Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
15
S í ÐIR ULLARJAKKAR
SÍMI 68 19 2 5
Verdandi forsœt-
isráóherra?
ALEXANDER Kwasniewski, leið-
togi flokks fyrrum kommúnista.
Hann tók fyrir fjórum árum þátt
í viðræðum um þátttöku Sam-
stöðu í stjórn Póllands. Nú kann
svo að fara að hann verði fyrsti
forsætisráðherra hins frjálsa Pól-
lands sem kemur úr röðum fyrr-
um kommúnista.
stefnan verða án nokkurs vafa tekn-
ar til endurskoðunar og áhersla lögð
á félagslega aðstoð og atvinnuör-
yggi. A Vesturlöndum munu stjóm-
málamenn og fjárfestar einkum hafa
áhyggjur af því að sú festa sem
þrátt fyrir allt hefur einkennt efna-
hagsmálin verði að engu með tilheyr-
andi seðlaprentun og óðaverðbólgu.
Sérstaða Pólveija í Austur-Evrópu
kann að heyra sögunni til þótt ekki
verði um afturhvarf að ræða til kom-
múnískra stjómarhátta.
Lech Walesa hefur brugðist við
sveiflunni til vinstri með því að heim-
ila stuðningsmönnum sínum að
hleypa af stokk-
unum nýjum
samtökum
,Óháðu umbóta-
hreyfingunni“
sem forsetinn
hefur opinberlega
engin tengsl við.
Þótt svo virðist'
sem flokkur þessi
höfði ekki til kjós-
enda hefur Wa-
lesa enn á ný sýnt
hversu slyngur
stjórnmálamaður
hann er. Sigri
vinstri flokkarnir
í kosningunum
mun hann verða
í hlutverki hins
óháða sáttasemj-
ara pólsku
þjóðarinnar. Nái
vinstri öflin ekki
völdum mun for-
setinn geta komið
fram og lýst yfir
persónulegum
sigri og túlkað
niðurstöðurnar
sem staðfestingu
þess að meirihluti
landsmanna vilji
að áfram verði
haldið á umbótabrautinni þrátt fyrir
þrengingarnar.
Hver verður staðan í pólskum
stjórnmálum eftir kosningarnar í
dag? Flóknir pólitískir útreikningar
þurfa að liggja fyrir áður en næsta
ríkisstjórn verður mynduð en hvað
framtíð landsins og lýðræðið varðar
mun lítil kosningaþátttaka verða
helsta áhyggjuefnið. Helmingur
kjósenda mun trúlega sitja heima.
hinar ýmsu samsteypustjómir and-
kommúnista. Upplausnin og valda-
baráttan reyndist á hinn bóginn dýr-
keypt og hápunkti kaldhæðninnar var
í raun náð í maímánuði er þingmenn
Samstöðu lögðust á sveif með stjóm-
arandstöðunni og felldu stjóm Hönnu
Suchocku, sem enn er starfandi for-
sætisráðherra. Þar með höfðu um-
bótasinnamir, sem steyptu stjóm
kommúnista, rekið naglann í líkkistu
stjómar markaðshyggjunnar, sem
náð hafði umtalsverðum árangri í
glímunni við efnahagsvandann.
Endalok Samstöðu?
Samkvæmt
könnunum munu
fæstir Samstöðu-
flokkanna, að
„Lýðræðisfylk-
ingunni" flokki
Hönnu Suchocku
undanskildum, fá
tilskilin fimm
prósent atkvæða.
Samstaða mun
því trúlega líða
undir lok sem
pólitískt afl eftir
þingkosningam-
ar í Póllandi í
dag. Samstöðu-
mönnum hefur
ekki tekist að
axla það tvíþætta
hlutverk sem þeir
ætluðu sér; ann-
ars vegar að vera
rétttindahreyfing
verkafólks og
hins vegar að
vera þjóðfélags-
leg umbótahreyf-
ing sem boðaði
vestrænan kapít-
alisma. Hvað
þetta varðar er
tími Samstöðu
liðinn en reynist
sundrungin banabitinn verður þvi
aðeins jafnað við pólitískt sjálfs-
morð.
Það er með tilliti til þessa sem
leggja ber mat á fylgisaukningu
fyrram kommúnista. Upplausnin í
röðum andstæðinganna hefur verið
algjör og tíminn hefur unnið með
leiðtogum flokksins. Hinn pólitíski
veruleiki er því kunnuglegur; ná-
kvæmlega fyrir hveiju flokkurinn
vill beijast liggur ekki fyrir. Það er
andstaða flokksins við ríkjandi
ástand sem höfðar til kjósenda og
það skiptir mestu.
Þótt miklár breytingar hafi orðið
á yfirborðinu í Póllandi, einkum í
borgum landsins, standa vestrænar
allsnægtir ekki öllum til boða. Til
þess þurfa zloty-in að vera fyrir
hendi. Og þeir eru margir sem vart
eiga til hnífs og skeiðar og geta
aðeins horft á hina gæfusömu njóti
Iífsins lystisemda. Líkt og víða ann-
ars staðar í Austur-Evrópu voru
peningarnir til forðum en ekkert var
að fá. Nú eru verslanirnar fullar af
neysluvörum en stór hluti almenn-
ings hefur ekki ráð á að kaupa
þær. Misskipting lífsgæðanna veldur
óánægju sem aftur getur af sér doða
og andúð á stjórnmálamönnum. At-
vinnuleysið er nú um 15% og þrátt
fyrir að miklir sigrar hafi unnist á
efnahagssviðinu er verðbólgan rúm
30%. Þær ríkisstjórnir sem stjórnað
hafa landinu frá árinu 1989 eiga
eitt sameiginlegt; Samstaða hefur
átt sæti í þeim öllum.
Ríkjandi ástand staðfest
Hvernig ber því að túlka hugsan-
legan sigur vinstri aflanna? Fylgis-
aukningu fyrram kommúnista ber
að skilja sem svo að ríkjandi ástand
hafi verið staðfest með pólitískum
hætti. Andúð, þreyta og sundrung
einkenna pólskt þjóðfélag nú um
stundir. Sigur fyrram kommúnista
mun skaða það álit sem Pólveijar
hafa notið á Vesturlöndum. Lofræð-
urnar um áræði og djörfung þeirra
á efnahagssviðinu munu trúlega
hætta að heyrast verði tveir stærstu
flokkarnir á þingi „Lýðræðisbanda-
lag vinstri rnanna" og Bændaflokk-
urinn, sem forðum var smáflokkur
sem kommúnistar héldu á lífi-til
þess að viðhalda mætti þeirri lygi
að stjórnarhættir væru þrátt fyrir
allt lýðræðislegir. Umbótaáætlanir,
sem miða að því að koma á raunveru-
legu markaðshagkefí, og efnahags-
HANZ
AUSCLÆSIFEREXR
KANARÍEYJAR
VERÐ FRÁ KR. 54.510
Gisting í KOALA SMÁHÝSI.
Brottför 5. janúar í 3 vikur.
Innifalið: Flug, gisting, flugvallargjöld. Miðaö er við 2 saman i ibúð.
FORTLAUDERDALE.
VERÐ FRÁ KR. 49.980
GISTING Á HOLIDAY INN HÓTELINU.
Brottför 18. september í 8 nætur.
Innifalið: Flug, gisting, flugvallargjöld. Miðað er við 2 saman íherbergi.
AGADIR í MAROKKÓ.
VERÐ KR. 75.820
GISTING Á SUD BAHIA HÓTELINU.
Brottför 29. nóvember.
Innifalið: Flug til Kaupmannahafnar, ferð með SPIES til Marokkó,
2 vikur, gisting 2 næturí Kaupmannahöfn, morgunverður, öll
flugvallargjöld.
Miðaðervið 2 saman i herbergi.
BALLETT í KAUPMANNAHÖFN.
VERÐ KR. 37.900
GISTING Á SHERATON HÓTELINU.
Brottför 16. desember.
Innifalið: Flug, miði á á frumsýningu á ÞYRNIRÚS I
UPPFÆRSLU HELGA TÓMASSONARIKONUNGLEGA
LEIKHÚSINUIKA UPMANNAHÖFN.
Gisting í 3 nætur, morgunverður og öll flugvallargjöld.
NEWCASTLE UNITED HEIMALEIKIR.
16. OG 30. OKTÓBER ERU HEIMALEIKIR HJÁ
NEWCASTLE UNITED. MIÐAR Á LEIKINA FÁST HJÁ
OKKUR. KOMDU í FÓTBOLTAFERÐ TIL NEWCASTLE.
HELGARFERÐIR OG VIKUFERÐIR TIL
NEWCASTLE.
VERÐ FRÁ KR. 25.300.
/ brottför á sunnudegi. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, öll
flugvallargjöld. Miðað við 2 í herbergi.
BROTTFARIR FRÁ 13. OKTÓBER.
ÉINSTAKT TÆKIFÆRI Á SKEMMTILEGRI HELGARFERÐ
TIL GLÆSIBORGARINNAR NEWCASTLE.
ENSKUNÁM í NEWCASTLE.
VERÐ KR. 82.200
4 VIKNA ENSKUSKÓLI í NEWCASTLE.
Brottför 17. eða 23. október.
Innifalið: Flug, kennsla, gisting með hálfu fæði, kennslugjöld, flugvallargjöld.
FERÐASKRIFSTOFAN
SIMI652266