Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 10
10 . . ...... MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 0 0 GRWDVOLLVR FLOKKSmS ER STERKUR Davíö Oddsson f orsætisráöherra í viótali um stööu Sjálf stæóisf lokksins eftir Ólaf Þ. Stephensen og Steingrím Sigurgeirsson / Myndir: Kristinn Ingvorsson RÚMLEGA tvö ár eru liðin frá því að Davíð Oddsson var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins. Á þessum tíma hefur margt gerst. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið úr stjórnarandstóðu í forystu ríkisstjórnar. Fyhji flokksins, samkvæmt skoðanakönn- unum, hefur á sama tíma minnkað stórlega. I næsta mánuði verður haldinn fyrsti landsfundur flokksins frá því Davíð Oddsson tók við embætti og Sjálfstæðisflokkur- inn fór í ríkisstjórn. Margir telja Sjálfstæðisflokkinn standa illa, meðal annars vegna slæmrar útkomu í skoðanakönnunum, deyfðar í flokksstarfi og erfiðleika við að koma stefnu sinni í framkvæmd, ekki sízt í ríkisfjármálum. Telja sumir jafnvel að erfitt sé að henda reiður á hver sé í raun stefna flokksins í ýmsum málum. Davíð Oddsspn ræðir stððu Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Morgunblaðið. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn í skoðana- könnunum hefur aldrei verið minna, ef frá er talinn sá stutti tími, sem Borgaraflokkurinn var upp á sitt bezta. í hverri könnuninni eftir aðra kemur fram að Fram- sóknarflokkurinn njóti mests fylgis. Frá kosn- ingum hefur fylgið dalað. Getur verið að Sjálf- stæðisflokkurinn sé að glata stöðu sinni sem stærsti flokkur þjóðarinnar, sem hann hefur verið frá stofnun? „Það dettur mér ekki í hug. Á hinn bóginn er erfitt að meta skoðanakannanir nema hafa samanburð við eitthvað annað. Þá verða menn að hafa í huga kannanir sem voru gerðar þeg- ar flokkurinnyar í stjórnáraðstöðu, ekki stjórn- arandstöðu. Árið 1977 mældist fylgi flokksins 49% um haustíð, en fór rétt niður undir 30% í kosningum, sem eru sú skoðanakönnun, sem máli skiptir. Ef við tökum næsta tímabil sem flokkurinn var í stjórnarforystu, 1987-1988, voru ekki þrengingar í landinu, heldur gríðar- legur afli, hátt verð og kaupmáttur jókst mik- ið. Það voru þægilegheit hjá fólki og fyrirtækj- um. Ég skoðaði kannanir á þessum tíma, og fylgistölur Sjálfstæðisflokksins eru á bilinu 28% til 33%. Þegar stjórnin sprakk var fylgið 26%. Fimm mánuðum seinna var Jlokkurinn, þá í stjórnarandstöðu, kominn upp í 39%. Þann- ig að sé þetta skoðað í þessu samhengi, hafa tölurnar undanfarna mánuði ekki verið óvenju- legar. Síðastliðna fimm mánuði er um að ræða örlítið betri tölur og 1987 til 1988, en fyrir það sem af er kjörtímabilinu í heild eru fylgis- tölurnar að meðaltali hærri. Framsóknarflokkurinn nýtur þess, með sama hætti og við gerðum áður, að vera í stjórnarandstöðu. Hér verður að hafa í huga að það hefur ekki gerst fyrr að skoðanakönnun hafi verið gerð, þegar Framsókn er í stjórnar- andstöðu, þeir eru nú í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tuttugu ár! Flokkurinn hefur sig að vísu lítið í frammi og það er sennilega kost- ur fyrir flokkinn. Við höfum hins vegar verið að gera mjög erfiða hluti og ekki veigrað okk- ur við því. Við erum á miðju kjörtímabili, í erfiðum aðgerðum og höfum tekið á miklum vanda, skorið niður afla, þrengt kjörin um 10% af því að það var nauðsynlegt, fært skatta frá fyrirtækjum yfir á almenning, en ekki ankið skatttekjur ríkisins. Við þessar aðstæður eru tölurnar svona. Ég tel þess vegna að sú grund- vallarforsenda að Sjálfstæðisflokkurinn sé í hugum þjóðarinnar sá flokkur, sem flestir vilja fylkja sér um, standist. Ég er ekki í vafa um að þegar nær dregur kosningum og sú skoð- anakönnun, sem máli skiptir, er framundan, munu þessar tölur sýna sig. Við getum bent á að árangur er að koma í ljós á mörgum sviðum, þrátt fyrir að þorskaflinn sé lítill, og það held ég að fólk muni skynja." — Núna hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ekki keppinaut með sama hætti og 1987- 1988, þegar Borgaraflokk'urinn var nýbúinn að hafa þriðjung fylgisins af Sjálfstæðisflokkn- um. „Það er rétt, en ég bendi á að fyrir kosning- arnar fékk Borgaraflokkurinn 19% í skoðana- könnunum. I kosningunum var hann nær 10%. í skoðanakönnunum var Borgaraflokkurinn hins vegar fljótlega kominn niður í eitt prósent og var flokkur án fylgis. Við stóðum verr þá en núna, þrátt fyrir mun betra efnahags- ástand. En meginatriðið er hvort við eigum að laga okkur að skoðanakönnunum eða treysta því að ef við stöndum okkur sæmilega og höfum úthald, lagi skoðanakannanirnar sig að okkur. Ég kýs fremur að það gerist með þeim hætti. Við eigum ekki að reyna að elta kannanirnar, og ekki heldur að hafna þeim sem fásinnu. Þær sýna ákveðna stemningu, en þær eru enginn dómur." I asi;il >lf»ic> er sterkl — Ef við lítum yfir undanfarinn áratug, er samt margt sem bendir til að meðalfylgi flokks- ins og áhrif fari dvínandi. Getur verið að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi við svipuð vandamál að stríða og stórir flokkar í Evrópu, sem hafa veikzt á undanförnum árum? Því er haldið fram að flokkshollusta skipti æ minna máli og menn kjósi frekar eftir málefnum og frammistöðu forystumanna. Flokkarnir geti ekki lengur gengið að fastafylginu vísu eins og þeir gerðu áður. Annars staðar í Evrópu hafa margir flokkar reynt að bregðast við þessu með nýjum vinnubrögðum og stöðugu endurmati á stefnu sinni og framsetningu hennar. Það verður ekki séð að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á neinn hátt brugðizt við dalandi fylgi. Af hverju ekki? „Þegar menn tala um dvínandi fylgi eru þeir að miða við þessar skoðanakannanir. Ég sé engin merki þess að kosningafylgi Sjálfstæð- isflokksins verði ekki á svipuðum nótum og það hefur verið. Við fórum síðast í 38% úr 27% og það er nokkurn veginn meðalfylgi flokks- ins. Samkvæmt nýjustu könnun hefur fylgi Sjálfstæðisflokks minnkað úr rúmum 38% í 33 frá síðustu kosningum, eða um 15%. Fylgi Alþýðuflokks hefur minnkað úr 15 í 10%, eða um 35% og Alþýðubandalags úr 18 í rúm 10, eða um 45% og er sá flokkur þó í stjórnarand- stöðu. Hér er oft talað um að stjórnmálaflokkarnir séu að verða úreltir, og það étur hver upp eftir öðrum. Maður rekst á þessa skoðun í leið- urum DV ef maður ber við að lesa þá. Albert Guðmundsson hefur haldið þessu fram. Hann stofnaði stjórnmálaflokk sem varð úreltur á nokkrum vikum! Þessi umræða á sér ekki stað annars staðar. Sumir segja að Sjálfstæðisflokk- urinn sé orðinn ónauðsynlegur, af því að hann hafi unnið sigur í öllum sínum málum. Kom- múnisminn sé að hrynja. Sambandið sé ekki ógnvaldur í atvinnulífinu heldur ðlmusumaður. Af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft rétt fyrir sér, sé hann orðinn úreltur. Nú viður- kenni langflestir að markaðslausnir eigi að vera ríkjandi, þótt hagkerfið kunni að eiga að vera blandað, og þess vegna sé flokkurinn óþarfur. Áhugi fólks á stjórnmálaflokkum minnki. Horft frá bæjardyrum Sjálfstæðisflokksins, þá fjölgar flokksmönnum en fækkar ekki, þrátt fyrir andbyr í skoðanakönnunum. Fastafylgið virðist því vera sterkt og ákveðið og ánægt með flokkinn í sjálfu sér. Við sjáum þessi tákn því ekki varðandi þátttöku í flokknum. Megin- sjónarmið Sjálfstæðisflokkins hafa náð fram að ganga, önnur sjónarmið hafa látið undan, að minnsta kosti í orði. Ég held að þau kraumi samt áfram undir. Hinir flokkarnir fjórir kalla sig félagshyggjuflokka, sem er í raun þýðing á sósíalistaflokki. Framsóknarflokkurinn myndi annars staðar kallast borgaraflokkur, 'en lítur alltaf á sig sem félagshyggjuflokk í þessu landi. Hann h'tur yfirleitt á það sem undantekningu að vera í stjórn með Sjálfstæð- isflokknum; eins og hálfgert framhjáhald frá félagshyggjunni. í raun ætti Framsóknarflokk- urinn að hafa glatað þessari trú, því að félags- hyggjan hefur tapað í veröldinni. Hitt er svo annað mál að það er orðið þýðing- arminna fyrir persónulegan frama manna og aðstöðu að vera undir handarjaðri stjórnmála- flokka og það er kostur. Það hefur Sjálfstæðis- flokkurinn viljað, og að því leyti er fagnaðar- efni og í samræmi við stefnu flokksins að áhrif flokka hafa minnkað að þessu leyti." Varisl eílirlíkiiiíiar — Sundurgreining á niðurstöðum skoðana- kannana sýnir samt að fylgi Sjálfstæðisflokks- ins, líkt og annarra flokka, hefur verið tals- vert á flakki, jafnvel frá síðustu kosningum. Eins og þú segir, hefur hrun kommúnismans breytt ýmsu í pólitík, en sumir myndu setja þetta upp með öðrum hætti og segja sem svo að-hægribylgjan, sem reið yfir á seinasta ára- tug, sé í rénun. Margir hægriflokkar eiga í vandræðum með sjálfa sig, einmitt vegna hruns kommúnismans. Andstaðan við kommúnis- mann er ekki lengur það bindiefni, sem hún var í Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að hinir flokkarnir hafa í meira og minna mæli tekið upp markaðsbúskaparstefnu, sem gerir hefð- bundnum kjósendum Sjálfstæðisflokksins auð- veldara fyrir að kjósa aðra flokka. Hver er þá sérstaða Sjálfstæðisflokksins? Hver verður hin borgaralega stefna 21. aldarinnar, nýja bindi- efnið í Sjálfstæðisflokknum? „Hið einfalda svar er: Varizt eftirlíkingar. í síðustu kosningum sögðu alþýðuflokksmenn að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga stefnu og ætti að fá sér nýja, af því að Alþýðuflokkurinn væri að nálgast hina gömlu stefnu Sjálfstæðis- flokksins og hefði gefizt upp á sinni eigin. Þótt ég sé stjórnmálamaður að atvinnu tel ég að sé það svo að flokkur hafí gengið sér til húðar, hvort sem það er minn flokkur eða ein- hver annar, þá sé það bara þannig og menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Þá sé hans ekki lengur þörf og sú þjóðfélagsskipun sé orðin trygg í sessi, að hans þurfi ekki með. Þetta á hins vegar ekki við um Sjálfstæðis- flokkinn. Ég fylgist með umræðum í þinginu og heyri hvernig menn tala. Hér er viðvarandi og vakandi áhugi til ríkisafskipta hjá félags- hyggjuflokkunum. Þegar þessi stjórn hefur farið í niðurskurð — þótt hann sé ekki nægur — hefur það mætt harðri andstöðu flokka, sem ekkert vilja á sig leggja og yfirbjóða ætíð í útgjöldum. Þeir trúa statt og stöðugt á mátt ríkisforsjár og miðstýringar, þótt þeir séu farn- ir að nota nýtt orðalag. Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn sögðust fyrir síðustu kosningar ætla að hækka skatta stórkostlega. Við hðfum átt erfitt um vik, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað gefa sig í þeim efnum. Við viljum ekki hækka heildar- skattbyrðina. Við höfum fært til skatta, en þeir hafa ekki gengið til ríkisins, heldur á milli fólks og fyrirtækja. Þannig hefði ekki verið unnið, hefðum við ekki verið hér í stjórn- arráðinu. Eg er ekki viss um að fólk skynji þetta. Eftirlíkingarnar eru lélegar og þeim er ekki treystandi. Fólk, sem kaupir úr, sem líta lag- lega út, af götusala á Spáni sér fljótlega að þau stoppa, þótt þau fari vel á hendi." — Höldum okkur áfram við málflutning þeirra, sem segja tilverugrundvöll Sjálfstæðis- flokksins brostinn. Þótt það eigi kannski ekki við að þínu mati, er ekki eitthvað til í því sem sagt er að íslenzka flokkakerfið sé úr sér geng- ið? Nýjar átakalínur séu að myndast. Hðparn- ir, sem hafa myndað Sjálfstæðisflokkinn, eigi ekki heima í bandalagi lengur. Evrópusinnar og talsmenn neytendasjónarmiða, frjálsræðis í viðskiptum og þjóðareignar á fiskimiðum eigi frekar heima með hluta af Alþýðuflokknum og bændur og kvótamenn með hluta af Fram- sóknarflokknum. Hafa menn ekki fram til þessa breitt yfir þetta tvíeðli Sjálfstæðisflokks- ins vegna stærri hagsmuna og annarrar bar- áttu? Getur verið raunhæft að spá því að flokkakerfið muni riðlast hér á íslandi? _ „Þetta hefur Iengi verið kenning Alþýðu- flokksins. Hann hefur öfundazt yfir því að vera smáflokkur á íslenzkan mælikvarða. Hann hefur líka hagað sér eins og smáflokk- ur og vill ota saman hagsmunum á sviðum, þar sem hann hefur engra hagsmuna að gæta af því að hannvantar breidd. Ekkert bendir til þess í mínum huga að þessi kenning eigi sér stoð í veruleikanum. Flokkur eins og Alþýðuflokkurinn getur alltaf blásið upp ein- stök mál. í þessu máli varðandi innflutning skinku hefur hann til dæmis reynt að gera ákvarðanir tortryggilegar. Alþýðuflokkurinn hefur því miður verið óheiðarlegur í því máli, og það er í fyrsta sinn í þessu stjórnarsam- starfi sem hann er virkilega óheiðarlegur, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.