Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 Fjörlítil fluga Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Guðrún Marinósdóttir og Edda Heiðrún Backman í hlutverkum Wallyar og Paulu. Borgarleikhúsið: SPANSK- FLUGAN. Höfundar: Fritz Arn- old og Ernst Bach. Þýðandi: Guðbrandur Jónsson. Söngtext- ar: Böðvar Guðmundsson og Jón Hjartarson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Tónstjórn: Carl Möller. Dansar: Guðmunda R. Jóhannesdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Leiksljórn: Guðrún Asmunds- dóttir. Fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur er Spanskfiugan, gamanleikur sem hvað eftir annað hefur slegið í gegn hér á landi frá því hún var fyrst sýnd á 3. áratugn- um. Leikurinn fjallar um þögnina sem hefur ríkt um „syndsamlegt" líferni nokkurra góðborgara í óra- langri fortíð og hvernig sú fortíð eltir þá uppi einn góðan veðurdag, þegar síst skyldi. Hópur nokkurra karla átti vingott við spænska dan- smær sem söng í bænum þeirra 25 árum áður og síðan hefur hver og einn þeirra varðveitt hroðalegt leyndarmál; „saklaus" samskipti þeirra við stúlkuna urðu að barni og hver og einn hefur borgað með barninu í öll þessi ár og allir varð- veita þeir sömu myndina af synin- um. í leiknum eru það Klinke, verk- smiðjueigandi, og Wimmer, mágur konu hans, sem hafa mátt blæða út af drengnum, en þegar ungur maður mætir á heimili Klinkes (til að biðja dóttur hans) æxlast svo til að þeir félagarnir álíta hann son sinn og smám saman draga þeir þá ályktun að allir þeirra vinir og venslamenn eigi hlutdeild í strákn- um. Á meðan þessu fer fram, er ann- að leikrit í gangi; tvær ungar stúlk- ur berjast fyrir því að fá að giftast mönnunum sem þær elska. Ónnur er Paula, dóttir Klinkes, hin er Wally, frænka hennar og dóttir Burvigs þingmanns. Þær hitta feð- ur sína ekki mikið og barátta þeirra fer fram án þess að þær átti sig á því hvers vegna feðurnir sam- þykkja ekki vonbiðla þeirra. Síðan er þriðja leikritið í kringum eigin- konu Klinkes, Emmu, sem er for- maður í siðgæðisfélaginu. Hún vill ekki samþykkja vonbiðil dóttur sinnar (telur hann eiga vafasama fortíð) og má svo ekkert vera að því að sinna atburðarásinni á heim- ilinu, eftir að hún heyrir að einhver góðborgari hefur lifað syndsamlegu líferni fyrir 25 árum. Emma er formaður í siðgæðisfélagi staðarins og verður að afhjúpa þann arma þijót. Leikurinn fer fram á heimili Klinkes, verksmiðjueiganda, sem hefur aldrei mátt vera að því að hugsa um annað en sinnepið sem hann framleiðir og þessi fortíðar- vandi er veruleg truflun á hans eintóna lífi. Hann og frúin Emma eiga litla samleið; hann vill „lifa“, hún ekki. Hann tekur afstöðu til vonbiðla dóttur sinnar eftir því hvernig þeir henta fyrirtæki hans og stöðugu málavafstri, hún eftir því hversu ómengaða fortíð þeir eiga. Um málaflutningsmanninn, Gerlach, ná þau samkomulagi; þau vilja hann ekki. Frúin hefur valið dóttur sinni son Matthildar Meisel, sem er siðgæðisvörður í öðrum bæ á öðrum stað og gott ef ekki for- maður landssamtaka siðgæðisfé- laga. Sonur hennar, sem allir venslamenn Klinkes halda að sé sá óskilgetni, fellir hins vegar hug til Wallyar, þegar hann kemur til að skoða tilvonandi eiginkonu sína og enginn virðist vilja þann sem hon- um er ætlaður, eða fá þann sem hann vill. Ég verð að játa, að eins og ég hef gaman af þessum farsa, var ég ekki ánægð með sýninguna. Þetta er allt ósköp heimilislegt og kraftlaust og leikararnir virtust dauðleiðir á stykkinu; eins og þeir hefðu leikið það tvö hundruð sinn- um. Það vantaði allan ferskleika; hreyfingar voru hægar, stórar og silalegar og textameðferð og radd- beiting svo nákvæm að ég velti því fyrir mér hvort aðstandendur sýn- ingarinnar reiknuðu með að áhorf- endur heyrðu ekki vel. Hreyfingar og svipbrigði svo ýkt að kannski reikna þeir ekki heldur með að áhorfendur sjái vel. Bessi Bjamason leikur Klinke, en virðist þvingaður í gervi hans og það er eitthvað mikið að, þegar þessi óskeikuli gamanleikari nær ekki að hrífa áhorfendur með sér. Emmu, konu hans, leikur Helga Þ. Stephensen. Hún stórkallast svo- sem nóg um sviðið, en dálítið of stórt og er þreytandi. Paulu, dóttur þeirra, leikur Edda Heiðrún Back- man. Hvernig er það eiginlega, getur ekki einhver góður leikstjóri tekið það að ,sér að láta þessa miklu, dramatísku leikkonu hætta að leika í försum? Mér er orðið óskiljanlegt hvers vegna leikkona sem hefur eins mikið vald á „karaktersköp- un“; hefur eins kynþokkafulla og sterka útgeislun og Édda Heiðrún, er látin leika einhliða og frekar „stjúpid“ týpur aftur og aftur. Flest hlutverkanna í sýningunni eru smá. Marinó Þorsteinsson leik- ur Burvig, þingmann, Karl Guð- mundsson, Wimmer, mág Emmu, Valdimar Flygenring leikur hlut- verk Gerlachs, málflutningsmanns og vonbiðils Paulu, Guðmundur Ólafsson er Tiedemeyer, vinur fjöl- skyldunnar, Theodór Júlússon og Soffía Jakobsdóttir leika herra og frú Meisel og má segja að texta- meðferð þeirra allra hafí verið skýr. Spanskfluguna sjálfa, þessa draumadís allra karlmanna í þess- um siðferðisvæna bæ, leikur Ragn- heiður Arnardóttir. Bæði dans hennar og söng skortir allan þokka og þótt gervi hennar sé „sexí“, er leikur hennar það ekki. Undantekningarnar í þessari stirðbusalegu uppsetningu eru Val- gerður Dan sem leikur Maríu, bú- stýru hjá Klinke, Guðrún Marinós- dóttir, í hlutverki Wallyar, og Þor- steinn Guðmundsson, í hlutverki hins ólánsama Hinriks Meisels, sem kemur til að biðja sér eiginkonu samkvæmt skipun móður sinnar. Bústýran er unnin af mikilli ná- kvæmni í svipbrigðum, líkams- og raddbeitingu og um leið og María er mjög eðlileg kona með sterka þjónustulund, sem á sér þó drauma um annað hlutverk, er ljóst hvaða persónu hún hefur að geyma og að hún hefur verið lengi á heimil- inu. Guðrúnu Marinósdóttur tekst að koma þessari hversdagslegu stúlku, sem er dálítið gáfnaljós undir yfirborðinu, vel til skila. Bestu tilþrif kvöldsins voru í túlkun Þorsteins Guðmundssonar í hlut- Yerður Stefan Heitmann næsti forseti Þýska sambandslýðveldisins? Forsetaframbj óðandinn sem enginn kannast við ÞAÐ ERU ekki allir Þjóðverjar sammála því mati Helmuts Kohls kanslara að Stefan Heitmann, dómsmálaráðherra Sachsen í austurhluta Þýskalands, sé heppilegasti frambjóðandinn í emb- ætti forseta er Richard von Weizsácker lætur af embætti á næsta ári. Kohl hefur lagt mikla áherslu á að næsti forseti komi frá fyrrum Austur-Þýskalandi en það hefur ekki reynst auðvelt að finna óflekkaðan frambjóðanda úr þeim hluta landsins. Flest- ir þeir, sem nefndir voru til sögunnar í upphafi, hafa ekki með óyggjandi hætti getað sannað að þeir hefðu engin tengsl haft við hina illræmdu öryggislögreglu Stasi. Þrautalendingin varð því Heitmann. Skoðan akannanir benda hins vegar til þess að fæstir Þjóðveijar vita hver maðurinn er og einungis eitt pró- sent aðspurðra sagðist geta hugsað sér Heitmann í embættið. Langflestir sögðust vilja sjá Hans-Dietrich Genscher sem for- seta. Genscher segist hins vegar ekki ætla að gefa kost á sér þar sem hann treysti sér ekki til þess heilsunnar vegna. Klaus Kinkel, formaður flokksins, segir þó að ef Genscher verði ekki inní myndinni yrði málið rætt innan stjórnarinnar. Hver er maðurinn? En hver er eiginlega þessi mað- ur sem allir deila nú um en fæstir höfðu heyrt nefndan fyrir hálfum mánuði? Stefan Heitmann er 49 ára gamall, fæddur í Dresden árið 1944. í þeirri borg ólst hann líka upp, mest- megnis hjá ömmu sinni og afa þar sem hann missti foreldra sína ungur að árum. Hann neitaði að gegna herþjónustu og hóf þess í stað nám í guðfræði í Leipzig og starfaði að því loknu sem stúdentaprestur i Dresden. Árið 1975 hóf Heitmann nám að nýju, að þessu sinni í lögfræði. Árið 1982 var hann ráðinn skrif- stofustjóri mótmælendakirkjunnar í Dresden. Til að ná lengra hefði hann þurft að taka upp samstarf við stjórn kommúnistaflokksins, SED, og á því hafði Heitmann ekki áhuga. Þegar hreyf- ingar byijuðu að myndast árið 1989, sem unnu gegn stjórnvöld- um, var Heitmann í fremstu víglínu og aðstoðaði við að leysa upp Dresden-deild Stasi. Heitmann átti þó að mörgu leyti lítið sameigin- BAKSVIÐ eftir Steingrím Sigurgeirsson Kanslarinn og næsti forseti? HELMUT Kohl kanslari og Stefan Heitmann, sem kristilegir demó- kratar vilja að verði kjörinn næsti forseti Þýskalands. legt með þeim borgarahópum sem mest bar á haustið 1989 og voru hugmyndafræðilega á svipaðri línu og Græningjaflokkurinn vestur- þýski. Heitmann reyndist vera maður sem barðist fyrir röð og reglu. Hann var ekki bara í því að leysa upp heldur tók hann fljót- lega þátt í að byggja upp stjórn- kerfi austurhlutans á ný. Hann var einn af helstu höfundum nýrrar stjórnarskrár Sachsen og haustið 1990 gerði Kurt Biedenkopf (CDU), forsætisráðherra Sachsen, hann að dómsmálaráðherra í stjórn sinni. Heitmann var eini óflokks- bundni ráðherrann á þeim tíma og það var ekki fyrr en í desember 1991, sem hann gerðist félagi í CDU. Tímaritið Spiegel segir að Heit- mann hafi fljótlega orðið þekktur fyrir að segja grafalvarlega hluti á svo kærulausan hátt að í fyrstu hafi aðrir ráðherrar talið hann hafa verið að gera að gamni sínu. Þannig á hann að hafa sagt, í kjöl- far þess að lögreglan var sökuð um að hafa beitt barsmíðum er hún gerði leit á heimili fyrir póli- tíska flóttamenn: „Um hvað snýst eiginlega málið, bitnaði þetta ekki á þeim sem áttu það skilið?“. Jafn- vel opinberlega á hann að hafa verið með fjandsamleg ummæli í garð útlendinga. Segir Spiegel að í gönguferð um borgina Stuttgart á Heitmann að hafa spurt hvort hann væri eiginlega í heimalandi sínu er hann sá kynþáttablönduna á götum borgarinnar. Forhertur íhaldsinaður Heitmann er forhertur íhalds- maður, sem trúir á land og þjóð, gömul fjölskyldugildi og röð og reglu. Hann telur rangt að litið sé á glæpamenn sem félagslegt vandamál og vill að konur leggi meiri áherslu á að ala upp bömin sín en að trana sér áfram í at- vinnu- og stjórnmálalífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.