Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
21
Sveitarfélaganefnd leggur til að
staðið verði við það markmið að
rekstur grunnskóla flytjist að fullu
yfir til sveitarfélaga frá og með 1.
ágúst 1995. Einnig taki sveitarfélög-
in við heilsugæslustöðvum, öldrunar-
þjónustu og málefnum fatlaðra. Aug-
ljóst er að fámenn sveitarfélög rísa
ekki undir þessum verkefnum. Talið
er að ekki geti færri en þúsund
manns staðið að baki einni heilsu-
gæslustöð með einum starfandi
lækni. Einnig er að því stefnt að
auka hlut sveitarfélaga varðandi fé-
lagsleg húsnæðismál, vinnumiðlun,
vegamál, umhverfismál, öryggis-
þjónustu, hafnir og skipulags- og
byggingarmál.
Hvað verður um Jöfnunarsjóð?
Búast má við að þegar sveitarfélög
hafa sameinast í stórar einingar og
tekið við nýjum verkefnum verði
núverandi reglur um jöfnunarsjóð
Sveitarfélaga aflagðar og teknar upp
jöfnunargreiðslur í nýrri mynd líkt
og gerist á Norðurlöndum. Við sam-
einingu sveitarfélaga á sér stað
tekjujöfnun, þ.e.a.s. tekjuhá sveit-
arfélög sameinast tekjulágum, því
verður minni þörf á tekjujöfnunar-
framlögum þótt ekki sé áformað að
greiðslur úr sjóðnum minnki sem því
nemur. Aðalverkefni sjóðsins verða
því liklega þjónustujöfnunarframlög
sem taka t.d. mið af stærð þess svæð-
is sem sveitarfélag nær yfir, fá-
menni, aldurssamsetningu íbúanna
og ýmsum féiagslegum þáttum. Þeg-
ar sveitarfélögin taka við nýjum
verkefnum munu jöfnunargreiðslur
stóraukast þar sem kostnaður við
rekstur t.d. grunnskóla, heilsugæslu
og öldrunarþjónustu er mun meiri í
fámennum og dreifbýlum sveitarfé-
lögum en í þéttbýli. Það verður verk-
efni félagsmálaráðuneytisins og
Sambands íslenskra sveitarfélaga að
móta nýtt framtíðarfyrirkomulag
jöfnunargreiðslna á grundvelli úrslita
kosninga um sameiningu en þess
verður þó gætt næstu árin að jöfn-
unargreiðslur minnki ekki til þeirra
sveitarfélaga sem hafa sameinast.
Tekjustofnanefnd sveitarfélaga,
sem félagsmálaráðherra skipaði til
að gera tillögur um tekjur til handa
sveitarfélögum í stað aðstöðugjalds,
skilaði áliti fyrir skömmu. Nefndin
leggur til að hámarksálagning út-
svars verði hækkuð í 9,2% og sett
verði ákveðið lágmark, tekjuskattur
ríkisins lækki að sama skapi þannig
að álagningarhlutfall í staðgreiðslu
verði óbreytt. í Reykjavík hefur ver-
ið lagt á 6,7% útsvar, en á Seltjarnar-
nesi er útsvarið 7% og 7,5% í Mos-
fellsbæ, Kjalamesi og Kjós. Ef af
sameiningu þessara sveitarfélaga
verður kemur óhjákvæmilega til
samræmingar útsvarsálagningar.
Nefndin athugaði einnig hækk-
aðan fasteignaskatt á atvinnurekst-
ur. Rætt hefur verið um að ríkið
aflétti sérstökum skatti á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði og skapi þannig
svigrúm tii hækkunar á fasteignas-
köttum sveitarfélaga. Fasteigna-
skattar yrðu þannig í tveimur þrep-
um, neðra þrepið allt að 1,12% með
heimild til að hækka það um fjórð-
ung, og verslunar- og skrifstofuhús-
næði í efra þrepinu með 1,25%.
Nefndin ræddi einnig um að sveitar-
félögin fengju hlutdeild í trygginga-
gjaldi, en ekki voru mótaðar tillögur
um það. Landsútsvar verði aflagt og
Jöfnunarsjóður fái í staðinn framlag
úr ríkissjóði.
Hreppapólitik
Undirbúningsnefndir sameiningar
reyndu að leggja mat á viðhorf sveit-
arstjórnarmanna til sameiningar.
Almennt séð er mikill hljómgrunnur
fyrir sameiningu. En í fámennum
hreppum er útbreitt það viðhorf að
ekki sé ástæða til að hrófla við núver-
andi skiptingu landsins í sveitarfélög
heldur skuli efla samstarf í gegnum
byggðasamlög og héraðsnefndir.
Helstu andstæðingar sameiningar
koma úr sveitahreppum sem liggja
umhverfis þéttbýlisstaðj og fámenn-
um hreppum sem forystumenn þeirra
telja að verði afskiptir við sameiningu
í stærra sveitarfélag. Einnig er mik-
il andstaða við sameiningu hjá sveit-
arfélögum sem hafa komist í aðstöðu
til mun meiri tekjuöflunar en ná-
grannasveitarfélögin, einkum vegna
þess að eitt stórt fyrirtæki, orkuver
eða þjónustustofnun er staðsett inn-
an marka þess.
EITT SVEITARFÉLAG FRÁ GRÓTTU UPP í HVALFJÖRÐ
ENGIN tillaga um sameiningu sveitarfélaga
vakti jafnmikla athygli og sú sem kom frá
umdæmanefndinni fyrir höfuðborgarsvæðið.
Lagt er til að kosið verði um að Reykjavík,
Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kjalarneshreppur
og Kjósarhreppur sameinist. Samkvæmt út-
tekt Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar verð-
ur meginsparnaðurinn af þessari sameiningu
í yfirsljórn 55,6 miHjónir. Af öðrum athyglis-
verðum atriðum sem þar koma fram má nefna
að hitaveitukostnaður myndi líklega hækka á
Selljarnamesi við sameiningu og skattar
sömuleiðis.
Samkvæmt tillögum umdæmanefndarinnar
fyrir höfuðborgarsvæðið fækkar sveitarfé-
lögum þar úr níu í fjögur. Lagt er til að
kosið verði um þá tillögu að Reykjavík og
næstu nágrannasveitarfélög til vesturs og
norðurs verði eitt sveitarfélag með samanlagt
110.343 íbúa, þ.e. Reykjavík með 100.850 íbúa,
Seltjamarnes með 4.333 íbúa, Mosfellsbær með
4.511, Kjalarneshreppur með 494 íbúa og Kjósar-
hreppur með 155 íbúa. Umdæmanefndin leggur
einnig til að Garðabær og Bessastaðahreppur
sameinist í eitt sveitarfélag með 8.497 íbúa.
Sú spuming vaknar þegar tillögugerðin fyrir
höfuðborgarsvæðið er skoðuð hvers vegna um
róttæka uppstokkun er að ræða öðmm megin en
litlar breytingar hinum megin. Þannig er ekki
gert ráð fyrir að Kópavogur og Hafnarfjörður
sameinist öðmm sveitarfélögum. Morgunblaðið
ræddi við Valgerði Guðmundsdóttur fulltrúa Hafn-
firðinga í umdæmanefndinni og spurði hvemig á
því stæði að hennar sveitarfélag væri þarna fyrir
utan en mörgum finnst freistandi hugmynd að
sameina Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaða-
hrepp. Sagðist hún ekki hafa verið boðuð á síð-
asta fund nefndarinnar og verið fjarverandi á
næsta fundi þar á undan. Síðast þegar hún vissi
hefði verið rætt um að láta verkfræðistofuna
kanna möguleikann á sameiningu þessara þriggja
sveitarfélaga. Það hefði svo ekki verið gert og
þess vegna hefði líklega ekki komið fram tillaga
um sameiningu þeirra. Sagðist Valgerður telja
að líklega hefði spilað inn í að vitað var að sveitar-
stjómarmenn í Hafnarfirði vom ekki spenntir
fyrir sameiningu.
Alltof bláir
Er Sveinn Andri Sveinsson formaður umdæma-
nefndarinnar er beðinn að skýra hvernig nefndin
komst aðmiðurstöðu segir hann að Hafnfirðingar
hafi engan þátt viljað taka í þessu. Til dæmis
hafi Guðmundur Ámi Stefánsson sagt á sameigin-
legum fundi sveitarstjórnarmanna á svæðinu að
Garðabær og Bessastaðahreppur væru alltof bláir
fyrir Hafnfirðinga. Einnig hafi nefndarmenn talið
að það væri of umfangsmikið að sameina Reykja-
vík og Kópavog. Loks hafi komið fram við athug-
un að Mosfellsbær stæði vart undir því að taka
að sér Kjósarhrepp og Kjalarneshrepp. Sveitar-
stjómarmenn í þessum þremur sveitarfélögum
hafi heldur ekki tekið slíkan kost í mál. Sveinn
Andri minnir á að ekki hafi verið hægt lögum
samkvæmt að bjóða kjósendum upp á að velja
milli kosta en verði sameining felld megi e.t.v.
lesa út úr niðurstöðunni hvaða aðrar leiðir séu
færar. Þegar hann er spurður hvort ekki megi
lesa út úr viðbrögðum sveitarstjórnarmanna að
tillagan verði felld annars staðar en í Reykjavík
svarar hann því til að ekki sé víst að þau gefi
góða vísbendingu um vilja kjósenda enda eigi
sveitarstjórnarmenn og sérstaklega sveitarstjórar
hagsmuna að gæta. Loks segir Sveinn að nefndin
hafí ekki talið það í sínum verkahring að endur-
skoða landamerki sveitarfélaga eins og Reykjavík-
ur og Kópavogs og Hafnarfjarðar og Garðabæjar.
í áfangaskýrelu Verkfræðistofu Stefáns Ólafs-
sonar hf. (VSÓ) segir m.a. um þróun byggðar í
sameinuðu sveitarfélagi: „í sameinuðu sveitarfé-
lagi gætu einstakir hlutar haldið sérkennum sín-
um. Völ væri á lóðum í „hefðbundnu" þéttbýli
þar sem íbúar ættu að jafnaði stutt að sækja í
þjónustu en einnig væri unnt að fá lóð fjær aðal-
þjónustukjama með meiri tengsl við náttúru og
ósnortið umhverfi. Hugmyndir um úthlutun veru-
lega stórra lóða í Kjós gætu aukið á fjölbreytni.
í dreifbýli sveitarfélagsins gæfist kostur á sumar-
bústaðalóðum."
Aðstöðugjaldið sem sveitarfélögin lögðu á fyrir-
tæki hefur verið aflagt, á árinu 1992 nam það
5,3 milljörðum. Sveitarfélögin voru misjafnlega
háð aðstöðugjaldinú, meira en helmingur aðstöðu-
gjalds í landinu var lagður á fyrirtæki í Reykja-
vík, eða 2,8 milljarðar. Um þetta segir í skýrslu
VSÓ: „Komi ekki til sérstakra ráðstafana af hálfu
ríkisvafdsins ... má reikna með að bæði útsvar
og skattar á atvinnuhúsnæði þurfi að hækka mest
í Reykjavík, en minnst á Seltjarnarnesi. Þannig
myndi sameining sveitarfélaganna . . . þýða að
skattar á íbúa og atvinnulíf á Seltjarnarnesi og
í Mosfellsbæ myndu hækka nokkuð við sameining-
una. Mismunurinn yrði mun minni hjá Kjalames-
og Kjósarhreppi." Mosfellsbær, Kjalameshreppur
og Kjósarhreppur fengu 42 milljónir úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga 1992. Að óbreyttum úthlutun-
arreglum úr sjóðnum er ólíklegt að Stór-Reykja-
vfk fengi úthlutun úr Jöfnunarsjóði og því yrði
sveitarfélagið af þessu framlagi.
Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu
að spara mætti um 55,6 milljónir króna árlega í
yfirstjóm við sameiningu sveitarfélaganna fimm.
Til samanburðar má nefna að í könnun sem Hag-
fræðistofnun Háskóla íslands gerði á síðasta ári
kom fram að ef sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu tækju þátt í samstarfi og sameiningu þjónustu-
stofnana á fimm tilteknum sviðum mætti sparar
1,5 milljarð á tíu árum. Hvað öldrunarmál varðar
segir í skýrslu VSÓ að sameining myndi veita
íbúum Kjósarhrepps aðgang að víðtækri þjónustu
sem þeir hafa ekki aðgang að nú. Fyrir íbúa
Mosfellsbæjar og Kjalarneshrepps myndi aukast
val á milli dvalar- og hjúkrunarheimila. „Þegar á
heildina er litið ætti sameiningin að geta leitt til
bættrar heimaþjónustu, akstursþjónustu og
heimahjúkrunar á þeim svæðum sem hún er lök-
ust nú. Á móti kostnaði við að auka þjónustu á
sumum stöðum kæmi líklega sparnaður af hag-
ræðingu við að reka eitt þjónustukerfi í stað fimm
eins og nú er,“ segir í skýrslunni.
„Sameinað sveitarfélag verður betur í stakk
búið til þess að taka yfir hlut ríkisins i rekstri
grunnskóla, en slík ráðstöfun gæti reynst erfíð
eða ómöguleg fyrir Kjalarneshrepp og Kjósar-
hrepp ef þeir starfa sjálfstætt," segir í skýrsl-
unni. Ekki verði séð að sameining sveitarfélag-
anna hefði nein áhrif á starfsemi og þjónustu
heilsugæslustöðvanna eða kostnað við rekstur
þeirra.
Um húshitun segir í skýrslunni: „Mosfellsbær
og hluti af Kjalarneshreppi kaupa heitt vatn af
Hitaveitu Reykjavíkur. Annars staðar í Kjalarnes-
hreppi og í Kjósarhreppi er hitunarkostnaður nið-
urgreiddur. Seltjamarnes rekur eigin hitaveitu
með fulla vatnsöflun og er kostnaður notenda þar
um 43% lægri en í Reykjavík. Við sameiningu
sveitarfélaganna má reikna með að Hitaveita
Reykjavíkur og Hitaveita Seltjarnamess samein-
ist. Olíklegt er talið að hægt verði að viðhalda
mismunandi gjaldskrá vegna hitaveitu eftir sam-
einingu. Því má reikna með að kostnaður íbúa á
Seltjarnarnesi vegna hitaveitu hækki talsvert til
samræmis við það sem hann er í Reykjavík, eða
um allt að 43%.“
„Áhrif sameiningar á efnahag og íjárhagsstöðu
helgast mjög af því hve stór Reykjavík er í saman-
burði við hin sveitarfélögin og væri því fjárhagur
hins nýja sameinaða sveitarfélags svipaður fjár-
hag Reykjavíkurborgar í dag,“ segir í skýrslu
VSÓ. „Þá er Reykjavík jafnframt langsamlega
best stæð fjárhagslega og er hrein eign á hvem
íbúa rúmiega ein milljón króna í Reykjavík en 262
þúsund krónur á Seltjamarnesi og 120-130 þús-
und krónur í Mosfellsbæ, Kjalameshreppi og Kjós-
arhreppi.“
Pólitísk áhrif
Atkvæðagreiðslan hinn 20. nóvember um sam-
einingu Reykjavikur og fjögurra nágrannasveitar-
félaga hefur þá sérstöðu, að ef íbúar sveitarfélag-
anna lýsa sig samþykka saméiningu getur hún
ekki tekið gildi nema kosningalögum og kjör-
dæmaskipan verði breytt. Seltjamames, Mosfells-
bær, Kjalameshreppur og Kjósarhreppur em nú
í Reykjaneskjördæmi. Ef þessi sveitarfélög sam-
einast Reykjavík verður að gera breytingu á kjör-
dæmaskipan og sameina þau Reykjavíkurkjör-
dæmi. Þessi byggðarlög eiga það sameiginlegt
með Reykjavík að þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn
haft mjög sterka stöðu, þannig hlaut flokkurinn
rúmlega 60% atkvæða í Reykjavík og 66% at-
kvæða við síðustu sveitarstjómarkosningar á Sel-
tjarnamesi, 65% í Mosfellsbæ og 58% á Kjalar-
nesi. Það er forvitnilegt að velta því fyrir sér
hvaða áhrif þessi kjördæmabreyting gæti mögu-
lega haft á fylgi stjómmáJaflokka í Reykjanes-
og Reykjavíkurkjördæmum.
í alþingiskosningunum 1991 fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn 46,3% atkvæða í Reykjavík og 40,8%
á Reykjanesi, en Alþýðuflokkurinn var til dæmis
með 23,3% í Reykjaneskjördæmi og 14,8% í
Reykjavík. Við kosningarnar 1991 voru á kjör-
skrá í Reykjaneskjördæmi og Reykjavík 117.798
kjósendur. Ef af sameiningu sveitarfélaganna
fimm verður flytjast um 5.000 kjósendur frá
Reykjanesi til Reykjavíkur. Félagsvísindastofnun
Háskólans gerði kosningarannsókn að loknum
kosningunum 1991, í rannsókninni var fólk m.a.
spurt um hvemig það hefði varið atkvæði sínu
og niðurstöður könnunarinnar bornar saman við
kosningaúrslit. Svarendur kosningarannsóknar-
innar vom flokkaðir eftir póstnúmeram og því
hægt um vik að flytja kjósendur í sveitarfélögun-
um fjórum úr Reykjaneskjördæmi til Reykjavíkur.
Ólafur Þ. Harðarson lektor skoðaði áhrif um-
ræddrar kjördæmabreytingar út frá kosninga-
könnun Félagsvísindastofnunar 1991. Hann sagði
að miðað við kosningamar 1991 hefði flutningur
sveitarfélaganna milli kjördæma ekki haft stór-
vægileg áhrif. Valdahlutföll flokkanna í hvora
kjördæmi um sig hefðu fljótt á litið haldist óbreytt.
Hins vegar er líklegt að ef nærri 5.000 kjósendur
flytjast á milli kjördæma fylgi a.m.k. einn þing-
maður með. Ef af sameiningu verður þarf að
endurskoða kosningalög og engin leið er að spá
um hvort sú endurskoðun hefur víðtækari áhrif.