Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 11
„9P MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 11 ■ „Vid viljum ekki hækka heildarskatlbyróina . . . Þannig hefói ekki verió unnió, hefóum vió ekki verió hér í sljórnarráóinu.u mínu viti. Fyrir flokk með 10% atkvæða, gagn- vart flokki sem að jafnaði hefur um 40% at- kvæða, er mjög freistandi að taka mál af þessu tagi og reyna að gera stóra flokkinn tortryggilegan. Þótt hann fái ekki nema brot af því fylgi, sem hinn flokkurinn hefur, vegur það þungt hjá minni flokknum og hann getur fallið í freistingu. Styrkur íslenzka flokkakerfisins er sá, að þar hefur verið einn sæmilega stór flokkur, sem hefur talið sér skylt að leita sátta og jafn- vægis. Hugtakið stétt með stétt hefur nefni- lega verið grundvallarhugtak í Sjálfstæðis- flokknum. Við gætum aldrei talað með sömu lítilsvirðingu til stéttar eins og bændastéttar- innar, þótt hún sé fámenn, eins og Alþýðuflokk- urinn leyfir sér að gera. Það myndi stríða gegn þessari samkenndarhugsjón Sjálfstæðis- flokksins að etja stéttum þannig saman. Ég er sannfærður um að slíks flokks er þörf. En nvað nSfúr gSrZ-t bjnum megin. Þar eru félagshyggjuflokkarnir dinglandi, nánast með sömu stefnuna í flestum málum en þurfa þó hver um sig að sýna einhveija sérstöðu. Spurn- ingin er miklu frekar sú hvort þessar breyting- ar; hrun Sambandsins og hrun Sovétríkjanna, séu ekki tilefni til að þessir flokkar komi sér nú saman í eina sæng og hætti að vera með þessi látalæti. Það er miklu eðlilegri spurning en sú, hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að klofna. Hvergi annars staðar er spurt hvort flokkurinn, sem hefur unnið hugmyndastríðið, eigi að draga upp uppgjafarfánann. Það era miklu frekar hinir, sem hafa tapað stríðinu, sem eiga að endurmeta grandvöll sinn. Þetta þýðir-ekki að sjálfstæðismenn eigi að hreykja sér og segja: Við höfðum rétt fyrir okkur, meira þurfum við ekki. Sjálfstæðishugtakið, sem við byggjum tilvera okkar á, hefur þró- azt. Á sínum tíma var meginhlutinn af því hugtaki sjálfstæði landsins og endanlegt full- veldi. Síðan hefur það breytzt í sjálfstæði ein- staklinga. Við teljum að grandvöllurinn að því felist í ákveðnum viðhorfum, en ekki patent- lausnum. Þessi þáttur mun fá aukið vægi, en um leið munu menn leggja nýja áherzlu á fyrra gildið, um sjálfytæði þjóðar. Menn þurfa að hugsa um það upp á nýtt í þessari veröld, sem hefur skroppið saman. Ég hef því trú á að tilverugrundvöllur Sjálf- stæðisflokksins sé sterkur og jafnvel sterkari en oftast áður. Þeir, sem tala um að flokkakerf- ið sé að riðlast og eigi að riðlast, era ekki sízt einstaka menn, sem hafa dottið upp fyrir og hrokkið út af framabraut í Sjálfstæðisflokknum og una því ekki. En þeir hafa ekki lög að mæla.“ Uppákomur móti ekki stcfnu — En er ekki ein helzta ástæða þess að kenningar af þessu tagi hljóta hljómgrann hjá ýmsum sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft framkvæði að því að fínna leiðir til að sætta til dæmis sjónarmið neytenda og bænda, kvótaeigenda og annarra? „Hvað fyrra atriðið varðar, var það einmitt innan Sjálfstæðisflokksins, og það sýnir styrk þessa flokks, sem neytendur og bændur náðu samstöðu um það með hvaða hætti þeir vildu laga sig að framtíðnni. Það er sátt um það í Sjálfstæðisflokknum að landbúnaðurinn mun laga sig að þörfum neyzlunnar. Það er einnig sátt um að bændur fái ákveðinn aðlögunartíma í því sambandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgt því fast fram að ekki verði lagður steinn í götu frjálsra viðskipta, til dæmis í GATT. Þvert á móti höfum við sagt við bændur að þeir verði að búa sig undir aukið fijálsræði. En það er fáránlegt að láta einhveija uppá- komu, eins og innflutning Hagkaups á skinku og það að því sé haldið fram að innflutningslög- um hafí verið breytt í plati haustið 1992 án þess að segja frá því, breyta eðli landbúnaðar- stefnunnar. Hins vegar hefur tekizt, og það finnst mér óskammfeilið, að sýna fram á að þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji halda þau sjónarmið í heiðri, sem samið hefur verið um, sé hann í raun að reyna að viðhalda hér óbreyttu ástandi í landbúnaði. Því er langt íjarri. Enginn treystir Alþýðuflokknum í land- búnaðarmálum, og þess vegna er hann ófær um að ná nokkurri sátt um þau. Þetta vita allir og líka Alþýðuflokkurinn sjálfur. Hann getur gert okkur tortryggilega gagnvart neyt- endum og þar fram eftir götunum, en hann getur ekki leyst málið. Það getur hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn, af því að hann hefur náð sátt innan sinna raða.“ — Þú segir að á vettvangi Sjálfstæðisflokks- ins hafi menn leitazt við að ná sáttum um grundvallaratriði. Má ekki setja spumingar- merki við þær sættir? Sjálfstæðisflokkurinn hefur í meira en sextíu ár litið á sig sem breið- fylkingu borgaralegra afla, og var stofnaður sem bandalag borgara gegn stéttaflokkunum. Nú virðist hins vegar margt benda til að hann sé fremur bandalag nokkurra stétta eða sér- hagsmunahópa, fremur en heildarsjónarmiða. Menn segja sem svo að flokkurinn sé málsvari séreignar á kvóta en ekki þjóðareignar á físki- miðum, fulltrúi verzlunarstéttar en ekki kaup- enda, bændastéttar en ekki neytenda og jafn- vel eyðenda skattpeninga fremur en greið- enda. Getur ekki verið að þetta sé að grafa undan Sjálfstæðisflokknum sem fjöldaflokki? Það er bent á að ráðherrar flokksins taki af- stöðu með landbúnaðinum en ekki neytendum. Það er bullandi ágreiningur um stefnuna í sjáv- arútvegsmálum og þar hafa sjálfstæðismenn ekki náð saman. Getur til dæmis það fyrir- komulag á sjávarútvegsmálum, sem byggir á Þróunarsjóði sjávarútvegsins, orðið endanleg lausn? „Eins og ég sagði, hefur Sjálfstæðisflokkur- inn beitt sér fyrir því í landbúnaðarmálum að sjónarmið neytenda muni vega þyngra í fram- tíðinni. Á hinn bóginn hefur Sjálfstæðisflokkur- inn aldrei viljað ganga þá leið, sem sumir hafa prédikað, að leggja niður íslenzkan iandbúnað. Engri þjóð dettur slíkt í hug. Það er ákveðið öryggisatriði að hafa grundvallarlandbúnað í landinu. Allar þjóðir gera ráð fyrir að slíkt fyrirkomulag þurfí að styrkja. Við höfum styrkt það heldur meira, en þó ekki mikið meira, en aðrar þjóðir. Við erum að ná ákveðnum jöfnuði í þeim stuðningi á síðustu tveimur áram og það eiga menn að meta. Engum dettur í hug að leggja niður innlendan landbúnað, nema kannski einhveijum í Alþýðuflokknum og Jón- asi Kristjánssyni. En það eru öfl, sem ekki munu móta stefnu neins staðar, því að þetta er öfgastefna. Það er rétt að átök hafa verið um sjávarút- vegsmálin. Stjómarflokkarnir hafa náð sam- stöðu um málið, sem raunar hafði ekki verið búizt við- Menn töluðu um sjávarútvegsmálin sem tímasprengju í stjórnarsamstarfínu. Hún var afstillt og flokkamir náðu samkomulagi. Kannski var hvorugur flokkurinn alveg sáttur við það samkomulag, en samkom.ulag var það. Við skulum líka gera okkur grein fyrir því að það er margfalt erfiðara að gera grandvallar- breytingar í atvinnugrein eins og þessari þegar hún á jafnmikið undir högg að sækja og núna. Þegar menn vora að tala saman fyrir tveimur áram datt engum í hug að nú yrði þorskitvót- inn kominn úr 350 þúsund tonnum niður í 150 þúsund tonn. Ég hugsa að mönnum hefðu bara fallizt hendur fyrirfram, hefðu þeir séð fyrir að þeir ættu að ganga í gegnum það. En menn hafa gengið í gegnum það og era að standa það af sér. Það er dálítið merkilegt. Ég fullyrði að engin ríkisstjórn önnur — síst þriggja flokka vinstri stjórn — hefði staðið svona af sér. Engin.“ Flokksstarfiö setiö á hakanum — Það er þekkt gagnrýni á Sjálfstæðisflokk- inn meðal almennra flokksmanna að flokksfor- ystan eigi erfítt með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við flokksmenn og kjósend- ur. Af hveiju hafa nýjar boðleiðir til kjósenda, til dæmis í gegnum ýmsa fjölmiðla, ekki verið nýttar betur? „Það er enginn vafi á að þar hafa menn verið klaufar. Menn hafa ekki lagað sig að þeim veraleika að til að mynda Morgunblaðið, sem áður studdi flokkinn mjög vel, hefur breytt um afstöðu í þeim efnum, eins og blaðið hefur auðvitað fullan rétt á. En forystumenn flokks- ins — ekki sízt ég — hafa ekki haft lag á að nýta sér aðra fjölmiðla með nægilega góðum hætti. Þar þarf að bæta úr, það er ekki vafi.“ —Flokksstarf Sjálfstæðisflokksins hefur ver- ið í lágmarki síðustu misserin. Engin málef- naumræða virðist eiga sér stað innan flokksins nema rútínuvinna fyrir landsfund. Það er eng- in geijun í málefnalegri umræðu. Annað flokksstarf hefur verið í lágmarki. Er þetta ekki áhyggjuefni að þínu mati? „Það er mikið til í þessu og umhugsunar- efni fyrir okkur. Reyndar hefur það gerzt áður að þegar flokkurinn er í ríkisstjórn færist umræðan að nokkra leyti úr flokkskerfínu inn í þingflokkinn og ráðherrahópinn og þrengist þess vegna. Ég tók þátt í því sem ungur mað- ur að gagnrýna forystumenn flokksins einmitt fyrir að þetta gerðist. Þeir svöraðu líkt og ég myndi svara í dag, að þeir væra á fleygiferð að tala við menn alla daga, hafa samráð og samband við flokksmenn. En þrátt fyrir að vera allur af vilja gerður, rek ég mig á að það er tiltölulega þröngur hópur manna, þegar upp er staðið, sem ég hef samband við, kannski tugir manna. Fyrir flokk, sem byggir á fylgi þúsunda, er það vandamál. Við höfum lent í miklum erfíðleikum og það hefur tekið mikinn tíma frá forystumönnum flokksins. Bæði formaður og varaformaður flokksins era í mjög kreíjandi ráðherraembætt- um við þessar aðstæður og það er enginn vafí á að flokkstarfíð hefur setið á hakanum fyrir vikið. Ég vænti þess að þegar nær dregur tvennum kosningum, sveitarstjóma-. og þing- kosningum, muni flokksstarfið fara af stað á nýjan leik og að því verður unnið. En ég hygg að þessi gagnrýni sé réttmæt, hvað varðar fyrri hluta kjörtímabilsins." — Margir almennir flokksmenn kvarta und- an því að hafa fá tækifæri til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri við flokksforystuna. Sú gagnrýni heyrist sömuleiðis að flokksforyst- an sé búin að byggja sér eins konar sprengju- byrgi jámanna og skilgreini flesta utanaðkom- andi sem varasama aðila. Hvað segir þú um þessa gagnrýni? — „Þetta hef ég ekki heyrt, en þetta er líka mjög hefðbundin túlkun á stöðu flokksform- annsins. Ég man eftir því sem ungur maður, hvernig var taiaö iil uæiTiÍS UIH Bjarna Bene- diktsson, að ég tali nú ekki um Geir Hallgríms- son, sem átti bara að tala við fjóra eða fimm, eins og stundum heyrðist sagt. Þetta var auð- vitað bábilja og vitleysa og ég hygg að þessir tveir forystumenn hafí ekki verið þeirrar skoð- unar að þeir vildu hafa eintóma jámenn í kring- um sig. Þannig er ekki heldur með mig. Sá hópur, sem ég umgengst mest, lætur mig heyra mð þegar hann telur að ég sé á röngu róli, sem iðulega er talið. Ekki vantar heldur gagn- rýni annars staðar úr þjóðfélaginu, þannig að hún kemst mjög vel til skila, hvort sem manni fínnst hún sanngjörn eða ósanngjörn. Senni- lega er hún oftar sanngjörn, en stundum er hún ósanngjöm." Vcröur aö taka miö af miö|unni — Höldum áfram að vitna í gagnrýnisradd- ir á flokksforystuna. Er það tilfellið að erfítt sé að festa hendur á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í seinni tíð vegna þess að flokksforystan hafí sjálf ekki fastmótaða stefnu eða skýra pólitíska sýn? Fyrir hvað stendur núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins? Hver er hennar pólitíska sannfæring? „Andstæðingamir hafa haldið því fram, og reyndar einstaka sjálfstæðismenn, að fijáls- hyggjumennimir hafí náð tökum á flokknum. Mig minnir að Steingrímur hafi kallað mig eitthvað í ætt við sjóðvitlausan fijálshyggju- mann. Á hinn bóginn er eðli. flokksins með þeim hætti að formaður flokksins getur ekki látið sín sjónarmið ein ráða ferðinni. Hann verður að taka nokkurt mið af því hvar miðjan í flokknum liggur hveiju sinni. Þótt hann leiði flokkinn, verður hann jafnframt að gæta þess að ganga ekki á svig við stóran hluta flokks- ins. Það era örlög formanns á hveijum tíma, og líka örlög forsætisráðherra í stjórnarsam- starfí. Hann getur ekki leyft sér að taka alger- lega mið af stefnu Sjálfstæðisflokksins, ef hann er úr Sjáifstæðisflokknum, heldur verður hann að reyna að fara bil beggja. Það hef ég gert í þessu stjómarsamstarfi. Stundum hef ég verið vændur um að taka of mikið mið af hagsmunum og sjónarmiðum kratanna. Það fæ ég iðulega að heyra hjá þingbræðrum mín- um. Þess vegna þykir mér ósanngjamt hvem- ig Alþýðuflokkurinn kemur fram í skinkumál- inu svokallaða og ég tel að hann standist ekki freistingar. Hann telur að hægt sé að gera Sjálfstæðisflokkinn tortryggilegan hjá neyt- endum hér í Reykjavík, þar sem ég er fyrsti þingmaður. Það er veikleikamerki að standast ekki freistingar, en það er skiljanlegt rnerki." — I framhaldi af síðustu spurningu — nú stendur landsfundur Sjálfstæðisflokksins fyrir dyrum í haust. Munt þú, sem flokksformaður, leggja áherzlu á eina útkomu fremur en aðra í málefnastarfi landsfundarins. Hvaða mál tel- ur þú að mikilvægast sé að nái þar fram að ganga? „Landsfundurinn mun ekki snúast um neitt eitt mál, enda hefur það aidrei verið svo. Ég held hins vegar að það sé mikilvægt fyrir okk- ur að skynja okkur sjálf á nýjan leik, þegar við höfum verið í stjórnarsamstarfi í tvö ár. Ég lagði áherzlu á það þegar ég gaf kost á mér til formanns fyrir tveimur árum, að áhrif flokksins í stjómmálum hefðu verið of lítil. Honum var hent út úr stjómarráðinu með mjög ógeðfelldum hætti, niðurlægjandi hætti fyrir flokkinn að mínu viti, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ég taldi nauðsynlegt að flokkur- inn yrði í stjórn, og helzt í forystu í þeirri stjóm, eftir þær kosningar sem vora framundan. Það gekk eftir. Aðeins tveimur mánuðum síðar var flokkurinn kominn í stjórnarforystu. Ég tel að í þeirri stjóm hafi flokkurinn í meginatriðum fylgt fram sjónarmiðum sínum, gagnvart skattamálum, efnahagsmálum í heild, stefn- unni varðandi ríkissjóðshallann þótt ekki hafi allt gengið eftir vegna þess að tekjur hafa tapazt. Það hefur átt sér stað gríðarlegur sparnaður, meðal annars hefur ársverkum hjá ríkinu fækkað veralega, sem er árangur sem ekki hefur náðst áður. Þess háttar stefnumið hafa náðst fram, þótt annað hafí kannski geng- ið hægar. Við þurfum að ná sáttum, og ég vona að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.