Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 25 Jltagtiiifrljifrffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur 'Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hagsmunasamtök og ríkissjóður Allar helztu atvinnugreinar landsmanna 'hafa byggt upp öflug félags- o g hagsmuna- samtök. Þessir aðilar reka viða- mikla upplýsingastarfsemi og hafa sett upp skrifstofur með fjölmennu og sérhæfðu starfs- liði til þess að vinna'að málefn- um viðkomandi atvinnugreinar. Dæmi um þetta er Landssam- band ísl. útvegsmanna, sem eru einhver áhrifamestu samtök af þessu tagi, sem hýr starfa. Iðn- aðurinn hefur líka byggt upp slíka starfsemi og nýlega var tekin ákvörðun um að sameina samtök iðnaðarins í nýja og sterka fylkingu þeirra, sem vinna á þeim vettvangi. Allt er þetta eðlilegt og sjálfsagt enda kostnaður við þessa starfsemi greiddur af félagsmönnum samtakanna. Landbúnaðurinn hefur byggt upp öflug hagsmunasamtök, sem nú eru starfrækt í fyennu lagi, þ.e. Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Að undanförnu hefur verið rætt um að sameina þessi samtök. Mun- urinn á hagsmunasamtökum bænda og hagsmunasamtökum annarra atvinnugreina er hins vegar sá, að verulegur hluti af rekstrarkostnaði bændasam- takanna er greiddur úr ríkis- sjóði, þ.e. af skattgreiðendum. Til þess liggja ákveðnar sögu- legar ástæður en nú er orðið tímabært að þar verði breyting á og þótt fyrr hefði verið. A þessu ári fá Búnaðarfélag íslands, búnaðarsamtök í hér- uðum og Hagþjónusta landbún- aðarins samtals 140 milljónir króna úr ríkissjóði. Stöðugildi hjá Búnaðarfélaginu eru um 40 og 31‘A greiðist úr ríkissjóði. Það þýðir m.ö.o., að langflestir starfsmenn Búnaðarfélags ís- lands eru í raun opinberir starfsmenn og eiga m.a. aðild að lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Verkefni Búnaðarfé- lagsins eru tvenns konar, fé- lagsleg verkefni og leiðbeining- arþjónusta. Eina hliðstæðan sem snertir aðra atvinnugrein er Fiskifélag íslands, sem fær 6,3 milljónir á fjárlögum þessa árs en Bún- aðarfélagið fær 82 milljónir. Starfsmenn Fiskifélagsins eru flestir í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta er úrelt fyr- irkomulag og á að afnema. Vel má vera, að þessi skipan hafí átt við fyrir mörgum áratugum en ekki lengur. Auk þess að greiða laun sem svarar til tæpléga þijátíu og tveggja starfsmanna Búnaðar- félagsins greiða skattgreiðend- ur hluta launa tæplega 40 ráðu- nauta hjá 15 búnaðarsambönd- um í landinu. Skattgreiðendur borga 65% af grunnlaunum og ferðakostnaði þessara starfs- manna, eða um 40 milljónir króna á þessu ári. Jafnframt greiða skattgreiðendur rúmlega 11 milljónir til Hagþjónustu bænda. Allt er þetta fyrirkomu- lag úrelt. Það kostar mikið fé að reka hagsmunasamtök af þessu tagi, eins og berlega má sjá af þeim tölum, sem hér hafa verið nefndar, en það verður enn þá dýrara, ef ríkið borgar. Önnur hagsmunasamtök atvinnu- greina hafa aðhald af félags- mönnum sínum, sem stöðva við, ef þeim sýnast félagsgjöldin vera orðin of há. Sameining samtaka iðnaðarins miðar m.a. að því að draga verulega úr kostnaði. Einn þáttur í því að aðlaga landbúnaðinn að breytt- um aðstæðum er sá, að bændur sjálfir greiði kostnað við hagsmunagæzlu sína en að skattgreiðendur borgi ekki kostnað við hagsmunagæzluna, sem í mörgum tilvikum beinist að því að ná meiri fjármunum úr vasa þessara sömu skatt- greiðenda! [,,Skýringa“- hugmyndir] í fyrsta ljóði Tímans og vatnsins er sagt að tíminn (sem er „eins og mynd“)og vatnið renni veglaust til þurrðar inní vitund skáldsins, þ.e. tíminn og eilífðin þoma upp og deyja með skáldinu. Vitundar- dauðinn stöðvar hringrás tímans og samkvæmt búddatrú hefst fullsæla sálarinnar, eða nityana, þegar hringrásin er rofín. Ég er þó ekki að halda því fram að Steinn Stein- arr hafi haft neina tilhneigingu til búddatrúar en það getur varla ver- ið tilviljun að ljóðaflokkurinn hefst á því að hringrás tíma og eilífðar deyi inní vitund mælandans. í öðru ljóðinu er sagt um hvað flokkurinn fjallar; þ.e. trú og ást, þetta tvílita blóm sem sólin í líki grannvaxinnar konu traðkar á þar- sem þessar grundvallareigindir sofa í tvítugu sálardjúpi mælandans, eða skáldsins. Steinn Steinarr raðar upp lýsandi orðum einsog expressjónískur list- málari máli fyrirmyndir á léreft. Úr þessum orðum verða myndir sem segja það sem segja á: hið hvíta blóm dauðans vex á hornréttum fleti „milli hringsins og keilunnar" (3. kv.); þ.e. úr efnisheiminum vex hvítt blóm dauðans. Og tíminn hverfur einsog tár sem fellur á hvlta hönd (6. kv.). Hvolfþak hamingj- unnar er úr hvítu Ijósi fjarlægrar sorgar og í fölu tunglskini hverfleik- ans bíður sjálf verðandin (11. kv.) og dauðinn á næstu grösum; „sorg fljótsins" er nefnd í ellefta kvæði en sofandi andlit í „auga fljótsins“ í næsta Ijóði. En þögnin einsog þroskað ax undir þáfjalli tímans „og hugsun mín gekk til móts við sól- skinið" og þögnin varð samhljómur HELGI spjall einskis og alls meðan gljásvart myrkrið flaug gegnum sól- skinið (16. kv.); þ.e. myrkur dauðans fer einsog eggvopn gegn- um sólbjarta vonina. Þáfjall tímans er fjall sem snjór er farinn að þiðna í; þá kv. merkir þíð jörð; sbr. þá, þáa merkir þiðna; sbr. þeyr; sbr. 90. erindi Hávamála. Um veglaust haf lætur mælandi hug sinn fljúga að hvarmi konunnar svoað hamingja hennar beri hvíta birtu þess harms sem fylgir honum; hún skal semsagt muna hann (17. kv.). Minningin er mikilvægur þátt- ur í þessari hringrás; eða þessari ferð án fyrirheits sem er kjarna: þema í öllum skáldskap Steins. í næsta kvæði er hin hvíta fregn um krossfestinguna flutt „yfir sofandi jörð“ og þau orð falla einsog vor- næturregn í ísblátt vatnið; þ.e. upp- risa, þráttfyrir allt; ný von einsog ítrekað er í næsta kvæði: Og svipur þinn rann eins og svalkaldur skuggi milli svefns míns og draums. Og þá ríkir hin algjöra þögn (20. kv.). En fjarlægar veraldir vaxa einsog furðuleg blóm „úr líkama mínum“ og nú hverfist myrkrið um möndul ljóssins og mótspyma tímans fellur máttvana „gegnum mýkt vatnsins" (21. kv); semsagt vonameisti, þráttfyrir hverfula ást og þverstæðufullt umhverfí þessa myndríka ljóðs - og þá ekkisízt þráttfyrir óhöndlanlegan og fjar- lægan guð: Meðan eilífðin horfir mínum (letrubr. M.J.) óræðadraumi úr auga sínu. Slíkt erindi þarf ekki að skilja, heldur skynja. Það segir allt sem ekki verður sagt. En draumurinn er óráðinn og þó - Kemur allt, kemur ekkert, gróið bylgjandi maurildum, eins og guð. Guð. (7. kv.) Þannig fer vonin einsog endur- skin eða maureldur í sjó um myrkur efans. Tíminn og vatnið er einskonar ferðalag um draumkenndan veru- leika sem skáldið bregður upp eins- og leifturmyndum. Og þessi veru- leiki er fullur af andstæðum einsog lífið sjálft; einsog mósaíkmynd úr ólíkum litsteinum. Og undirtónninn þverstæðan mikla: líf og dauði. En þessar andstæður mynda heild - einsog lokuð skel. Og úr sársauka hennar vex perlan; vonin sjálf. Trú Steins var sú, að hann trúði engu en vonaði hið bezta einsog hann sagði við Jón úr Vör. En á mörkum þessa óræða veru- leika er einnig sú reynsla sem Steinn Steinarr orti um í einhveiju sérstæðasta ástarkvæði tungunnar, Utan hringsins: Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og utan þessa hrings er veröld mín. En svo er önnur veröld sem skáldið orti einnig um; veröldin inn- an þessa hrings og þá ekkisíður allar þær veraldir sem búa „á bak við hugsun mína“. Um þær allar fjallar Tíminn og vatnið; og ekkisízt veröldina þar sem vex hið hvíta blóm dauðans á hornréttum fleti milli hringsins og keilunnar; ókunn og óáþreifanleg — en með einhveij- um hætti skynjanleg veröld vonar og trúar. M (meira næsta sunnudag) Svipur hjá sjón RÉTTIR ERU merkilegt fyrir- brigði á íslandi. Þær eru ekki ein- ungis til að safna saman fénu á haustin heldur eru þær einn- ig einskonar samkomustaður fólks sem á sameiginlegra hagsmuna að gæta og þá ekki síður aðdráttarafl fyrir þá sem eitt sinn bjuggu í sveitum landsins en hafa flutzt á mölina en tengjast sveitalífinu um fjárleitartímann. En réttir eru ekki einung- is samkoma í tengslum við féð og sláturtíð- ina heldur einnig skemmtanahald þegar sjálfsagt þykir að gera sér dagamun í anda þeirra gömlu orða að maður er manns gaman. Allt á þetta rætur aftur I grárri forneskju og má sjá af nafninu einu að landnámsmenn komu með þennan menn- ingarsögulega þátt með sér út hingað því að rétt á sér samsvaranir í skyldum mál- um, til að mynda er rett fjárkví á hjalt- nesku og Suðureyjamáli en upphafleg merking þessa orðstofns í germönsku er líklega veggur, kró, gerði eða flétta. Þeir sem koma í réttir nú um stundir og hitta fjallkónga eins og þeir eru kallað- ir fyrir sunnan eða gangnastjóra eins og sagt er í Húnavatnssýslum verða þess fljótt varir að heimamenn telja að réttir séu nú ekki svipur hjá sjón ef borið er saman við fyrri tíma. Sú var tíðin að tugþúsundir fjár runnu af víðlendum heiðum Húnvetn- inga og var það tignarleg sjón að sjá safn- ið til að mynda mæta auganu eins og hvítur foss þegar þess var beðið í Undir- fellsrétt að rekstur kæmi niður í Vatns- dal, en nú er safnið líklega ekki nema helmingur þess sem áður var. Þess var einnig getið í Auðkúlurétt að þar væri hið sama upp á teningnum, auk þess sem rið- an hefur gert nokkurn skurk og í Auðkúlu- rétt mátti til að mynda heyra af máli Jó- hanns bónda í Holti að hann þyrfti ekki að vænta neins fjár þar í réttinni því hann hefur orðið að slátra fé sínu vegna þessa sjúkdóms, en gerir ráð fyrir því að kaupa aftur margt fé að ári. Sumsstaðar, eins og í nágrenni Valagilsár, er smalað bæði fé og hestum af Öxnadalsheiði og mátti sjá þess merki um síðustu helgi þar sem fé og hross voru komin í girðingu. Mikilvæg- auðlind NU ÞEGAR FÉ hefur fækkað á Auðkúluheiði hefur verið hafizt handa við uppgræðslu á vegum Blönduvirkjunar og er það mikið átak þótt vel megi vera að meiri árangur næðist fyrir sama fjármagn þar sem betur hentar til uppgræðslu. Blöndustífla er eft- irminnilegt mannvirki og þá ekki sízt hvemig lokum og rennsli er fjarstýrt úr aðalstöðvarhúsinu í Blöndudal. Það er tign- arlegt að sjá affall Blöndu renna í tveimur fossum, eða tvíburafossum, í nýjum far- vegi og falla í gamlan farveg þessa mikla fljóts. Þar hefur einnig verið mikil gijót- vinnsla án náttúruspjalla og er raunar tign- arlegt að sjá hversu vel aðstæður allar falla að þeirri mikilvægu nýtingu sem vatnsorkuframkvæmdir eru á þessum slóð- um. Blönduvirkjun er velheppnuð fram- kvæmd og raunar má segja að heiðarnar hafi aukizt að tilbreytingu við öll þau vötn sem þar hafa myndazt vegna mannvirkja- gerðar og heiðin að mörgu leyti vinalegri nú en áður þegar hún mátti una við til- breytingu auðnarinnar einnar. í sumar hefur Blönduvirkjun verið í mikilli notkun vegna viðgerða og endurbóta við Sigöldu en samtenging þeirrar auðlindar sem vatnsorkan er hlýtur að vera einhver mikil- vægasti þáttur íslenzks þjóðlífs nú um stundir. Og senn verður farið að flytja út íslenzka orku til nágrannalanda, eða eftir 3-5 ár, og þá verða íslenzkir jöklar ein- hver mesta auðlind sem landið hefur uppá að bjóða. Það skyldi þó ekki vera að jökl- arnir leysi þorskinn af hólmi sem mesta útflutningsauðlind landsmanna. Það þarf síður en svo að verða að neinum náttúru- spjöllum að vinna rennandi vatn til útflutn- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 18. september Neðan við Blöndustiflu. Á myndinni eru Jóhannes Nordal og Hallgrímur Guðjónsson fyrrum bóndi í Hvammi. LJósm./Mbl. ings, þvert á móti getur það gefið umhverf- inu nýjan, vinalegan svip eins og sjá má á Auðkúluheiði. Blessaðjök- ulvað FRA BLÖNDU- virkjun má sjá langieiðina út eftir Blöndudalnum til Blöndudalshóla en þar var Björn yfirvald Blöndal fæddur, en sagt var að hann hefði haldið óaldarmönn- um norðanlands í skefjum en það kostaði blóð og tár eins og kunnugt er. Vatnsdals- hólar, sem sagt er að séu hrun úr fjallinu og flutzt hafi með skriðjökli sem skildi aurinn eftir þegar hann myndaði þetta óviðjafnanlega náttúrufyrirbrigði í mynni þessarar dalperlu, bera harmsögunni vitni þótt ekki sjái þess stað sem betur fer. Undan Guðlaugsstöðum í Blöndudal er sögufrægt vað á ánni. Þar blessaði Gvend- ur góði og hefur aldrei orðið slys á því vaði þótt svo hafi orðið annarsstaðar og neðar í ánni þar sem hún hefur ekki verið eins ófrýnileg á að líta. Páll á Höllustöðum segist hafa farið þetta vað í skjóli Gvend- ar góða. Þannig er Krossvað, en svo heit- ir þetta blessaða jökulvatn Guðmundar biskups, merkilegur vegvísir aftur í foma trú þessarar afskekktu þjóðar sem hefur átt við óblíða náttúru að etja og þurft að bjóða henni birginn við misjafnar aðstæð- ur. Blöndal reisti bú í Hvammi í Vatnsdal en Lárus sonur hans að Kornsá handan árinnar og byggði þar veglegt timburhús á síðustu öld. Nú er það í niðumíðslu og talað um að flytja það til Blönduóss. Það er ástæðulaust. Vatnsdælir og sýslan ættu miklu fremur að endurnýja sýslumanns- húsið að Kornsá á þeim stað þar sem það stendur og minnir á merka sögu og þá sem hér voru áður á ferð en hvíla nú flestir í garðinum á Undirfelli. í Hvammi hefur lengst búið ætt Guð- jóns á Marðarnúpi og þar var Hallgrímur sonur hans stórbóndi um fjörutíu ára skeið, snyrtimenni mikið og bústólpi. Þau hjón hafa nú flutzt suður til Reykjavíkur. En þeir em margir eftir í Vatnsdalnum og ógleymanlegt að hitta þá við Undirfells- rétt þar sem Gísli bóndi á Hofi og tengda- sonur Ágústs sem var fréttaritari Morgun- blaðsins áratugum saman býður upp á heimaverkaðan hákarl og annað sem hon- um fylgir. Það er mikil reisn yfir slíkri samkomu og margs að minnast. Þarna hefur verið hver stórbóndinn öðmm eftir- minnilegri og hægt að hitta þá enn suma hveija þar sem þeir standa á tali við þing- mann sinn Pálma á Akri sem lætur ekki undir höfuð leggjast að skreppa í réttirnar og skála við bændur og búalið. Og þarna stendur Jóhannes Nordal í æskuumhverfi sínu og gæðir sér á hákarli Gísla á Hofi. Eftirminnilegt hvernig honum var tekið af vinum hans hér í sveit og þá ekki sízt þegar við fómm með honum að Eyjólfs- stöðum þangað sem hann á ættir að rekja en þar er stórmyndarlegt umhverfi og fag- urt um að litast, eða þá þegar Jóhannes á Torfalæk var sóttur heim og spjallað fram og aftur um þjóðlífið og vanda land- búnaðarins, en Jóhannes Torfason hefur verið formaður Framleiðnisjóðs landbúnað- arins frá 1982. í ársskýrslu Framleiðnisjóðs landbúnað- arins er meðal annars minnt á að 1985 voru settar reglur um stuðning til búhátta- breytinga og hafín kaup og leiga búmarks til að draga úr framleiðslu á mjólk og kjöti. En með búvörusamningi frá 1991 á sjóðurinn að efla atvinnuuppbyggingu til sveita með ákveðnu framlagi úr ríkissjóði, 1993-1997, og stuðla að aukinni fram- leiðni í íslenzkum landbúnaði eins og kom- izt er að orði - og er þá væntanlega ekki sízt átt við hagkvæmni í búrekstri svo að framleiðsluþörf bænda sé nokkurn veginn sú sama og markaðurinn þarfnast, en til þess þarf reynslu og útsjónarsemi. Það er mikið verk enda milljónasjóður og vegna þessara starfa og annarra hefur Jóhannes þurft að fækka í ijósinu sínu sem byggt var fyrir nær aldarfjórðungi og ber vitni um mikla framsýni og þekkingargóða af- stöðu til mjólkurframleiðslu. Bændur horfast í augu við vandann ÞAÐ ER EINATT vegið að bændum vegna þess hve landbúnaðurinn hefur verið illa í sveit settur gagn- vart markaðslög- málunum og var um það fjallað sérstaklega hér í Reykjavík- urbréfí 21. október 1990 og ástæðulaust að tíunda það allt. Þá var á það minnzt að með þeirri víðtæku skipulagningu eða áætlunum um landbúnaðarframleiðslu sem tekin var upp í og upp úr kreppunni hafi bændum verið gerður bjarnargreiði. Þessi skipulagning átti að miða að því að vemda bændur fyrir því aðhaldi sem samkeppni á frjálsum markaði veitir. Þeir þurftu lítið sem ekkert að hugsa um markaðinn og lögmál hans. í staðinn fyrir hina ósýnilegu hönd markaðarins var hönd stjómvalda og allskyns nefnda með puttana í því hvernig samkeppninni skyldi háttað og framleiðendur landbúnaðarvara hlutu þannig ekki ósvipaða leiðsögn og þeir sem stóðu andspænis rústum markaðslauss kommúnisma. Opinberar nefndir, stéttar- félög og áætlanapostular skyldu sjá um neyzluna og verðlagið allt var flatt út. Dugnaðarforkar fengu litla sem enga hvatningu og útsjónarsamir bændur settir á sama bás og búskussar. Niðurstaðan var svo sú að hægt og sígandi seig á ógæfu- hliðina, þeir sem framleiddu á markaðinn þurftu ekki að hugsa um það sérstaklega svo sjálfvirkur sem hann varð með tíman- um og framkvæmdahvöt samfara kunn- áttu og útsjónarsemi var smám saman drepin í dróma. Þannig tapaðist ógrynni fjár í áranna rás gegnum sjálfvirkt kerfí milliliða, útflutnings- og geymsluaðila sem er talið milljarðar króna. Bændur fengu minnst af verði landbúnaðarafurða. Það lenti að miklu leyti í milliliðahítinni og allskyns fjárfestingum. Nú heyra stærstu milliliðirnir að mestu sögunni til, sums- staðar eru eingöngu rjúkandi rústir. Sam- bandið er saga, kaupfélögin á gjaldþrota- mörkum en bændur sitja uppi með sárt ennið. Hnífurinn stendur ekki lengur í kúnni, heldur milliliðunum, þeir taka mik- ið til sín og sýna enn ágalla kerfisins. Þannig hefur forsjárhyggjan verið letj- andi og sjaldnast til góðs þótt hún hafi að vísu verið skammgóður vermir. Bændur hafa verið hafðir að féþúfu og fjármunum þeirra oft og einatt verið veitt inn á aðrar brautir en til þeirra sjálfra sem framleið- enda. Úr þessu kviksyndi hafa bændur orðið að vinna sig og þeir hafa gert það hörðum höndum. Þeim hafði verið breytt gegn vilja þeirra úr sjálfstæðum atvinnu- rekendum í ófullgert ígildi opinberra starfsmanna án þess öryggis þó sem slíkir starfsmenn almennt njóta. En nú eru þeir á góðri leið útúr þessu kerfi og þeir bænd- ur sem kunna til verka eiga áreiðanlega eftir að læra á markaðinn og standa sig þar samkvæmt kröfum nýrra og breyttra tíma. Ef miðað er við 1978 og 1992 fækk- aði mjólkurkúm á íslandi um sex þúsund (voru rúm 36 þúsund 1978 en um 30 þús- und 1992), fénu fækkaði úr 891 þúsundi í 487 þúsund og er það mikill ávinningur og raunar stórafrek sem bændur hafa unnið við erfiðar aðstæður. Útflutnings- bætur virðast horfnar og stefnt að minnk- andi niðurgreiðslum og framleiðslu sem getur séð um sig sjálf, nú þegar hafa niður- greiðslur minnkað um 4 milljarða króna. Fjölmörg bú ættu að geta gert út á mark- aðinn þannig að bæði framleiðendur og neytendur gætu vel við unað. Önnur eru á mörkunum og þarf að rétta þessum bændum hjálparhönd til að finna hag- kvæmustu leiðina til að standast harðar kröfur markaðsbúskapar sem nú er talinn besti kosturinn, jafnvel í kommúnistaríkj- um eins og Kína. Hitt er svo annað mál að hrossum hefur fjölgað um 25 þúsund á fyrrnefndu tímabili, en þar koma fleiri við sögu en bændur. Mjög hefur dregið úr ofbeitarvandanum, þar sem land var í örtröð er nú mun betra en versnar þó í köldum árum. Hrossabeit í heimahögum er þó áhyggjuefni. Það er algengur mis- skilningur að allt fé fari til fjalla eða af- rétta á sumrin. Mest er í heimalöndum eða um 80 prósent á Suðurlandi svo dæmi sé tekið. Þar sem áður var ofsetið land hefur því nú víða farið fram. Menningar- leg geymd TIL ÁMINNINGAR og umhugsunar er ástæða til að minna hér í lokin á það sem sagt var í fyrr- nefndu Reykjavíkurbréfi um hlutverk sveitanna því það er ekki einungis að sjá um framleiðslu landbúnaðarvöru og finna vandratað meðalhóf gagnvart neytendum og markaðnum heldur einnig að varðveita menningarlegan arf sveitanna og dreifbýl- isins sem er svo mikilvægur að aldrei verð- ur til fjár metið: „Umræður um landbúnað- armál hafa oft og einatt verið harla óraunsæjar, þótt á margt athyglisvert hafí verið bent eins og milljónaframlag ríkisins til kerfisins og tugþúsunda skatt- byrði á meðalfjölskyldu vegna þess. Þröng- sýni og jafnvel ofstæki hafa þó einatt ráð- ið ferðinni í þessum umræðum og gengið framhjá mikilvægum atriðum sem til áð mynda Fjölnismenn hefðu lagt áherzlu á. Við verðum að búa saman í landinu sem ein þjóð. Flestir sem búa á þéttbýlissvæð- um eiga ættir að rekja til sveitanna. Þeir sem þar búa eru ekkert öðruvísi íslending- ar en þéttbýlisfólkið. En hagsmunir fara ekki alltaf saman. Við þurfum því að vinna að því að það geti orðið. Sveitirnar eru jafnmikilvægar og áður, í raun. Það er ekki einungis verið að yrkja jörðina og framleiða góðar afurðir, þótt dýrar séu. Sveitirnar og landsbyggðin öll hafa meira hlutverki að gegna en að framleiða mat- væli. í sveitunum hefur íslenzk menning og arfleifð okkar ávallt verið varðveitt með þeim árangri sem raun ber vitni. Sveitirnar eru öðrum stöðum fremur varð- veizlu- og uppeldisstöðyar rótgróinnar ís- lenzkrar menningar. Hlutverk þeirra í þeim efnum er ómetanlegt. Þar sem tungan er ræktuð og geymd, þar sem hlúð er að arfinum, þar slær þjóðarhjartað. Þessu skulum við ekki gleyma í öllum umræðun- um um landbúnaðinn, sveitirnar og fram tíðina. Hver einasti sveitabær er musteri arfleifðar sem er mikilvægari en öll sú framleiðsla sem seld er á samkeppnismark aði þéttbýlisins. Við þurfum því á sveita- bæjunum að halda. Baðstofuandrúmið er mikilvægt, en ástæða er til að fækka bæjum svo að fólkið haldist þar sem lífvæn- legast er. Hokur á að vera liðin tíð á ís- landi. En hitt er jafnvíst að arfleifð okkar verður ekki varðveitt og ræktuð á erlend- um sveitabæjum þótt þeir gætu séð okkur fyrir innfluttum landbúnaðarvörum. Það er dýrt að vera íslendingur, það höfum við alltaf vitað. En það á ekki að vera okkur ofviða.“ „Sveitirnar og landsbyggðin öll hafa meira hlut- verki að gegna en að framleiða mat- væli. I sveitunum hefur íslenzk menning og arf- leifð okkar ávallt verið varðveitt með þeim árangri sem raun ber vitni. Sveitirnar eru öðrum stöð- um fremur varð- veizlu- og uppeld- isstöðvar rótgró- innar ísienzkrar menningar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.