Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga kvikmyndina „What’s love got to do with it“
sem byggð er á sjálfsævisögu söngkonunnar Tinu Turner og flallar um stormasamt hjónaband
hennar og Ike Turner. Angela Basset fer með hlutverk Tinu, en Laurence Fishburne leikur Ike.
Stjörnur
IKE og Tina Turner komu fram á hljómleikum í London ásamt Rolling Stones árið
1969 og skipuðu sér þá sess meðal síjarnanna í poppheiminum.
Ævisaga
undrakonu
TINA Tumer hét Anna Mae Bullock þegar hún ólst upp
hjá ömmu sinni i smábænum Nutbush í Tennessee, en
foreldrar hennar höfðu yfirgefið hana þar unga að árum.
Á unglingsaldri flutti hún til St. Louis, og þar kynntist
hún fljótlega tónlistarmanninum Ike Tumer, en þau kynni
áttu eftir að breyta lífi hennar svo um munaði. Ánna Mae
varð frá fyrstu stundu sem dáleidd af þessum manni og
tónlistinni sem hann flutti. Þegar hún greip tækifærið til
að syngja með hjjómsveit hans í litlum næturklúbbi var
það hins vegar hann og áheyrendumir sem urðu dolfalln-
ir. Hin kraftmikla rödd hennar og sviðsframkoma vakti
furðu viðstaddra, og frá þessari stundu var ekkert sem
komið gat í veg fyrir frama hennar. í samvinnu við Ike
náði Tina á toppinn á tónlistarsviðinu, en fyrir það varð
hún hins vegar að gjalda dým verði í sextán ára hjóna-
bandi þar sem hún varð sífellt að þola margvíslegt of-
beldi af hálfu eiginmannsins. Að því kom þó að lokum
að henni áskotnaðist hugrekki til að segja skilið við þess-
ar aðstæður og hefja nýtt líf á eigin spýtur og leggja
gmnninn að eigin söngferli.
egar Ike og Tina Turner
höfðu náð á toppinn
og peningarnir voru farnir
að streyma inn, þá breyttist
einkalíf þeirra smám saman
í algjöra martröð. Þannig
má í kvikmyndinni sjá hvern-
ig Ike í samfelldri kókaínv-
ímu flaggar endalausum
§ölda lagskvenna og beitir
Tinu bæði andlegu og líkam-
legu ofbeldi. Nokkrir 'vina
hennar hvetja hana til þess
að yfirgefa eiginmanninn
þegar hátterni hans gengur
fram af þeim. Tina hefur
hins vegar alltaf á reiðum
höndum afsakanir og skýr-
ingar á því ofbeldi sem Ike
beitir hana, og ætíð fyrirgef-
ur hún honum framkomuna
og gefur honum ný tækifæri.
Það kemur þó að því að
lokum að henni hefur tekist
að byggja upp nægilegan
innri styrk með aðstoð hug-
leiðslu. Þegar hann einu
sinni sem oftar ræðst á hana
skömmu áður en þau eiga
að koma fram á tónleikum,
þá er henni nóg boðið og hún
forðar sér út af hótelinu sem
þau dveljast á, illa útleikin
og aðeins með 35 sent í vas-
anum. Hún hefur loksins
gert upp hug sinn og ákveð-
ur að segja skilið við Ike, en
þegar gengið er frá skilnað-
inum afsalar hún sé öllum
fjárhagslegum kröfum á
hendur honum.
Tina byijar fljótlega eftir
skilnaðinn undirbúning að
því að koma fram opinber-
lega á ný og reyna að vinna
sig út úr skuldum sem lentu
á henni í kjölfar skilnaðar-
ins. Fyrst um sinn er vett-
vangurinn heldur ómerkileg-
ar kabarettskemmtanir þar
sem hún ásamt hljómsveit
sinni flytur gamla slagara,
en straumhvörf verða í lífi
hennar kvöld eitt þegar hún-
kemur fram á Fairmont hót-
elinu í San Francisco árið
1979. Þar er Roger Davies,
ástralskur umboðsmaður
skemmtikrafta, meðal tón-
leikagestanna, og hann ger-
ist skjólstæðingur Tinu og
undirbýr af kostgæfni raun-
verulega endurkomu hennar
á tónlistarsviðinu. Samstarf
þeirra nær síðan hámarki
árið 1983 þegar Tina sendi
frá sér plötuna „Private
Dancer“, en hún seldist í 12
milljónum eintaka og gerði
A eigin vegum
ANGELA Basset í hlutverki Tinu Turner eftir að hún hóf sólóferilinn í kjölfar
skilnaðarins við Ike.
Tinu Turner að sannkallaðri
stórstjörnu á heimsmæli-
kvarða.
Tónlistin burðarás
Sjálfsævisaga Tinu Turn-
er, „I, Tina“, kom út árið
1986, og þá þegar var hafist
handa hjá Touchstone
kvikmyndafyrirtækinu við
að vinna að kvikmynd sem
byggð væri á sögu söngkon-
unnar. Haft hefur verið eftir
einum framleiðenda
myndarinnar að meiningin
hafi hins vegar aldrei verið
sú að gera hefðbundna ævi-
sögu, heldur dramatíska
sögu um vegferð hæfileika-
ríkrar ungrar konu sem
flækist í aðstæðum sem rífa
hana niður, en tekst að lok-
um að slíta sig lausa úr þeim
og standa með pálmann í
höndunum. Þannig var farið
nokkuð fijálslega með ýmis
atriði í lífí söngkonunnar,
þegar þeim 40 árum úr lífí
hennar sem myndin fjallar
um var komið á hvíta tjaldið,
og skeytt var saman í eitt
ýmsum atburðum sem áttu
sér stað á löngu tímabili. Þá
er því einnig sleppt að fjalla
um fjölmarga veigamikla
atburði í lífí hennar, og til
dæmis er ekkert minnst á
að hún hafi átt fyrsta barn
sitt árið 1958 með meðlimi
í hljómsveit Ikes.
Að sjálfsögðu er tónlistin
að miklu leyti burðarás í
kvikmyndinni um Tinu Tum-
er. Leikstjóri myndarinnar,
hinn breski Brian Gibson
sem meðal annars hefur get-
ið sér gott orð fyrir sjón-
varpsseríu um ævi söngkon-
unnar Josephine Baker, seg-
ir að fljótlega hafí verið
ákveðið að segja sögu söng-
konunnar með aðstoð sön-
gatriðanna, en textarnir í
lögunum sem hún flutti á
sínum tíma varpi oft á tíðum
ljósi á raunverulega atburði
í lífi söngkonunnar. Öll lögin
í myndinni eru sungin af
Tinu sjálfri, sem hljóðritaði
gömlu lögin á nýjan leik og
hafa þau nú verið gefín út
á geisladisk ásamt nokkrum
nýjum lögum. 1 tilefni af
frumsýningu kvikmyndar-
innar og útkomu geisladisks-
ins fór Tina í þriggja mánaða
hljómleikaferð um Bandarík-
in í sumar, þá fyrstu í um
sex ár, og sýndi þessi 53 ára
gamla súperstjama þá enn á
ný að hún skipar heiðurssess
meðal „kóngafólksins" í
rokksögunni.
Tvær stj örnur
KVIKMYNDIN um ævi Tinu Turner er ekki sú fyrsta
sem þau Angela Bassett og Laurence Fishburne leika
saman i, en þau höfðu áður farið með hlutverk í mynd
Johns Singleton, Boys N the Hood. Fishburne var í fyrstu
tregur til að taka að sér hið vanþakkláta hlutverk Ikes
Tumer, en þegar það lá fyrir að Bassett myndi fara
með hlutverk Tinu sló hann til vegna fyrri kynna sinna
af leikkonunni.
Innlifun
ANGELA Bassett nýtur handleiðslu Tinu Turner á æf-
ingu fyrir kvikmyndatöku.
Hin 34 ára gamla Angela
Bassett ólst upp ásamt
móður sinni og systur í Saint
Petersburg í Flórída. í skóla-
ferðalagi til Washington þar
sem hún sá leikritið Mýs og
menn eftir sögu John
Steinbeck kviknaði áhugi
hennar á leiklist, og tækifær-
ið til að láta þann draum
rætast kom þegar hún fékk
styrk til að stunda háskóla-
nám í Yale. Þaðan lauk hún
meistaragráðu í leiklist en
hélt að því búnu til New
York til að freista gæfunnar.
Þar féllu henni í skaut ýmis
hlutverk á Ieiksviði, en fyrir
Ijórum árum ákvað hún að
reyna fyrir sér í Hollywood.
Ekki leið á löngu þar til henni
bauðst veigamikið hlutverk í
„Boys N the Hood“, en þar
lék hún metnaðarfulla ein-
stæða móður. Þá tók við hlut-
verk eiginkonu Malcolm X í
samnefndri kvikmynd sem
Denzel Washington lék aðal-
hlutverkið í, og hlaut hún
einróma lof gagnrýnenda
fyrir áhrifamikinn leik sinn
í þeirri mynd. Aðrar myndir
sem Basset hefur farið með
hlutverk í eru „F/X“, „Kind-
ergarten Cop“, „City of
Hope“, „Innocent Blood" og
„Passion Fish“.
Leikari frá barnæsku
Laurence Fishbume, sem
til skamms tíma kallaði sig
Larry Fishburne, hefur verið
viðloðandi leiklist allt frá
barnæsku, en hann er nú 31
árs gamall. Hann ólst upp í
Brooklyn og lék hann á sviði
og ýmis smáhlutverk í kvik-
myndum þegar á unga aldri,
og fjórtán ára gamall fékk
hann hlutverk í kvikmynd
Coppola, „Apocalypse Now“.
Ári seinna hélt hann til
Hollywood og fljótlega gat
hann sér góðan orðstír þar i
ýmsum aukahlutverkum, en
hann þótti túlka einkar vel
persónur með staðfasta
skapgerð. Hann lék meðal
annars úr sér genginn leigu-
morðingja í kvikmyndinni
King of New York, en það
var þó ekki fyrr en hann lék
föður í Boys N the Hood sem
ferill hans tók stökk. Á síð-
asta ári fékk hann fyrsta
aðalhlutverkið í kvikmynd,
en það var í „Deep Cover“,
og jafnframt vann hann Tony
verðlaunin fyrir hlutverk sitt
í leikritinu „Two Trains
Running" á Broadway. Þeg-
ar honum var boðið hlutverk-
ið í „What’s love got to do
with it“ var hann orðinn
nokkuð öruggur með sig og
kominn í þá aðstöðu að geta
neitað hlutverkum, og það
var einmitt það sem hann
gerði í fyrstu. Eftir að nokkr-
ar breytingar höfðu verið
• •
Oruggur
LAURENCE Fishbume í
vanþakklátu hlutverki sínu
sem Ike Turner.
gerðar á handritinu þar sem
persóna Ike Turner hafði
verið gerð ögn mannlegri en
hún var upphaflega, og fyrir
lá að Angela Bassett myndi
leika Tinu, lét hann hins veg-
ar til leiðast. Næsta mynd
sem Laurence Fishbume
leikur í er „Searching for
Bobby Fisher", en þar fer
hann með tiltölulega lítið
hlutverk.