Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 17 lialgatan í Windhoek heitir aú Independence Avenue eftir sjálfstæði landsins, en bét áður Kais- er Strasse. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir islendingar í hópi ábafnaraeðlima á rannsóknarskipinu Benguela. Hann er ísiending ur, sjávardtvegs- træðingur frá Noregi og tiefur síðastliðin fimm ár unnið að auk- inni trrú- vinnu Afr- íku og Norð- urlandanna. búafjöldi Namibíu er háll önnnr miiljón. Um það bil 150 búsund manns búa í höfuðhorginni, bar af Monkey Bay knattspyrnuliðið á hátíðarstundu í nýju fótboltaskónum frá íslandi. ern nm 00 búsund hvítir á hörund enda Windhoek frá fnrnu fari hvítra manna bær. verkefni, sem okkur vantar fjár- magn í, það er haf- og fiskirann- sóknir, landhelgisgæsla, markaðs- setning á sjávarafurðum, gagna- miðstöð aflatalna, gæðamál í fisk- iðnaði og sjötta verkefnið er ég.“ Hvítra manna bær Fiskimálafulltrúi Norðurland- anna hefur aðsetur í höfuðborginni Windhoek, nánar tiltekið í sjávarút- vegsráðuneyti Namibíu við Inde- pendence Avenue, sem fyrir sjálf- stæði hét Kaiser Strasse, enda gætir mjög þýskra áhrifa í þessari fyrrum nýlendu Þjóðverja. Wind- hoek er hvítra manna bær frá fornu fari og í raun hálfgerð Evrópuborg fljótt á litið. íbúafjöldi Namibíu er hálf önnur milljón. Um það bil 150 þúsund íbúar eru í höfuðborginni, þar af um 60 þúsund hvítir á hörund. Ólafur segir mér að samskipti hvítra og svartra í Namibíu séu hvorki mikil né sérstök, en þó skárri en hann gerði sér hugmyndir um í fyrstu. Lýðræði er í landinu. Flokk- ur SWAPO, South-West African Peoples Organization, heldur um stjómvölinn, hlaut 57% atkvæða í kosningunum eftir sjálfstæði, en rödd stjórnarandstöðunnar heyrist þó vel í fjölmiðlum. Hagsmunir „I Malaví myndi ég segja að við ættum engra hagsmuna að gæta. Þar er beinlínis verið að hjálpa einni fátækastu þjóð heims til sjálfsbjarg- ar,“ sejgir Ólafur þegar ég spyr hvort Islendingar ættu að eygja hagsmuni í þeim þróunarlöndum, sem við störfum í. „Aftur á móti gegnir allt öðru máli um Namibíu. Þar segja fróðir menn að jafnstöðu- aflinn geti numið 1,5 milljónum tonna á ári og ætti Namibía hæg- lega að geta komist í hóp helstu fiskveiðiþjóða heims. Veiðar á sar- dínu og lýsingi lofa nú góðu eftir að Namibíumenn tóku upp friðun og kvótakerfi eftir sjálfstæði. Og heimamenn eru nú á höttunum eft- ir svokölluðu ,joint venture“-sam- komulagi, sem byggist á því að erlend fyrirtæki komi inn með fjár- magpi og þekkingu, en þeir útvegi sjálfir kvóta og mannskap. Arður yrði síðan greiddur út í hlutfalli við það. Aftur á móti sem starfsmaður SADC-ríkjanna líst mér illa á það ef vestrænar þjóðir ætla að reyna að koma úreldum tækjum sínum og tólum til þróunarlandanna sem heimamenn síðan sitja uppi með án þess að kunna nokkuð með þau að fara. Fátæk lönd hafa ekkert með útgerð dýrs tækjabúnaðar að gera ef kunnáttan er ekki til staðar,“ segir Ólafur. Að beiðni namibískra stjómvalda hafa íslendingar aðstoðað Namibíu- menn við að halda úti eina rann- sóknaskipi þeirra nú í ein þijú ár auk þess sem íslenskir aðilar hafa tekið höndum saman við namibískt ríkisútgerðarfélag um stjóm eins stærsta útgerðarfyrirtækis þar í landi sem miklar vonir eru bundnar við. Trúverðugleiki „Það em mörg namibísk fyrir- tæki á höttunum eftir erlendri að- stoð og ég hef oftar en einu sinni verið beðinn um að hafa milligöngu í því efni. En stöðu minnar vegna get ég það ekki. Ég gegni vissum trúnaði innan namibíska ríkisgeir- ans sem samþykktur er af ríkisráð- inu og forseta landsins auk þess sem það myndi t.d. reynast erfitt fyrir mig að fá fjármagn frá Evr- ópubandalaginu á sama tíma og ég væri að reyna að troða íslendingum einhvers staðar inn. Við það myndi ég missa allan trúverðugleika.“ Til að árangur náist á sviði þró- unarsamvinnu ólíkra menningar- heima er fmmskilyrði að allir vinni saman og beri fullt traust hver til annars. Slíku trausti er ekki komið á með því einu að undirrita ramma- samning. Menn verða að sýna það og sanna í orði og verki að þeir vinni heilshugar að verkefninu, við- komandi landi til heilla og þá fyrst geta menn farið að vænta árang- urs. Þetta er meðal þess sem Ólafur undirstrikar um leið og hann segir mér litla sögu: „Á meðan ég var í Malaví settu forráðamenn fótbolta- liðsins í Monkey Bay sig í samband við mig og inntu mig eftir því hvort nokkur leið væri til þess að íslend- ingar úfyeguðu notaðan fótabúnað á liðið. Ég sendi skeyti heim og bað um tólf pör af fótboltaskóm, væri þess nokkur kostur. Eftir allnokkra eftirgrennslan fundu starfsmenn Hummel sportbúðarinnar myndar- legan lager af ónotuðum skóm, sem við fengum að hirða, og var farmur- inn sendur rakleiðis á áfangastað. Skórnir voru að vonum afhentir við hátíðlegt tækifæri og þakkarræðan var ekki af verri endanum á þessum merku tímamótum í sögu liðsins: „Knattspyrnulið Monkey Bay vill nota þetta tækifæri til þess að þakka Mr. Einarsson og ríkisstjórn hans fyrir þá fótboltaskó, sem liðinu barst. Þessi höfðinglega gjöf var mjög mikilvæg, að okkar mati, þar sem leikmenn voru við það að mis§a keppnisandann. Það er okkar ein- læga von að ríkisstjóm hans muni ekki slá slöku við að bjóða fram aðstoð á tímum sem þessum þegar mikið er í húfi“.“ Ólafur hefur í hyggju að dvelja í Namibíu að minnsta kosti um sinn. „Hljómfall Afríku er hreinlega heill- andi og það er bæði fólkið og menn- ingin sem skapar þetta hljómfall. Við skulum orða þetta þannig að ég og Afn'ka séum í takt. Hér eru óþijótandi möguleikar. Mér finnst gott að vinna með fólkinu. Það gerir minni kröfur en við. Vinarþel- ið og fjölskyldutengslin skipta afar miklu máli. Ekki má gleyma vinnu- húmornum, sem er að mínu skapi, og alltaf er stutt í brosið. Ef ég til dæmis heimsæki mann, sem býr í leirkofa og á einn stól og eitt telauf, býður hann mér að setjast í stólinn sinn og þiggja te úr því eina laufi, sem eftir er. Þetta er Afríka." Hádegisveröarhlaöborö meö fiskréttum, pasta, svínakjöti, steiktum pylsum og beikoni. Ávaxtaborð, nýbökuð brauð og vínarbrauð. kr. 1.395,- T« börn undir 10 Lri i foreldra- offír matinn. ' .-4 % á sunnudögum llíiri Úrval af snittum, brauötertum, smákökum, rjóma-, marsipan- og súkkulaðitertum. Kaffi og gos innifalið. kr.795,- HOTGL LOFTLEIDIR Lambasteik, nautasteik, grísasteik og kjúklingar. Grænmetis- og kartöflu- réttir, úrval af sósum og salatbar. kr. 1.895,- -- f-r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.