Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR-19. SEPTEMBER. 1-993 séum með gott lið, þar sem aldrei hefur verið nein fótboltahefð? Við verðum að gjöra svo vel að fara til bæjarbúans og láta hann vita af því að nú sé kominn tími á að mæta á völlinn. Ef bæjarbúanum finnst gaman á vellinum kemur hann aftur. Við í FH verðum að gera mikla bragarbót á fyrir næsta tímabil, en það er ekki nýtt hin síðari ár að það sé fátt fólk á vellin- um.“ Hörður sagði liðið eiga skilið meiri stuðning. „Mér fínnst þetta slæmt, sérstaklega strákanna vegna, því þeir eiga skilið meiri stuðning heldur en þeir hafa fengið í sumar. Þeir hafa verið að spila glymrandi fótbolta, en hvorki feng- ið þann stuðning né umfjöllun, sem þeir eiga skilið. Varðandi um- fjöllunina þá hefur það.á vissan hátt hjálpað til að hafa fengið að vera nokkuð utan sviðsljóssins þrátt fyrir geysigóðan árangur. Það er ekki okkar að stýra henni eða stjórna og ég er á vissan hátt þakk- látur fyrir að hún hafi ekki verið meiri því auðveldara hefur verið að halda mönnum á jörðinni og menn hafa ekki misst jarðsamband vegna mikillar umfjöllunar. En þeir eiga skilið töluvert meiri umfjöllun og mun meiri stuðning en þeir hafa fengið, því þeir hafa lagt mjög hart að sér frá l.október í fyrra og uppskorið eins og til var sáð. Ég ætla bara að vona að þetta breytist." Þórir sagðist vera viss um að þetta ætti eftir að breytast: „Það er ótrúlegt hvað hefðin er rík. Við sjáum í handboltanum að um leið og vel gengur hjá okkur troðfyllist húsið okkar, við erum að fá uppí 3.500 manns á heimaleik. Ég veit að fótboltinn er kominn til að vera í efstu hæðum hjá okkur. Almenn- ingur í bænum veit nú af þessu og þetta skilar sér á næsta ári. í þessu sambandi vil ég taka fram að leikurinn gegn Fram, sem við unn- um mjög ljúft á dögunum, hefði tapast fyrir tveimur árum. Það er alveg á hreinu. Það er vegna þess að virðing og hefðir hafa mikið að segja í þessu. Þegar við lékum síð- asta leikinn í deildinni 1989 var íslandsmeistaratitillinn í húfi, en við töpuðum 2:1 fyrir Fylki. Þá var liðið engan veginn tilbúið til að vinna stóra sigra. Strákarnir höfðu ekki karakter til að ljúka dæminu, voru skrefi of stuttir. Sömuleiðis í bikarúrslitaleiknum gegn Val 1991. Núna höfum við lært af reynslunni, menn eru þess minnug- ir að stutt er í aumingjann. Liðið kom mjög vel undir þetta búið og við náðum þessum sigri gegn Fram, sem ég tel vera mesta sigur, sem unnist hefur á knattspyrnusviðinu í Hafnarfirði." Hvað með framhaldið? „Það verður sama stjórn hjá FH, sem betur fer, og við ætlum að vona að við fáum að njóta starfs- krafta Harðar áfram. Það hafa ekki farið fram neinar formlegar viðræður, en ég veit að hann hefur áhuga á að halda áfram með það sem hann hefur verið að byggja upp. Það er engin spurning af okk- ar hálfu að enginn annar kemur til greina.“ „Það er ekkert öruggt í lífínu, en nauðvitað er ég mjög jákvæður. Mér hefur liðið geysilega vel þarna, stjórnarmenn og leikmenn hafa verið mjög jákvæðir og ég hef fund- ið fyrir miklum stuðningi og já- kvæðu andrúmslofti. Það er gott að vinna við slíkar aðstæður.“ Verður uppbyggingin eins? „Það verður ein áherslubreyting á uppbyggingunni hjá okkur,“ sagði formaðurinn. „Við ætlum að taka þriðja flokkinn, sem hefur verið undir unglingaráðinu, inní meistaraflokkspakkann. Hörður verður þá væntanlega yfirþjálfari meistara-, annars og þriðja flokks, en þjálfarar 3. og 2. flokks verða aðstoðarmenn meistaraflokksþjálf- ara eftir föngum. Við ætlum að nota • haustmánuðina til að fara yfir þá leikmenn, sem við erum með, en þeir eru orðnir æði margir og mjög margir efnilegir í 3. flokki. Með því að taka þá strax inní meist- araflokkspakkann sjá þeir hvernig unnið er að málum í meistara- flokki, en það er talsvert öðruvísi en í yngri flokkunum. Sömu reglur gilda, umgengnisreglur, agamál og ýmislegt annað, en ég held að strákarnir hafí mjög gott af því.“ Hörður tók undir orð formanns- ins: „Þetta er spuming um að temja mönnum góða siði eins fljótt og hægt er svo þjálfari meistaraflokks þurfí ekki að byija á því að temja mönnum sjálfsagðar umgengis- venjur, virðingu fyrir búningum og öðrum eignum félagsins, stundvísi, kurteisi og svo framvegis. Ég held að það sé betra ef þessi innræting á sér stað fyrr og víða er hún til staðar í yngri flokkunum. Við höf- um rætt mikið hvernig uppbygg- ingu eigi að vera háttað og okkur finnst mjög eðlilegt að byija í 3. flokki. Hja 4. flokki og yngri situr leikurinn í fyrirrúmi og þar á ekki að leggja neina áherslu á að vinna titla heldur á þetta að vera létt og skemmtilegt, en gera má meiri kröfur í 3. flokki og síðan kemur afrekshugsunin frá 2. flokki og uppúr.“ Enn var Þórir sammála: „í yngri flokkunum hefur verið alltof mikil áhersla lögð á titla, sem skila engu máli. Það er verið að birta myndir af sigurvegurum í 5., 6. og 7. flokki eftir hvert mót. Ég held að það sé ekki leiðin til árangurs á seinni stigum. Það á fyrst að byggja upp félagsmanninn, kenna honum undirstöðuatriðin í yngri flokkun- um og síðan kemur árangurinn í kjölfarið. En almennt viljum við svo oft flýta okkur. Við erum svo sólgn- ir í sigra og við erum með foreldra á hliðarlínunni, sem krefjast þess að barnið sigri, en það er ekki sig- ur fyrir barnið, þegar upp er stað- ið. Sigur er að kenna því góða siði pg venjur, undirstöður fótboltans. í þriðja flokki er hægt að leggja meiri áherslu á leiðina til árang- urs.“ Áttuð þið von á 2. sætinu? „Ekki ég,“ sagði Hörður. „Maður lætur sig alltaf dreyma og vissu- lega hafði ég ákveðna drauma fyr- ir þetta ár, en við settum okkur það markmið að vera fyrir ofan miðja deild. Ég hefði frekar átt von á því að frammistaða okkar yrði í líkingu við Keflvíkinganna. Þeir hafa staðið sig mjög vel í sumar, fóru í úrslit bikarkeppninnar og voru í 4. sæti fyrir síðustu tvær umferðirnar. Þeir hafa verið kö- flóttir, átt góð tímabil og önnur aðeins lakari, og ég hélt að okkar tímabil yrði svipað, vonaðist til að við yrðum í 4. til 5. sæti. En við förum í alla leiki til að sigra og meðan möguleiki er á að lenda í 1. sæti lætur maður sig dreyma um það innst inni. Þegar sá mögu- leiki er ekki lengur fyrir hendi er það 2. sætið og svo koll af kolli, en þetta hefur gengið framar von- um.“ Árangurinn er einnig betri en Þórir þorði að vona. „Að vera á meðal fjögurra bestu á íslandi er meira en að segja það. Að ná fyrsta sæti er geysierfitt. Mitt markmið var að vera í miðri deild, í 4. til 6. sæti, og ég hefði ekki verið óhress með það. Ég veit að til að gera sama á næsta ári, að hafna í einu af fjórum efstu sætunum, verðum við að vanda okkur mjög mikið. Það er ekki sjálfgefið, þó við séum að spila næst besta fót- boltann í dag, því félag eins og KR, sem hefur gífurlega hefð og góða leikmenn, kemur eins og grenjandi ljón á næsta ári og vill vera í fyrsta til öðru sæti. Sömu sögu er að segja um Val og Fram. Enginn þessara klúbba sættir sig að vera annars staðar en í fyrstu þremur sætunum. Það er alveg á hreinu, þannig að róðurinn verður þungur, því Skagamen, sem hafa verið lang bestir undanfarin tvö ár, verða kandídatar á næsta ári, ef þeir halda svipuðum mannskap. Það er enginn spurning, því þetta er aldeilis frábært lið.“ „Tónlist fyrir alla“ Fyrstu tónleikarnir í Kópavogi og á Selfossi og Akranesi í vikunni AKRANES KÓPAVOGUR SELFOSS 20.-24 scptcmbcr SÖNGTÓNLEIKAR Bcrgþór Pálsson Anna GuÖný GuÖmundsdóttir 20.-24 scptcmbcr SÖNGTÓNLEIKAR Kristinn Sigmundsson Jónas Ingimundarson 20.-24 scptember ANTIQUA MUSICA Sverrir GuÖjónsson, Camilla Södcrberg Snorri Snorrason 18.-22.október FIÐLA, CELLO OG PlANÓ AuÖur Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir Jónas Ingimundarson 18.-22.októbcr GÍTAR OG FLAUTUR Pétur Jónasson, Martial Nardeau GuÖrún Birgisdóttir 18.-22.október KLARINETTUTÓNLEIKAR GuÖni Fransson Þorstcinn Gauti SigurÖsson 8.-ll.nóvember BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR Bemard Wilkinsson DaÖi Kolbcinsson Einar Jóhanncsson Hafsteinn GuÖmundsson Joscph Ognibcne 8.-1 l.nóvcmber SLAGVERKSTÓNLEIKAR Eggert Pálsson Kjartan GuÖnason Pétur Grétarsson Stccf van Oosterhaut 8.-11 .nóvembcr HUÓMSKÁLAKVINTETTINN Ásgcir H. Steingrímsson Sveinn Ðirgisson Þorkell Jóclsson Oddur Bjömsson Bjami GuÖmundsson 24.-28.janúar FLAUTUTÓNLEIKAR Kolbcinn Bjamason 24.-28.janúar FIÐLUTÓNLEIKAR Sigrún EÖvaldsdóttir Selma GuÖmundsdóttir 24.-28.janúar FIÐLA OG HARMONIKKA Szymon Kuran Reynir Jónasson 21.-26.fcbníar SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands 2 l.-26.fcbrúar SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands 21.-26.febrúar SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands TÓNLIST fyrir alla er yfirskrift fjölbreyttra tónleikaraða sem Jón- as Ingimundarson píanóleikari hefur skipulagt fyrir veturinn í samvinnu við þrjú bæjarfélög og skóla í hveiju þeirra. Hann hefur fengið tónlistarfólk úr ýmsum átt- um til að heimsækja Akranes, Kópavog og Selfoss með nokkurra vikna millibili fram í febrúar þeg- ar Sinfóníuhljómsveitin leikur á lokatónleikum. Það er bæði starf Jónasar og brennandi áhugamál að færa fólki tónlistina og tónleik- arnir í bæjunum þremur eru við- leitni til að gera þetta á skipulegan hátt. Fyrstu tónleikar vetrarins verða söngtónleikar, í skólum bæjanna þriggja dagana 20. til 24. septemhor, og að kvöldi síðasta dagsins verða svo tónleikar fyrir almenning. Berg- þór Pálsson syngur á Akranesi, Krist- inn Sigmundsson í Kópavogi og Sverrir Guðjónsson á Selfossi. Með þeim koma fram þekktir hljóðfæra- leikarar eins og lesa má úr ramman- um sem fylgir hér með. „Ég hef spilað á fimmtíu tónleikum á ári um allt land síðan 1970,“ segir Jónas, „og margir þeirra hafa verið í tengslum við einhverskonar tónlist- arkynningu. Þá hef ég reynt að opna tónlistina ef svo má segja með því að spjalla við áheyrendur um verkin og höfunda þeirra. Oft hef ég heim- sótt skóla í leiðinni og deilt tónlist- inni með nemendum á ýmsum aldri og lært af viðbrögðum þeirra, en þessar ferðir hafa verið tilviljana- kenndar og óreglulegar. En í fá- menni eins og á íslandi er auðvelt að ná til hæfileikafólks og alger óþarfí að láta alla þá fegurð sem felst í tónlistinni fram hjá sér fara. Best er að börn og unglingar venjist því snemma að hlusta á góða tónlist, það er helgidómur sem þau munu sækja áfram í. Þessir tónleikar sem eru að fara af stað á næstu dögum eru framhald tilraunar sem tókst með ágætum á Selfossi í fyrravetur. Þar er ég kunn- ugur og ákvað í samráði við stjórn- endur grunnskólans og fjölbrautar- innar að koma í kring nokkrum tón- leikum af ólíku tagi. Þessu var ákaf- lega vel tekið og Selfyssingar hafa óskað eftir frekara tónleikahaldi í vetur fyrir skólafólk og aðra bæj- arbúa. Sömu hugmynd verður hrint í framkvæmd í Kópavogi og á Akra- nesi. Mér fínnst frábærlega spenn- andi að færa tónlistina til fólks með þessum hætti." CatKerinc Deneuvc . Vincent Perez . LinK Dan PKam . Jean Yanne ú 1 | BESTA f ERLENDA 1 MYNDIN [ 1993 £ ÚTNEFNINGAR / TIL CESAR CJ VmiLAVNA Ný t'röusk OskarsverMaunamynd meö CATHERINE DENET Sjónarsviöib er Indókína á nýlendutíma Frakka laust eftir 1930. Myndin er tekin í ægifögra landslagi Vietnam á tímum pólitTskra brevtinga og söguþráburinn leiftrar af ljóörænni frásagnarlist. ^ ..^. ^ INDÓKÍNA ER SANNKÖLLVÐ X. ,—**♦„*£ STÓRMYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ. HASKOLABIO Catherine Deneuve er töfrandi 1 stormyndinni í leikstjórn Régis Wargnier

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.