Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
23
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Þór, nýr bátur Björgunarfélags
Vestmannaeyja, kemur til hafnar
í Eyjum á laugardaginn.
Vestmannaeyjar
Nýr bátur
Ejörgunar-
félagsins
Vestmannaeyjum.
NÝR bátur Björgunarfélags
Vestmannaeyja kom til hafnar í
Eyjum á laugardaginn eftir sigl-
ingu frá Noregi. Bátnum var gef-
ið nafnið Þór en fyrsta björg-
unarskip íslendinga sem var í
eign Björgunarfélags Vest-
mannaeyja bar það sama nafn.
Báturinn, sem er af gerðinni
Alusafe 1500, var smíðaður hjá
Ulstein Forsyningstjenesta í Ála-
sundi í Noregi. Hann er 29 tonn að
stærð, 14,6 metrar á lengd, 4,4
metrar á breidd og ristir 0,8 metra
Hann er búinn tveimur 480 hestaflí
Volvo Penta vélum og í honum en
öll helstu siglingatæki. Skrokku
bátsins er úr áli en yfirbyggingii
úr tvöföldu trefjaplasti sem einangr
að er á milli. Báturinn er búim
þeim eiginleikum að hann flýtur þi
hann fái fylli af sjó og á að rétt;
sig við ef honum hvolfír. Hámark:
ganghraði er um 30 mílur og lang
drægni hans er 300 sjómílur. Stón
og gott hús er á bátnum og getui
hann tekið 16 til 19 manns í sæti.
Sigling bátsins til Eyja frá Nor-
egi tók um tvo sólarhringa en siglt
var frá Álasundi til Leirvíkur, þaðan
var siglt til Færeyja og frá Færeyj-
um til Hornafjarðar þaðan sem hald-
ið var til Eyja. Á leiðinni frá Noregi
til Færeyja var leiðinda veður en
eftir það var ágætis veður. Bjarni
Sighvatsson, formaður Björgunar-
félagsins, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að áhöfn bátsins hefði látið
vel af honum á siglingunni og hefði
hann reynst vel í þeim aðstæðum
sem á leiðinni voru.
Þegar báturinn kom til Eyja voru
áhafnarmeðlimum færðir blómvend-
ir en síðan gaf Októvía Andersen,
formaður slysavarnadeildarinnar
Eykyndils, bátnum nafnið Þór. Að
því loknu blessaði séra Bjarni Karls-
son, sóknarprestur, bátinn en síðan
var hann almenningi til sýnis og
boðið var til kaffisamsætis í tilefni
dagsins.
Bjarni sagði að efnt hefði verið
til samkeppni meðal Eyjamanna um
nafn á bátinn. Hefðu 62 tillögur
borist og hafi nafnið Þór verið valið
úr þeim tillögum. Sagði hann að
bæði hefði mönnum þótt nafnið stutt
og gott og einnig hefði það sögulegt
gildi því fyrsta björgunarskip Is-
lendinga hefði verið keypt til lands-
ins af Björgunarfélagi Vestmanna-
eyja fyrir 73 árum og hefði það
borið nafnið Þór. Sagði Bjarni að
Landhelgisgæslan ætti reyndar
einkarétt á nafninu en gæslan hefði
gefið Björgunarfélaginu góðfúslegt
leyfi til að nota nafnið.
Bjarni sagði að kostnaður við
smíði bátsins hefði verið um 33
milljónir króna. Björgunarfélagið
hefði átt fyrir tvo báta sem hefðu
verið seldir og gengi andvirði þeirra
upp í kaupin auk fjármuna sem fé-
lagið átti. Eftirstöðvarnar hefðu
verið fengnar að láni til sjö ára og
sagði hann að þeir treystu á eigin
dugnað og góðvild annarra til að
ná endum saman.
Bjarni sagði að búast mætti við
að báturinn yrði notaður til ýmis-
konar þjónustu við bátaflotann við
suðurströndina enda byði hann upp
á allt aðra og meiri möguleika en
fyrri bátar félagsins sökum stærðar
og betri búnaðar. Grímur
v#
Opnunartími
mánudaga-föstudaga kl. 13-18.
Laugardaga 10-16.
Við erum komnir til að vera.
ir 30 söluaðilar undir sama þaki.
* Nýjar vörur daglega, ótrúlegt verð.
* Stórkostlegt vöruúrval á ótrúlegu verði.
M.a. fjölbreytt úrval af fatnaði, gjafavörum, blómum, skarti, barnafatnaði,
íþróttavörum, skóm, sundfötum, kjólum, úlpum, skíðagöllum,
hippamussum, leðurjökkum, peysum og gallabuxum o.fl. o.fl.
° R 1 G »NA1 *BTltTi-OglC I N A L H I T S
2 0 O Ö l 0 E N G R E A T S.
%-JfotCf w* l»wí* þm
Jerry L«« L«ksi*
1« líitki ShtKi'V <Jc. r. Oii >
Bn’k LJf f-.« / BriviM*,* |;
M «il Cvn sl Kf
Þ »i ki*> VAre Spo-ri#*--.-<1*1* tvlv'
líHlc «i«hard
.ö-ViTun'Ssiiy - >» Cri*! Úr-'* L*. IMtl* *<d*r4
H«lp I' Kift h Jp. L( ; ''
,>c*od Crcl, AV>> //cl •,
Chueic Barry
I Ltu-'Ulor / j-hr nv l\ L-cík!.
SftKl /Uvl M ftMK
Swu«l áixtatfrt
ftoiiOwtr
Blll Haley
Scók Arcurr; T->« Ocík ;i|>
A.6C. Bcaf:c f Morr • fS
'<K» lo*«f Alilfl&'**
blyji.e, i!X:Uk' A,J I
Ein ódýrasta plötubúðin í bænum.
Nýir titlar í hverri viku.
Ný sending með þeim gömlu góðu Platters - Greatest Hits, Nina
Simone - My Baby, Mambo Kings, Mills Brothers - Sweet and
slow, Jerry Lee Lewis - Great Balls of fire, The Andrews Sisters -
Rum and Coca cola, Mamas and Papas - Monday Monday og
margir fleiri ásamt skemmtilegum safndiskum frá gamla tímanum.
Sannkölluð stórútsöluverð enn í gangi.