Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 fyrir margt lðngu, þar er samankom- inn allur sá léttleiki, sú kæti og ferðagleði sem þeir töldu þennan anda einkennast af. Söngur afa míns var því ferð í sjálfu sér. Ég hugsaði með mér að hann væri í andanum kominn upp í Vesturfjöllin, að hann væri þar einn á hesti og þó svo að lævís þoka settist að honum mitt í hjarðsælunni vissi hann fyrir vlst að hann var þar ekki einn á ferð heldur ferðaðist heil veröld með honum. Þeir sem bjuggu í þessari veröld vissu meira en við hin um hvort og hvenær menn kæmu heim úr slíkum ferðum og afi minn vissi sjálfur að það dugaði ekkert að væla yfir því þótt hann væri ekki hafður þar með í ráðum, hann yrði að ríða áfram þangað til yfir lyki. Þannig lauk hann söngnum, þakkaði okkur fyrir að hafa fylgt honum og skálaði við viðstadda. Kristján B. Jónasson. Foreldrar: Steinunn Sigutjóns- dóttir og Jónas Gunnarsson. Sigur- jón var elstur af tíu systkina hópi. Maki: Sigrún Júlíusdóttir. Börn: Unnbjörg Eygló, búsett í Reykjavík; Júlía Sjöfn, búsett á Akureyri; Jónas Hreinn, búsettur á Sauðárkróki; Ásdís Sigrún, búsett á Syðra- Skörðugili. Bamabörnin eru 11 og eitt lang- afabarn. Búfræðingur frá Hólaskóla 1939. Bóndi á Syðra-Skörðugili frá 1940 til æviloka. Hann fæddist í sveit, ól allan sinn aldur í sveit og var bóndi í sveit í hálfa öld. Á þeim tæþu 80 árum sem hann lifði varð bylting í landbúnaði, bylting í gerð þjóðfélagsins og bylt- ing í hugsunarhætti fólks. „Allt er breytt,“ mælti hann eitt sinn, „nema Austurfjöllin og Eylend- ið,“ sem hann leit til flesta daga ævina alla. Víst er að fátt er nú líkt með því sem var á uppvaxtarskeiði hans, og enginn samjöfnuður kemur til greina á fyrstu og síðustu tíu árunum sem hann lifði. Fyrir 70-80 árum bjó þjóðin nær alfarið við hinn sama frumbúskap og tíðkast hafði í 1000 ár. Nú leit- ast þessi sama þjóð við að haga sér 1 eftir háttum stórvelda jarðarinnar. Og tekst það víst á stundum. Og | Dúddi, en svo var Sigurjón jafnan ' nefndur, var góður liðsmaður í því sköpunarverki, þótt hann væri stundum efins um að það besta, eða hið rétta, hefði verið höndlað. Og þá hafði Dúddi ævinlega almanna- heill í huga, ekki þá sérhyggju sem alls staðar ríður nú húsum. Hann vígðist ungur til starfa í tveimur félagshreyfingum, sem óumdeilaniega færðu þjóðina fram á veg. Hann var lengi í forystusveit Ungmennafélagsins Fram í Seylu- hreppi og hann studdi. samvinnu- hreyfinguna dyggilega og mætti, sem fulltrúi, á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga í áratugi. Hann var, ásamt félaga sínum og vini, Sigurði í Krossanesi, forgöngumaður að stofnun Hestamannafélagsins Stíg- anda, og var lengi í stjórn og vara- stjórn þess félags. Hann söng með Karlakórnum Heimi í 32 ár og var sl. vetur heiðraður fyrir starfið þar. | Hann var í mörg ár í safnaðarstjórn Glaumbæjarsóknar, og enn var hann eldheitur stuðningsmaður, og lengi í forystusveit, sálarrannsóknar- manna í Skagafirði. Dúddi var fremur hár vexti, grannur og teinréttur, liðlega vax- inn, hreyfingar mjúkar, ljós yfirlitum og bar sig vel. Hann var snyrtilegur til fara, gjarnan með hatt á höfði, sem hann hnikaði til, eins og bisk- upi á tafjborði, ýmist niður á ennið eða hnakkann, eftir því hvernig viðr- aði. En Dúdda var annt um gripinn. Augun voru grá og glettnisleg, svip- urinn löngum hýr og stundum eins og tvíræður. Yfirbragðið brosmilt, g hlýtt og drengilegt, ávallt einhver tindrandi heiðríkja yfir svip hans og öllu fasi. Hann var geðprúður og glaðsinna. Dúddi var fyndinn og oft bein- skeyttur. En í skeytum hans var sjaldan falinn broddur, þeim var | aldrei ætlað að særa. Þau flugu bara fyrirhafnarlaust, stundum kannski ósjálfrátt, og því var oft í þeim fólgin ósvikin list. Hann var hveijum manni-vinsælli 1 og alls staðar aufúsugestur. Svo gat virst sem þar væri Dúddi allur, sem fjörið var og gáskinn og glaðværðin. Svo var þó ekki. Það fann maður best er setið var á einmæli við hann og þá gjarnan heima á Skörðugili. En þau hjón voru höfðingjar heim að sækja, gestrisin og veitul. Hún með látlaust fas og falslaust hjarta. Lagvirk og listfeng. Svipmót heimil- isins bar vott um hugkvæmni og snyrtimennsku húsfreyjunnar og hógvær framkoma og göfug- mennska hennar gleymist ekki. Sig- rún er skemmtileg í viðræðum, vel minnug og orðhög. Samúð og góð- vild eru sterkir þættir í fari þessarar hlédrægnu og prúðu konu, sem helg- að hefur heimili og fjölskyldu starfs- krafta sína alla óskipta, sem um- hyggjusöm móðir og húsmóðir. Hús- bóndinn gleðimaður og kátastur allra í kunningjahópi. Hvar sem Dúddi lét til sín taka rumsakði hann við mönnum. Hann tók oft til máls á fundum og lét þá margt fjúka — ýmist til að eggja menn eða vekja hlátur, honum leidd- ist lognmollan. Hann var oft hnytt- inn í máli. Hélt heilu ræðurnar skelli- hlæjandi og kætti þá hvers manns lund. En bak við bros og kæti sló hlýtt hjarta. Með Dúdda var gott að vera, enda var hann drengur hinn besti, sem átti sér engan óvin, en var öllum samferðamönnum minnisstæður. Dúddi hafði víða farið, hérlendis og erlendis. Hann þekkti ógrynni fólks og margir kynntust honum. Hann kveið ekki síðustu ferðinni, sagði aðeins við okkur: „Þar bíða mín margir vinir í varpa." Svo kvaddi hann og fór. Hann var trúaður mað- ur og hafði lengi hugsað um eilífðar- málin. Stundum er rætt um gæfu eða gæfuleysi manna. Án efa eru skiptar skoðanir um mat og merkingu þess hugtaks og kemur sjálfsagt margt til. En er sá maður ekki gæfumaður sem hefur ánægju af hinu tíma- bundna lífí, hefur góða heilsu, góða skapgerð, er ánægður með umhverfi sitt, heimili sitt og finnur sig í því starfí sem hann valdi sér og vinnur að? Sé mannleg auðna metin að ein- hvetju eftir því hvernig til tekst með þessa þætti, má fullyrða að Dúddi hafði verið gæfumaður. Efalítið hef- ur honum þó fundist, er hann leit um öxl í lokin, að margt mætti á annan veg vera en það er, bæði fjær og nær. Vel má vera að honum hafi einnig fundist, að hann hafi fengið minna áorkað en hann hefði gjarnan kosið. En hvað sem um það er, þá er víst að honum tókst að gera líf sam- ferðamanna sinna auðugra, betra og umfram allt skemmtilegra. Og það er líka gæfa. Dúddi safnaði ekki þeim veraldarauði, sem mölur og ryð fá grandað. Hann hafði oft á orði, að hann kærði sig ekkert um að burðast með poka á baki yfir landa- mærin. hann mælti aldrei blótsyrði, virtist aldrei sjá né vita af neinum vandamálum. Hann var sérstæður maður, eftirminnilegur og engum líkur. Konráð Gíslason. „Það er sól um þennan mann, þótt hann rigni á hina.“ Þessi spekiorð fermingarföður míns, séra Helga Sveinssonar, skildi eg ekki til fulls, fyrr en eg kynntist náið Dúdda á Skörðugili. Því miður var eg þá tekinn að staulast niður lífsfjallið aftur. Víst hafði eg ungur heyrt hans getið, af kynnum við frændgarð hans, vissi að hann hafði lært á Hólum að umgangast fénað, og líka að breyta mó og mýri í iða- völl, hefði hafizt frá fátækt í merkra bænda tölu. En hvert sólskinsbarn hann var, það grunaði mig ekki af orðum þeirra, og framsækna bændur þekkti eg víða, svo eg var ekkert að gera lykkju á leið að Syðra- Skörðugili. Svo af tilviljun bar fundi okkar saman, og síðan naga eg mig í handarbök að ekki varð fyrr. I geislandi gleði leiddi hann mig um víðlend tún; reisulegar byggingar; sýndi mér verðlaunagripi við garða og stall. Vissulega hafði streð hans og sviti verið blessað, og eg hafði orð á, en karl hélt fast að mér, að lánið hans væri mest í fjölskyldunni sem hann hefði eignazt. Hér var hann að draga loku frá eigin brjósti, opna tröð að gullhjartanu er hann bar. í bjarma þess tók eg að skilja smitandi gleði hans — sumarylinn í augum og dillandi hlátur. Hann var lotningarfullt bam í faðmi skapar- ans, sem hann efaðist ekki um að yfir okkur vakir, og hann réð sér ekki fyrir kæti yfir þeim kærleiksyl er vefur lífsins veg. Því var hann á þönum í félagsmálavafstri, til að spyija fólk, hvort það skynjaði ekki hið sama. Hann söng og hafði spaugsyrði á vör, bætti við tyllidög- um, ef þeir gömlu nægðu ekki, úr þessu var púltið hans við lestur í lífs- ins bók. Spurult barn sem þráði að kynnast þeim gullum sem samferða- fólkið ber í bijósti. Hann munaði í að skoða þær stoðir er við reisum lífshallir okkar úr, reyna þær, átti kjark til að meta, og hirti þá ekki um annarra álit. Er eg spurði, kannske, um merkisbændur, þá leiddi hann mig að lágreistu húsi einsetukonunnar. Ytri dýrð villti honum ekki sýn, kjarninn einn skipti máli. Oft brosti eg er miðlar kvörtuðu undan spurnum hans. Hann lét sér ekki nægja, að afi gamli væri í pijónabrók og illa rakaður, vildi vita, hvað sá gamli væri að bjástra, og hvort ekki væri mynd á vegg af ble- sóttum gæðingi eða lagðprúðum hrút. Seinna munu menn skilja, að hér voru ekki hrekkjagildrur, heldur þrá til að sjá yfir .jarðlífsins mark- aða baug“. Það voru sem sé fleiri handan grafar vafðir bænum Dúdda en Miklabæjar-Sólveig, fleirum sem hann vildi sýna kærleik, ræktarsemi — hljóta ráð frá. Innan eins og sama faðms voru heimarnir margir, og hann vildi gleði og sólskin í þá alla. Þetta hjartans mál okkar ræddum við oft, líka um annað — hesta. Síðast er eg hitti hann, nýkominn á sjúkrahús, var eg með myndir af monthestum. Dúddi skoðaði og lýsti hveijum fyrir sig af slíkri ná- kvæmni, að áralöng kynni mín leyfðu mér ekki að gera betur. Gang- ur, burðir, geðslag og vilji, allt var þetta honum sem opin bók. Og tak- ið eftir: Hann las þetta allt AF MYNDUM. Kunnur knapi var á för með stóðrekstur. Haldið var um fjöll og dali í átt til Skagafjarðar. Þar hitti hann fyrir vinina Dúdda og Svein á Varmalæk. Sveinn gaukar að Dúdda, að hann skuli gefa gætur hryssunni er knapinn sat, hún væri annáluð fyrir skeiðhraða. Dúddi vík- ur hrossi sínu að hlið knapans, hefir á orði, að illgeng sé merin á brokki, hljóti að kunna annan gang betur. Reynum skeiðið! Knapinn tregur, enda lúinn, en'lætur að lokum undan frýjuorðum. Dúddi á fagurskeið en hinn þenur merina á brokki, þar til hún sprengir upp vekring bóndans, þá knýr knapinn merina til fluga- skeiðs af stökki, og slík voru tilþrif- in, að rekstrarstóðið tvístraðist af götu. Sigurreifur beið knapinn Dúdda. „Ómark góði, ekkert að marka. Eg legg ekki í vana minn að ríða yfir hross." Svo hló hann, og knapinn hafði eignazt nýjan vin. Dúddi vék sér að hlið Sveins: „Nú er eg til í hestakaup og gef mikið í milli!“ Já, það voru ekki aðeins blind- ar hænur er jöfnuðu vogarskálar þeirra vina í hestakaupum, hinni skagfirzku íþrótt. Knapinn sagði mér, að úr ævintýraferðinni, norður, væru kynnin við Dúdda sér eftir- minnilegust. Margra daga reið þeirra virði. Já, Dúddi kunni þá list að ljúka upp gleðiheimum tilverunnar fyrir öðrum, þar feta fáir í bóndans spor. Slíkt hefði hann aldrei getað nema af þeirri sátt sem hann var í við eig- ið bijóst. Þeirri sátt hefði hann ekki náð nema af því að hann átti Sig- rúnu að maka, og börn, bæði af holdi og í tengslum, sem skildu, að slíkur drengur þrífst ekki nema hann geri gælur við vöggugjafir sínar. Næturgali hljóðnar, ef hann er lok- aður í búri! Þetta vissi Dúddi og mat, og sjálfsagt hefir það valdið, að alltaf er hann var að dásama sólstafina sem um hann léku, þá byijaði hann á að leiða mig í garð konu sinnar, benda mér á hennar verk. Án hennar enginn Dúddi, það er trúa mín. Síðasta samtal okkar var í síma. Báðir vissum við, að stutt væri til sólarlags, en Dúddi jós yfir mig fróð- leik og glettni, stríddi mér á að eg gæti hætt að telja í buddu minni, gersemi sem hann átti væri seld. „Heldurðu ekki að Sjónvarpið hafi gert um mig þátt! Hann verð eg að sjá, svo er eg farinn.“ Þessi orð sagði hann í afmælisveizlu sinni 27. ágúst síðastliðinn. 5. september sl. var þátturinn sýndur. Tímans hjól tók að telja nýjan dag. Dúddi hélt á sólvæng innar í faðm skaparans. Þar sé eg hann með hönd í glófaxi fola vera að ræða gátur lífsins við þann er allt veit. Þökk sé honum er Dúdda gaf. Lífið er svo miklu bjartara og hlýrra eftir. Kveðjur okkar hjóna, norður yfir íjöllin, til þeirra er hjarta hans sló fyrir. Sig. Haukur. „Fólk verður að hafa vit á því að vera í góðu skapi,“ sagði Dúddi gjarnan og nokkuð er víst að fáir menn höfðu meira vit á siíku en ein- mitt þessi einstaki maður sem heils- aði hveijum degi og hveiju verkefni geislandi af lífsgleði, bjartsýni og jákvæðu hugarfari. Dúdda verður fyrir vikið minnst af öllum þeim sem kynntust honum fyrst og fremst fyr- ir þá óendanlegu gleði sem hann bar með sér og miðlaði á augabragði til allra þeirra sem hann mögulega náði til. Þannig fyllti hann hvert hús og hvert samkvæmi, hvern mann og hveijar samræður af kímni, náði til sín athygli viðstaddra á andartaki og laðaði fram bros og hnyttin tils- vör án þess að hafa hið minnsta fyrir því. Dúddi var ekki í neinu sérstöku hlutverki sem gleðigjafi, hann hafði einfaldlega tekið glað- væran pól í hæðina, hafði gaman af því að hitta fólk og þótti ekki verra ef það var skemmtilegt. Það er því ekki auðvelt að „hafa vit á því að vera í góðu skapi“ þeg- ar Dúddi er dáinn. Glaðværrar og gefandi nærveru hans er saknað af hans nánustu fjölskyldu, fjölmörgum vinum og þúsundum kunningja um land allt. Með Dúdda er genginn maður sem a.m.k. í röðum hesta- manna náði því að verða ódauðlegur í lifanda lífí. Á meðal þeirra munu lífsviðhorf Dúdda, orðatiltæki hans og framsögn, minningin um einstaka fæmi hans til þess að greina og meta hross á augabragði o.m.fi. lifa um langa tíð og þannig á Dúddi eftir að halda áfram að lýsa upp í hugum og hjörtum vina sinna og kunningja löngu eftir að hann er genginn á vit feðra sinna. Símtölin með alls kyns óvæntum spurningum og bollaleggingum verða hins vegar ekki fleiri. Úr Skagafirði verður ekki lengur spurt um brúnu merina eða þá ljósu né folann sem „lyftir svo vel um hnéð“. Ekki verður lengur sagt frá ræktun- armerinni góðu eða skeggrætt um hina og þessa „vita gæðinga“ víðs vegar um landið. Eftir sitja hins vegar endalausar minningar og ekki síður brot af þeirri þekkingu sem Dúddi miðlaði svo ríkulega af. Fyrst og fremst munu þó hjá fjölmörgum endast lengi þau áhrif sem Dúddi hafði á almenna lífssýn og gildismat samferðamanna sinna. „Þegar menn eru ánægðir með það sem þeir eiga þá eru þeir ríkir," hefur verið haft eftir Dúdda. Það var ekki fyrirhafnarlaust sem hann kom sér fyrir ásamt Sigrúnu konu sinni á Skörðugili en þar hafði hann allt sem hann þurfti og lifði einstak- lega hamingjuríku lífi. Þangað var enda gott að koma, í stofunni þeirra hjóna voru menn hólpnir, gátu andað léttar og gleymt áhyggjum sínum. Fólki leið eins og það væri komið heim til sín þótt oft kæmi það langt að. Á milli þeirra hjóna ríkti hlýja og stundum var eins og hjá þeim mynduðust tónar sem gætu minnt á samspil fiðlu og knéfiðlu. Þessara tóna nutu gestirnir einnig og í öllum hornum stofunnar á Skörðugili var væntumþykja og vellíðan. En það voru fleiri en aðkomumenn sem létu sér líða vel hjá Dúdda og Sigrúnu - og þar voru ekki síður miklir aðdáendur á ferð. Þeir kalla húsið „ömmubæ“. Ekki minnumst við þess að hafa setið í stofunni á Skörðugili án þess að einhver af dóttursonum Dúdda og Sigrúnar í næsta húsi litu þar inn. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með samræðum afans við strákana. Allt þeirra samband einkenndist af trausti, einlægni og óþvinguðu við- móti enda gildir það jafnt um dreng- ina sem Dúdda að þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, hispurslausir, hreinskilnir og gegn- heiiir sómamenn. Dúddi hafði vit á þvi að vera í góðu skapi og framkvæma helst strax það sem honum datt í hug að gæti verið skemmtilegt. Þegar hann ók fram á góða söngmenn einhvers staðar á hestbaki dreif hann sig út úr bílnum og tók með þeim lagið, ef hann langaði að tala við útlenskt fólk setti hann síst fyrir sig tungu- málaerfiðleika og þegar óhöpp urðu og smærri áföll hafði hann einstakt lag á að líta á björtu hliðarnar ein- göngu. Hið sama gilti þegar hann fékk úrskurðinn um að sjúkdómur hans væri ólæknandi. Dúddi hélt sínu striki, hafði uppi gamanmá! við gesti sína og stofufélaga á sjúkra- húsinu, tók Iagið á sjúkrastofunni með tugum vina sinna á 78 ára af- mælisdegi sínum og naut hvers dags til hins ýtrasta. Við vorum heppin að fá að njóta félagsskapar Dúdda og læra af hon- um. Við þökkum Guði fyrir þau kynni og biðjum Hann að blessa ástvini Dúdda og varðveita með þeim minningu um einstakan dreng. Þórdís og Gunnar, Dallandi. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SIMAR 51490 OG 53190 TREFJAPLASTSNAM Trefjaplastnámskeið verður haldið nú á haust- önn 1993. Upphaf námsins verður í formi heimanáms (fjarnáms), þar sem nemendur kynna sér bóklegt kennsluefni námskeiðsins og leysa verkefni er tengjast námsefninu. í lokin verð- ur tveggja vikna námskeið þar sem farið verð- ur ítarlegar í efnisþætti og unnar verklegar æfingar. Námskeiðið er ætlað þeim, sem hafa unnið eitthvað við trefjaplast. Þeir, sem eru að öllu leyti ókunnir trefjapiasti, þurfa að sækja fornámskeið (helgarnámskeið) í notkun efnis- ins áður en bóklega námið hefst. Innritun í námskeiðið þarf að berast Iðnskól- anum í Hafnarfirði fyrir 24. september nk. Gjald fyrir námskeiðið er kr. 19.000 auk kennslugagna. Þeir er þurfa að sækja fornám- skeið, greiða auk þess kr. 5.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.