Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 EFNI Ovissa um afgreiðslu á kalkún KALKÚNAKJÖT það sem Jóhann- es Jónsson kaupmaður í Bónus ætlar að flytja inn kemur með flugi til landsins í dag að sögn Jóhannesar. Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir í viðtali við Tímann í gær (laugardag) að utan- ríkisráðherra hafi ekki forræði yfir innflutningsmálum á Kefla- víkurflugvelli. í viðtalinu er forsætisráðherra spurður hvort þetta mál valdi stjóm- arslitum í kjölfar skinkumálsins þar sem búast megi við að að utanríkis- ráðherra heimili innflutning kalkúna- læranna sem æðsti yfirmaður tolla- mála á Keflavíkurflugvelli. „Nei, ég á ekki von á að stjómin springi út af kalkúnalæri. Á hinn bóginn er það svo að það em ein.lög í landinu varð- andi þessi efni. Forræði utanríkisráð- herra yfír málum á Keflavíkurflug- velli byggjast eingöngu á þáttum sem snúa að öryggi landsins og sambúð- arinnar við erlent vamarlið og hefur í raun ekkert með innflutningsmál að gera þannig að sú embættissýsla breytir ekki lögum í landinu. Það er því bara sjálfstætt mat hvort þessi innflutningur er heimill samkvæmt þeim reglum sem gilda eða ekki,“ svarar Davíð. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra vildi ekki tjá sig um mál- ið er Morgunblaðið 'bar þessi um- mæli undir hann í gær. Morgunblaðið/Sverrir * Góð aðsókn að Islenzku sjávarútvegssýningunni MIKIL aðsókn hefur verið að íslenzku sjávarútvegssýningunni síð- ustu daga, en á föstudag komu um 2.500 manns á hana. AIls er búizt við allt að 12.000 sýningargestum, en síðasti sýningardagur er í dag, sunnudag. Útlendingar setja mikinn svip á sýninguna, bæði sýnendur og gestir. Hér eru írarnir Seamus Hayden, Seamus Tully og Martin Howley frá Swan Net ásamt Birki Agnarssyni fram- kvæmdastjóra Netagerðarinnar Ingólfs hf. í Vestmannaeyjum að ræða málin. Nokkuð hefur verið um beina sölu á sýningunni og undirritun samninga, sem hafa verið vel á veg komnir. Sem dæmi um gang mála má einnig nefna að á sýningunni á föstudag voru seld um 40 tonn af fiski á fjarskiptauppboði hjá Reiknistofu Fisk- markaða. Fiskurinn var á uppboði á ísafírði og Grindavík, en keyptur í Laugardalshöll. * Utvarpsréttarnefnd Formaðurinn segir af sér ÞORBJÖRN Broddason formað- ur Útvarpsréttarnefndar hefur sagt af sér sem formaður nefnd- arinnar í kjölfar samþykktar nefndarinnar að veita Islenska útvarpsfélaginu bráðabirgða- leyfi til endurvarps á þremur sjónvarpsrásum. I atkvæða- greiðslu um málið klofnaði nefndin í fyrsta skipti í sögu hennar og var. samþykkt að veita bráðabirgðaleyfið með fjórum atkvæðum gegn þremur. Auk Þorbjörns var varaformaður nefndarinnar, Ingvar Gíslason, einnig á móti. Sem kunnugt er af fréttum var íslenska útvarpsfélaginu úthlutað fímm rásum til endurvarps í sumar en önnur félög fengu vilyrði fyrir fimm rásum. Nýlega fór íslenska útvarpsfélagið svo fram á að fá þijár rásir í viðbót til bráðabirgða meðan þær væru ekki í notkun annarsstaðar og það samþykkti nefndin með fyrrgreindum hætti. Stenst ekki lagalega Þorbjöm Broddason segir að lög heimili ekki veitingu bráðabirgða- leyfis og þótt þau banni það ekki heldur telur hann að ekki sé hægt að gera samning um slík leyfí á grundvelli núverandi laga. „Ég stóð því frammi fyrir að ég treysti mér ekki sem formaður nefndarinnar að framfylgja samþykktum henn- ar,“ segir Þorbjöm. Innistæður í bankastofnunum vantaldar um 70 milljarða í skattframtölum Bankar þurfa ekki að gefa skattyfirvöldum upplýsingar ÁSTÆÐA þess að peningalegar eignir eru vantaldar um 70 milljarða króna í skattframtölum er sú að bankastofnunum ber ekki að miðla upplýsingum þar að lútandi til skattyfirvalda, eins og til dæmis skylt er varðandi launagreiðslur og hlutafjár- eign, að mati Indriða H. Þorlákssonar, skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu, en hann sat í nefnd sem gerði tillögur um samræmdan eignatelguskatt á síðasta ári. Nefndin gerði að til- lögu sinni að bankastofnunun yrði gert að gefa skattyfirvöldum þessar upplýsingar Samkvæmt lögum eru allar I eignir framtalsskyldar, þó þær séu eignir þar meðtaldar peningalegar I einungis að takmörkuðu leyti skattskyldar. Þannig eru inneignir í bönkum ekki skattskyldar og sama gildir um skuldabréf ríkis- sjóðs. Með samanburði á innistæð- um í bönkum og eignum í verð- bréfum að mati Seðlabankans og eignum í landsframtalinu hins veg- ar komst nefndin að þeirri niður- stöðu að 70 milljarðar króna væru vantaldir í skattaframtölum. Indriði sagði að nefndin hefði lagt til að það yrði sams konar Kristján Loftsson leggst gegn ráðningn Jóns Ásgeirs f vitorði með grænfrið- imgnm í tilraun til sjóráns KRISTJÁN Loftsson, s<jórnarformaður Olíufélagsins hf., segist aldrei geta stuðlað að því að menn, sem hefðu verið „í vitorði með erlendum aðilum um tilraun til sjóráns á íslensku skipi í erlendri höfn, yrðu ráðnir ritstjórar við óháð dagblað á íslandi", eins og hann orðaði það. í Morgunblaðinu í gær er birt yfirlýsing Jóns Ásgeirs Sigurðssonar um að hann hafi dregið umsókn sína um starf ritstjóra Tímans til baka og segir ástæðuna þá að Kristján Loftsson hefði sett það að skil- yrði fyrir hlutafjárframlagi Olíufélagsins til Mótvægis, útgáfufélags Tímans, og leigu á húsnæði til blaðsins, að hann yrði ekki ráðinn rit- stjóri, af þeirri ástæðu að Kristjáni sé í nöp við fréttaflutning Jóns Asgeirs af hvalamálinu. Kristján sagði að forráðamenn Mótvægis hefðu óskað eftir við 01- íufélagið að það keýpti hlutafé í fé- laginu og hefði verið fallist á að kaupa nokkurra milljóna kr. hlut sem væri innan við 10% af heildarhlutafé þess. „Síðan fór að kvisast út hveijir hefðu sótt um starf ritstjóra og þá heyrðist að Jón Ásgeir Sigurðsson væri meðal umsækjenda. Eg sagði það sem mína skoðun á honum að ég myndi aldrei taka þátt í að ráða mann ritstjóra að óháðu dagblaði sem hefur verið í vitorði með aðilum á erlendri grund að skipuleggja sjó- rán á íslensku skipi,“ sagði Kristján. Aðspurður hvað hann ætti við sagðist Kristján vera að vísa til þess þegar félagar í Greenpeace-samtök- unum hefðu skipulagt aðgerðir sem gengu út á að ryðjast um borð í eitt skipa skipadeildar Sambandsins fyrir nokkrum árum er það var að leggj- ast að bryggju að nóttu Ll í Banda- ríkjunum. Þá hefði Jón Ásgeir verið í fylgd með Greenpeace og hefði ekki sýnt hlutlausa fréttamennsku þegar hann hefði sent frétt til-Ríkis- útvarpsins strax um morguninn, áður en starfsmönnum Sambandsins í Bandaríkjunum hefðu borist fregnir af aðgerðunum og síðar hefði hann skrifað hólgrein um aðgerðimar í tímaritið Þjóðlíf. Stjórn blaðsins hefur frjálsar hendur Tók Kristján fram að ekki vekti fyrir honum að ætla að stjórna rit- stjórnarstefnu Tímans og sagði að stjóm blaðsins hefði fijálsar hendur um hvað hún gerði en hann myndi beita sér gegn ráðningu Jóns Ás- geirs ef menn teldu framlag Olíufé- lagsins skipta einhveiju máli. Ekki náðist í Jón Sigurðsson stjórnarformanna Mótvægis eða Steingrím Gunnarsson varaformann í gær. upplýsingamiðlun frá ljármála- stofnunum til skattyfirvalda ög giltu á öðrum sviðum. Launagreið- endur gæfu upplýsingar um launa- greiðslur og hlutafélög um hluta- ijáreign og útborgun á arði til dæmis. Skattyfirvöld séu bundin trúnaðar- og þagnarskyldu í þessu efni og nefndin hefði talið að sams konar fyrirkomulag ætti að vera varðandi peningalegar eignir. Hún hefði ekki talið að það væri verið að ijúfa einhveija bankaleynd, því í fyrsta lagi væri óljóst hvað bankaleynd væri og hins vegar væri með upplýsingamiðlun ekki verið að gera þessar upplýsingar opinberar heldur veita þær aðila sem væri bundin trúnaðarskyldu. Núna væru í lögum heimildir fyrir skattyfírvöld að krefja banka um upplýsingar en það yrði að gerast á grundvelli einstakra mála og það væri gagnslaust til virks eftirlits. -----» ♦ ------ Lenti framan á tveimur bðum LÖGREGLUNNI I Hafnarfirði barst tilkynning um hádegisbil- ið í gærdag um að bíll á leið um Reykjanesbrautina rásaði þar kanta á milli. Skömmu síðar lenti hann framan á tveimur bifreiðum sem komu úr gagn- stæðri átt. Að sögn lögreglunnar var öku- maðurinn verulega ölvaður er að yar komið en óhappið átti sér stað á brautinni milli Kaplakrika og Vífílsstaða. Slys á fólki voru minniháttar. Grundvöllur flokksins er sterkur ►Davíð Oddsson forsætisráðherra í viðtali um stöðu Sjálfstæðis- flokksins. /10 Vonsviknir Pólverjar ►Upplausn ríkir á hægri vængn- um og fyrrum kommúnistum er spáð sigri í kosningunum þar í landi í dag. / 14 Hljómfall Afríku heillar ►Ólafur V. Einarsson sjávarút- vegsfræðingur og fiskimáiafulltrúi í Namibíu í viðtali./16 Hreppapólitík og hag- ræðing ►Róttækar tillögur um samein- ingu sveitarfélaga vlða um land ogjafnvel uppstokkun kjördæma í kjölfarið mælast misjafnlega fyr- ir. /20 Perry Mason allur ►Raymond Burr, kanadíski leik- arinn sem lék lögmanninn fræga erlátinn. /41 ► l-28 Snöggkólnar um margar gráður ►Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur er að lesa veðurfar undanfarinna 250 þúsund ára úr ískjama á Grænlandsjök!i./1 Einn á ferð ►Páll Reynisson kvikmyndatök- urmaður sýnir á sér hina hliðina í Listasafni ASl, ljósmyndarann sem leikur sér með ljós, form og skugga./12 Eíni kvenmúrarlnn ►Elísabet Finsen hefur ein kvenna á íslandi lært múraraiðn- ina því hún ætlaði að vinna sér inn pening áður en hún héldi áfram í arkitektanámi. /14 BÍLAR____________ ► 1-4 Smábílahyggja í Frankfurt ►Sagt frá straumum og stefnum á stærstu bílasýningu Evrópu. /2 Hyundai Grandeur ►Ný gerð af þessari kóresku bif- reið reynsluekið./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 17b Leiðari 24 Fólk i fréttum 18b Helgispjall 24 Fólk f fréttunum 18b Reykjavíkurbréf 24 Myndasögur 20b Minningar 25 Brids 20b íþróttir 42 Stjömuspá 20b Útvarp/sjónvarp 44 Skák 20b Gárur 47 Bíó/dans 21b Mannlífsstr. 6b Bréf til blaðsins 24b ídag 8b Velvakandi 24b Dægurtónlist 16b Samsafnið 26b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR' 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.