Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 1

Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 1
64 SIÐUR B 225. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikið mannfall í Moskvu í bardögum stj órnarher sins við vopnaðar sveitir harðlínuaflanna Uppreisn kommúnista og þjóðemissinna bann niður Rútskoj og Khasbúlatov færðir í Lef- ortovo-fangelsið Leyniskyttur enn á þökum nokkurra háhýsa í borginni Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. BARIST var í Moskvu í gærkvöldi og ferilkúlur lýstu upp næturhimin- inn er stjórnarhermenn freistuðu þess að yfirbuga leyniskyttur harð- línumanna, sem tekið höfðu sér stöðu á þökum háhýsa í nágrenni Hvíta hússins, aðsetri þingheims, sem brann líkt og kyndill í miðborg.- inni. Síðdegis í gær gengu leiðtogar harðlínuaflanna, þeir Rúslan Khasb- úlatov þingforseti og Alexander Rútskoj, sem þingið hafði skipað for- seta, út úr húsinu og gáfust upp. Þeir voru fluttir í Lefortovo-fangelsið í Moskvu. Sagði talsmaður Borís Jeltsíns forseta að Rússar gætu ekki fyrirgefið föðurlandssvik. Fyrr um daginn hafði uppgjörið í valdabar- áttu Jeltsíns forseta og harðlínumanna á þingi náð hámarki er mið- borg Moskvu varð að blóði drifnum vígvelli. Byggingar nötruðu undan sprengjukúlum og vélbyssugelti þeg- ar sérsveitir hers og innanríkisráðu- neytis gerðu árás á Hvíta húsið í gærmorgun. Um klukkan tvö að ís- lenskum tíma þegar áætlað var að hundruð manna hefðu fallið í Hvíta húsinu gengu þingmenn og aðrir þeir sem haldið höfðu uppi vörnum í byggingunni út, margir með hendur yfir höfði sér til merkis um að þeir hefðu gefist upp. Þrátt fyrir að enn væri barist þótti ljóst í gærkvöldi að vegna stuðnings hersins við forset- ann hefði uppreisn harðlínukommún- ista og öfgafullra þjóðernissinna, „októberbyltingin síðari“, runnið út í sandinn eftir harðvítugustu götu- bardaga í sögu Moskvu á þessari öld. Sjö hundruð sérsveitamenn Um klukkan sjö að Moskvutíma í gærmorgun (ijögur um nótt að ísl. tíma) er borgarbúar voru margir hveijir að búa sig undir að halda til vinnu gerðu sérsveitir herafla Rúss- lands og innanríkisráðuneytisins árás á Hvíta húsið í samræmi við sérstaka tilskipun Jeltsíns forseta. Sveitimar mættu mikilli mótspymu af hálfu varnarsveita harðlínumanna sem búnar voru sjálfvirkum hríðskota- rifflum. Að sögn stjórnvalda tóku um sjö hundruð sérsveitamenn þátt í árásinni og voru þeir studdir tíu skriðdrekum og enn fleiri brynvögn- um. Nokkrir skriðdrekanna tóku sér stöðu við bakka Moskvufljóts og skutu þeir sprengjukúlum á efri hæðir Hvíta hússins sem er 19 hæð- ir. Á sama tíma brutu hermenn sér leið inn í húsið og náðu tveimur neðstu hæðunum án teljandi mót- spyrnu. Árás skriðdrekasveita og hermanna stóð yfir í um sex kiukku- stundir en sóknarþunginn var minnk- aður um klukkan eitt að íslenskum tíma. Að sögn talsmanna stjómvalda var það gert til að koma í veg fyrir enn meira blóðbað. Hermálaráðgjafi Jeltsíns, Dmítrí Volkogonov, sagði að áætlað væri að 500 manns hefðu fallið í Hvíta húsinu og kvað hann mannfallið einkum hafa verið í röðum uppreisnarmanna. Síðar um daginn isagði hann þessa tölu „stórlega ýkta“. Lík var víða að sjá á neðstu hæð þinghússins og í nágrenni við það er húma tók að kvöldi á þessum fallega haustdegi í Moskvuborg. Borís Jeltsín forseti flutti ávarp til rússnesku þjóðarinnar í gærmorg- un þegar árásin var hafin. Forsetinn var þungur á brún en virtist í góðu jafnvægi er hann hvatti landsmenn til að styðja herinn og stjórnvöld í aðgerðum þessum. Hann kvað valda- rán hafa verið reynt í Rússlandi og vísaði til árásar harðlínumanna á Hvíta húsið, skrifstofur borgarstjórn- ar og sjónvarpsstöð Rússlands á sunnudag sem kostaði, eftir því sem næst verður komist, um 70 manns lífið. Forsetinn harmaði mannfallið, kvað ábyrgðina liggja hjá leiðtogum harðlínuafla og sagði að nauðsynlegt hefði reynst að binda endá á „upp- reisn kommúnista og fasista". Nokkru eftir að árásin hófst komu þeir Khasbúlatov og Rútskoj boðum til Jeltsíns í gegnum ótiltekið sendi- ráð þess efnis að þeir væru tilbúnir til að gefast upp fengju þeir að haida lífi. Þeir óskuðu einnig eftir því við utanríkisráðherrafund EB-ríkja í Lúxemborg að öryggi þeirra yrði tiyggt. Að sögn fréttamanns Reuters í Hvíta húsinu sást Khasbúlatov sitja með skakkt bindið og muldra: „Mér datt aldrei í hug að hann [Jeltsín] myndi gera þetta. Hvers vegna kem- ur enginn okkur til hjálpar?“ Rútskoj átti símtal við Valeríj Zorkín, for- mann stjórnlagadómstólsins: „Þeir eru morðingjar, þeir skjóta á fólkið og aka yfir það á skriðdrekum. Ef þú ert kristinn maður verður þú að gera eitthvað,“ öskraði Rútskoj. Tylft barna á aldrinum 11-15 ára með merki ungliðahreyfingar Sovétríkj- anna gömlu var við glugga þinghúss- ins og gáfu ungmennin skýrslu um liðsafnað hermanna. Ungur maður varaði þau við að borða: „Ef þið borðið og fáið skot í magann eru minni líkur á að þið lifið af.“ Útgöngubann Þrátt fyrir hættuna fylgdust þús- undir manna með átökunum og frétt- ir hermdu að margir hefðu komist inn í þinghúsið og framið þar rán og gripdeildir er barist var á hæðun- um fyrir ófan. ískrið í beltum skrið- drekanna rann saman við vélbyssu- gelt og sprengingar er hleðslur úr þungavopnum sprungu þegar þær hæfðu þinghúsið. í gærkvöldi var enn barist við húsið en útgöngubann gekk í gildi í Moskvu, samkvæmt tilskipun Jeltsíns, klukkan 8 að ísl. tíma í gærkvöldi. Sjá einnig fréttir og viðtöl á bls. 26, 27 og á miðopnu. Reuter Uppreisn í andarslitrunum ALEXANDER Rútskoj, búinn herklæðum og strigaskóm, situr í reykjarkófi í Hvíta húsinu um miðjan dag í gær, skömmu áður en hann gafst upp ásamt Rúslan Khasbúlatov. Rútskoj hefur hafst við í húsinu nær óslitið frá því að Jeltsín rauf þingið, hinn 21. september. Clinton frestar refsiaðgerðum Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morg'unblaðsins. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir því að hann hygðist fresta refsiaðgerðum á hendur Norðmönnum um óákveðinn tíma. Forsetinn sagði um leið að hval- legs eðlis að þær réttlættu við- veiðar Norðmanna væru það alvar- skiptabann og þvi hefði hann fyrir- skipað að skrá yrði gerð yfir mögu- legar þvingunaraðgerðir, þar á meðal listi yfir norskar sjávarafurð- ir sem hægt væri að setja á inn- flutningsbann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.