Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 19

Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 19 verki hins sérkennilega Hinriks, sem er Assiríufræðingur og lifir og hrærist í veröld sem var 1200 fyrir Kristsburð. Þorsteinn náði að skapa mjög skýra og skemmtilega týpu; gáfaðan klaufabárð sem er að reyna að vera til í nútíma sem er honum fullkomlega framandi. Eins og svo oft í sýningum á stóra sviði Borgarleikhússins eru útlit sýningarinnar mjög vel unnið. Leikmyndin er ríkmannlegt heimili Klinkes, án þess að þar sé einhver íburður. Þetta er smekklegt heimili og ber því vott að vera íverustaður einstaklinga sem eru ósköp eðlileg- ir. Það er því leiðinlegt að leikurinn skuli undirstrika að þarna búi frem- ur óeðlilegt fólk. Búningarnir eru mjög skemmtilegir. Karlarnir eru, eins og karlar á öllum tímum, í ýmsum tilbrigðum (mjög tempruð- um þó) við þann einkennisbúning sem tilheyrir þeim. Teinóttu jakka- fötin eru „períódubúningar" karla í þessum vissa þjóðfélagsstiga og enginn ögrar þeirri staðreynd - nema auðvitað Hinrik í sínum Ass- iríu-rannsóknarbúningi, enda tal- inn undarlegur. Kjólar kvennanna sérlega skemmtilegir í sínum tempruðu pastellitum og búningur Spanskflugunnar í skærri hrópandi mótsögn; ljóst að hver karakter hefur sitt litróf. Tónlistin er flutt af þeim Carli Möller, píanóleikara, Guðmundi Steingrímssyni, slag- verksleikara, og Árna Scheving, sem leikur á bassa. Hún var vel leikin, þótt hún hefði mátt hafa meiri kraft (eins og sýningin í heild) og samleikurinn milli leikhópsins og tónlistarmannanna var eitthvað það skemmtilegasta í sýningunni - sem tónlistarmennimir léku þó bet- ur. Hvað leikstjórn varðar, eru margar góðar hugmyndir í sýning- unni, eins og samleikur leikara og tónlistarmanna er dæmi um, en hún er unnin af of mikilli varkárni, sem ræna hana ijöri og gera hana dálít- ið seigfljótandi. Aðrir stjórnmálaflokkar en Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU) eru heldur ekki á því að styðja Heitman. Stærsti stjómar- andstöðuflokkurinn, Jafnaðar- mannaflókkurinn (SPD), mun lík- lega bjóða fram Johannes Rau, fyrmm forsætisráðherra Nordr- hein-Westphalen, í forsetaembætt- ið og Fijálsir demókratar lögðu til skamms tíma mesta áherslu á að Genscher yrði forseti (þó svo að hann hefði aldrei gefið kost á sér). Það eru þó ekki allir á móti því að Heitmann verði fyrir valinu þegar Sambandsþingið velur nýjan forseta í apríl næstkomandi. í for- ystugrein í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung segir að vissu- lega skipti það máli hvaðan maður- inn komi þegar í fyrsta skipti verð- ur kjörið í æðsta embætti samein- aðs Þýskalands. Heitmann, sem hafi staðið sig vel í embætti dóms- málaráðherra Sachsen, eigi skilið að verða forseti. Efasemdir um Maastricht Ef Heitmann verður fyrir valinu gæti vel farið svo að hann muni ekki alltaf vera sammála ríkis- stjórn Helmuts Kohls í mikilvæg- um málum. Fyrr í vikunni lét hann til dæmis í ljós skoðanir í Evrópu- málum, sem ganga þvert á stefnu kanslarans. I viðtali við spænska dagblaðið E1 Pais sagði Heitmann að hann hefði efasemdir um ágæti Maastricht-samkomulagsins um efnahagslegan og pólitískan sam- runa Evrópubandalagsins. „Maas- tricht-samkomulagið er ekki út- koma langvarandi umræðu um sameiningu Evrópu heldur tilskip- un að ofan. Evrópa verður að vaxa úr grasrótinni, frá íbúunum. Það er ekki hægt að búa hana til með valdi. Það er ekki hægt að ná fram evrópskum samruna með því að þröngva honum upp á þjóðirnar gegn vilja þeirra," sagði Heitmann. I3IOMISGA vítamín og kalk fæst í apótekinu Útvarpsfréttir og Morgunblaðið um Andoxunarefni Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 í hádegisfréttum útvarps 15. sept '93 var skýrt trá rannsóknum vísindamanna um að hæfilegt magn af Beta Karotíni, Seleni og E-vítamíni drægi úr hættu á krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum. Morgunblaðið birti svipaðar upplýsingar í grein 11. júni '93 og tímaritið Newsweek var með ítarlega umfjöllunum málið 7. júní '93. Umrædd bætieftii eru nefnd ANDOXUNAREFNI og virka sem nokkurs konar þráavarnarefni i líkamanum. C-vítamín og fáein önnur bætieftú teljast einnig í þeirra hópi. Þau hemja skaðleg sindurefni (stakeindir) og draga þannig úr hættu á ýmsum algengum og alvarlegum sjúkdómum. Haft er eftir einum helsta sérfræðingi Dana á þessu sviði að margir vísindamenn telji framför á sviði andoxunarefna einhverja mestu tfamför læknavísindanna í seinni tíð. ANDOX inniheldur andoxunarefnin í hæfilegum styrkleika. Fœ’“ Ghei Guli miöinn trygglr gaeðin. í apótekum og beilsuhillum matvöruverslana. eilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.