Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNÉÍlíöAelM 19V §fWMft!E& 1135--®. 41 MADURIHH SEMLEK Úr óþokka i ijúfmenni; úr Perry Mason-þátturium gömlu. & eftir Arnald Indriðason Raymond Burr var einn af þeim fyrstu sem hið nýtískulega heimilistæki sjón- varpið gerði heimsfrægan. Það gerði hann ódauðlegan í hlutverki lögfræð- ingsins Perry Masons á svipaðan hátt og bíómyndirnar höfðu áður gert stjörnur úr kvikmyndaleikurum. Sjónvarpsleikarar voru eitthvað nýtt og á löngu tímabili var Burr þeirra þekktastur og lifði alla tíð eftir það á fornri sjónvarpsfrægð. Hann er nú látinn úr krabbameini 76 ára að aldri. Perry Mason var frægur fyrir að tapa aldrei máli í réttar- salnum en síðasti óvinurinn reyndist honum ofviða, ban- vænn og ósigrandi. 'urr, sem aldrei varð mjög ágengt í kvikmyndunum þótt hann léki í um 90 þeirra, varð ekki að-' eins frægur í Bandaríkjunum heldur um heim allan sem Perry Mason og ekki síst hér á íslandi þar sem þættir hans voru sýndir í Kanasjón- varpinu. Hann var mikill á skrokk- inn og með djúpa, valdsmannslega rödd og geislaði af sjálfsöryggi og réttlætiskennd og var gjarnan vinur litla mannsins í þáttum sínum. Hann byrjaði ferilinn sem kvik- myndaleikari árið 1946 og var þá settur í óþokkahlutverk en lauk honum nú í ágúst þegar síðasta Perry Mason - sjónvarpsmyndin var komin í hús; „The Case of the Kill- er Kiss“. Hann fór eftir það á bú- garðinn sinn við Geyserville í N- Kalífomíu þar sem hann lést. Hann fékk að vita fyrir sex vikum að ekki væri hægt að skera hann upp fyrir krabbameininu sem htjáði hann í þijú ár og breiðst hafði út um líkamann frá lifrinni. Raymond Burr mætti reglulega á sjónvarpsmarkaðinn í Cannes þar sem sjónvarpsþættir og myndir ganga kaupum og sölum og nú síð- ast í apríl síðastliðnum. Þar tók Guðmundur Ingi Kristjánsson hjá Innkaupadeild Sjónvarpsins eftir því hve veikburða hann var orðinn og sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hafi borið „aldurinn nokkuð vel en það var ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Það var eitt- hvað sem hijáði hann en það kom aldrei fram að hann væri orðinn fárveikur af krabbameini. Hann gekk við staf en það sem maður tók sérstaklega eftir með Burr var hversu yfirbyggingin var ógnarmik- il svo manni fannst að fæturnir gætu varla borið hann og hann komst í rauninni varla áfram á fót- unum. Hann bjó á hóteli sem var gegnt sýningarsvæðinu og rétt komst á milli. En hann fór sinna ferða sjálfur og vildi enga hjáip. Ég tók einu sinni eftir því að mað- ur vildi hjálpa honum yfir götuna en hann sagðist komast þetta sjálf- ur,“ sagði Guðmundur Ingi. ættimir um Perry Mason byij- uðu árið 1957 og gengu samfleytt í níu ár. Burr hreppti tvö Emmy- verðlaun fyrir leik sinn og hann átti víða aðdáendur; sagt er að hans heilagleiki Jóhannes XXIII páfi hafí verið einn af þeim og veitt honum áheym. „Perry Mason var sendur út þegar fólk var að byija að kaupa sér sjónvarpstæki," sagði Burr í viðtali fyrr á þessu ári. „Margir Bandaríkjamenn vissu ekki út á hvað lögfræðin gekk. Þegar þeir horfðu á þættina ár eftir ár komust þeir - sérstaklega minni- hlutahópar - að því að réttarkerfið var ekki síst fyrir þá.“ Saksóknarar gagnrýndu þættina sérstaklega af því þeir töpuðu öllum málum allan ársins hring og lög- fræðingar gagnrýndu þá fyrir að gefa ranga mynd af því ferli og vinnubrögðum sem tíðkuðust innan dómskerfisins. Burr varði þættina og sagði: „Allt sem gerðist í Perry Mason var innan þess ramma sem gæti gerst í réttarsölum Los Angel- es-sýsiu og Kalífomíuríkis." Þættimir um Perry Mason byggðu á sakamálasögum Erle Stanley Gardner og þeir vom und- anfari þess mikla lögfræðingaþátta- fárs sem nú einkennir bandarískan sjónvarpsiðnað. Réttarhaldsþættir á borð við Lagakróka eða Matlock eða Stofustríð eða hvað þeir nú heita í dag era allir samfeðra og Perry Mason er pabbinn. Réttarhalds- drama er enda einfalt og spennandi og áhugavert frásagnarform sem hentar mjög vel glæpaþáttum sjón- varpsins og Perry Mason nýtti sér það til fulls með vitnaleiðslum, rannsóknum og hinni ómissandi uppljóstran í réttarsalnum í lokin. Perry Mason lifnar viA; úr sjónvarpsmyndununn nýju sem byggðu á þáttunum frægu. •ú, að Burr látnum, er Barbara Hale, sem lék einkaritara Masons, Della Street, eini eftirlifandi leikar- inn úr fastaliði þáttanna. Hún er 71 árs. William Talman, sem lék ríkissaksóknarann Hamilton Bur- ger, lést úr lungnakrabba árið 1968 og William Hopper, sem lék rann- sóknarlögreglumanninn Paul Drake, lést úr hjartaáfalli árið 1970. Þegar Perry Mason hafði rannið sitt skeið á enda árið 1966 byijaði Burr á nýjum sjónvarpsþáttum sem fjölluðu um rannsóknalögreglu- manninn Ironside í San Francisco. Hann var bundinn við hjólastól en það aftraði honum ekki frá því að koma upp um glæpamenn af engu minni þrótti en Perry Mason gerði áður. Ironside vora sýndir í íslenska sjónvarpinu við talsverðar vinsæld- ir. Þeir luku göngu sinni vestra árið 1975 og eftir það tók Burr sér að mestu frí frá sjónvarpi og kvik- myndum þar til tíu áram seinna, árið 1985, að hann lék í fyrstu sjón- varpsmyndinni sem byggðu á hans frægasta hlutverki. Það hafði eng- inn gleymt lögfræðingnum þau 20 ár sem hann hafði verið fjarverandi og í Bandaríkjunum varð fyrsta Perry Mason-myndin vinsælasta sjónvarpsefnið það árið. Fleiri myndirf,fylgdu í kjölfarið, alls á þriðja tug, og bíða nokkrar þeirra sýninga hjá ríkissjónvarpinu en ein þeirra verður á dagskrá laugardag- inn 25. september. ^aymond William Stacy Burr fæddist árið 1917 í Bresku Kólumb- íu í Kanada en ólst upp í bænum Vallejo í Kalífomíu hjá afa sínum sem rak lítið hótel. Hann hætti í menntaskóla samkvæmt einni heimild en stundaði háskólanám, m.a. í Kalíforníuháskóla, sam- kvæmt öðram. Hann hóf að leika í kirkju eftir því sem sögur herma, eyddi sumri í leikhúsi í Toronto og var ráðinn í leikferðalag til Bret- lands. Hann gekk í bandaríska flot- ann í seinni heimsstyijöldinni en árið 1946 fór hann til Hollywood og lék í sinni fyrstu bíómynd, „San Quentin". A meðal eftirminnilegra hlutverka í bíómyndum má nefna sækjandann í „A Place in the Sun“ með Montgomery Clift, óþokkann í„A Cry in the Night“ með Natalie Wood og það sem hann er líklega frægastur fyrir í bíó; morðingjann sem James Stewart kemst illilega í kynni við í „Rear Window" eftir Alfred Hitchcock. Hann þótti henta best í hlutverk óþokkans en það er eitt af furðum skemmtanaiðnaðar- ins að maður sem hafði getið sér orð sem óþokki kvikmyndanna í áratug skyldi verða ljúfmennið Perry Mason á skjánum. Burr varð fyrir mörgum áföllum í einkalífi. Fyrsta eiginkona hans, leikkonan Annette Sutherland, lést í flugslysi árið 1943. Annað hjóna- band hans endaði með skilnaði og þriðja eiginkona hans lést úr krabbameini árið 1955. Tveimur árum áður missti hann einkason sinn, Michael Evan Burr, tíu ára gamlan úr hvítblæði. Burr lagði bandarískum hermönnum lið í bæði Kóreustríðinu - hann fór 15 sinnum til Kóreu - og Víetnamstríðinu en hann fór 13 sinnum til Víetnam, ekki sem skemmtikraftur heldur sem stjarna er heilsaði upp á her- mennina við vígstöðvárnar og á spítölum. i^aymond Burr og Perry Mason vora í hugum fólks sami maðurinn svo samsamaðist leikarinn hlutverki sínu. Burr verður minnst þegar rifj- uð verða upp fyrstu ár sjónvarpins „þegar fólk var að byija að kaupa sér sjónvarpstæki" og leitaði flest til lagarefsins eftir afþreyingu. Og hans verður minnst fyrir það að vera í hópi fyrstu leikaranna sem sjónvarpið gerði heimsfræga. Þau eru þar nokkur - fæst á lífí - eins og Lucille Ball, Robert Stack, David Janssen ofl. sem heimurinn kynntist í gegnum hina nýju tækni og not- færðu sér hina nýju tækni til að sigra heiminn. Mætti alltaf á sama tíma inni á stofugólfi viku eftir viku og ár eftir ár og skemmti áhorfend- um hvort sem það var með gríni, í réttarsal eða á flótta. Við eram ennþá að horfa á þétta fólk inni í stofu þótt það hafi skipt um nafn og útlit og grínið sé svolítið breytt og spennan hraðari. En samt kemur það aldrei aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.