Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 KNATTSPYRNA Þórir Jónsson og Hörður Hilmarsson segja að fótboltahefðin í FH í Hafnarfirði sé komin til að vera ÞjáNarinn og formaðurinn óaðskiljanlegir í starfi og leik FH-INGAR eiga spútniklið 1. deildar karla í knattspyrnu, sem lýkur í vikulokin. Markviss stjórn Harðar Hilrnarssonar, þjálfara, og Þóris Jónssonar, formanns knattspyrnudeildar FH, hefur skilað félaginu öðru sæti í deildinni og jafnframt Evrópusæti að ári. Skilaboð þeirra til Hafnfirðinga eru skýr: Hafnarfjörður er ekki lengur aðeins handboltabær heldur knattspyrnubær og fótboltahefðin í FH er komin til að vera. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Félagarnir Þórir Jónsson til vinstri og Hörður Hilmarsson eru saman nánast öllum stundum. Félagamir hafa leikið, starfað, unnið eða verið saman á einn eða annan hátt í nær þrjá áratugi, eða síðan þeir voru á seinna ári í fjórða Steinþór “ JS . Þónr Guðbjartsson skipti yfir 1 Val. „Hann var fyrsti atvinnumaðurinn á íslandi, fékk strætómiða til að nota á milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur," sagði Hörður, sem hóf störf hjá FH öðru sinni fyrir tæplega ári. Þeir vinna saman hjá ferðaskrifstofunni Úr- val-Útsýn og sinna knattspyrnunni hjá FH nánast öllum öðrum stund- um, en fara í skallatennis með „gömlum“ Völsurum einu sinni í viku. Hvernig gengur svona náið samband? Sama uppeldið „Það er mesta furða,“ sagði Hörður, „og vissulega er þetta sjaldgæft, en við erum góðir vinir.“ Þórir varð við ósk þess efnis að taka við stjóm Knattspyrnudeildar 1988, þegar liðið var í 2. deild, og fékk hann Hörð til starfa í fyrra. „Hugmyndir okkar um fótbolta hafa farið mjög vel saman. Til dæmis gefum við oft einkunnir eft- ir leiki og þær hafa verið ótrúlega líkar — við sjáum fótboltann frá svipuðum sjónarhóli. Eins er að Hörður hefur fengið mjög gott fót- boltalegt uppeldi hjá Val. Þar höfðu Róbert Jónsson og fleiri góðir menn mikil áhrif á okkur, en ég taldi að sá hugsunarháttur, sem við fengum og lærðum á yngri árum, væri mjög til bóta fyrir fótboltann í FH, og sóttist því eftir Herði. Við áttum mjög gott samstarf við Óla Jó. [Ölaf Jóhannesson], þegar hann var hjá okkur í §ögur ár, en hann hrinti af stað þessu, sem við erum að byggja ofaná í dag, fótbolta- hefð, sem er komin til að vera.“ Hörður hefur starfað sem þjálf- ari í áratug, en lá ekki í loftinu að hann tæki við FH-liðinu vegna samvinnunnar við formanninn? „Nei, það held ég ekki,“ sagði þjálfarinn. „A þjálfaraferlinum hef ég tekið ákvörðun um að þjálfa ákveðið lið hveiju sinni. Stundum hafa verið fleiri en eitt eða fleiri en tvö í boði og þá hef ég reynt að vega og meta möguleikana út frá sjálfum mér og fjölskyldunni með hjálp góðra vina. Það kemur ekki alltaf fram hvað manni er boðið en það kemur fram hvar maður endar. Þegar Þórir hafði samband við mig síðast liðið haust og bauð mér að taka við liði FH leist mér mjög vel á það og sló strax til, þurfti ekki mikla úmhugs- un til, þó aðrir möguleikar væru vissulega í boði. Mér leist vel á þetta, fannst þetta kreljandi en skemmtilegt verkefni. Það var líka það að þarna var að koma upp . hópur af ungum mönnum, sem var hægt að hafa jákvæð áhrif á varð- andi framþróun þeirra sem fót- boltamanna. Eg held að þetta sé í fyrsta skipti, sem stór hópur efni- legra leikmanna kemur upp hjá FH, hópur, sem með réttu hugarfari getur náð langt." Þórir áréttaði að fyrri þjálfarar hefðu gert það, sem ætlast var til af þeim, en tími hefði verið kominn á breytingar. „Þegar við réðum Óla Jó. var hann að mati okkar Vidda [Viðars Halldórssonar] rétti maðurinn í þetta. Hann var mikill keppnismað- ur og feykilega góður leikmaður, góður þjálfari og félagi. Með því að vera inná vellinum sjálfur náði hann að smita út frá sér, því oft vantaði leiðtoga í liðið. Óli reyndist okkur frábærlega vel og skilaði öllu því, sem við ætluðumst til af honum. Síðasta haust fannst okkur vera kominn tími til að fá þjálfara, sem væri aðeins utan vallar, þjálf- ara, sem gæti gert góða leikmenn betri. Við vissum að við værum með ágætis lið, en það er kúnst að gera góðan mann betri. Það er engin sérstök kúnst að taka lið upp á milli deilda, en þjálfarar, sem hafa þá hæfileika að geta gert góða menn betri, eru mjög fáir á Islandi, og ég tala af reynslu. Við töldum að Hörður hefði þennan hæfileika og ég held að liðið segi til um að svo sé.“ Uppbygging Hörður hefur notað 20 leikmenn í mótinu í sumar og þar af sex, sem eru í öðrum flokki. „Þetta hefur virkað eins og vítamínssprauta á allt starfíð,“ sagði Þórir. „Einnig er mjög þýðingarmikið að Hörður hefur ekki aðeins verið þjálfari meistaraflokks heldur tekið að sér æfíngar í 2. flokki og komið á for- eldrafundi, þar sem hann hefur rætt hugmyndir sínar um uppbygg- ingu fótboltans. Við höfum mjög öflugt unglingastarf og það er mjög gaman þegar meistaraflokksþjálf- ari fer á bólakaf í allt, sem við kemur starfinu.“ Þórir tók upp þá nýbreytni að fara með liðið í æfingaferðir til fjar- lægari staða og sagði að í minning- unni væru það einmitt slíkar ferðir sem stæðu uppúr. FH gæti ekki lagt mikið undir í þeirri von að ná árangri, en mikilvægt væri að byggja á gleðinni og ánægjunni á líðandi stund. „Eg og Viddi lékum saman í mörg ár og við ákváðum að byggja upp fótboltann í rólegheitum, því við getum ekki farið framúr þróun- inni, en við höfum verið með nán- ast sömu, samheldnu stjórnina síð- an 1988. Við vorum með brothætta yngri flokka og urðum að leggja grunninn, sem og við gerðum, koma upp með meistaraflokk, sem myndi sóma sér vel í 1. deild og gáfum okkur 10 ár til að vera á meðal þeirra fremstu. Þessar ferð- ir, sem við höfum verið að fara, hafa verið leið í áttina, því þær hafa ekki aðeins skilað okkur sem betri félögum og strákunum sem betri fótboltamönnum heldur situr í mönnum að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi. Annað, sem okk- ur hefur tekist er að strákar, sem hafa farið frá okkur og spila ann- ars staðar, eru áfram hluti af FH- fjölskyldunni. Við höldum sam- bandi við þá og þeir við okkur; við lítum áfram á þá sem FH-inga, þó við lánum þá til annarra félaga í nokkum tíma.“ Stundum ósammála Eruð þið alltaf sammála? „Nei,“ sögðu báðir, en Hörður bætti við: „Það er ekki algengt að formaður í knattspyrnudeild, sem á lið í 1. deild, hafi jafn mikla þekk- ingu á fótbolta og Þórir, sem lék sjálfur í mörg ár og var landsliðs- maður, mjög góður leikmaður. Þekkingin í stjórninni á fótbolta er mikil, en fólk heldur að Þórir sé alltaf að spyija mig hvernig liðið sé eða að við séum stöðugt að ræða uppstillinguna, en svo er ekki. Hann spyr mig aldrei hvernig liðið sé og ég virði það. Mér finnst það mjög gott að fá að undirbúa liðið og hugsa um það í friði frá form- anninum, sem þó hefur mikið inn- sæi. En við emm ekki alltaf sam- mála. Við erum nær því að vera sammála um fótboltann, sem áhorfendur, en það er annað en að leggja línur fyrir lið. Ég er svona ívið meira í því að draga fram mikil- vægi dugnaðarforkanna og vinnu- mannanna í liðinu, því ekki er ein- göngu hægt að byggja upp lið á þeim sem skapa eða skora mörkin. Þeir gera það ekki nema sterkur kjarni búi að baki. Þegar maður horfir á leiki vill maður sjá brasil- íska takta útum allt, en maður er praktískur, líta verður á praktísku hliðarnar og sjá hvar. aðalatriðin liggja." „Þegar ég tók við stjórninni,“ sagði Þórir, „var fyrsta reglan að enginn stjórnarmaður skipti sér af liðinu, kæmi ekki nálægt því og hefði tæplega rétt á að spyija um það fyrir leik. Ég geri það aldrei og hef aldrei gert það. Þetta er algjör regla og hnýsni útí það hveij- ir þessir 11 eru hveiju sinni má ekki vera fyrir hendi. Það er algjör krafa, enda er þetta mál þjálfar- ans.“ Bitnar ósamkomulag ykkar í sambandi við fótboltann á sam- starfinu í vinnunni? „Aldrei," sagði Þórir. „Málið er það að ég veit sjálfur að þjálfari veit ekki alltaf hvort hann sé að gera rétt með því að setja þennan mann í einhveija stöðu eða hafa hann í liðinu yfir höfuð. En gangur eíns leiks breytir engu. Það eru heildar áherslurnar sem skipta máli í fótbolta sem og öðru í lífinu, hvernig maður tekur á pakkanum, hvemig maður hefur rammann, og við höfum alltaf treyst þessum þremur þjálfurum, sem við höfum haft og það hafa aldrei verið uppi neinar umræður innan stjórnar hvernig á að stilla liðinu upp og hvernig liðinu hefur verið stillt upp. Ekki heldur á milli okkar hérna í vinnunni.“ „Það er frekar að við ræðum hvað við getum gert til að gera góða hluti betri,“ bætti Hörður við. Og Þórir hélt áfram: „Kosturinn við þetta er sá að menn, sem koma úr grasrótinni, eins og ég og Viðar, þekkjum hugsunar- gang strákanna, erum nánir þeim og höfum oft getað komið í veg fyrir jafnvel leiðindi, þegar menn eru kannski ekki í liðinu, með því að tala sjálfir við þá, ræða um lífið og tilveruná og framgang félags- ins. í knattspyrnudeild FH vita all- ir að það er einn sem ræður og það er þjálfarinn. Þeir vita það líka að ekki eru margir með puttana í umgjörð meistaraflokksins enda held ég að það fari aldrei vel.“ Lítill stuðningur Þrátt fyrir gott gengi hafa FH- ingar mátt búa við lítinn stuðning utan vallar. Þórir sagði að stjórn- inni væri sjálfri að vissu leyti um að kenna. „Stór hluti af þessu er okkur sjálfum að kenna. Hver er sinnar gæfu smiður. Það er engin spurning. Ef við erum með gott lið eigum við að láta bæjarbúa vita af því. Hvernig á bæjarbúi í Hafnarfirði að vita af því að við 10 1982 Gengi FH-inga síðustu árin FH-ingar voru komnir með aðra höndina á íslandsbikarinn fyrir síðustu umferð, stóðu best að vígi, en töpuðu heima fyrir Fylki og KA-menn fögnuðu því íslandsmeistaratitli eftir sigur qegn ÍBK í Keflavík. Besti árangur liðsins í 1. deild. 1989 hlaut liðið 32 stig, og KA varð meistari með 34, en fyrir næst síðustu umferðina í gær voru FH-ingar komnir með 34 stig. 2. d eild Liðinu var í vor spáð 7. sæti af fyrirliðum, þjálfurum og formönnum knattspyrnu- deilda liðanna 10 - en hefur komið mjög á óvart og er öruggt með 2. sætið og þar með sæti í UEFA-keppninni næsta haust. 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.