Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 Frjálsi leikhópurinn sýnir Standandi pínu Þar sem trúarbrögð- in eru körfubolti Átök í skóla HÖRKULEGUR bandárískur leikur þar sem kennslustofan er lík- ust vígvelli. Gunnar Helgason í hlutverki óstýriláts nemanda og Felix Bergsson kennara sem gerir sér vonir um árangur. Skólasljóri og nemendur. Morgunblaðið/Svcrrír LEIKRITIÐ Standandi pína sem Fijálsi leikhópurinn frum- sýnir í Tjarnarbíói á sunnudag er eftir Bandaríkjamanninn Bill Cain. Verkið er í anda tímanna, fjallar á djarflegan hátt um átök í kaþólskum gagnfræða- skóla í New York. Þetta er skóli fyrir spænskumælandi drengi í einu af fátækrahverfum borg- arinnar. Vandamál hverfisins eru tekin með inn í kennslustof- una, en þau eru m. a. sundraðar fjölskyldur, eiturlyfjaneysla, dópsala og almenn deyfð. Höfundur Standandi pínu, Bill Cain, er leikstjóri og eftir hann munu ekki liggja fleiri leikrit en það sem íslenskir áhorfendur fá nú að kynnast í þýðingu Hallgríms Helgasonar og Magneu Hrannar Örvarsdóttur. Cain kenndi í fjögur ár í Iitlum spænskumælandi gagn- fræðaskóla í austurhluta New York. Áður hafði hann verið leik- hússtjóri hjá The Boston Shake- speare Company og leikstýrt fyrir Oregon Shakespearean Festival. Ofbeldi og ráðleysi Tónlistin í leikritinu er eftir Craig Sibley, en Ástrós Gunnars- dóttir hefur samið dansa. Stand- andi pína er svokallað „rapp-verk“ í stíl „Stand-up Comedy" sem er þróað leiklistarform í Bandaríkj- unum. í samtali við Morgunblaðið benti leikstjórinn, Halldór E. Lax- ness, á skyldleika þess við grísku harmleikina þar sem talkórar eru áberandi. Halldór leggur áherslu á að verkið höfði til allra, en sýn- ingin sé einkum sniðin fyrir leik- húsgesti á aldrinum 15-30 ára. Hann vildi ekki binda erindi verks- ins eingöngu við Bandaríkin eða „eyju í New York“ eins og hann komst að orði, sagði að því miður væri ofbeldi og ráðleysi að finna víðar. Hér heima færðist það í aukana eins og ljóst væri af frétt- um. Halldór bjó um árabil í Banda- ríkjunum og lærði þar leikstjórn. Hann sagðist hafa hrokkið við þegar hann kom heim í september 1990 ásamt bandarískri konu sinni. Hann hafði sagt henni að ofbeldi og glæpir þekktust varla á íslandi, en annað kom á daginn. Hröð atriði í Frjálsa leikhópnum eru at- vinnuleikarar, en þeir standa alveg á eigin fótum án styrkja. Uppsetn- ing verksins hefur því miðast við að verða ekki of kostnaðarsöm. Leikararnir, sem allir eru karl- kyns, bregða sér í ýmis hlutverk, leika konur þegar því er að skipta. Sum atriði leiksins eru afar hröð og kröfuhörð, ekki síst slagsmála- atriðin sem eru mörg. Felix Bergsson leikur nýjan kennara skólans, Tom Griffin, sem staðráðinn er í að bjarga að minnsta kosti einum nemanda frá glötun. Þennan nemanda, Lee, leikur Gunnar Helgason. Fjöl- skylda Lees getur ekki talist upp- örvandi fyrir hinn unga mann sem virðist þó eiga sér framtíð við skólaslit áður en harmleikurinn er allur. í öðrum hlutverkum, kennara og nemenda, eru Þorsteinn Bac- hmann, Gunnar Gunnsteinsson, Valgeir Skagfjörð, Þórir Bergs- son, Vilhjálmur Hjálmarsson, Rób- ert Aron Magnússon og Páll Ban- ine. Leikmynd og búningar eru eftir leikstjórann. Ljósahönnuður er Sveinn Benediktsson. . Firringin alræmda Það vekur athygli að í Stand- andi pínu þar sem skólinn er af reglu jesúíta má leggja trú óg vantrú að jöfnu. Firringin al- ræmda er nær alger í þessu um- hverfí. Vitna má í orð skólastjór- ans: „Þó þetta sé kaþólskur skóli vitum við allir að hin einu sönnu trúarbrögð hér eru körfuboltinn." Halldór E. Laxness sagði að leikritagerðin í Bandaríkjunum hefði vissa hefð, stuttar og hraðar senur, sem væri honum að skapi. „Sumir myndu halda því fram að Standandi pína væri ekki gott leik- rit, fremur kvikmyndahandrit, en höfundurinn gerir sér grein fyrir leikritun, getur leikið sér með þetta stutta form af því að hann er leikstjóri.“ Hann bætti við að í leikritinu væru brotnar reglur um. hvernig leikrit eigi að vera: „í höfði einnar persónunnar hljóma margar raddir, það sem við höfum alist upp við og er örlög okkar og við þurfum að losna undan. Þessi persóna „særir“ úr sér raddirnar.“ Halldór ítrekaði að höfundur- inn, Cain, kynni á leikhúsið: „Efni og form fara oft ekki saman hjá ungum höfundum. Form fylgir ekki efni og efni ekki formi. í Standandi pínu styður formið sjálft við efnið.“ J.H. Itrístilegt félag heilbrígöisstétta Fundur verður mánudaginn 20. september kl. 20.00 í safnaðar- heimili Laugarneskirkju. Efni fundarins: Er hugsjón KFH fyrir mig? Séra Magnús Björnsson og Guð- rún Dóra Guðmannsdóttir fjalla um efnið. Vitnisburðir. Kaffiveitingar. UTIYIST Hallveigarstig 1 • sími 614330 Dagsferð sunnud. 19. sept. Kl. 10.30. Skipsstígur. Um næstu helgi: Fimmvörðuháls. Gengið yfir Fimmvörðuháls frá Skógum og í Bása við Þórsmörk. Gist í Fimmvörðuskála. Fararstjóri Þráinn Þórisson. Síðasta ferð haustsins í Bása við Þórsmörk. Haust- litadýrð og náttúrufegurð Goöa- lands og Þórsmerkur er engu lík. Gönguferðir með fararstjóra, gist í velútbúnum skála. Sérstakt verðtilboð á þessari síðustu ferð. Nánari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. Sunnudagur: Almenn samkoma í dag kl. 16.30 með Judy Lynn. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Sunnudagsferðir 19. sept. 1. Kl. 13.00: Borgargangan (B-10): Reynisvatn - Ár- bær. 6-7 km ganga. Verð kr. 500. 2. Kl. 13.00: Heiðmörkfyr- ir alla fjölskylduna. Brottför með rútu frá BS(, austan- megin (eða Mörkinni 6) kl. 13 - verð kr. 500 - eða mæting í Ferðafélagsreitinn efst í Heiðmörk á eigin farar- tækjum fyrir kl. 13.30. Þátt- takendur fá afhent nýtt Heiðmerkurkort Skógrækt- arfélagsins. Boðið upp á stuttar fjölskyldugöngur f fylgd umsjónarmanna Heiðmerkur og fararstjóra FÍ. Fjölmennið! Þriðjudagurinn 21. sept. Opið hús. Heitt á könnunni. Lítið við. Ferðafélag íslands. SmU ouglýsingar I.O.O.F. 10 = 175920872= Hvítasunnukirkjan - Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. Samkoma kl. 11.00 árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Haldið verður framhaldsnám- skeið í næmi og heilun dagana 23. og 24. september (kvöld- námskeið). Meðal efnis: Grunn- skilningur á persónulegum spíritisma, kenningar og hagnýt notkun dulspeki, kenningar og hagnýt notkun kristalla o.fl. Leiðbeinendur verða bresku miölarnir Júne og Geoff Hughes. Skráning á skrifstofu félagsins í símum 18130 og 618130. Stjórnin. SÍK, KFUM/KFUK Háaleitisbraut 58-60 Almenn samkoma í upphafi vetr- arstarfs í kvöld kl. 20.30. Upphafsorð og bæn hefur Willy Petersen. Aðalsteinn Thorarensen, Anna Hilmarsdóttir og Linda Sjöfn Sig- urðardóttir tala. Leikræn tjáning. Starfsfólk í deildastarfi er sér- staklega boðið velkomið en sam- koman er öllum opin. líinhjflip Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barna- gæsla. Ræðumaður Mörður Traustason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. VEGURim F Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00 Samúel Ingimarsson talar, krakkastarf, barnakirkja o.fl. Almenn samkoma I kvöld kl. 20.00. Stefán N. Ágústsson prédikar. Athugiö breyttan sam- komutfma. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar: Mánudag kl. 20.00 Grunn- fræðsla. Miövikudag kl. 20.30 Samkoma í Óskakaffi, Selfossi. Föstudag kl. 20.30 Unglinga- samkoma (13-15 ára). Laugardag kl. 21.00 Samkoma fyrir ungt fólk (16 ára og eldri). „Drottinn blessar þá er óttast hann.“ ■f > Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Helgina 25. og 26. september verður haldið byrjendanámskeið í næmi og heilun. Meðal efnis: Saga spíritismans, kenningar og hagnýt notkun andlegs miðils- skapar og heilunar. Einnig verð- ur komið inn á efni varðandi ár- una, mismunandi tegund næmis og notkun kristalla kynnt. Leiðbeinendur verða bresku miðlarnir June og Geoff Hughes. Skráning á skrifstofu félagsins I símum 18130 og 618130. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. V > Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Kvöldnámskeið í Tarot-lestri verður 21. september kl. 20. Leiðbeinandi Geoff Hughes. Skráning á skrifstofu í símum 18130 og 618130. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. RæðumaðurVörðurTraustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður David Jenkins. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11. Einnig sam- koma í kvöld kl. 20.30. Jens Garnfeldt prédikar á báðum samkomunum. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á Omega kl. 14.30. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Breski miðillinn June Hughes verður með skyggnilýsingu á Sogavegi 69 mánudaginn 20. september kl. 20.30. Stjórnin. Spíritistafélag íslands Ingibjörg Þengilsdóttir verður með skyggnilýsingafundi eftirtalda daga: 20. sept., 4. okt., 11. okt., 1. nóv. Fjöldi á fund 15-20 manns. Upplýsingar og pantanir í síma 91-40734. Stjórnin. Svört gospelsamkoma ( Breiö- holtskirkju í kvöld kl. 20.30. Prédikun og tónlistaratriði í höndum gesta af Keflavíkurflug- veili. Auk þess taka Guðný og drengirnir nokkur lög. Allir hjartanlega velkomnir. ÉNýja postulakirkjan, Ármúla 23, 2. hæð Guðsþjónusta sunnudag, 19. sept., kl. 11.00. Holger Kirsc- hen, prestur messar. Hópur frá Bremen í heimsókn. ...þeir ræktu trúlega upp- fræðslu postulanna og samfé- lagið, brotning brauðsins og bænirnar. Verið velkomin í hús Drottins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.