Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 Oskar Jón Everts- son — Minning Fæddur 3. febrúar 1915 Dáinn 23. ágúst 1993 Deyr fé, Deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Þessi viskuorð Hávamála _ koma í hugann þegar minnst er Óskars Evertssonar, þau standa við hans afmælisdag í dýrmætri bók. Nú er Óskar allur, en hann lifðl lífínu á þann veg að hans mun ætíð minnst sem mikils heiðursmanns. Óskar var fæddur á Þingeyri 3. febrúar árið 1915. Hann var sonur hjónanna Krístínar Guðmundsdótt- ur. frá Kirkjubóli í Dýrafirði og Everts Bjömssonar bókbindara, sem ættaður var frá Hvammsdal í Saurbæ. Kristín og Evert hófu búskap á Staðarhóli í Saurbæ árið 1906. Evert reisti þar stórt timburhús á þeirra tíma mælikvarða og þar bjuggu þau góðu búi í átta ár og eignuðust tvö böm, Jón Lúðvík og Ragnheiði. Þegar Jón Lúðvík lést aðeins sex ára að aldri úr barna- veiki, fluttust þau hjón með fjöl- skyldu sína til Þingeyrar árið 1914 og þar fæddist Öskar ári síðar. Hann var aðeins sex merkur að þyngd við fæðingu og er það til marks um hve smár hann var að faðir hans kom giftingarhring sín- um upp að olnboga drengsins. Ósk- ar lýsti því oft hvemig ljósmóðirin hélt í honum lífinu. Hún tók hann með sér heim og í nokkrar vikur vakti hún yfir honum, hlúði að hon- um og nærði á meðan hann var að komast yfir erfiðasta hjallann. Þetta tókst henni og drengurinn dafnaði. Sama ár og Óskar fæddist dó faðir hans úr lungnabólgu. Nokkru síðar fluttist Kristín með börn sín suður á land, fýrst að Suður-Reykj- um í Mosfellssveit, en síðan til Hafnarfjarðar sem varð þeirra heimili upp frá því. í Hafnarfirði óx Óskar upp, gekk þar í skóla og lauk námi frá Flensborg árið 1932 með góðum árangri. Hann hóf síðan störf hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar þar sem hann var verkstjóri til margra ára. Fyrir 40 árum fluttist Óskar til Reykjavíkur og bjó hann hjá systur sinni Ragnheiði og manni hennar Sigmundi Sigmundssyni skipstjóra. Hann hóf störf hjá heildsölufyrir- tæki Friðriks Sigurbjömssonar og vann þar um tveggja áratuga skeið. En um það leyti fór parkinsons- veikin að hrjá hann. I um 20 ár var sjúkdómurinn honum erfiður fylgi- nautur, sérstaklega síðustu árin. Óskar var mjög trúaður maður og starfaði í KFUM á yngri ámm. Hann var ljóðelskur og víðlesinn og fylgdist vel með í heimi bókmennta, í athafnalífinu og stjórnmálum. Ákveðnar skoðanir hafði hann á málum, hann hélt þeim ákveðið fram á sinn hægláta hátt þó að hann þrengdi þeim ekki upp á aðra. Persónulega sannfæringu sína í stjórnmálum ræddi hann sjaldan, en hann var barn síns tíma, Hafn- firðingur og minnugur erfiðleika kreppuáranna og mun hafa hallast að jafnaðarstefnunni ungur. Oskar var sérstaklega minnugur. Ég undraðist frábært minni hans, þegar hann og Ragnheiður systir hans rifjuðu upp fyrir okkur lífið í Reykjavík á seinni hluta þriðja ára- tugarins í tengslum við viðtal við Ragnheiði sem birt var hér á síðum Morgunblaðsins fýrir nokkmm árum. Hann mundi mjög vel alla staðhætti, byggingar, nöfn eigenda, eigendaskipti og allar helstu breyt- ingar sem urðu í bænum á þessum ámm. Þetta var einstakt hjá manni sem búsettur hafði verið í Hafnar- firði á þessum tíma. Óskar var mjög vandaður maður, hann var jákvæður og ég minnist þess ekki að hann léti orð falla öðrum til hnjóðs. Fáguð framkoma var honum eðlislæg eins og svo mörgum öðrum úr hans frænd- garði. Hann var hefðarmaður af gamla skólanum. Okkur frænd- systkinum hans, sem orðinn er nokkuð fjölmennur hópur, var hann einlægur og alúðlegur frændi, áhugasamur um allt það sem hver og einn tók sér fýrir hendur og hann fýlgdist vel með hvernig hópn- um vegnaði í lífinu. Vera má að áhuginn hafi verið meiri vegna þess að hann var barnlaus sjálfur, en hann giftist ekki og átti ekki börn. Eftir að Ragnheiður varð ekkja héldu þau heimili saman. Fyrir nokkurm árum fór parkin- sons-veikin að ágerast og hann fór á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og þar naut hann góðra umhyggju starfsfólks. Snemma sumars varð hann fyrir því áfalli að lærbrotna og dvaldist hann á Landspítala í sjö vikur við góða aðhlynningu hjúkr- unarfólks og lækna. Hann náði ekki heilsu á ný. Hann lést 23. ágúst. Útför hans fór fram í kyrr- þey að hans eigin ósk. Við geymum í minningunni mynd af hæglátum ljúfum manni, björtum yfirlitum þar sem hann heilsar bros- andi. Blessuð veri minning hans. Margrét Þorvaldsdóttir. + Ástkeer faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR ERLINGSSON málarameistari, Austurbrún 2, lést á heimili sínu 7. september. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Geir Þórðarson, Jónasfna Jónsdóttir, Esther Ragnarsdóttir, Páll Kristinsson, Kolbrún Ragnarsdóttir, Páll Ingimarsson, Þórarinn Ragnarsson, Lovisa Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t POULO. BERNBURG hljómlistarmaður, Stigahlíð 12, sem lést þann 11. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ingunn Bernburg, Gunnar Bernburg, fris H. Bragadóttir, Kristján Bernburg, Thérése De Cauwer, barnabörn og barnabarnabarn. Elömastofa Friöfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opíð öll kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐMUNDAR Gl'SLASONAR, Efstasundi 16. Starfsfólki Hvíta bandsins fœrum við sérstakar þakkirfyrir hlýhug og hjúkrun, síðustu ár hans. Aðstandendur hins látna. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfda 4 — sími 681960 Minning Pálmi Guðmundsson Fæddur 16. mars 1913 Dáinn 3. september 1993 Vinir koma og vinir fara. Á þann veg er gangur jarðlífsins, en sakn- aðartilfinning kemur engin í ljós á skilnaðarstund nema afstaða hins brottfarna hafi verið jákvæð. Pálmi Guðmundsson sem nú hef- ur kvatt hinn jarðneska ævidag var sá maður sem tók sína réttu af- stöðu gagnvart öðrum. Hann dæmdi ekki persónuna þótt svo að um eitthvert vandræða ástand væri þar að ræða heldur leit hann ætíð á hina jákvæðu hlið málsins. Yfir- borðskennd ásamt lævísu huglífi átti hann ekki til. Hann var skap- stór en þó var hann samt frekar léttur að eðlisfari og gat jafnvel verið grínsamur. En stríðni var eng- in til samhliða því. Andrúmsloft í hans nálægð á vinnustað var hreint. Þar náðu óhreinu öflin ekki yfirtök- um. Pálmi heitinn var alþýðusinnað- ur maður, tryggur félagi í verka- mannafélaginu Dagsbrún en það er eina félagið sem hægt hefur verið að treysta á í þessu óhreina þjóðfélagi. Pálmi heitinn missti eig- inkonu sina fyrir ellefu árum en tveir eftirlifandi synir þeirra voru honum styrkur og stoð fram til hans síðasta dags. Að endingu votta ég þeim og öðru skyldfólki hans mína hluttekn- ingu. Blessuð sé minning Pálma Guð- mundssonar. Þorgeir Kr. Magnússon. + Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir og barna- barn, BRYNDÍS BJARNADÓTTIR, Lertegelvegen 62, Malmö, sem lést í sjúkrahúsi í Lundi föstudaginn 10. september, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 21. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Birgir Björgvinsson, Brynja Birgisdóttir, Andri Birgisson, Guðrún Lárusdóttir, Bjarni Jakobsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Björgvin Elíasson, Unnur Pétursdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, DROPLAUG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, tannlæknir, Sæbólsbraut 39, Kópavogi, sem lést 13. september, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. september kl. 15.00. Þorvaldur Bragason, Birna Þorvaldsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Guðlaug Einarsdóttir, Björn Már Sveinbjörnsson, Einar Örn Sveinbjörnsson, Soffía Ósk Magnúsdóttir, Bragi Þórðarson, Elín Þorvaldsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, ÓLAFUR S. GUÐJÓNSSON, húsgagnasmiður og fyrrv. verkstjóri ó Reykjalundi, Espigerði 2, sem lést 3. september, verður jarð- sunginn þriðjudaginn 21. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans, vinsamlega látið Reykjalund njóta þess. Anna Þóra Steinþórsdóttir, Óskar Már Ólafsson, Erla Pálsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Guðjón Þór Valdimarsson og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.