Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT .MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI FRIÐRIK INDRIÐASON Loðnuaflinn í haust eykur hagvöxtínn um tæplega 1% Útflutningsverðmætið stefnir í 3 milljarða kr. umfram áætlanir LOÐNUAFLINN á sumar- og haustvertíð stefnir í að verða sá mesti í áratug og allar líkur á að þau 720.000 tonn sem leyfilegt er að veiða náist fyrir áramót. Þetta þýðir að heildarloðnuaflinn í ar gæti numið 1.200.000 tonnum eða 9 milljörðum króna í út- flutningsverðmæti. í þjóðhagsspá sem gefin var út í maí var reikn- að með að loðnuaflinn yrði 800.000 tonn. Þau 400.000 tonn sem náist umfram þá áætlun þýða aukið útflutningsverðmæti upp á þijá milljarða króna og aukinn hagvöxt upp á tæpt 1%. Nettógjald- eyristekjur af 400.000 tonnum af loðnu eru á bilinu 1,5-2 milljarð- ar króna og þær auka landsframleiðsluna beint um '/2%. Síðan má reikna með að ýmis margföldunaráhrif eins og meiri eftir- spurn auki landsframleiðsluna um annað eins en landsframleiðsl- an er mælikvarði á hagvöxtinn. Loðnuafli Islendinga frá 1983 þús. tonn 644,8 kvóti: 720 þús. tonn 700 II II II II I 311,3 31L4 Búið að veiða I— 350 þús. tonni 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Kvótinn aukinn Hafrannsóknastofnun mun endurmeta loðnukvótann eftir mælingar á stofninum um miðjan október en almennt er gert ráð fyrir að kvótinn verði aukinn. Sveinn Sveinbjörnsson, fískifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að kvótinn sem gefinn var út í sumar byggist á mælingum á síðasta ári á loðnu sem var eins árs þá svo og áJoriggja ára ókyn- þroska loðnu. I ljós hafi komið að stofninn er gríðarlega sterkur enda var bráðabirgðakvótinn ákveðinn 900.000 tonn og Jiar af komu 720.000 tonn í hlut Islend- inga. „Við mælingar í vetrarbyij- un hefur síðan yfirleitt verið bætt við þann bráðabirgðakvóta sem gefinn er út að sumri og sam- kvæmt því ætti að bætast veru- legt magn við kvótann í október," segir Sveinn. „Sá kvóti er látinn gilda fyrir vetrarvertíðina og hann er aftur endurmetinn með mæl- ingum í janúar. Svo getur farið að ekki verði gefinn út viðbótark- vóti í janúar einfaldlega sökum þess að kvótinn í október verði svo risastór að ekki séu líkur á að hann veiðist allur í vetur.“ Þegar skoðaðar eru tölur um loðnuafla á sumar- og haustvertíð síðustu tíu ár, eða frá 1983 (sjá töflu), kemur í ljós að allar líkur eru á metafla í ár. Aflinn varð áður mestur 1985 er 644.800 tonn komu á land á íslandi en á árun- um 1989-1991 datt veiðin að mestu niður og í fyrra náðust rúmlega 200.000 tonn á land en þá hófust veiðarnar mjög seint að haustinu. Hásetahlutur í hálfa milljón Á góðum loðnuskipum með stóran kvóta er hægt að hafa ágætistekjur sem háseti um borð meðan á vertíð stendur. Sam- kvæmt tilbúnu dæmi um háseta á skipi með afla í kringum 20.000 tonn það sem af er vertíð hefur hlutur hans numið um hálfri millj- ón króna á mánuði. í þessu dæmi er reiknað með að skipið hafi ver- ið tvo og hálfan mánuð að veiðum, veitt samtals 20.000 tonn, um borð séu 15 manns og fengist hafa 4.400 krónur fyrir tonnið. Heildaraflaverðmæti þessa skips er 88 milljónir króna, skiptapró- sentan er nú 76% og hásetahlutur- inn því, með orlofi, 1.385.000 krónur þennan tíma. En loðnan er búbót fyrir fleiri en hagstærðir og háseta. Sjávar- pláss á Norðaustur- og Austur- landi þar sem loðnubræðsla hefur verið í fullum gangi frá í sumar njóta góðs af því þegar vel geng- ur á loðnunni. Raufarhöfn er eitt af þessum plássum en þar hefur verið landað um 55.000 tonnum af loðnu á vertíðinni. Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri segir að loðnan hafi skapað töluverða atvinnu og þar með tekjur fyrir bæinn og einnig hafnarsjóð. „Það er gott að fá svona góða loðnu- vertíð á sama tíma og samdráttur er í bolfiskaflanum enda er Rauf- arhöfn þorp sem á allt sitt undir sjávarútvegi. Hér hefur ekkert atvinnuleysi að ráði verið undan- farin ár og raunar skortir okkur fólk núna.“ Að sögn Guðmundar hefur loðnubræðslan skapað öryggi fyr- ir ákveðinn hóp af fjölskyldufólki í plássinu. „Við erum með frysti- hús hér og yfirleitt hefur kvenfólk haft nóg að starfa. Síðan er hér hópur karlmanna sem stundar trilluútgerð. Þeir eru á grásleppu- veiðum á vorin, skaki yfir sumar- ið og síðari í vinnu hjá bræðslunni um haust og vetur og þetta hefur fallið vel saman,“ segir Guðmund- ur. „í vor gerðist það að grá- sleppuvertíð varð mjög léleg og því er ánægjulegt að sjá góða loðnuvertíð sem bætir það upp.“ Fyrir utan fjárhagslegan ávinn- ing segir Guðmundur að bæjar- bragurinn breytist þegar bræðsl- an er í fullum gangi allan sólar- hringinn. „Vissulega er meiri gróska í bæjarlífinu og fólk bros- mildara þegar peningalyktina leggur um allan bæ,“ segir hann. Mikið framboð af mjöli Markaðshorfur á loðnuafurð- um, mjöli og lýsi, eru ekki bjartar sem stendur en menn vonast til að það verð sem fengist hefur haldist áfram. Jón Reynir Magn- ússon, framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins, segir að mikið framboð á fiskimjöli frá'íslandi undanfarna tvo mánuði hafi haft áhrif á markaðinn en einnig megi nefna að verð á soyjamjöli er á niðurleið og veiðibanni sem verið hefur í gildi við strendur Perú lýkur 1. október. Soyjamjöl er aðalkeppninautur- inn á mjölmarkaðinum og verð á því varð mjög hátt í kjölfar flóð- anna í mið-vesturríkjum Banda- ríkjanna í sumar. Hið háa verð á því ýtti undir sölumöguleika á fiskimjöli en nú hefur verð soyja- mjölsins fallið töluvert á ný. Og hvað ansjósuveiðar Perúmanna varðar segir Jón Reynir að fréttir berist um að útlit sé fyrir góða veiði. Verð á" tonni af loðnumjöli er nú á bilinu 300-310 pund eða 31.500 til 32.500 krónur og er það á svipuðu róli og í fyrra. Verðið lækkaði nokkuð í vor og fór lægst í 289 pund en hækkaði á ný er leið á sumarið af fyrr- greindum ástæðum. „Síðan má nefna að bi.-gðastaða á fiskimjöli í heiminum er góð um þessar mundir og því eru markaðshorfur ekki bjartar,“ segir Jón Reynir. „Við teljum okkur góða ef við getum haldið okkar hlut á mark- aðinum." Verð á loðnulýsi segir Jón Reynir að sé þokkalegt um þessar mundir, eða 355-375 dollarar fyrir tonnið. Þetta er að vísu held- ur lægra verð en best gerðist í fyrra er það fór yfir 400 dollara tonnið. „Það sem hjálpað hefur til við að halda verði á lýsi þokka- legu er að Japanir hafa dregið mjög úr framboði sínu á þessari afurð inn á Evrópumarkaðinn,“ segir Jón Reynir. „Framboð Jap- ana síðustu tvö ár á lýsi hefur verið mjög mikið og hefur það haldið verðinu niðri á heimsmark- aðinum. Nú hafa þeir dregið tölu- vert úr framboðinu og verð að sama skapi stigið upp á við.“ Hagvöxtur í plús Þegar þjóðhagsspá var kynnt í maí gerði hún ráð fyrir að hag- vöxtur hérlendis yrði mínus 1% en við endurskoðun í júlí var gert ráð fyrir að hann yrði mínus 0,8%. Þá var reiknað með 800.000 þús- und tonna heildarloðnuafla á ár- inu. Á vetrarvertíð veiddust rétt um 500.000 tonn en nú er búið að úthluta íslendingum 720.000 tonnum til viðbótar á sumar- og haustvertíð og sá afli kemur hag- vextinum í plús. Ásgeir Daníelsson, hagfræð- ingur á Þjóðhagsstofnun, segir að ef tölur um útflutning á loðnuaf- urðum í fyrra eru lagðar til grund- vallar komi í ljós að hver 100.000 tonn af loðnu gefi um 750 milljón- ir króna í útflutningsverðmæti eða 1%. Með kvótanum í sumar og haust verður heildarkvóti ársins 1.200.000 tonn eða 400.000 tonn- um umfram þjóðhagsspá í vor. Þessi 400.000 tonn þýða 4% auk- ingu á útflutningsverðmætinu eða þrjá milljarða króna. Ásgeir segir að við mat á gjaldeyristekjunum sé lagt til grundvallar að þær séu nettó um 60% af útflutningsverð- mætinu eða tæplega tveir millj- arðar króna. Gjaldeyristekjumar auki því landsframleiðsluna beint um '/2% miðað við að hún sé um 380 milljarðar króna en lands- framleiðslan er svo aftur mæling á hagvexti. Meta megi óbein áhrif á landsframleiðsluna af þessum gjaldeyristekjum sem annað eins eða tæplega '/2% í viðbót og því ættu þessi 400.000 tonn að auka hagvöxtinn um tæpt 1%. Ásgeir segir að við þessa út- reikninga verði að setja vissa fyr- irvara um óbeinu áhrifin á lands- framleiðsluna eins og til dæmis hvort þessar auknu gjaldeyristekj- ur eru þensluvaldandi. Reynslan hefur þó sýnt að svo er oftar en ekki. „Það er því ljóst að við erum að tala um hagvaxtaraukningu sem að lágmarki er '/2% og að hámarki 1%,“ segir Ásgeir. Mannvistarleifar frá landnámsöld fimdnar FUNDIST hafa mannvistarleifar frá landnámsöld við uppgröft á horni Grjótagötu og Aðalstrætis í Reykjavík. Árbæjarsafn stendur að uppgreftrinum sem hefur staðið í rúman mánuð og voru starfs- menn um það bil að hætta uppgreftri þegar leifarnar komu í ljós. Bjarni F. Einarsson, fornleifa- fræðingur hjá Árbæjarsafni, hefur haft umsjón með uppgreftrinum en auk hans hafa Guðný Lára Inga- dóttir nemi og Björn Stefánsson fomleifafræðingur unnið að honum. Fundist hefur torfveggur frá 10. öld en aldur veggsins má ráða af landnámslagi, sem er gjóskulag sem féll á síðari hluta 9. aldar. Auk veggsins hefur komið í ljós gólf sem liggur að hluta undir Aðalstræti og verður grafið eitthvað uridir götuna til að skoða það nánar. Á árunum 1971-75 var forn- leifauppgröftur á vegum Þjóðminja- safnsins aðeins fjórum metrum frá þeim stað sem nú hafa fundist mannvistarleifar og segir Bjarni að nú sé fundið húsið sem ekki fannst þá. Nokkmm metmm fyrir ofan húsið fundust engar mannvistarleif- ar og segir Bjarni að af því megi ráða að húsið standi í jaðri land- námsbyggðarinnar og hafí því sennilega ekki verið mannabústað- ur. í húsinu fannst lóð úr klébergi, eða tálgusteini eins og steintegund- in er kölluð. Bjarni segist ekki geta fullyrt um aldur lóðsins en telur það sennilega vera frá víkingaöld. Steintegund þessi er ekki til hér á landi en hún er algeng í Noregi og á Grænlandi. Ýmsir munir vom gerðir úr henni á víkingaöld, t.d. Morgunblaðið/Sverrir Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur við vegg hússins. snældusnúðar, sökkur, pottar og í raun allt það sem gert var úr keramik annars staðaf. Bjarni segir að hugsanlega sé skreyting á lóðinu en það sé þó alltof snemmt að full- yrða nokkuð frekar um hlutinn þar sem algjörlega eigi eftir að rann- saka hann. Félagsfund- ur Félags eldri borgai’a Félag eldri borgara, Kópa- vogi, heldur félagsfund á morg- un sunnudag kl. 14 í félagsmið- stöðinni Gjábakka, Fannborg 8. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.