Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 að fullu lýðræði verður komið á. Við það myndi SADC-strandlengjan aukast um 30%, en suður-afrískt hafsvæði tengir Atlantshaf og Ind- landshaf. Tvíþætt starf í byrjun hafði Ólafur aðsetur í Malaví, eða á meðan vatnaútvegur og úthafsveiðar voru eitt í augum Afríkumanna. Hann á m.a. stóran þátt í að nú er til fyrsta flokks ís- lenskt rannsóknaskip á Malaví- vatni sem er liður í verkefni, sem Þróunarsamvinnustofnun íslands, Norræni fjárfestingabankinn og Alþjóðabankinn fjármagna. En eftir sjálfstæði Namibíu þótti skynsam- legt að flytja þau mál, sem snúa að eiginlegum sjávarútvegi, til hins nýfijálsa ríkis, þar sem Ölafur hóf störf um mitt ár 1992. Vatnaútveg- urinn varð eftir í Malaví þar sem annar íslendingur, Ásbjörn Dag- bjartsson, gegnir nú ráðgjafastarfi á því sviði. „Það má segja að mitt starf sé tvíþætt,“ segir Ólafur. „Annars vegar er ég sérstakur tengiliður milli Norðurlandanna og SADC-ríkjanna. Hinsvegar er ég fiskimálaráðgjafi namibískra stjórnvalda. I Afríku er sjávarút- vegur yfírleitt skilgreindur sem landbúnaður, sem að mati Namibíu- manna eykur á skilningsleysi þeirra, sem búa í löndum, sem ekki eiga land að sjó. Þess vegna var nauðsynlegt að greina að náttúru- auðlindirnar, annarsvegar til sjávar og hinsvegar til sveita." Efnahagslögsaga þeirra íjögurra landa, sem liggja að sjó, er 200 mílur, og er stefna þarlendra stjórn- valda að nýta þá auðlind eins og kostur er enda mega aðrir ekki veiða innan lögsagnanna nema með sérstöku veiðileyfi. „En eins og stendur eiga heimamenn hvorki nægjanleg tæki né mannafla til veiðanna þannig að töluvert er um samvinnu vestrænna fyrirtækja og viðkomandi stjórnvalda í þessum löndum. Fyrirtækin koma með pen- inga og tækniþekkingu. Á móti leggja stjómvöld til veiðileyfi við strendur Afríku. Flest ríkin binda það í samninga að heimamenn séu hafðir með og læri í leiðinni, í stað- inn fyrir að sjá á eftir peningun- um í hendur útlendinga alfarið. Því má þó ekki gleynia að rá- nyrkja á þessum miðum hefur verið stunduð lengi og hafa Spánverjar t.d. verið mjög ötulir úti fyrir ströndum Namibíu og Angóla." Ólafur segir að starf sitt sé því sem næst einvörðungu fólgið í skrif- stofuvinnu þó stundum séu ferðalög fylgifiskur starfsins. „Ég mæti í vinnuna klukkan átta á morgnana, skrifa skýrslur, álitsgerðir og svara fyrirspurnum ýmissa aðila, sem ég er að reyna að fá til samstarfs í hin og þessi verkefni. Um þessar mundir erum við aðallega með sex fiiafur V. Einarsson, sjávar- útvegsfræðingur og fiskimála- fuiitrúi SADC-ríkjanna. eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur Starf í þróunarlöndunum á svo sannarlega ekki við alla enda þurfa vestrænir erindrekar þróunarstofnana oft á tíðum að lifa við aðstæður, sem þeim eru síður en svo tamar. Hinsvegar eru til þeir einstaklingar, sem hafa mikla aðlögunarhæfni og sóma sér vel í slíku starfi. Einn þeirra er Olafur V. Einarsson, sem nú starfar sem fiskimálafulltrúi í Windhoek, höfuðborg Namibíu, og þó ýmsir erfiðleikar, og ekki síður seinagangur, herji oft á tíðum á embættismannakerfið í þriðja heiminum svokallaða, kall- ar hann ekki allt ömmu sína. Við fyrstu sýn er hann stór, stæðilegur og kjaftfor á köflum, en við nánari kynni er hann viðkunnanlegur, traustur, skemmtileg- ur og drífandi persónuleiki, sem fer sínar eigin leiðir ef því er að skipta án þess að spyrja kóng né prest. Hann keyrði eins og berserkur þjóðveginn frá flugvellinum í átt að höfuðborginni eftir að hafa tekið -á móti mér á aðalflugvelli þeirra Namib- íumanna, en gætti þess þó að hægja ferðina þegar hann sá blikkandi ljós lögreglubíla rétt við borgarmörkin. „Nú eru þessir andskotar að tékka á því hvort stútur sé við stýri. Við skulum skrúfa upp rúðumar svo þeir finni ekki anganin af okkur,“ segir ÓIi í gríni um leið og við ökum framhjá laganna vörðum óáreitt. Hann stingur upp á því að ég bóki mig strax inn á Thúringer Hof, sem er þægilegt, lítið hótel í hjarta borg- arinnar, og skoli af mér ferðarykið. Síðan fengjum við okkur göngutúr á veitingastaðinn Spur, þar sem hann hyggðist kynna mig fyrir bestu fáanlegu nautasteikum í heimi. Á eftir gætum við rölt á Joe’s eða „Jóa“, eins og hann kall- aði hverfiskrána, og fengið okkur einn laufléttan fyrir svefninn. Ólafur útskrifaðist sem sjávarút- vegsfræðingur frá Tromsö í Noregi árið 1983. Hann gegndi starfí úti- bússtjóra Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík til ársins 1987, eða þangað til hann kom til starfa hjá stofn- unni í Reykjavík. Áherslubreytingar Hann byijaði í þróunarstarfi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Islands um mitt ár 1988 þegar hann fór til afríkuríkisins Malaví sem fiskimálafulltrúi Norðurlandanna, en Norðurlöndin höfðu þá gert með sér sérstakt samkomulag um aðstoð við svokallað SADC-ríkjabandalag, pg féll sjávarútvegsgeirinn í hlut íslendinga. „í fyrstu leit þetta ekk- ert allt of vel út því þegar ég var kominn til Afríku og ætlaði að fara að taka til hendinni, var niðurskurð- arhnífurinn kominn hátt á loft á Norðurlöndunum út af öllum þeim efnahagshremmingum, sem þar höfðu dunið yfir. Það hefur því reynst erfitt að fá fjármagn til verkefnana auk þess sem áherslubreytingar hafa orðið í þróunarpólitíkinni eftir hrun kommúnismans," segir Ólafur. SADC eða Southem Afric- an Development Community f er efnahagsbandalag tíu ríkja í sunnanverðri Afríku að undan- skilinni Suður-Afríku. Innan i samtakanna eru: Angóla, ■ Botswana, Lesotho, Malaví, Mósambik, Swaziland, Tansan- ía, Zambía, Zimbabwe og Namibía, sem síðast bættist í hópinn eftir sjálfstæði frá Suð- ur-Afríku. í mars 1990. Þar af liggja aðeins fjögur lönd að sjó, Angóla og Namibía á vest- urströnd Afríku og Tansanía og Mósambik á austurströnd- inni, svo að segja má að Ólaf- « ur hafi mest með þessi fjögur lönd að gera. Hinsvegar eru líkur á að Suður-Afríkumenn gangi í ríkjasambandið eftir HUOMFALL Tíu ríki mynda SADC-ríkja- bandalagið Swaziland AFMCU ERSVO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.