganga ■ Posur fyrir myndatökur ■ Bætt sjálfstraust ■ Feimni ■ Myndataka í tímum Gestakennari frá Milanó og bókari Rícciarda De Marzi. Kennslutœkni! MARTIN SNARIC sem er einn af færustu kennurum í Modeling og Posum í U.S.A I dag! Ðörn! 4-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára Hreyfing, dans, feimni, tískusýning, leikræn tjáning, skemmtileg námskeið sem þú býrð að! Kennslustaðir! Reykjavík Keflavík Grindavík Mosfellsbær Hveragerði Akranes Innritun er hafin sími 677799, 677070 kl. 10-12, 13-17 Kvöldsími 687573. Afhending skírteina laugardag 18. sept. kl. 14.00-18.00. Verið velkomin Model mynd er félagi í M.A.A.I. RAÐA UGL YSINGAR ígulker - vannýtt auðlind Ráðstefna haldin íVíkingasal Hótels Loftleiða laugardaginn 18. sept. nk. kl. 10-15. Fagþing hf. ráðstefnuþjónusta efnir í sam- vinnu við Eastern Sea Product Ltd. til sér- stakrar ráðstefnu um ígulker, vinnslu þeirra, markaðsmál og möguleika okkar íslendinga á þeim markaði. Farið verður markvisst yfir alla þætti er málið varðar. Fundarstjóri Halldór Ásgrímsson alþingis- maður Dagskrá: Kl. 10.00 Almennt um ígulker við ísland, veiðar og vinnsla. Gunnar Bragi Guðmundsson, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Kl. 10.30 Meðferð ígulkera og markaðsmál. Mr. Yasuhisa Sakai, forstjóri Eastern Sea Product Ltd. Fyrirjestur hans verður jafn- óðum túlkaður á íslensku. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 Reynsla íslendinga af veiðum og vinnslu ígulkera og framtíðarmöguleikar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Þórarinn Sólmundarson, búfræðingur. Kl. 14.00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir þátttakenda. Fyrirlesarar sitja fyrir svör- um. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Vinsamleg- ast staðfestið þátttöku tímanlega í símum 813222 eða 680222 milli kl. 9 og 18 næstu daga. Hágglunds vökvamótorar Hagglunds vökvamótorar eru vel kunnir hér á landi þar sem þeir eru notaðir sem drif á togvindur frá ýmsum framleiðendum. Fyrirlestur á vegum Hágglunds um val og viðhald vökvakerfa verður haldinn á Hótel Esju föstudaginn 17. september nk. kl. 9-14. Fjallað verður um eftirfarandi: 1. Val á vökvamótorum. Ingimar Borg, Hágglunds. 2. Autotrawl. Helge Hammersland, Scantrawl. 3. Viðhald vökvakerfa. Áke Neslund, Hágglunds. 4. Viðhald og hreinsun vökvakerfisolíu. Ægir Björnsson. Við bjóðum öllum vélstjórum fiskiskipa sem vinna með þessa mótora velkomna á þennan fyrirlestur. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson hf., Skeiðarási, 210 Garðabæ, sími 91-65 88 50. Til leigu Til leigu 112 fm húsnæði, á verslunarhæð í vönduðu húsi við Skipholt. Getur það hentað vel sérverslun, lítilli heildverslun eða þjón- ustufyrirtæki. Upplýsingar eru veittar um húsnæðið á milli kl. 9 og 4 á daginn. Frjálst framtak, Ármúla 18, sími 812300. Geymsluhúsnæði Til leigu er 825 fm geymsluhúsnæði, sem er fullfrágengið að utan með fjórum inn- keyrsluhurðum, fokhelt að innan. Leiga á hvern fermetra er kr. 199. Iðnaðar- og lagerhúsnæði. Til leigu er 403 fm iðnaðar- og lagerhús- næði, sem er fullfrágengið að utan með einni innkeyrsluhurð, grófmálað að innan. Leiga á hvern fermetra er kr. 299. Upplýsingar í síma 812264 á milli kl. 9 og 4 á daginn. SlVlá ouglýsingar FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Helgarferöir FÍ 17. -19. sept.: iökulheimar - Heljargjá. Gist í skála Jöklarann- sóknafélagsins. Brottförkl. 20.00. 18. -19. sept.: Þórsmörk - haustlitaferö. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Brottför kl. 8.00. Ferðafélag Islands. Spiritistafélag íslands • Anna Caria Ingvadóttlr, miðill, er með einkatlma i lækningum og leiðbeiningar á andlegum sviðum. • Spámiðili með sýbille og tarrotspil. • Heilunarnuddari. Unnið með orkupunkta og ilmolíur. • Ingibjörg Þengilsdóttir, vökumiðili, verður með 15-20 manna skyggnilýs- ingafundi, einnig einkafundi. • Nýjung á islandi talnaspek- ingur les úr nafni, fæðingar- degi og ári. Allt íslenskir starfsmenn. UTIVIST Hallveigarstig l • sinii 614330 Haustlita- og grillveislu- ferð í Bása 17.-19. sept. Nú fara Þórsmörkin og Goða- landið að skarta sínum fegurstu litum. Fjölbreyttar gönguferðir með fararstjórum. Sameiginleg grillveisia og kvöldvaka á laugar- dagskvöld. Miðasala á skrifstofu Útivistar, opið frá kl. 12-17. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.