Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 47 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Með aurana undir koddanum "IlTvernig ætli þessi hversdags- -tl legu peningaviðskipti manns verði að ári? Skyldi mað- ur verða farinn að geyma aur- ana sína undir koddanum, eins og áar okkar? Ætli þeir hafi ekki fundið til meira öryggis og dreymt betur með svo áþreifan- legan auð undir vanga en nú- tímamaðurinn með skuldina á vísakortinu sínu upp í væntanlegt kaup? Þessi hug- mynd er ekki út í loftið. Ef maður reynir að sjá fyrir sér áhrif boðaðra debetkorta bankanna, eftir því sem hægt hefur verið að henda reiður á þeirri hugmynd og framkvæmd hennar, virð- ist núverandi háttur á með- ferð launanna verða illbrúk- legur. Þ.e. fyrir okkur venjulegt launafólk. Hingað til hefur nær öll skoðun á málinu í blöðum beinst að þeim sem selja eða veita þjón- ustu annars vegar og bankanna eða kortafyrirtækjanna hins vegar. Þama einhvers staðar á milli eru nú samt launþegarnir, viðskiptavinir bankanna og við- skiptavinir seljendanna, eins og lýs á kambi. í stórum dráttum hefur sá háttur komist á, að launin em greidd inn á ávísanareikning í einhveijum ákveðnum banka eða bankaútibúi sem vinnuveit- andi semur við. Síðan greiðir launþeginn út af reikningnum smám saman eftir þörfum. Með ávísunum eða kreditkortinu, sem tekur sjálfkrafa út af hon- um eftir einhvern tíma. Ágætt fyrirkomulag. Bankinn fær þama tiygga peninga inn í velt- una hjá sér á ákveðnum degi. Að vísu fer oft hratt út af reikn- ingunum, þar sem flestir fastir reikningar koma um mánaða- mót, en hins vegar innheimtast vísagreiðslumar ekki strax. Menn fá að skulda, sem flestum launþegum hefur reynst svika- logn. Seljandi lánar greiðanda til nokkurs tíma. Lánaglaðir ís- lendingar voru fljótir að komast upp á að nýta sér þessa lánafyr- irgreiðslu og eru orðnir hæstir allra þjóða í kretitkortaviðskipt- um. Menn borga með kortinu sínu smáviðskipti.' Ég hefí séð konu borga með korti tvo litla ísa handa börnum sínum. Það kúnstuga er að fólk hér á landi notar ávísanir líka eins og smá- peninga, jafnvel þótt hvert blað kosti 10 krónur. Þessi skrifari er slíkur auli að nota yfirleitt ekki vísakortið nema í útlöndum, þar í öryggisskyni. Nýtir ekki greiðslufrestinn og lætur ekki taka sjálfvirkt út af kortinu. Finnst maður hafa miklu betri stjórn á og tilfinningu fyrir eyðslunni og hve mikið er eftir af kaupinu með því að nota ávís- un með útskift. á svuntunni, sem ávallt er auðsæ. En sá sem ekki vill fá aukakostnað á hvað eina, skrifar ekki smáupphæðir á ávísun. Með því að framvísa bankakorti má fá lausaaura með því að greiða heldur hærri upp- hæð. Yfírleitt engin vandræði með það. En nú eru boðuð ný kort, debetkort, sem eiga að taka við af kreditkortagreiðslunum og ávísununum. Svosem skiljan- legt, eins og þetta hefur verið notað hér, að það hafi orðið of dýrt í rekstri með öllum þessum færslum. Reynum nú að gera okkur í hugarlund hvemig mynd- in verður - þ.e. fyrir handhafa nýju kort- anna, eftir því sem hægt hef- ur verið að henda reiður á hvernig fyrir- komulagið á að vera. Ætl- unin mun vera sú að hand- hafar kort- anna, þ.e. ég og þú, greið- um árgjald og að auki færslugjald, fasta upphæð í hvert sinn sem kortið er notað. Hafa verið nefndar 10-20 kr. á hveija einustu færslu, smáa jafnt sem háa upphæð. En þarna getur maður væntanlega ekki borgað hærri upphæð og fengið til baka í reiðufé, ef manni blöskrar álag- ið á smáinnkaupin. Það er að vísu leyfilegt eins og á ávísun- um. En hvaða heilvita kaupmað- ur eða þjónustuaðili vill taka á sig þá aukagreiðslu. Hann á nefnilega líka að borga af þess- um viðskiptum, hundraðshluta af veltu. Hann yrði semsagt líka að borga prósentur af upphæð- inni sem hann gefur til baka. Við sjáum okkur launþegana borga með nýja kortinu gjald ofan á hver smáinnkaup eða greiðslu. En um leið munu ávís- anablöðin hafa hækkað svo mik- ið, tífalt að sagt er, til að fækka eða útrýma þeim vegna of mik- ils kostnaðar í bönkunum og til að ýta fólki yfír á kortin. Sem- sagt, laun þess sem ætlar að nota sama kerfi sem fyrr, að kaupið sé lagt á ávísanareikn- ing, er þvingaður yfir á nýju debetkortin. Laun hans rýrna allverulega við umskiptin, mjatl- ast af þeim við allar þessar aukagreiðslur. Nú veit ég ekki til þess að neinn hafi spurt laun- þega og viðskiptavini bankanna hvort þeir játist undir þessa breytingu. Ætli þeir sætti sig orðalaust við svona sjálfkrafa breytingu? Hvað er þá til ráða? Jú, segja upp viðskiptunum auðvitað. Þannig ganga viðskiptin á eyr- inni ef óásættanlegir skilmálar eru settir einhliða. Þá sættir maður sig einfaldlega ekki við að launin séu greidd sjálfvirkt inn á slíkan ávísanareikning. Er ekki í samningum sumra launþegafélaga a.m.k. að ef launþegi krefst þess að fá greitt í beinhörðum peningum, þá á hann rétt á að fá seðla? Svo getur maður laus við milliliðinn ráðstafað peningum sínum að vild. Sofið með þá undir koddan- um ef maður vill. Reikninga má borga þá strax í byijun mánað- ar. Að minnsta kosti þarf hver launþegi að gera upp við sig hvort hann vill láta rýra launin sín með slíkum kúnstum. Nú eða félögin þeirra. Það heitir víst að ráða aurunum sínum sjálfur. ÆRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU ÁTVEIM DÖGUMI æstu námskeið 9. og 10. október '93 mrtTPgWTl 620700 Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi KVIDASTJORNUN Námskeið um stjórnun streitu, kvíða og spennu í mannlegum samskiptum. Kenndar eru og æfðar aðferðir til að fyrirbyggja og takast á við þessi ein- kenni. Upplýsingar um helgar og öll kvöld ísíma 39109. Oddi Erlingsson, sálfræðingur. Komdu í sólina á í'Jrváda! Fyrsta flokks gisting í banda- rískum klassa miðsvæöis í Orlando, veitingastaöur, sundlaug, bamasundlaug, heitur pottur, skyndibitastaöur, leikherbergi, gjafavöruverslun. 6 nætur: 33.800 kr, 8 nætur: 35.100 kr. 13 nætur: 38.100 kr, 15 nætur: 39.300 kr, 20 nætur: 42.400 kr, á mann með flugvallarsköttum m.v. 4 í herbergi (2 fullorðna og 2 börn, 2ja-l 1 ára). 2 fullorönir í herbergi: 6 nætur: 47.100 kr.; 8 nætur: 49.480 kr.;13 nætur: 55.580 kr.; 15 nætur: 57.980 kr.; 20 nætur: 64.100 kr. ( flug og gisting og flugvallarskattar). Bjóðum eirtnig gistingu á hag- stæöu veröiá öðrum gisti- stöðum í Orlando, t.d. Ramada Inn, Sheraton hótel- unum og íbúóa- hótelunum Tango Bay Su'ites og Enclave Suites. Kynniö ykkur möguleikana. Haustferðir í Orlandosólina eru að verða fullbókaðar! Brottför 6 nætur 8 nætur 13 nætur 15 nætur 20 nætur 27.sept. örfá sæti laus | uppselt | fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus 2.okt. ********** | uppselt | ************* | uppselt | *********** 4.okt. | uppselt | uppselt J I uppselt 1 l uppseliTl | uppselt 1 9.okt. ********** fá sæti laus ************* fá sæti laus ************ 11 .okt. | uppselt ij uppselt ] | uppselt | 1 uppselt | § uppselt | 16.okt. ********** fá sæti laus ************* örfá sæti laus ************ 18.okt. fá sæti laus | uppselt J | uppselt J laus sæti ************ 23.okt. ********** örfá sæti laus ************ *********** ************ 25.okt. örfá sæti laus laus sæti ************ | uppselt | ************ Enginn bókunarfyrirvari - en þaö borgar sig aö ganga strax frá pöntun. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. QATþAS^ FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.