Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 27
27 sameiginlegum hugsjónum og efld- ist bæði í leik og starfi alla tíð. A Dalvík lágu leiðir okkar saman í skólanum, þar sem róttækar hug- myndir um skóla og uppeldi voru viðraðar í frímínútum; á skrifstofu Söltunarfélagsins í árdaga úthafs- rækjuveiða þegar baráttan við kerf- iskarlana var upp á h'f og dauða; við söng á Missa Brevis eftir Moz- art undir stjórn Kára Gests í Sam- kór Dalvíkur; við endurreisn og efl- ingu Alþýðubandalagsfélagsins á staðnum; í- sigrum og tapi í pólitík- inni; við blússöng í vinahópi um lágnættið. Alltaf var verið að btjóta í blað, alltaf var veröldin ný, tilveran sí- felld ögrun. Og ekki þótti ungum fullhugum nægur menningarbragur á því að Dalurinn og Víkin ættu ekki sitt málgagn, svo haustið 1977 var í samvinnu við Hjört á Tjörn, hafin útgáfa Norðurslóðar, blaðs sem enn kemur út og ber undirtitilinn „svarf- dælsk byggð og bær“. Óttar varð bæjarfulltrúi eftir glæstan kosningasigur árið 1978 og var forseti bæjarstjórnar á Dal- vík þegar fjölskyldan fluttist aftur suður yfir heiðar. í vitund okkar setti dvöl þeirra hér þann svip á þetta samfélag að okkur finnst það aldrei hafa orðið jafnt eftir. En vináttan hélst og heimsóknir þeirra hingað, eða okkar til Siglu- fjarðar eftir að Óttar varð bæjar- stjóri þar, og síðar i Kópavoginn, urðu margar. Við fylgdumst með vexti og viðgangi drengjanna sem óðum urðu fullorðnir, bæði okkar og þeirra, og við horfðum á hár hvers annars grána, á aldur og lífs- reynslu setja sitt mark á svip og fas. Og áfram vorum við samhetjar í pólitíkinni. Við rökræðu um stefnu eða stefnuleysi flokksins voru skoð- anir skerptar, engri vanahugsun var eirt. I félagsskap Óttars urðu hlut- irnir að heita sínum réttu nöfnum, krefjandi beinskeyttar spumingar kölluðu á heiðarlegt uppgjör við málefnið, hvert svo sem það var þá stundina. Þess vegna var sam- vinnan alltaf skemmtileg og gef- andi, samfundirnir alltaf tilhlökkun- arefni. Vináttan við Óttar hefur skipt okkur miklu og haft áhrif á okkur. Þannig mun hann lifa með okkur áfram. En mikið óskaplega eigum við eftir að sakna þessa góða drengs; símtalanna í dagsins önn, skarplegra athugasemdanna, hlát- ursins, hlýjunnar. Guðný, elsku vinkona, vonandi getur vinátta okkar styrkt þig við að takast á við lífíð eftir þennan mikla missi. Jóhann og Svanfríður, Dalvík. Kær mágur og vinur er látinn langt um aldur fram. Minningarnar hrannast upp, allar ljúfar. Þægileg- ar samræður, fræðandi ferðalög, en hæst ber sönginn og tónlistina. Óttar hafði yndi af tónlist og átti auðvelt með að hrífa fólk með sér og miðla af þekkingu sinni, hvort sem var í samræðum um tón- listina eða í söng og hljóðfæraleik. Það eru góðar minningar um kvöld- in kringum píanóið, þar sem Óttar lék undir og safnaði okkur kringum sig í söng. Saga og þjóðhættir voru honum einkar hugleikin og var hann vel fróður um þau mál og sagði frá á lifandi og skemmtilegan hátt, svo að augu manns opnuðust. Við höfð- um búið í Þýskalandi í rúmt ár, þegar Guðný og Óttar heimsóttu okkur þar og skyndilega sáum við sögu lands og þjóðar í nýju ljósi. Við fórum alltaf ríkari af hans fundi. Góður drengur er horfínn, en minningin mun lifa ög gera okkur sorgina léttbærari. Margrét og Þorsteinn. Fögur kyrrð líðandi haustdaga stendur í verðugu mótvægi við minningar um glaðan skólafélaga og góðan samferðamann á lífsins göngu, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Óttar Proppé fæddist í Reykjavík 26. mars 1944, sonur hjónanna MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 Huldu Gísladóttur sem látin er fyr- ir nokkrum árum og Óttars Proppé framkvæmdastjóra. Eftirlifandi eiginkona Óttars er Guðný Ásólfs- dóttir en synir þeirra tveir eru Hrafnkeli og Kolbeinn. Þeim, ásamt systkinum Öttars og öðrum vanda- mönnum. votta ég samúð mína vegna þessa mikla og ótímabæra missis. Óttar var gæddur sjaldgæfum persónutöfrum svo að öllum sem kynntust honum lá hlýtt orð til hans. Námsmaður var hann góður og því vel metinn af kennurum, en einnig af bekkjarfélögum vegna eðlislægrar vinsemdar hans og hjálpsemi. Félagslyndur var Óttar í besta lagi og þegar þurfti að velja fulltrúa bekkjarins til trúnaðarstarfa eða skipuleggja skemmtanir, var hann nánast sjálfkjörinn. Hann kunni að fara með gítar og leika á píanó og því var hann safi allra samkvæma. Böndin sem skólafélagar bindast ungir eru flestum ósýnileg fyrr en löngu síðar. Þetta átti ekki við um Óttar. Á góðu kvöldi sagði hann eitt sinn yfir hópinn: „Strákar, við ættum alltaf að standa saman, þá dregst enginn aftur úr og það verð- ur auðveldara að kippa þjóðfélaginu í lag.“ Eftir skólann tvístraðist hóp- urinn að vísu og fram til þessa dags lýtur hver að sínu, en bekkjar- böndin halda. Óttar var alla starfsævina trúr sinni ríku samkennd með öðrum mönnum og löngun til að miðla af kröftum sínum og þekkingu. Einu ári sem hann lagði stund á hag- fræðinám í Svíþjóð skilaði hann til samfélagsins með því að þýða bók um það efni á íslensku. Eftir ís- lensku- og sögunám við Háskóla íslands kenndi hann í nokkur ár m.a. á Dalvík. Næsta skref í þjón- ustunni við almenning var að gegna starfi bæjarstjóra á Siglufirði og síðan tók við ritstjórastarf á Þjóð- viljanum. Frá árinu 1990 starfaði Óttar sem fjármálastjóri Hafnar- fjarðarhafnar. Fyrir fáum vikum kom ég til Óttars á skrifstofu hans við höfn- ina, en hún er með glugga sem veit til hafs. Ég var að bera undir hann sérstök atriði í verkefni sem ég hef með höndum. Eftir dijúg- langar samræður, fjörugar að vanda, leit Óttar með bros í augun- um: „Jæja, við erum búnir að tala nóg, nú er að vinna." Sigurþór Aðalsteinsson. Langt um aldur fram er fallinn frá góður félagi og kunningi, Óttar Proppé, sem ég vil minnast nokkr- um orðum. Óttar kom víða við sögu á lífsleiðinni og tókst á hendur margvísleg störf enda maðurinn fjölhæfur. Leiðir okkar lágu fyrst saman að ráði þegar hann kom til starfa hér syðra eftir að hafa búið fyrir norðan um árabil. Fyrst á Dalvík þar sem hann átti m.a. þátt í glæsilegum árangri Alþýðubanda- lagsfólks í bæjarstjómarkosning- um. Síðan gegndi hann starfi bæjar- stjóra á Siglufirði og er mér í fersku minni með hvflíkum söknuði Sigl- firðingar, og þá ekki síst Alþýðu- bandalagsfélagar, kvöddu þau hjón- in er þau héldu á brott. Hér syðra tók Óttar svo að sér ýmis trúnaðar- störf, var framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, ritstjóri Þjóðvilj- ans og síðan formaður fram- kvæmdastjórnar flokksins. í þessum störfum öllum komu hæfíleikar Óttars og mannkostir vel í ljós. Hann var mannasættir og einstaklega laginn í samskiptum við fólk þar sem á reyndi og það gerði oft innan Alþýðubandalagsins á þessum árum. Upp í hugann kemur mynd af Óttari þar sem hann stendur á tröppunum hjá mér seint um kvöld í haustbyijun 1987. Ég hafði af ákveðnu tilefni og af nokkrum skaphita fest allstór orð á blað sem fóru í gegnum hendur Óttars, starfa hans vegna. Honum þótti fulldjúpt í árinni tekið og ógætilega og gerði sér ferð til mín að ræða málin. Er skemmst frá því að segja að ég fór að hans hollu ráðum og lét skyn- semina ráða meiru, en skaphitann minna, um það sem sagt var. Fyrir nokkrum árum ókum við Óttar saman leiðina norður í land á fögrum vordegi. Leiðinni var heit- ið á Dalvík og Óttar lék við hvern sinn fingur og hugði gott til endur- funda við vini og kunningja. Skemmtilegri ferðafélaga er erfitt að hugsa sér. Hann var fróður vel um menn og málefni, sagði vel frá og skemmtilega. Þegar kom að Valagilsá í Norðurárdal í vorleys- ingum vafðist ekki fyrir honum að fara með kveðskap þjóðskáldsins rétt eins og hann læsi af bók. Ég kveð með söknuði góðan dreng. Eftirlifandi eiginkonu hans, Guðnýju, sonum og öðrum aðstand- endum votta ég samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Steingrímur J. Sigfússon. Það var haustið 1952 og komið dálítið fram á skólatímann að það fluttist nýtt fólk í löggublokkina við Tómasarhaga. Sá elsti í hópi barn- anna, undirritaður, var sendur í Melaskólann og hóf þar nám hjá Hróðmari Margeirssyni. Var af ein- hveijum ástæðum settur við hliðina á löngum dreng, Óttari. Þetta var átta ára sé. Þar sátum við fyrst saman. Síðan sátum við saman af og til alla ævina. Uppátæki okkar voru margvísleg í þessum bekk, átta ára sé, og ekki öll til fyrirmynd- ar að sögn kennarans sem reyndi allt til að halda okkur í sundur. En það tókst aldrei. Og þannig varð það æ síðan þessa fjóra tugi ára sem við vissum hvor af öðrum. Höfum átt sameiginlegar minning- ar, sameiginlegar stundir gleði og vandamála allt í senn. Þó við höfum á stundum ekki sést árum saman, - langtímum saman, var alltaf ein- hver þráður á milli okkar, þessi þráður sem var spunninn þarna einn og hálfan vetur í átta ára og níu ára sé í meló. Eitt árið var Óttar kominn í sveit undir Grímsstaðamúlann. Ég var þá líka í þeirri sveit. Þar fórum við Guðrún einmitt sl. sumar og sáum Grenjadal, en hann og Hraundalur- inn eru svo fallegir dalir að þeir eiga fáa sína líka og hafa verið svo sniðugir að fara framhjá auglýs- ingastofunum og myndatökum ferðamannabæklinganna en gefa þó hvergi eftir nágrönnum sínum Hítardal og Norðurárdal. Svo er Óttar kominn vestur í Dali í sveit. Og ég fluttur vestur í Dali. Svo erum við komnir í þriðja bekk í menntó. Þá hætti Óttar fljót- lega og fór í símvirkjun en kom aftur. Svo var hann auðvitað róttækur eins og allt almennilegt ungt fólk á þeim árum. Fer til Svíþjóðar og lærir hagfræði um skeið. Kenndi í Hveragerði og sinnti óðara flokks- verkum í tengslum við alþingiskosn- ingarnar vorið 1971. Áður en af er litið er hann svo kominn til Dal- víkur að kenna og í pólitíkina þar. Byggði þar hús með eftirminnilegu sniði og vann þar með félögunum kosningasigur svo stóran að Óttar varð um skeið forseti bæjarstjómar. Svo er hann kominn til Siglu- fjarðar, bæjarstjóri með glans. Þar áttum við saman langa nótt í póli- tískum umræðum eitt sinn að haustlagi; sú nótt og sú umræða dugði okkur báðum til þess að Ótt- ar var ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og síðar rit- stjóri Þjóðviljans. Var einn nánasti trúnaðarmaður minn og ráðgjafi lengi vel á þeim árum sem voru erfiðust í flokknum á seinni árum. Þegar djöfulgangurinn gekk hvað mestur yfir Alþýðubandalagið sum- arið 1987 var ótrúlega gott að eiga að klett eins og Óttar; þá þurftum við stundum að eiga langar snerrur hvor við annan og tókst vel að ala hvor annan upp að mér finnst eftir á að hyggja. í þeim sviptingum dugði Óttar ótrúlega vel. Og það skipti miklu að honum var einkar lagið að tala við alla. Það var ekki síst sá kostur sem varð til þess að armarnir sameinuðust um að gera hann að formanni framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins. Ekki var það síður mikilvægt að á úrslita- stundum að loknum löngum og að sama skapi þrautleiðinlegum fund- arhöldum átti Óttar það oft til að setjast við hljóðfærið sem hann lék við löngum fingrum og galdraði fram hljóð sem breyttu leiðinlegum samkomum í gleðistundir. Og nú er Óttar farinn eftir snarpa orrustu við banvænan sjúkdóm þar sem Óttar virtist hafa betur um skeið. En svo kom óvinurinn aftur og Óttar lést sl. laugardag. Það var reiðin sem varð mitt fyrsta við- bragð. Og ég er svo ófullkominn að ég er reiður enn ekki síst fyrir hönd Guðnýjar og strákanna. Ég flyt Guðnýju og sonum þeirra samúðarkveðjur okkar Guðrúnar á þessari stundu. Ég er Óttari Proppé þakklátur fyrir stuðning og samstarf en fyrst og fremst fyrir þá vináttu sem ent- ist okkur alltaf allt frá því að við hittumst fyrst og sátum saman tvo vetur í átta ára sé. Svavar Gestsson. Vissulega var mér brugðið þegar frændi minn Ólafur Proppé hringdi í mig sunnudaginn 12. september og tilkynnti mér lát Óttars bróður síns, því aðeins hálfur mánuður var frá okkar síðustu fundum. Þó að vitað væri að hann gengi ekki heill til skógar, grunaði mig ekki að dauðinn væri jafn skammt undan sem raunin varð. Við Óttar vorum þremenningar að frændsemi. Faðir hans, Óttar Proppé, og móðir mín, Helga Proppé, voru bræðrabörn og milli þeirra frændsystkinanna var alla tíð kært og fjölskyldur okkar ræktuðu með sér góðan vinskap sem aldrei bar skugga á. Á unglingsárum sínum var Óttar heimagangur á heimili foreldra minna í Hafnarfirði. Hann og bróð- ir minn Vésteinn voru jafnaldrar, skólabræður og góðir vinir. Frá þessum árum minnist ég Óttars sem gáskafulls og glaðsinna unglings og það var engin lognmolla í kring- um hann. Hann var hæfileikaríkur, flugnæmur og góður námsmaður, en vissi ekki alveg alltaf á þeim árum hvað hann vildi. Hið andlega atgervi átti síðar eftir að nýtast honum vel í starfi og leik. Eins og svo oft vill verða varð vík á milli vina þegar Óttar settist að á Dalvík og síðar á Siglufirði, og við hittumst ekki í mörg ár. I fimmtugsafmæli Óla bróður hans, fyrir tæpum tveimur árum, bar fundum okkar saman, og það var gaman að hlusta á ræðuna sem hann flutti bróður sínum, kryddaða góðlátlegri kímni og þar þekkti ég aftur hinn góða gamla Óttar. í ársbyijun 1993 hóuðu þeir bræður, Oli og Óttar, saman nokkr- um skyldmennum í því augnamiði að eitthvað yrði gert til þess að halda minningu langömmu okkar og langafa, þeirra Helgu Jónsdóttur (f. 1848, d. 1925) og Claus Egg- erts Dietrichs Proppé (f. 1839, d. 1898), bakarameistara í Hafnar- firði, á loft. Sum okkar þekktust lítið sem ekkert, vissum aðeins hvert af öðru, en okkur féll ágæt- lega hveiju við annað og áttum saman ánægjulegar stundir þar sem við skoðuðum myndir og rifjuðum upp ýmsa atburði og sögur af ætt- mennum okkar. Málin þróuðust á « þann veg að ákveðið var að efna til ættarmóts á Görðum þar sem þau Proppéhjón eru grafin. Á stutt- um tima tókst að taka saman niðja- tal, ásamt ýmsum tiltækum upplýs- ingum um ættina og „Proppéættin á Islandi“ kom út í vandaðri útgáfu nokkrum dögum fyrir ættarmótið. Það var ekki síst þeim bræðrum Óttari og Óla að þakka að þetta varð að veruleika og var það þeim metnaðarmál að ættarmótið færi sem best fram og skipulag þess væri í góðu lagi. Hinn 28. ágúst síðastliðinn rann upp heiður og tær. Það var hátíðleg stund þegar um 230 afkomendur Proppéhjónanna og venslafólk þeirra, sumir langt að komnir, voru samankomnir í Garðakirkju og hlustuðu á séra Bjarna Þór Bjarna- son flytja minningarorð um ættfor- eldra okkar og lýsa altaristöflunni sem er gjöf Proppéfjölskyldunnar til kirkjunnar til minningar um Helgu og Claus Eggert. Einnig þakkaði séra Bjarni störf Óttars eldra í þágu kirkjunnar, en hann var um árabil sóknarnefndarfor- maður Garðakirkju. Að lokinni at- höfn í kirkjunni gengu mótsgestir að grafreit Proppéhjónanna og Gunnar Knútur Proppé, elstur núlif- andi Proppé, lagði krans á leiðið. Síðan var fjölbreytt dagskrá í samkomuhúsinu á Garðaholti sem stóð framyfir miðnætti og þar voru Óttar og Guðný kona hans hrókar alls fagnaðar og blönduðu geði við skyldfólkið jafnt unga sem aldna, af eðlislægri hjartahlýju. Undir stjórn Óttars og Kolbeins sonar hans fór fram fjöldasöngur þar sem Óttar sat við píanóið og sungnir voru textar sem hann hafði séð um að fjölrita. Næsta dag hittumst við nefndar- fólkið til að ganga frá uppgjöri eft- ir ættarmótið. Óttar tók að sér hlut- verk gjaldkera og var eldsnöggur að sjá um reikningshliðina og útkljá peningamálin. Öll vorum við ánægð með hversu vel hafði til tekist dag- inn áður, og hið hressa og alúðlega viðmót skyldfólksins yljaði okkur svo sannarlega um hjartaræturnar. Þegar við kvöddumst, kyssti Óttar okkur frænkur sínar af innileik. Síst óraði mig fyrir því að þetta væri síðasta kveðjan og við ættum ekki eftir að sjást framar. Um leið og ég votta Guðnýju, sonum þeirra, tengdadóttur, Óttari eldra, Elsu og systkinum hans sam- úð mína, þakka ég sérstaklega fyr- ir okkar síðustu samskipti, í tengsl- um við Proppéættarmótið, sem voru í alla staði ánægjuleg og sýndu hvern dreng Óttar hafði að geyma. Véný Lúðvíksdóttir. Það komust færri að en vildu í drengjakór Lauganeskirkju á þessu hausti en okkur vantar duglega drengi á aldrinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.