Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 * Ottar Proppé - Minning Tveir strákar með krossband sem naumast hemur þykkan makkann — í stuttbuxum og á fullorðinssand- ölum — standa allt í einu hönd í hönd á róló þar sem við systurnar, jafnöldrur þeirra, erum í hávaða- sömum boltaleik í hópi annarra bama. Þeir fylgjast áhugasamir með álengdar, en kurteisi þeirra bannar þeim að beina athyglinni að sér, meðan leikurinn stendur sem hæst. Þetta eru bræðumir Óli og Óttar, frændur okkar, orðnir svo stórir allt í einu þetta sumar. Mont- ið í okkur yfír stóm fallegu frænd- unum. Fram að þessu höfðu þeir verið sjálfsagður hluti af lífínu eins og væm þeir bræður mínir. En þama sá ég þá fyrst, og ég fann svo vel, hve mér þótti undurvænt um þá. Þeir bjuggu á Víðimelnum, en við höfðum flust af Hávallagötu í hús afa og ömmu á Grettisgötu 27. Foreldrar okkar em á svipuðum aldri og mikil samskipti á þessum árum, og laglegu systumar, mæður okkar, dökkeygar og brúnhærðar, spássera með okkur niður í bæ. Við emm í fínum, heimasaumuðum föt- um. Ég er í heimsókn á Víðimelnum, gisti. Við, þeir og ég, öll í röndóttum flónelsnáttfötum, lögum te á sóirík- um sunnudagsmorgni, eftir kúnst- arinnar reglum og vöndum okkur, fæmm Huldu og Óttari á bakka í rúmið. Við eignumst eitt systkin í viðbót sama árið. Þeir eru með systur sína í kerru og við með bróður okkar. Við býttum á börnum, bara að gamni. Þau flytjast í Sogamýrina og síð- an í Silfurtún, systkinin orðin fjögur og við líka, öll á sömu áranum. Við verðum fullorðin, eignumst maka og böm og förum með ljöl- skyldur okkar út á land til að kenna. Og margt fleira tökum við okkur fyrir hendur. Kjarnafjölskyldan á hug okkar allan. Við sjáumst sjaldn- ar og söknum samfundanna. I fjar- lægðinni fínn ég þó alltaf fyrir ná- lægð þeirra Óla og Óttars líkt og á róló forðum, finn áhugann, hlýj- una og væntumþykjuna, skynja innilegt bræðralagið þeirra í mill- um. Upp úr 1980 er ákveðið að af- ' komendur afa og ömmu á Grettis- götunni, Grettlingarnir, hittist oft- ar, og fyrsta Grettlingamótið er haldið á þrettándanum 1984. Síðan hafa þeir komið saman fjórum sinn- um. I öll skiptin er Óttar hrókur alls fagnaðar, við píanóið, með gít- arinn, á sinn kankvísa og gjöfula hátt. Nú er þessi vinur horfínn af heimi, allt, allt of fljótt. Hans er sárt saknað. Björg Atladóttir. Um síðustu helgi barst mér sú harmafregn að Óttar Proppé væri látinn af völdum sjúkdóms þess sem hann hafði háð hetjulega baráttu við, einungis 49 ára að aldri. Ég kynnist Óttari fyrst vorið 1990, fyrir rúmum þrem árum, er ég tók við formennsku í hafnarstjórn Hafnaríjarðar. Óttar gegndi starfi forstöðumanns viðskiptasviðs hafn- arinnar og hafði tekið við því í des- ember 1989. Starfinu fylgdi m.a. að undirbúa fundi hafnarstjórnar og því varð samstarf okkar strax náið. Það einkenndist af eindrægni og hreinskilni. Óttar hafði gott lag á því að starfa með hafnarstjóm- J inni og stuðlaði ávallt að því að mál væm Ieidd til lykta með sam- komulagi allra aðila. Það háði hon- um ekki í þessu starfi og rýrði ekki traust hans meðal hafnarstjórnar- manna þó alkunna væri að hann starfaði innan vébanda stjórnmála- flokks sem ekki á neinn fulltrúa í stjórninni. Segir það sína sögu um mannkosti hans. Við kynntumst reyndar Óttari ekki einungis sem samstarfsmanni, heldur einnig sem félaga á gleði- stundum, t.d. í tengslum við árs- fundi Hafnasambands sveitarfélaga og í vinabæjasamstarfí Hafnar- fjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi, en það samstarf hefur verið mjög náið frá því það komst á fyrir fímm árum. Óttar var lífsglaður maður og sérlega söngelskur, enda söng hann í Karlakór Reykjavíkur. Það mun hafa verið í lok október á síðastliðnu ári að Óttar heitinn kenndi þess meins sem nú hefur leitt hann yfír endimörk þessa lífs. Þó að við sem með honum störfuð- um vissum hvers kyns sjúkdómur- inn var held ég að við höfum tæp- lega gert okkur fulla grein fyrir því hversu mikil alvara var á ferðinni og því kom andlátsfregnin á óvart. Óttar háði hetjulega baráttu við sinn sjúkdóm, talaði reyndar fátt um hann, en sýndi ávallt æðruleysi og trú á bata. Hann missti aldrei móðinn og sinnti starfínu af fullum huga, eins og kraftar leyfðu, allt þar til undir það síðasta. Hugrekki hans var mikið og trúi ég því að það muni marka varanleg spor í huga þeirra sem hann þekktu. Við munum geyma minningu um góðan dreng. Eiginkonu hans og sonum, ættingjum og vinum færi ég samúð- arkveðjur mínar og annarra sam- starfsmanna hans hjá Hafnarfjarð- arhöfn með þeirri bæn að Guð gefí þeim styrk á sorgarstund. Eyjólfur Sæmundsson. Það var eins og sólin skini ekki eins skært og áður, það var eins og það birti ekki alveg. Það vantaði eitthvað á þegar við hlógum saman og við sungum ekki með sömu gleði og áður. Að vísu var „Vornóttin" sungin með tilfinningu, en það var eins og strengur hefði brostið. Já, það dimmdi svo sannarlega yfír okkur öllum þegar þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm á haustdögum í fyrra. Þú, sem alltaf hafðir verið þessi trausti og áræðni maður, varst nú ekki nema skugginn af sjálfum þér, og við sem fylgdumst með baráttu þinni einskis megnug vorum haldin stöðugum kvíða og hræðslu um að það versta gæti gerst. En margar góðar minningar eig- um við um þig, Óttar minn, og fáum mönnum hef ég kynnst, jafn leiftr- andi greindum og þér, að ég tali ekki um tónlistargáfur þínar, sem voru á margan hátt einstakar. Það var sama hvort var við píanóið heima í stofu eða með gítarinn í Þjórsárdalnum, allt kunnirðu og allt gastu spilað og ég held að þau hafi verið fá hljóðfærin sem þú gast ekki spilað á. Manstu eftir þrítugsafmælinu mínu, þegar fullmannað var á öll hljóðfæri nema kontrabassann, þú tókst hann náttúrulega og spilaðir á hann þar til blæddi úr fingurgóm- unum á þér, það var hraustlega að verki staðið. Þetta ætluðum við allt að endur- taka núna tíu ámm seinna og þú komst blessaður, fársjúkur og stoppaðir stutt. Já, það er margs að minnast sem ástæðulaust er að tíunda hér, og oft eigum við eftir að hugsa til þín og ylja okkur við minningar um góðan félaga. Gaman hefði verið að fá að hlusta með þér aftur á „Lacrimosuna" eða Klarinettukonsertinn hans Mozarts, eða eitthvað úr óperunum hans Verdis sem þú hélst svo mikið upp á. Það er sárt að pabbi skuli ekki geta fylgt þér, en söknuður hans er mikill við fráfall þitt og í öllum hans veikindum var hann alltaf með hugann við heilsu þína. Það var falleg sjón að sjá ykkur kveðjast í síðasta sinn og mun mér seint úr minni. Við kveðjum þig, Óttar minn, með söknuði og þökkum þér fyrir allt. Gestur Ásólfsson. Minningar hrannast upp. Fjöl- mörg ánægjuleg samskipti koma fyrir hugskotssjónir. Ég sé hann fyrir mér mikinn á velli, léttan í lund, en fastan fyrir ef svo bar undir. Þungstígan en samt eitthvað svo létt yfír fasi hans og hreyfing- um. Óttar Proppé, forstöðumaður við- skiptasviðs Hafnarfjarðarhafnar, er látinn. Góður drengur og traustur vinur hefur kvatt og farið sína hinstu ferð. Ég átti þess kost að vinna náið með honum síðustu fímm árin í starfí mínu sem bæjar- og hafnarstjóri í Hafnarfirði. Og ég mun alla tíð búa að þeim ógleyman- legu og ánægjulegu samskiptum. Það var gott að vera með Óttari í leik og starfi. Óttar kom til starfa fyrir Hafnar- fjarðarbæ árið 1988. Hann starfaði þá sem ritstjóri Þjóðviljans, en hafði áður víðtæka reynslu af störfum fyrir sveitarfélög, bæði sem bæjar- stjóri í Siglufirði og sveitarstjómar- maður á Dalvík. Ég hafði ákveðnar áhyggjur, man ég, þegar ákvörðun var tekin um að leita eftir starfs- kröftum hans fyrir Hafnarfjarðar- höfn. Hann var ákveðinn í fasi og hafði afdráttarlausar skoðanir á þjóðmálum. Við Hafnarijarðarkratar vomm því eilítið hugsi, þegar Óttar kom í kratabæinn til starfa beint af ritstj órastóli Þjóðviljans. En þess- ar vangaveltur hurfu eins og dögg fyrir sólu við fyrstu kynni af Óttari Proppé og störfum hans. Hann var einfaldlega þeirrar gerðar og ávann sér um leið traust samstarfsmanna sinna með þekkingu sinni og hæfni og ljúfu og einlægu fasi. Hafnarfjarðarhöfn á Óttari Proppé margt að þakka, þótt árin hafí ekki verið mörg og hefðu átt að verða svo miklu fleiri. En á þess- um fímm áram hefur hins vegar framþróunin og uppbyggingin verið með fádæmum mikij. Að þeim trausta gmnni, sem Óttar Proppé átti svo stóran þátt i að marka, mun atvinnulíf í Hafnarfírði byggja og bæjarbúar allir njóta um ókomna tíð. Ég fann fljótt í samstarfi okkar að þótt leiðir okkar í stjórnmálum hefðu legið um ólíka stjórnmála- flokka, þá fóru skoðanir okkar sam- an í öllum meginatriðum. Við tók- umst þó á um einstök mál, ræddum þau og reifuðum, deildum stundum hart, en ævinlega komumst við að niðurstöðu. Það var skemmtilegt að ræða þjóðmálin við Óttar. Víð- sýni hans var viðbrugðið. Hann var óttalaus að reyna nýjar leiðir. Taldi nauðsynlegt að íslenska þjóðin væri ekki föst á fornum bás heldur horfði fram á við til nýrra tíma á sviði markaðsmála og samskipta við er- lendar þjóðir. A hinn bóginn taldi hann nauðsynlegt að gæta að gmndvallaratriðum sem leiddu til kjarajöfnunar og réttlátari þjóðfé- lagsgerðar. En það var einnig utan vinnunn- ar, á glöðum og góðum stundum, sem ég minnist góðra stunda með Óttari Proppé. Hann var sagnamað- ur góður og það var stutt í brosið og dillandi hláturinn. Festa hans og þroski komu ef til vill hvað skýrast fram, þegar hin alvarlegu veikindi komu upp fyrir tæpu ári. Æðruleysi hans og kraft- ur í erfiðum veikindum hefur verið aðdáunarvert. Innst inni vildi maður trúa því að seigla hans og styrk- leiki ynni sigur á hinum skæða sjúk- dómi. En enginn má sköpum renna. Örlögin urðu ekki umflúin. Og ég trúi tæpast ennþá þessum kalda og napra veruleika. En hann er stað- reynd. Ég mun ekki aftur hitta Óttar glaðan og reifan að máli og ræða við hann í alvöru eða glensi um lífsins gagn og nauðsynjar, um tíðindi hversdagsins. En minningar Iifa. En missir nánustu ættingja er auðvitað sárastur. Eiginkonu hans, Guðnýju Ásólfsdóttur og sonum ásamt öðmm ættingjum og vinum vil ég senda mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð gefi dánum ró og þeim líkn sem lifa. Guðmundur Árni Stefánsson. Þrátt fyrir að við hefðum átt að vita að hverju stefndi og dró kom fregnin af andláti Óttars Proppé okkur á óvart og í opna skjöldu. Bjartsýni hans sjálfs og dugnaður gaf okkur von um að þessi sterki og þróttmikli maður kæmi brátt til heilsu og starfa á ný. Vildum trúa því með honum og Guðnýju að þess- um erfíðleikum lyki brátt og allt yrði eins og og það var. Kannski vissum við öll betur en vorum samt ekki tilbúin að játast undir þessa niðurstöðu sem bar svo brátt að. Örlögin fínnast okkur grimm nú og óréttlát. En samt er huggun í okkar harmi að minning um Ottar er um þann mann sem fyrir fáum dögum mætti til starfa á hafnarskrifstof- unni í Hafnarfirði og leit við á bæjarkontómum til að spjalla um pólitíkina og önnur merkileg og skemmtileg umræðuefni eins og svo oft áður á liðnum árum. Þau eru reyndar orðin nokkur árin sem við höfum átt með Óttari þótt stundum hafí verið langt á milli okkar jafnvel landið þvert eins og þegar hann var bæjarstjóri heirna á Siglufírði 1982-1986. I starfi bæjarstjórans nutu kostir og hæfileikar Óttars sín vel. Hann var félagsmaður í víðasta og besta skilningi þess orðs. Félagsmála- maður sem hefur skýrar og mótað- ar skoðanir á viðfangsefninu en jafnframt hæfíleika til að laða menn til fylgis við þær. En hann gerði sér vel grein fyrir því hversu langt er hægj; að komast og í mörgu var hann það sem kalla mætti pragma- tískur án þess þó að víkja frá þeim grundvelli og sannfæringu sem hann byggði skoðanir sínar og lífs- viðhorf á. Af þessu var hann góður bæjarstjóri á Siglufirði og valdist til forystu í samtökum sveitar- stjórnarmanna á Norðurlandi. Til hans var litið þegar ráða þurfti ráð- um sem miklu þóttu varða. Hann var það sem kalla má flinkur félags- málamaður. Það má og merkilegt kallast að alla tíð naut Óttar fyllsta trausts sem starfsmaður og embættismað- ur bæði á Siglufirði og hér í Hafnar- firði þótt öllum sem með honum unnu og hans pólitísku yfirmönnum væri fullkomlega ljóst hvar hann stóð í pólitík. Það sýnir enn hversu hæfileikaríkur maður Óttar var. Þau verk sem hann vann fyrir Siglfirðinga og Hafnfirðinga nú seinustu árin voru unnin af hagleik jafnt í því smáa og nákvæma í bók- haldi og í umfjöllun og túlkun laga og reglugerða. Þau voru unnin af þeim léttleika og öiyggi að öllum mátti ljóst vera að þar var kunn- áttumaður. Þessir sömu eiginleikar komu sér einnig vel í starfi hans fyrir Alþýðubandalagið. Það sýndi sig æði oft í stormasömu innan- flokkslífi flokksins og á Þjóðviljan- um hversu hagur maður Öttar var í þeirri list að fá menn til að samein- ast um það sem skipti máli, hefja sig yfír skítinn og smámunasemina- og líta til þess sem til lengri tíma sameinar. Þetta gat Óttar vegna þess að grundvallarskoðanir hans voru grunnmúraðar, rökstuddar og heilsteyptar og það sem mestu máli skipti lausar við þröngsýni og kreddu. Hann var menntaður maður með frjálslynt viðhorf sem byggðist á sósíalisma og sterkri trú á landinu og þjóðinni og þeim möguleikum sem hún á ef menn þora og vilja taka á málunum af einurð og víð- sýni. Störf hans fyrir Þormóð ramma á Siglufirði geta fært heim sönnur á því að þessi nálgun Óttars á vandamálum líðandi stundar skil- aði jákvæðum og heilladtjúgum árangri bæði fyrir fyrirtækið sem slíkt og íbúa Siglufjarðar. Þrátt fyrir að þeim sem þetta skrifar séu ofarlega í huga störf Óttars Proppé að opinberum málum og samstarf við hann hér í Hafnar- fírði þar sem leiðir okkar lágu nú seinast saman þá er það samt sem áður vináttu hans sem nú er minnst og þeirra ánægjulegu stunda sem við áttum með honum og Guðnýju á liðnum ámm. Það em góðar minn- ingar sem ætíð munu létta söknuð- inn. í vináttu var líka fólgin gleði, fyndni og stundir frábærrar sam- ræðulistar þar sem hæfileiki Óttars til að setja hlutina í óvænt sam- hengi naut sín vel. Hann var skemmtilegur og góður félagi sem setti mark sitt á mannamót og naut þá náðargáfu söngs og tónlistar. Stundir með Óttari vom ógleyman- legar. Þannig viljum við nú minnast hans og þannig munum við varð- veita minninguna um hann, þann góða dreng og vin. Fjölskyldu Öttars em fluttar ein- lægar samúðarkveðjur. Við vonum að tíminn lækni og hjálpi þeim sem hér eiga sárast um að binda og geri líf þeirra hamingjuríkt á ný. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. Ég var staddur við opnun hafn- fírskrar listsýningar í Cuxhaven sl. sunnudag, þegar mér barst fregnin um andlát vinar míns og samstarfs- manns, Óttars Proppé. Þetta var harmafregn. Horfínn var af sjónar- sviðinu góður drengur og frábær starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar. Flestir forráðamenn Cuxhaven könnuðust við Óttar Proppé vegna starfa hans fyrir Hafnarfjarðar- höfn, en sem slíkur hafði hann heimsótt Cuxhaven nokkmm sinn- um og áunnið sér virðingu og vin- skap þar eins og reyndar alls staðar. Kýnni okkar Öttars hófust í Flensborgarskóla, fyrst sem nem- endur og síðar kenndum við þar saman. En veruleg urðu kynni okk- ar fyrst eftir að hann hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ sem forstöðumað- ur viðskiptasviðs Hafnarfjarðar- hafnar. Hann sinnti því starfi af einstakri natni og samviskusemi. Með störfum sínum gjörbreytti hann allri fjármálastarfsemi Hafn- arfjarðarhafnar til hins betra og ávann sér traust allra starfsmanna bæjarfélagsins. Það er mikil eftirsjá í Óttari Proppé sem starfsmanni Hafnar- fjarðarkaupstaðar og um leið og við Hafnfirðingar kveðjum frábæran starfsmann og góðan dreng sendum við fjölskyldu hans okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Ingvar Viktorsson. Það er hátíð í bæ, Óttar og Guðný eru komin í heimsókn. Efnt er til veislu, ekki aðeins í mat og drykk heldur og ekki síður er nú andinn auðgaður með ögrandi samræðu og lundin mýkt í angurværum söng á vinafundi. Hlegið og grátið, dansað og sungið. Atlögur gerðar að ráðn- ingu lífsgátunnar, málefni stundar- innar krufin. Svo gaman að vaka, tala saman, vera saman. Svo gaman að lifa! Hversu oft, en þó svo allt of sjaldan. Við áttum eftir að eiga svo margar góðar stundir saman. Samfundanna sem áður var beðið í tilhlökkun og eftirvæntingu er nú saknað. Og nú, þegar vinur okkar hefur lotið í lægra haldi, eftir að hafa barist fyrir lífinu af karl- mennsku í tæpt ár, þá erum við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum, fengið að njóta vináttu hans og visku í öll þessi ár. Haustið 1974 fluttust Ottar og Guðný með drengina sína unga hingað til Dalvíkur. Óttar hafði þá ráðið sig til kennslu við Dalvíkur- skóla. A Dalvík bjó fjölskyldan til 1980 er þau fluttust á æskuslóðir Óttars í Hafnarfirði. Á Dalvíkurárunum var stofnað til vináttu sem óx af samstarfi og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.