Morgunblaðið - 14.09.1993, Page 39

Morgunblaðið - 14.09.1993, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 39 Morgunblaðið/Kristinn Diddú með fjór- um fyrrverandi No Name-stúlk- um. F.v. Jóna Björk Helgadótt- ir, Nanna Guð- bergs, Diddú, Unnur Steinsson og Linda Péturs- dóttir. SNYRTIVÖRUR Diddú vetrar- stúlka No Narne- snyrtivaranna Verulega athygli hefur vakið í tískuheiminum að söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem betur er þekkt undir nafninu Diddú, hefur verið valin vetrar- stúlka No Name-snyrtivaranna. Þykir mönnum sem hér sé um tímamót að ræða, þar sem undanfarin ár hafi kornungar stúlkur orðið fyrir valinu og þá gjarn- an fegurðardrottningar. Þess má geta að víða erlend- is, einkum í Bandaríkjunum, má sjá breytingar á aldri fyrirsæta, einkum í sambandi við ilmvötn og aðrar snyrtivörur. Kynning á vetrarstúlkunni og nýju vetrarl- ínunni fór fram síðastliðið fimmtudagskvöld á veitinga- húsinu Barrokk. Fyrir alla aldurshópa Að sögn Kristínar Stefánsdóttur snyrti- og förðunar- fræðings var aðalástæðan fyrir því að Diddú varð fyr- ir valinu sú, að No Name snyrtivörurnar væru ekki eingöngu fyrir ungar stúlkur heldur fyrir alla aldurs- hópa. Heiðurinn að vali Diddúar á Heiðar Jónsson, en það var hann sem kom upphaflega með hugmyndina að vali hennar. Þurfti ekki að hugsa sig um Diddú segist ekki hafa þurft að hugsa sig um tvisv- ar þegar hún var beðin að verða vetrarsúlka No Name. Á kynningarkvöldinu voru sýnd undirföt frá versl- uninni Conny. Hér sýnir ung stúlka glæsilega sam- fellu. — „Ég er nú alltaf til í allt, svo það var ekkert mál. Mér fannst þetta samt svolítið skondið og vissi ekki í fyrstu hvort verið væri að gera grín að mér. Ég held að hugmyndin hjá fyrirtækinu hafi verið að breyta um karakter eða yfirbragð," sagði Diddú og kveðst hafa nokkuð gaman af því að marka vetrarlínuna, því þeir litir sem klæða hana vel eru valdir sem vetrarlitirnir. Meira en þú geturímyndað þér! ENGINN VENJULEGUR KLÚBBUR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.