Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 212. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Aðskilnaðarsinnar halda uppi stórskotaliðsárásum á Sukhumi Rússar hóta refsiaðgerðum QnlrVtiimí ílani’iríii T? nnfor Sukhumi, Georgíu. Reuter. SVEITIR abkhasískra aðskilnaðarsinna héldu uppi stöðugri stórskotaliðsárás á Sukhumi, höfuðborg Abhkazíu, aðfaranótt laugardagsins. Edúard Shevardnadze, for- seti Georgíu, hefur dvalist í borginni frá því á fimmtudag og hvatti hann alla vopn- aða menn til að áðstoða við vamir borgar- innar. Sagðist hann sjálfur ekki ætla að yfirgefa borgina fyrr en ljóst væri að ör- yggi hennar væri tryggt. Pavel Grachev, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær, laugardag, að til greina kæmi að Rússar myndu beita jafnt Georgíumenn sem Abkhasa viðskiptaþvingunum. Grachev lét þessi ummæli falla á blaða- mannafundi eftir að hafa átt fund með jafnt Shevardnadze sem Vladislav Ardzinba, leið- toga Abkhasa í Georgíu. „Það er orðið tíma- bært að hætta að kenna Rússum um sama hvað gerist ... Til að leysa þessi mál verður beita báða aðila ströngum efnahagslegum og pólitískum þvingunum,“ sagði Grachev. Sagð- ist hann einnig hafa boðið Shevardnadze að skilja hinar stríðandi fylkingar að með aðstoð rússneskra hersveita en þá hefði Georgíufor- seti brugðist hinni versti við og talað um rússneska „afskiptasemi“ og „hernám". Skömmu eftir blaðamannafund Grachevs á laugardagsmorgun skýrði rússneska sjón- varpið frá því að Rússar hefðu rofið raf- magns- og símatengingar til Abkhazíu. Þá hafa átökin í Abkhazíu orðið til að draga úr átökum milli stjómarhermanna og stuðn- Á fundinum, sem haldinn var í Nuuk á Grænlandi, mættu umhverfisráðherrar Norðurlanda, en einnig ráðherrar frá Rúss- landi, Kanada og öðrum löndum, sem eiga hagsmuna að gæta á norður-heimsskauts- svæðunum, og fulltrúar umhverfisverndar- ingsmanna Zviads Gamsakhúrdía, fyrrum Georgíuforseta, en hann var rekinn frá völd- um í janúarmánuði 1992. Hafa margir stuðn- ingsmenn Gamsakhúrdía lýsti því yfir að þeir hyggist beijast við hlið stjómarhersins gegn Abkhösum og herma heimildir að sveitir „Zvíadista" séu á leiðinni til Sukhumi. samtaka. Svend Auken, umhverfismálaráðherra Dana, lýsti því yfir að Danir væru tilbúnir að leggja fram sem samsvarar rúmum hundrað milljónum íslenskra króna til að aðstoða Rússa við að leysa vanda sinn. Ráðherrar ræða geislavirkan úrgang á Norðurpól Vilja banna alla losun Kaupmannahöfn. Frá Sig^únu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Á RAÐSTEFNU þjóða næst Norðurpólnum voru Rússar gagnrýndir fyrir að losa geislavirkan úrgang á heimskautasvæðum. Jafnframt var ákveðið að öll losun yrði bönnuð. Rússum verður veittur stuðningur til að hætta losun. t-,1 i 5v / /»•«. > • Morgunblaðið/Rax Flatmagað 1 fjoruborðmu FREGNIR af selbitnum fiski í veiðarfærum netabáta hafa verið nokkrar að undanfömu. Við fjórmenningana hér á myndinni er þó ekki að sakast þar sem þeir flatmaga letilega í fjöruborðinu heldur mun frændi þeirra blöðruselurinn eiga sökina. Blöðruselur berst með hafísnum upp að landinu og hann getur kafað djúpt og er dijúgur á fóðrun þegar hann kemst í netafisk. GRIMDVOLUl IMIkkShS ER 8TERKLR Davíd Oddsson forsœtis- rádherra í vidtali um stöðu Sjálfstcsöisflokksins. 10 Jeltsín fús að efna til for setakosninga BORIS Jeltsín Rúss- landsforseti er reiðubúinn að efna til forsetakosninga, áður en kjörtímabil hans rennur út, að sögn Andraníks Mí- granjan, eins nán- asta pólitíska ráð- gjafa hans. Jeltsín er kjörinn forseti til ársins 1996 en Mígrapjan sagði að ef þingkosningar yrðu haldnar væri forset- inn fús til efna til forsetakosninga hálfu ári síðar. Fréttastofan Interfax skýrði einnig frá því á laugardag að Jeltsín hefði skipað Jegor Gajdar, fyrrum for- sætisráðherra, fyrsta aðstoðarforsætis- ráðherra og efnahagsmálaráðherra í rík- isstjórn sinni. Kínveijar til Atlanta KÍNVERJAR sögðust í gær ætla að taka þátt í Olympíuleikunum í Atlanta árið 1996 óháð því hvort Peking yrði fyrir valinu varðandi aldamótaleikana eða ekki. Höfðu þeir áður hótað að sitja heima en segja nú ummæli sín hafa verið „rangtúlkuð“. Síðustu Rúss- arnir fara frá Póllandi SÍÐUSTU rússnesku hermennirnir, 24 talsins, héldu á laugardagsmorgun heim frá Póllandi en sovéskar og síðan rúss- neskar hersveitir hafa verið í landinu í rúma hálfa öld. „í dag lýkur ákveðnum kafla í sameiginlegri sögu þjóðar okk- ar,“ sagði Lech Walesa Póllandsforseti í yfirlýsingu í tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.