Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 Sigmjón M. Jónas ^son - Minning Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Þó eru 40-50 ár síðan það gerðist. Ég var staddur á norð- lensku hestamannamóti og spjallaði þar við tvo kunningja mína. Þá kom þar aðvífandi ungur og hvatlegur maður. Sá teymdi gráan hest. Hann stoppaði um stund hjá okkur og átti við okkur orðaskipti. Skyndilega setti hann tauminn upp á makka hestsins og sveiflaði sér á bak án þess að stíga í ístaðið. Um leið og hann hleypti brott leit hann til okkar glaðbeittur á svip um leið og hann sagði: „Svona ríða Skagfirðingar." „Hver var þetta?“ spurði ég. „Veistu það ekki?“ spurði annar þeirra hissa. „Þetta er hann Dúddi frá Skörðugili í Skagafirði." Síðan hefur fundum okkar Dúdda oft borið saman og satt best að segja verður Skagafjörð- ur svipminni núna þegar Dúddi er allur og hans hvellandi hlátur hættur að enduróma um byggðir þar nyðra. Það var dæmigert að Dúddanafn- ið skyldi fylgja honum til æviloka. Flestir losna við gælunafn æskuár- anna þegar aldurinn færist yfir en öllum fannst sjálfsagt að nota Dúddanafnið þó að virðulegur öld- ungur ætti í hlut. Svo vel tókst hon- - um að halda sér ungum. Síðar vorum við ferðafélagar á nokkrum þeim hestamótum sem eig- endur íslenskra hesta héldu víðsveg- ar um Evrópu. Þar var Dúddi eins og ætíð hinn glaði og góði ferðafé- Iagi. Fátt eitt af því sem fyrir augu og eyru bar á þeim samverustundum verður rakið hér en þó get ég ekki stillt mig um að nefna dæmi: A ferð um Danmörku nutum við ágætrar stjórnar Agnars Guðnasonar ráðu- nautar. Hann er gleðimaður mikill ___og teymdi gjarnan samferðafólk sitt á dansleik ef svo bar undir. Við hjón- in vorum löt við að sækja þær sam- komur, enda kom það ekki að sök því að þeir ferðafélagar okkar, Dúddi í Skörðugili og Alli, sem löngum var kenndur við Korpúlfsstaði, mættu gjaman að góðbænda sið fyrstir að morgunverðarborði og ræddu gjarn- an atburði næturinnar. Öðrum fannst mjög merkilegt að sjá hvem- ig Danir héldu um dömur sínar í dansi. Stúlkan spennti greipar aftan við háls herrans en hann hélt báðum höndum undir rasskinnar hennar! Hinn greindi líka frá því er fyrir sjónir bar þegar þeir félagar héldu heimleiðis. Þá sáu þeir ungan mann kveðja skvísu sína. Hún var smávax- in en hann ákaflega stór. Áttu þau því í erfíðleikum með að kyssast. Úr anddyrinu þar sem þau voru lá allbrattur stigi upp á næstu hæð. Herrann tók nú dömuna og setti upp í fjórðu tröppu og nú gátu þau kysst að vild! Þegar við komum til Kaupmanna- hafnar kom til fundar við okkur ungur maður á vegum ferðaskrif- stofunnar sem skipulagði ferð okk- ar. Manntetrið hélt víst að íslenskir hestamenn væru mikið fyrir gleð- skap og sopann og var búinn að skipuleggja för á helstu öldurhús borgarinnar. í þessum hópi vom nokkrir við aldur sem ekki höfðu fyrr komið til Kaupmannahafnar. ~ ’Ég vissi að þetta fólk fýsti ekki að eyða kvöldinu við dans og drykkju og bauðst því til sem hagvanur í Kaupmannahöfn að gerast leiðsögu- maður þeirra sem vildu fremur fram í Tívolí um kvöldið. Það var allstór hópur sem mér fylgdi. Við keyptum okkur inn og tókum okkur sæti á útiveitingastað og pöntuðum okkur mat. Meðan við biðum eftir af- greiðslu stóð Dúddi upp, lyfti vasa- fleygnum og tók lagið með sinni léttu og fögru tenórrödd. Vissum við ekki fyrr til en konan sem átti veitinga- *nistaðinn birtist í fylgd tveggja belj- aka. Gripu þeir í axlir Dúdda og hugðust fleygja honum út. Ég þurfti á aliri minni dönskukunnáttu að halda og samningalipurð til þess að koma í veg fyrir að Dúdda væri fleygt á dyr enda sagði ég henni að þannig skemmtu íslenskir hesta- menn sér. Dúddi sá hins vegar mann **og tvö börn við hlið konunnar sem hulinn voru sjónum okkar hinna. Sagði hann að þau hefðu látist á stríðsárunum og vorkenndi hann vesalings konunni. Þannig sá hann ýmislegt sem öðrum var hulið. Nú eru nærri tvö ár síðan ég kom síðast að Skörðugili. Þá heimsótti ég Dúdda og naut hans frábæru gestrisni að vanda. Ég sagði honum að vinur minn og nágranni, Þórður Tómasson, væri væntanlegur á næstunni í heimsókn til Skagafjarð- ar. Tók hann loforð af mér að fá Þórð til að líta inn hjá sér þegar hann kæmi norður. „Ég lofa því upp á æru og trú að nefna ekki hross,“ sagði Dúddi enda Þórður ekki hesta- maður svo að vitað sé. Við það stóð hann og nutu báðir stundarinnar er fundum þeirra bar saman. Dúddi var söngmaður góður og langa ævi félagi í karlakórnum Heimi í Skagafirði. Fór hann all- margar söngferðir með kórnum inn- anlands og til útlanda. Eitt sinn komu þeir kórfélagar að Skógum og sungu með okkur Þórði. Það var ógleymanleg stund. Vildu þeir ólmir fá mig sem leiðsögumann með sér til Hornafjarðar en ég baðst undan þeirri vegsemd þar sem ég ráðgerði ferð þangað austur síðar í sömu viku með sýslunefnd Rangárvallasýslu. Varla verð ég þó svo gamall að ég iðrist þess ekki enda Skagfirðingar orðlagðir gleðigjafar. En nú þegar Dúddi er allur votta ég ekkju hans, börnum þeirra og öðrum ættingjum virðingu og þökk. Hans er gott að minnast. Albert Jóhannsson. „Sæll frændi, það er fagurt í dag.“ Ávarpið hljómaði hátt, skýrt og ákveðið, um leið og komandi nálgað- ist. Fasið leyndi sér ekki. Maðurinn léttur í spori, bar hátt, grannur og hávaxinn, hraðfari utan og ofan tún- ið, nokkru ofar Miðhúsanna á Hall- dórsstöðum. Hann talaði til mín sem ég fullorð- inn væri, og ég smádrengurinn fann strauma lífsins og gleðinnar streyma frá þessum frænda mínum. Frá þess- ari stundu spunnust þræðir vináttu og virðingar sem aldrei rofnuðu, þó að langt gæti orðið milli samfunda. Þau vináttubönd er Dúddi frændi minn hnýtti við sitt samferðafólk voru sterk og haldgóð. Það var margt sem tengdi okkur saman, sér- staklega á mínum bams- og ung- ljngsárum. Við vorum sveitungar. Ég í sveit hjá Gunnlaugi bróður Dúdda og ungur eignaðist ég vináttu Steinunnar móður þeirra. Við deild- um herbergi sumarpart í Hátúni. Síðari hluta ævi sinnar bjó Steinunn á Amtmannsstígnum í Reykjavík og þangað lágu leiðir margra Skagfirð- inga, ættingja og vina. Þar var ég aufúsugestur. Steinunn var mikil ættmóðir, til hennar lágu allir þræð- ir í gleði og sorg. Dúddi erfði augljóslega marga sína góðu kosti frá móðurinni. Faðir hans var löngu látinn er ég kom til sögu, en hann var úr hópi hinna kunnu Keflavíkursystkina í Hegra- nesi. Dúddi bjó allan sinn búskap á Syðra-Skörðugili, ásamt konu sinni, Sigrúnu Júlíusdóttur, börnum og síð- ar dóttur og tengdasyni. Dúddi tók við Skörðugili er afi minn og faðir hættu þar búskap, en áður hafði langafi minn búið þar frá því á öldinni sem leið. Já, það var því margt sem tengdi okkur saman. Siguijón Jónasson á Syðra-Skörð- ugili, hinn eini sanni „Dúddi á Skörð- ugili“, var landskunnur hesta- og gleðimaður. Raunar skagfirskur hér- aðshöfðingi gleðinnar og gáskans, þó alvörumaður, nefndur í sömu andrá og hestamennska og gæðing- ar, söngur og stemmur. Dúddi var elstur hinna þekktu systkina sem kennd eru við Hátún á Langholti. ÖIl þekkt fyrir dugnað og myndar- skap. Það atvikaðist svo að faðir minn og Dúddi, drengirnir frá Skörðugili, Iágu saman á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga síðustu vikurnar. Dúddi, haldinn ólæknandi sjúk- dómi, mætti örlögum sínum af miklu æðruleysi og bjartsýni. Þakklátur fyrir lífsgjafirnar í fögru héraði. Hann fór mikið sjúkur af sjúkrahús- inu í sjónvarpsviðtal hjá Olöfu Rún Skúladóttur. Slíkt gera engir meðal- menn. Þátturinn tekinn árum of seint. Þó eitthvert besta sjónvarps- efni sem komið hefur úr Skagafirði. Dúddi andaðist örfáum stundum eftir að þátturinn með honum var sýndur í sjónvarpinu. Hann lauk ævinni í sömu and- ránni og hann gladdi alla Skagfirð- inga og fjölmarga landsmenn. það var honum líkt að kveðja sína sam- tíð með þessum hætti. Svanasöngur Dúdda, óður manns sem var einstak- ur í sinni röð eins og allt hans líf. Hann ávarpaði mig ævinlega með sama hætti og getur í upphafi þess- arar greinar. Það eru mikil forrétt- indi að hafa átt slíkan mann að frænda og sveitunga. Frænda minn kveð ég eins og um var samið, með hestaskál, og verð ekki á bílnum þann daginn. En lokakveðjan verður eins og upphafið. Því að allt upphaf hefur endi. „Vertu sæll frændi.“ Hörður Ingimarsson. Það var samdóma álit allra þeirra leiðangursmanna sem reistu yfír landið á seinni hluta 18du aldar, þeirra Harboes, Sveins Pálssonar, Eggerts og Bjarna, að af landsmönn- um væru Norðlendingar glaðværast- ir og meðal norðanmanna skæru Skagfírðingar sig einkum úr fyrir fijálslyndi, lífsgleði og heims- mennsku í landi þar sem fólk skreið inn í sig af hræðslu og feimni ef ókunnugir riðu í hlað. Þennan létt- lyndisbrag Skagfirðinganna töldu þeir stafa af tíáum ferðalögum þeirra, þeir væru mikið á ferðinni, karlmenn færu flestir suður í verið á vetrum en sætu þeir heima, væru ferðir á milli bæja og í nálægar sveit- ir tíðar; það væri einhver órói í þessu fólki sem gerði það að verkum að það tylldi illa heima hjá sér og vildi helst vera á stöðugri yfirreið. Afl minn, Siguijón Markússon Jónasson, var af þessari skagfirsku gerð, í honum var órói og rík ferðafýsn. Jafnvel daglega fór hann af stað til að hitta menn, stoppa, bjóða mola eða tóbak, segja nokkur orð og ijúka síðan til næsta staðar, til næsta manns; það virtist aldrei vera neitt tiltökumál fyrir hann að skreppa af bæ, í önnur héruð eða þess vegna til útlanda. Þessi órói birtist einnig í venjulegum samræðum; hann tók upp eitthvert umræðuefni og skipti síðan um í miðjum klíðum með snöggri spurningu eða athugasemd sem virkaði eins og hálfvitagangur á ókunnuga og gat gert þá klumsa, enda var leikurinn líklegast gerður til þess að beina efninu annað, hann hafði litla þolinmæði fyrir það sem hann hafði ekki áhuga á sjálfur. Jafnvel svefn hans var lýsandi fyrir þessa kviku lund, hann átti það til að sofna þar sem hann sat, með opin augu líkt og hann starði enn út um gluggann eða á viðmælanda sinn og hafði ef til vill verið að enda við að segja eitthvað en var skyndi- lega horflnn burt úr samræðunum og inn í svefninn, líkt og hann ætl- aði ekki að hafa þar langa vidvöl, hann ætlaði aðeins rétt að skreppa og koma um leið aftur. Ég held að hann hafi hugsað meira um hross en flest annað. Hann lifnaði við um leið og það var farið að tala um hesta og minni hans og þekking á hrossum voru að ég held með afbrigðum, þetta var hans sér- grein eins og nú er sagt. Þetta var svo sem engin furða þegar þess er gætt að sjálfsagt er engin skepna, né nokkur annar hlutur, sem er jafn nátengdur þessu róti, þessari þörf fyrir að vita af sér sjálfum lifandi meðal manna, og hesturinn. Hrossa- maðurinn vill vera fijáls til að ríða á hvað sem er, hann vill fara beint yfir árnar, á ská yfir fjöll, sneiða hjá óþarfa krókum og sjálfsagt voru hinar óteljandi ferðir hans inn í Vesturfjöllin hvorttveggja skemmt- un og skylda, þar gat hann riðið óhindraður um skörð og dalverpi sem hann þekkti betur en flestir aðrir. Hrossastandið var meira en einfalt liflbrauð, það var Iífið sjálft; það var félagsskapur þess samfélags sem snýst kringum þessar skepnur og teygir anga sína út um allt land, inn í allar stéttir þjóðfélagsins; það var vitundin um að eiga góða hesta og geta verið stoltur af þeim, því ef ekki væri keppnin og metingurinn, salan og kaupin hefði lífið á Skörð- ugili líklegast verið hálf dauft að hans mati, þar hefði líklegast verið minna um gesti. Umgengni Dúdda við ókunnuga gat verið kostuleg. Það var ekki aðeins að hann væri ófeiminn við að hefja við þá samræður heldur gat hann talað við þá um. fólk sem hann þekkti, kennileiti og málefni eins og viðmælandinn vissi nákvæmlega hvað það væri sem hann væri að tala um. Þeir léttlyndu tóku þessu vel og hlógu að, svöruðu honum eft- ir hendinni og það fór vel á með þeim, en stundum sá maður fólk standa orðlaust og stamandi án þess að vita hvernig það ætti að koma fram við svona mann, það vissi ekki hveiju það átti að svara. Við í fjöl- skyldunni gátum sagt ótal sögur af þess háttar uppákomum þegar fram- koma hans skildi menn orðvana eft- ir og jaðraði vissulega á stundum við fíflsku, en ég held að enginn hafí tekið henni illa vegna þess hve hrekklaus hún var og eðlileg. Ferða- lög hans erlendis voru þannig enda- laus uppspretta af slíkum sögum, þegar hann réðst á ókunnugt fólk, ávarpaði það á íslensku og upphóf samræður sem gengu fyrir eitthvert kraftaverk snurðulaust fyrir sig og hann náði við það að eigin sögn jafn góðu sambandi og við hvern annan Islending. Eins og þegar hann rétti betlara í Jerúsalem veskið sitt og sagði: „Taktu það sem þú þarft, góði.“ Þessi ofrausn varð betlaran- um hins vegar um megn og hann rétti afa veskið óhreyft aftur, líkt og að við það að fá allar óskir sínar uppfylltar hefði hann orðið hræddur við þær og aðeins beðið um að halda sínu gamla basli áfram. Hann hafði mótað sér lífsskoðun sem byggði á djúpri vissu um fram- haldslíf og hulda vætti. Þessi lífs- skoðun var ekki skipuleg eða ígrund- uð á neinn .sérstakan hátt heldur komin til af margháttaðri reynslu hans af handanheiminum og sprottin upp úr jarðvegi íslenskrar alþýðutrú- ar. Með tímanum virðist sem tengsl hans við hið yfirskilvitlega hafi orðið svo sjálfsögð og eðlileg að það tók því varla að minnast á þau öðruvísi en í framhjáhlaupi. Hann blés því aldrei út þessa reynslu sína, eins og nú virðist orðið svo algengt, heldur talaði hann um álfa og huldufólk, framliðna, draumverur, miðilsfundi og viðlíka hluti eins og þeir væru algerlega sjálfsagður hluti af lífi sérhvers manns. Eg held að sá upp- rifni sótthiti sem virðist grípa svo marga þegar þessi mál ber á góma hafi verið honum framandi og sá væmni, sífrandi tónn sem orðið „and- legur“ hefur fengið á sig í millitíð- inni hafi verið eitur í hans beinum. Þannig var hann aldrei æstur prédik- ari andlegra sanninda né maður rök- ræðna um trú, því til þess að standa í slíku þvargi var hann of viss í sinni sök, hann þurfti ekki að sefja sjálfan sig með hita og æsingi. Líkt og flest- ir spíritistar, en það var hann upp að vissu marki, var hann jafnframt hallur undir kirkjuna, kirkjurækinn og trúaður á hjálpræði hennar. Hann var samt jafn viss um að það hjálp- ræði gæti allt, eins verið fólgið í inn- lifun sinni I handanheiminn og á þann hátt var skoðun hans sjálf- sprottin og ekki byggð á neinu sér- stöku trúarkerfí heldur soðin saman af honum sjálfum. En þessi kjölfesta í andlegu lífi hans, þessi djúpa vissa um handanheiminn og sú forlagatrú sem tengdist henni átti líklegast stóran þátt í hans léttu lund og þeirri bjartsýni sem hann var svo kunnur fyrir. Fólk sem þekkti hann eða hafði haft af honum einhver kynni minnist helst á þennan þátt í fari hans þegar það vill lýsa honum. Það minnist þess hve auðvelt honum var að lyfta mönnum upp með orðum sínum og smitandi kæti og víst gat bjartsýni hans verið gefandi eins og sagt er, hjálpað mönnum sem vildu skola af sér áhyggjur og leiðindi í áhyggjuleysi hans sjálfs, en hún var of ójarðbundin til að hún gæti hjálp- að þeim sem raunverulega þurftu á leiðsögn eða ráðum að halda. Þegar eitthvað bjátaði raunverulega á virt- ist bjartsýni hans óraunhæf og jafn- vel fáránleg, það var eins og hægt væri að lækna öll mein með því einu að líta á björtu hliðarnar. Með tíman- um áttaði ég mig samt á því að þetta var í samræmi við forlagatr- úna, það skiptir ekki máli hvað er gert, það kemur allt út á eitt, en það er betra að Iifa kátt meðan lifað er. Nú þegar hann er farinn yfir í hina víðlendu hrossahaga finnst mér samt eins og söngurinn sé það sem hann skilji fyrst og fremst eftir sig. Hann var söngmaður meira af áhuga og innlifun en hæfileikum, en engu að síður var söngur hans meira gef- andi fyrir þá sem þekktu hann en söngur margs stórsöngvarans. í söngnum fólst léttleiki og gleði, hið skyndilega og kvikula; hann átti til að taka lagið með einhveijum góð- kunningja sínum hvar sem hann var staddur og söngur hans hafði ekkert að gera með það að sýnast, hann hefði aldrei gengið fram fyrir skjöldu til að syngja einn, heldur var það söngur með einhverjum til þess að fagna kunningsskap og stundinni, rífa stemmninguna upp. Söngurinn var því til þess að treysta vinskap og félagsbönd manna en ekki til að troða upp og iðka list. Áratuga starf hans í karlakórnum Heimi var mark- að þessari hugsun, þetta starf var fyrst og fremst félagsstarf, vett- vangur til að hitta menn, taka í spil, syngja og spjalla. Hann söng inn í troðfullri Skagfirðingabúð á Þor- láksmessu ef hann hitti kunningja, hann söng á götuhornum á Króknum ef hann hitti réttan mann, fyrir utan búðina í Varmahlíð, heima hjá sér, upp á vegi, á hestamannamótum, hvar sem hann kom og ef hann var í skapi til þess, þá fagnaði hann vin- um sínum og stundinni með söng. Þegar hann hélt upp á 75 ára afmæli sitt, sem jafnframt var gull- brúðkaupsafmæli þeirra ömmu, Sigrúnar Júlíusdóttur, fór hann suð- ur í land, suður á Ólafsvelli á Skeið- um og heimsótti í leiðinni kunningja sína og vini sunnanlands. Þar var setið á kvöldin við drykkju og söng og þaðan er ein skýrasta minning mín um hann. Það er kannski kald- hæðnislegt að ég muni helst eftir honum í útsynningsdrullu eins og hún gerist leiðinlegust sunnanlands en ekki I Skagafirðinum sem hann prísaði ætíð svo mjög fyrir hve víður hann væri, opinn, bjartur og heppi- legur fyrir hugsanir fólks og lund, en svona snýr minnið á mann. Hann stendur á miðju gólfi með Áma tengdason sinn sér við hlið og ljósa- pera með litlum skermi hangir niður úr loftinu og baðar andlit hans und- arlegri birtu. Þeir eru að syngja „Inn milli fjallanna11 og við sönginn lýsist andlit hans ekki aðeins af rafmagns- ljósinu heldur einnig af innri glóð. Kvæðið ber hann inn í hugsýn sem stendur fyrir allan þann bjartsýna anda sem hann trúði á, inn í heim fijálsræðis hins ímyndaða hjarð- manns sem á góðviðrisdegi gengur um heiðar og dali. Þetta er hugsýn kynslóðar sem nú er smám saman að hverfa og ásamt henni sá ofur- kappsfulli og ef til vill barnalegi andi ræktunar og uppbyggingar sem lengst af þessari öld var ríkjandi meðal íslenskra bænda. Kvæðið lýsir paradís þessarar hugsunar þar sem smaladrengurinn hljóp meðal þrasta og silfurtærra lækja á eftir feitu fé. Það lýsir um leið þeim skagfirska anda sem tvíeykið Eggert og Bjarni, læknirinn Sveinn Pálsson og guð- fræðingurinn Harboe skrifuðu um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.