Morgunblaðið - 14.09.1993, Side 48

Morgunblaðið - 14.09.1993, Side 48
Féð tekið heim VÍÐA var réttað um síðustu helgi og þegar því er lokið þarf að koma fénu heim, en bændur í Reykjadal voru við þá iðju í blíðskaparveðri í gærmorgun. Sjá bls. 47: „Víða réttað...“ SVÆÐISUMDÆMANEFND um sameiningu sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu samþykkti einróma á fundi sínum í gær að leggja til sameiningu Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjalarnes- hrepps, Kjósarhrepps og Reykjavíkur. Svæðið allt frá Gróttu og upp í Hvalfjarðarbotn yrði því eitt sveitarfélag með um 110.000 íbúa. Jafnframt leggur nefndin til að Bessastaðahrepp- ur og Garðabær sameinist. Greidd verða atkvæði um þessar til- lögur 20. nóvember. Sveinn Andri Sveinsson, formað- ur svæðisumdæmanefndarinnar, ■mgði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði áður skoðað þá möguleika að Seltjarnarnes og Reykjavík sameinuðust, sem ekki hefði verið talinn spennandi kostur, og að Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós sameinuðust, en Mosfellsbær hefði verið talinn of veikburða sveitarfélag til að sinna svo stóru landsvæði. Sameining allra sveitar- félaganna fimm gæti hins vegar skilað verulegum árangri. Sveinn Andri sagði að mikilvægt væri að nefndin gerði ráð fyrir að áður en til atkvæðagreiðslu kæmi, yrði gerður málefnasamningur sveitarfélaganna, sem segði til um hver yrðu verkefni hins nýja sveit- arfélags, yrði sameining samþykkt. „Allir nefndarmenn gera að skilyrði að sameiningin leiði hvergi af sér verri þjónustu en fyrir er. Til dæm- is er lögð mikil áherzla á að skóla- verði áfram í Ásgarði í Kjósar- hreppi, og að byggður verði upp þéttbýliskjarni á Kjalarnesi. í mál- efnasamningi mætti til dæmis taka á uppbyggingu íþróttahúss og sundlaugar þar,“ sagði Sveinn Andri. Bætt þjónusta og lausn landavanda „Þessi sameining myndi bæta þjónustu á Kjalarnesi og í Kjós og gerbreyta öllum skipulagsforsend- um sveitarfélaganna á norðursvæði höfuðborgarsvæðisins," sagði Sveinn. „Hún myndi leysa landa- vanda Reykjavíkur og Seltjarnar- ness, þannig að fyrir þau sveitarfé- lög væri talsvert á sig leggjandi til að koma til móts við hin þijú.“ Hann sagði að talið væri að 55 milljóna króna útgjöld á ári spöruð- ust við sameininguna, einkum vegna sparnaðar í yfirstjórn. Yrði sameining samþykkt, myndu minni sveitarfélögin fjögur færast úr Reykjaneskjördæmi í Reykjavíkur- Skákþing íslands Helgi vann Jóhann og ér efstur HELGI Ólafsson vann Jóhann Hjartarson með svörtu í 41 leik í 6. umferð Skákþings íslands í gær. Helgi er efstur á Skák- þinginu með 5 vinninga. Hannes Hlífar vann Önnur úrslit urðu þau, að Hann- es Hlífar Stefánsson vann Guðmund Gíslason, Þröstur Þórhallsson vann Ándra Áss Grétarsson. Haukur Angantýsson vann Björgvin Jónsson, Helgi Áss 1 ^Hkétarsson vann Tómas Björnsson. Skák Jóns Garðars Viðarssonar og Sævars Bjarnasonar var ólokið. Eftir 6 umferðir er Helgi Ólafs- son með 5 vinninga, Hannes Hlífar með 4 vinninga og frestaða skák, Jóhann með 4 vinninga og Þröstur með 3'A og frestaða skák. I kvennaflokki var 4. umferð tefld í gær. Guðný Hrund Karls- dóttir vann Guðfríði Lilju Grétars- dóttur og Helga Guðrún Eiríks- '\i’3ÍWtir vann Önnu Björgu Þorgríms- dóttur. Þær eru allar með l'h vinn- ing en Helga Guðrún hefur teflt 2 skákir, Guðný Hrund og Guðfriður Lilja hafa teflt 3 skákir en Anna Björg hefur teflt 4 skákir. Umdæmanefnd leggur til að fjögur sveitarfélög sameinist Reykjavík Falsaður þúsund kr. seðill í umferð FALSAÐUR 1.000 króna seðill kom fram í versluninni Goðsögn við Rauðarárstíg á föstudags- kvöld þegar verslunareigandinn, Maron Brynjarsson, var að gera upp sölu dagsins. Ekki er vitað hver notaði seðilinn, sem virðist gerður í litljósritunarvéi. RLR hefur málið til rannsóknar en ekki hafa komið fram fleiri seðl- ar úr öðrum verslunum, að sögn Guðmundar Guðmundssonar hjá RLR. Maron Brynjarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að seðillinn væri svo vel falsaður að hann hefði athugasemdalaust farið um hendur afgreiðslufólks í versluninni og aftur þegar talið var úr kassa eftir lokun. Sami litur, sama stærð „Þegar ég var að gera upp tók ég eftir því hvað þessi seðill var ein- kennilegur viðkomu, og þegar ég bar hann upp að ljósi sá ég að hann var falsaður, það vantaði bæði þráð og vatnsmerki,“ sagði Maron. Maron sagði að engirln í verslun- inni gerði sér grein fyrir því hver hefði borgað með seðlinum. Mikið hefði verið að gera á föstudaginn og seðillinn runnið í gegn án þess að vekja nokkra athygli enda vel að fölsuninni staðið. Guðmundur Guðmundsson hjá RLR sagði að rannsókn málsins væri að heflast. Ekki væri vitað um fleiri seðla en ólíklegt væri að farið væri út í fölsun af þessu tagi með aðeins einn seðil. Tilraunir gerðar með gallblöðrutöku með kviðsjá Tugir þúsunda sparast VEL hefur tekist til með fyrstu gallblöðrutökur með kviðsjá á Borg- arspítalanum eftir því sem Gunnar H. Gunnlaugsson yfirlæknir á skurðlæknisdeild Borgarspítalans sagði í erindi sínu á Læknaþingi í gær. Hann sagði að legutími væri margfalt styttri en við skurðað- gerð og sjúklingarnir kæmust mun fyrr á fætur. Fram kom hjá Gunnari að fyrsta árið eftir að gallblöðrutökur með kviðsjá hófust á spítalanum síðla árs 1991 hafi 133 aðgerðir verið fram- kvæmdar. Þar af hafi verið byijað á 106 með kviðsjá en breyta hafi orðið í skurðaðgerð í 10 tilfellanna, oftast vegna bólgu og samgróninga um- hverfis gallblöðru. Liggja skemur Gunnar sagði að til að byija með hefði tekið lengri tíma að fram- kvæma kviðsjáraðgerðir en nú tækju aðgerðirnar svipaðan tíma. Hins veg- ar lægju sjúklingamir að meðaltali 4 dögum skemur á sjúkrahúsi og 87% væru komnir heim á öðrum degi. Þannig spöruðust u.þ.b. 4 legudagar við hveija kviðsjáraðgerð eða sam- tals um 80.000 kr. Gunnar benti þó á að ástæða væri til að draga um 10.000 kr. frá þeirri upphæð vegna kostnaðar við einnota tæki vegna kviðsjáraðgerða. Þeir sem gengist höfðu undir gall- blöðrutöku um kviðsjá komust mun fyrr til vinnu en hinir. Þeir voru að jafnaði (84%) komnir aftur til starfa eða höfðu náð fyrri færni 12,7 dögum eftir aðgerðina en eftir skurðaðgerð voru menn að jafnaði frá vinnu 4-6 vikur. Sjá bls. 18: „Landlæknir ...“ kjördæmi, en lagabreyting um slíkt yrði að ganga í gegn áður en af formlegri sameiningu gæti orðið. „Nefndin er í raun ekki að leggja til sameiningu, heldur atkvæða- greiðslu um tillögurnar, þannig að kjósendur fái að tjá sig með lýðræð- islegum hætti,“ sagði Sveinn Andri. Sveitarfélög á Suðurnesjum sameinist í eitt Samkomulag varð í umdæma- nefnd á Reykjanesi um að greidd yrðu atkvæði um að öll sveitarfé- lögin sjö á Suðurnesjum sameinuð- ust í eitt sveitarfélag með rúmlega fimmtán þúsund íbúa. Þessi sveitarfélög eru: Grindavík, Vogar, Hafnir, Keflavík, Njarðvík, Sand- gerði og Garður. Þá leggur um- dæmanefnd Vesturlands til að sveitarfélögum þar fækki úr 36 í 9. Sjá bls. 25: „Lagt til...“ Morgunblaðið/Júlíus Svikinn seðill EFRI seðillinn á myndinni er falsaður, hinn ósvikinn. Ekki sést munur á lit né stærð en þó glans- ar sá falsaði óeðlilega mikið. Eitt sveitarfélag verði frá Gróttu í Hvalfjörð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.