Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 ERLENT INNLENT Skattsvikin 11 milljarðar í NÝRRI skýrslu um umfang skattsvika hérlendis kemur fram að ekki hefur dregið úr skattsvik- um frá árinu 1985 þrátt fyrir skattkerfísbreytingar frá þeim tíma. Áætlað tekjutap ríkis og sveitarfélaga vegna skattsvika nemur 11 milljörðum króna á ári. Fjármálaráðherra hefur boðað hertar aðgerðir gegn skattsvikum í framhaldi af niðurstöðum skýrsl- unnar. Reykjavík frá Gróttu í Hvalfjörð? Svæðisumdæmanefnd um sam- einingu sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu leggur til sameiningu Seltjamamess, Mosfellsbæjar, Kjalameshrepps, Kjósarhrepps og Reykjavíkur. Svæðið allt frá Gróttu og upp í Hvalfjarðarbotn yrði því eitt sveitarfélag með um 110.000 íbúa. Jafnframt leggur nefndin til að Bessastaðahreppur og Garðabær sameinist. Greidd verða atkvæði um þessar tillögur 20. nóvember. Nauðasamningar Miklalax Fiskeldisfyrirtækið Miklilax í Fljótum hefur fengið leyfí héraðs- dóms til að leita nauðasamninga við lánardrottna sína um niðurfell- ingu skulda. Fyrirtækið skuldar 800 milljónir króna en bókfært verðmæti eigna er 655 millj. Stjóm Byggðastofnunar hefur gefið skil- yrt samþykki fyrir því að afskrifa eða breyta í víkjandi lán um 440 milljónum af 562 millj. kröfu stofn- unarinnar í fyrirtækið. Færri stórar eignir seldar Raunverð þeirra íbúða sem Fasteignamat ríkisins hefur upp- lýsingar um að hafí verið seldar í Reykjavík á 2. fjórðungi þessa árs er 1,5% lægra en raunverð þeirra íbúða sem seldar voru á fyrsta ERLENT Sögulegi friðarsam- komulag Friðarsamkomulag Frelsjssam- taka Palestínu (PLO) og ísraela var undirritað við hátíðlega athöfn í Washington í Bandaríkjunum á mánudag. Samkomulagið kveður á um heimastjórn Palestínumanna á Gaza-svæðinu og í borginni Jeríkó auk takmarkaðrar sjálfsstjómar á Vesturbakka Jórdanar. Mikla at- hygli vakti er þeir Yitzhak Rab- in,forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, inn- sigluðu samkomulagið með handa- bandi en þeir hafa verið svamir fjendur í áratugi. Samkomulaginu var fagnað víða um heim en for- dæmingar og gífuryrði bárust frá klerkastjóminni í íran. Á þriðjudag var síðan skýrt frá því að samkomu- lag hefði náðst með ísraelum og Jórdönum að hefja viðræður um frið. Gro Harlem áfram við völd Þingkosningamar sem fram fóm í Noregi á mánudag þóttu skila nokkuð mótsagnarkenndum niðurstöðum. Verkamannaflokk- urinn, flokkur Gro Harlem Brundtlandforsætisráðherra, bætti við sig fylgi og verður hún áfram við völd. Var þetta túlkað sem sigur fyrir efnahagsstefnu minnihlutastjómar Gro Harlem. Á hinn bóginn jókst fylgi Miðflokks- ins um rúm tíu prósent og þrefald- aðist tala þingmanna flokksins á norska Stórþinginu. Flokkurinn er öldungis andvígur aðild Norð- manna að Evrópubandalaginu (EB) og telja fréttaskýrendur sýnt fjórðungi ársins. Miðað við sama ársfjórðung í fyrra er raunverðs- lækkunin 2,5%. Meira en helmingi færri einbýlishús hafa selst á fyrri helmingi ársins í ár en á sama árstíma fyrir tveimur árum og rúmlega þriðjungi færri en á sama tíma í fyrra. Kalkúnalæri með flugi Jóhannes Jónsson í Bónus fær í dag um 200 kíló af dönskum kalkúnalærum til landsins með flugi og er áætlað að kílóið kosti 260 krónur útúr Bónus. Óvíst er hvort innflutningurinn verður heimilaður. Sterar flokkaðir með fíkniefnum Á aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna var samþykkt álykt- un, þar sem skorað er á land- lækni, heilbrigðisráðherra og fjár- málaráðherra að beita sér fyrir því að þegar verði sett lög, sem banna einstaklingum innflutning og dreifíngu anabólískra stera og skyldra efna. Lagt er til að þau verði í samræmi við lög um fíkni- efni. Frystiskip fyrir Guðbjörgu IS Hrönn hf. á ísafírði hefur gert samning við skipasmíðastöðina Flekkefjord í Noregi um smíði á nýjum frystitogara fyrir fyrirtækið í stað ísfísktogarans Guðbjargar ÍS-46. Skipið, sem er um 2.100 tonn að stærð, verður afhent í sept- ember á næsta ári og kostar 147 milljónir norskra króna. Það jafn- gildir um 1.440 milljónum ís- lenskra króna, en þegar tekið er tillit til 11,5% niðurgreiðslna á smíðaverði skipsins er endanlegt verð 1.275 milljónir íslenskra króna. Skagamenn skora mörkin Skagamenn unnu Feyenoord 1:0 i fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu í vik- unni. Ólafur Þórðarson skoraði markið að viðstöddum um 7 þús- und áhorfendum. KR tapaði 1:2 fyrir ungverska liðinu MTK í keppni félagsliða og Valur 0:3 fyr- ir Aberdeen í keppni bikarhafa. að líkumar á því að norskir menn taki þátt í samrunaferlinu suður í álfu hafí dvínað. Hægri flokkurinn, öflugasti stjórnarandstöðuflokkur- inn, tapaði níu þingmönnum. Bosníu-viðræður teknar upp Sarhkomulag náðist á fimmtudag um að hafnar verði á ný í Genf viðræður um hvemig binda beri enda á stríðið í Bosníu. Viðræðum- ar hefjast á þriðjudag og kom þessi fregn á óvart þar sem talið var að vikur og jafnvel mánuðir myndu líða þar til stríðandi fyikingar múslima, Serba og Króata fengjust til að setjast að samningaborðinu á ný. Owen lávarður, milligöngu- maður Evrópubandalagsins í Bos- níu-deilunni, kvaðst telja að líkur á að tækist að koma á friði hefðu aukist verulega. Farþegaþotu rænt Þrír múhameðstrúarmenn rændu rússneskri þotu á leið frá Az- erbajdzhan til rússnesku borgar- innar Perm í Úralfjöllum á mið- vikudag. Neyddu þeir flugmennina til að fljúga þotunni til Noregs og gáfust upp nokkrum klukkustund- um eftir lendingu á Gardemoen- flugvelii norðan við ósló. Mennirn- ar dveljast í Noregi á meðan fjall- að verður um umsókn þeirra um pólitískt hæli. Átök I Georgíu Leiðtogi Georgíu, Edúard She- vardnadze, hótaði á þriðjudag að segja af sér embætti þingforseta veitti þingheimur honum ekki leyfi til að setja neyðarlög í landinu. Þingið sem áður hafði lagst gegn þessari beiðni forsetans gaf eftir og verður það ekki starfrækt næstu þrjá mánuði á meðan lögin eru í gildi. Blóðugir bardagar stjómarhersins og aðskilnaðar- sinna í Abkhasíu-héraði urðu þess valdandi að forsetinn tók sér tíma- bundið alræðisvald. Reuter Forsetafressið í opinbera heimsókn SOKKI, heimilisköttur í Hvíta húsinu, fór í óvænta opinbera heimsókn í fyrradag er hann leit inn til þeirra sem sjá um að flokka póst forsetans og annarra íbúa Hvíta hússins. Það eru vistmenn á elliheimili fyrrum liðsmanna landhers og flughers sem sinna póstinum og tóku þeir Sokka opnum örmum. Danir taka fyrstu skóflustunguna að Eyrarsundsbrúnni Svíar fyrtast við og mótmæla harðlega Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTA skóflustungan að Eyrarsundsbrúnni var tekin undir lögregluvernd, vegna mótmælaaðgerða. En mótmælt var víðar, því Görel Thurdin, skipulagsráðherra Svía, hefur harðlega mótmælt skóflustungunni, þar sem málið sé enn ekki afgreitt í Svíþjóð. Hún hefur aflýst fyrirætluðum fundi með dönskum fulltrúum um brúna. í Danmörku hefur verið ákveðið að óvil- höll nefnd athugi hvort áætlanir um fjármögnum framkvæmd- anna standist. Helge Mortensen samgönguráð- herra tók fyrstu skóflustunguna við Kastrup-flugvöll, en þar er gert ráð fyrir járnbrautarstöð neðanjarðar, sem tengi brúarumferðina við al- menna samgöngunetið, en um brúna á að vera bílaumferð og járn- brautarumferð um jarðgöng. Lög- reglan varð að girða svæðið af vegna mótmælahópa. Nokkrir voru teknir fastir. Ráðherrann hélt fast við að brúin yrði að veruleika, þó að sænskar gagnrýnisraddir verði æ háværari. Gagnrýnin varðar bæði umhverfis- áhrif og nú upp á síðkastið hefur einnig verið bent á að fjármögnun- aráætlanir standist ekki. Helge Mortensen heldur fast við að fram- kvæmdir verði fjármagnaðar með brúargjaldi. Jan Owen Jansson, pró- fessor við sænsku samgöngustofn- unina, segir að annaðhvort verði að láta af þeim áætlunum eða stefna á stórumferð með lágu gjaldi, en mikil bílaumferð muni hafa skað- leg áhrif á umhverfíð. Mortensen hefur nú lofað að óháðir danskir aðilar meti fjárhagsgrundvöll fram- kvæmdanna. Þegar fréttir bárust í sjónvarps- fréttum að brúin yrði byggð, sendi Görel Thurdin óðar mótmælabréf til ráðherrans, þar sem hún bendir á að málið hafi enn ekki verið af- greitt í sænsku stjórninni, þar sem athugun þess sé ekki lokið. Hún segir yfírlýsingar ráðherrans ögrun, því samkvæmt samkomulagi land- anna byggist framkvæmdin á sam- eiginlegri ákvörðun þeirra. Thurdin hefur nú hætt við að halda fund sem átti að verða í Stokkhólmi 19. nóvember um brúna og þar sem Helge Mortensen átti að mæta. Mortensen segir sænsku viðbrögðin byggð á misskilningi, því hann hafi aðeins verið að taka skóflustungu að járnbrautarstöð við Kast'rup, sem ákveðin hafi verið fyrir löngu, óháð brúarframkvæmdunum. Eftir stánda samt sem áður orð ráðherr- ans, sem hann getur ekki svarið fyrir. Bæði í Svíþjóð og Danmörku er öruggur þingmeirihluti fyrir brúar- framkvæmdunum, en ýmsar sænskar stofnanir eiga að gefa álit og umsögn um framkvæmdirnar og þær virðast margar vera neikvæð- ar. Jens Bilgrav-Nielsen, formaður þingflokks Róttæka vinstriflokksins í Danmörku og ákafur andstæðing- ur brúarinnar segir það móðgun við Svía að taka fyrstu skóflustunguna nú, þegar gagnrýnin fari vaxandi hjá þeim. Hann setur allt sitt traust á að Svíar dragi sig út úr fram- kvæmdunum. EESum næstu áramót? Brussel. Reuter. WOLFGANG Schiissel, efna- hagsmálaráðherra Austur- ríkis, sagði á föstudag að hann ætti von á að Evrópska efnahagssvæðið tæki gildi þann 1. janúar á næsta ári. „Ef engar frekari tafir koma upp þá ætti EES að geta tekið gildi þann 1. desember [á þessu árij. Persónulega á ég hins vegar von á að það muni gerast þann 1. janúar 1994,“ sagði Schússel, en hann er nú í forsæti EFTA-ráðsins. Einungis Bretar, Frakkar og Spánverjar eiga eftir að staðfesta samkomulagið. Sikorskijarð- settur í Póllandi Krakow. Reuter, The Daily Tclegraph. JARÐNESKAR leifar Wladyslaws Sikorski hershöfðingja voru á föstudag jarðsettar við hlið konunga Póllands í grafhýsi dómkirkj- unnar í borginni Krakow í Póllandi. Sikorski, sem var í forsæti pólsku útlagastjórnarinnar í London í síðar heimsstyrjöldinni, lést í flugslysi við Gíbraltar árið 1943. Ekkja Sikorskis hafði krafist þess að hann yrði ekki jarðsettur í Póllandi fyrr en Pólland væri orðið „fijálst og lýðræðislegt" ríki. Viðstaddir athöfnina voru m.a. Lech Walesa, forseti Póllands, og Fillipus prins, eiginmaður Elísa- betar Bretadrottningar. Þúsundir Pólveija gengu á eftur kistu Sikorskis, er hún var borin til grafar, en í augum Pólveija var hann persónugervingur baráttun- ar gegn nasistum. Borið hefur á gagnrýni vegna tímasetningarinnar, tveimur dög- um áður en gengið er til kosninga í Póllandi, og hefur því verið hald- ið fram að Walesa hafi verið að reyna að slá sig til riddara í augum almennings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.