Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 33 Halldór Blöndal María Ingvadóttir Heimdallur Fundur um innflutning á búvöru HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur fund um innflutning á landbúnaðarvörum og hlut- verk stjórnvalda í landbúnað- armálum í kvöld kl. 20:30. Frummælendur verða Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, og María Ingvadóttir, formaður viðskipta- og neyt- endamálanefndar Sjálfstæð- isflokksins. Fundurinn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Í fréttatilkynningu frá Heimd- alli segir að fundurinn sé haldinn vegna mikilla umræðna um land- búnaðarmál að undanfömu. Fyrir skömmu ávítaði viðskipta- og neytendamálanefnd Sjálfstæðis- flokksins ríkisstjórnina fyrir seina- gang við afgreiðslu á innflutningi unninna kjötvara og skoraði á hana að heimila innflutning á þeim án tafar. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um landbúnað. Að loknu er- indi frummælenda gefst fundar- mönnum kostur á að koma með fyrirspumir og athugasemdir. Rætt um böm og reyk- ingar á ráð- stefnu í Osló NORRÆNIR heilbrigðis- ráðherrar verða þátttak- endur í umræðum á ráð- stefnu norrænu krabba- meinssamtakanna í Osló 11. og. 12. október næst- komandi. Aðallega verður fjallað um réttindi barna til að lifa og hrærast í reyk- lausu umhverfi og óbeinar reykingar. Ráðstefnan er liður í þriggja ára samstarfi krabbameinsfé- laganna á Norðurlöndum um víðtækt fræðsluverkefni varð- andi börn og óbeinar reyking- ar. Fyrsta árið er lögð áhersla á á umhverfi bama á leikskól- um, annað árið á umhverfi þeirra hjá dagmæðrum og þriðja árið verða foreldrar og heimili í sviðsljósinu. Stofnfund- ur félags þroskaheftra AÐ undanförnu hefur hópur þroskaheftra unnið að undir- búningi að stofnun félags til að vinna að hagsmunum þroskaheftra og auka áhrif þeirra á eigið líf. Stofnfundur félagsins verður haldinn í Hinu húsinu, Brautar- holti 20, 3. hæð, mánudaginn 20. september kl. 20. Þroskaheftir og aðrir þeir sem áhuga hafa á mál- efnum þroskaheftra og vilja vinna að framgangi þeirra em velkomn- ir á fundinn. Viltu læra að teikna ? Teikninámskeið er að hefjast fyrir byrjendur og lengra komna. Listlærður kennari. Úpplýsingar og innritun í síma 46585 e. kl. 18.00. SÆGEIMUR ARKITEKTAR Höfum flutt arkitektastofu okkar að Aðalstræti 4, 101 Reykjavík, sími 624670, fax 624690. F.h. Sægeimur arkitektar, Marteinn Huntingdon-Williams arkitekt. Metsölubiaó á hverjum degi! UTHLUTUN úr Kvikmyndasjóði fslands 1994 Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsókn- um um framlög til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 16. nóvember 1993, á umsóknareyðublöðum sjóðs- ins ásamt handriti, kostnaðaráætlun, fjármögn- unaráætlun og greiðsluáætlun. Ef sótt er um framleiðslustyrk skal fullunnið handrit fylgja umsókn ásamt kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ekki er tekið við umsóknum sem afhentar eða póstlagðar eru eftir að umsóknarfrestur rennur út. Öll umsóknargögn skulu berast í fjórum eintök- um. Sjóðurinn heldur eftir einu eintaki af umsókn- argögnum. Umsækjendur eru beðnir að sæRja aukaeintök á skrifstofu sjóðsins frá 15. janúar - 15. febrúar 1994. Hafi umsækjandi áður fengið úthlutað úr sjóðn- um eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, og verki ekki lokið, skal fullnægjandi greinargerð að mati úthlutunarnefndar, um það verk fylgja og uppgjör áritað af löggiltum endurskoðanda. Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að óska eftir endurskoðuðum ársreikningi vegna viðkomandi verks, ef þörf þykir. Umsóknareyðublöð verða afgreidd á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykjavík frá og með 21. september. Athygli umsækjanda er vakin á því að ný umsóknareyðublöð hafa verið tekin í notkun. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað. ................■;.............................i Heildsalar - innflytjendur - verslanir | Nokkrir básarlausirí | BETRI MARKAÐI MJÓDD Tryggið ykkur bása fyrir „jólatraffíkina". Upplýsingar í símum: 672990 og 870680. Sjá auglýsingu okkar annars staðar í blaðinu. Mk_______U____■____ AugitiœKiiir Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni í Glæsibæ, Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311, frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Gunnar Sveinbjörnsson, augniæknir. Viltu búa í miðbænum? Mjög vandað hús í Þingholtunum byggt 1910, til sölu. Húsið er kjallari, hæð og ris. Hæðin og risið hafa verið uppgerð einstak- lega fallega. Hæðin er klædd upprunalegum panel á veggjum, í lofti og á gólfum. Á hæðinni er eldhús, stofa og sjónvarpsher- bergi, í risinu þrjú svefnherbergi og bað. ( kjallara er mjög stórt herbergi, þrjú lftil, þvottahús o.fl. Kjallarinn býður upp á mikla möguleika til breytinga. Sjón er sögu ríkari. Húsið getur losnað fljótlega. Upplýsingar í sima 621314. SJ p tí p.v » r Almennt grænmetisnámskeið Hefst 4. okt., 4 skipti. Hefst 5. okt., 4 skipti. Heilsuskóli NLFÍ býður upp á námskeið í mat- reiðslu aðalrétta úr grænmeti og baunum, ásamt hollum og góðum eftirréttum. Tekið er mið af vinsælum réttum, sem boðið er upp á á matstofunni Á næstu grösum, Lauga- vegi 20b. Leiðbeinandi er Sólveig Eiríksdóttir. Einnig er boðið upp á kraftgöngu á laugardags- morgnum fyrir þá, sem vilja fá hæfilega og góða hreyfingu. Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir. Heilsuskóli Náttúrulækningafélags íslands, sími 14742. Hausttilboð á timbri 30 - 34% afsláttur Húsbyggjendur! Hjá okkur er mikið úrval af margskonar bygginga- efni á mjög hagstæðu verði. (Mikið af timbri frá Noregi kemur eftir nokkra daga). Húsbyggjendur, meistarar, byggingafélög o.fl. nú er lag að gera hagstæð timburkaup. Smiðsbúð Stærðir og verð:i "x4", lengdir: 3,0 - 3,6 og 4,2 m., kr. 34.00,- 1 "x6", lengdir: 3,0 - 3,6 og 4,2 m., kr. 57.40,- 2"x4“, lengdir: 3,0 - 3,6 og 4,2 m., kr. 71.00,- 2"x6", lengdir: 3,0 - 3,6 og 4,2 m., kr. 113.00,- 2"x8", lengdir: 3,0 - 3,6 og 4,2 m., kr. 145.00,- Þessi verö miðast við heil búnt (60-240 stk.), staðgreidd. Hægt er að fá minna en búnt, með góðum afslætti. Takmarkaðar birgðir. Tökum Visa, raðgreiðslur o.fl. greiðsluform Smiðsbúð 8 og 12, Garðabæ, sími 91-656300, fax 91-656306.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.