Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 3 Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins Færri atvinnu- leyfi gefin út GEFIÐ var út 1.091 atvinnu- leyfi til handa erlendum ríkis- borgurum á fyrstu átta mánuð- um þessa árs en 1.271 á sama tímabili í fyrra. 93 leyfi voru gefin út fyrir íbúa frá Stóra- Bretlandi, 88 fyrir Pólverja og 73 fyrir Þjóðverja. A tímabilinu voru ný leyfi u.þ.b. fimmtungur allra veittra atvinnuleyfa, önn- ur leyfi voru framlengd. Nú eru í gildi 1.011 atvinnuleyfi en þau eru veitt til mislangs tíma í senn. þau framlengd, jafnvel margsinnis. I júní á þessu ári var gefið út 191 atvinnuleyfi, þar .af 33 ný, í júní 127, þar af 15 ný og í ágúst 140, þar af 38 ný. Norðurlandabúar þurfa ekki leyfi íbúar landa utan Evrópu sem fengu atvinnuleyfi fyrstu átta mán- uði þessa árs voru 412. 366 íbúar annarra landa en Evrópubandalags- landa og Norðurlanda fengu at- vinnuleyfi á tímabilinu, þar af 88 Pólveijar. Frá janúar til ágústloka fengu 313 íbúar EB-landa atvinnu- leyfí. Þar af voru Bretar flestir eða 93, 73 Þjóðveijar, 40 Hollendingar og 25 Frakkar. Danir, sem eru í EB, þurfa ekki atvinnuleyfi vegna þess að Danmörk er aðili að samn- ingi um sameiginlegan vinnumark- að Norðurlanda. Þeir Norður- landabúar sem ráða sig til vinnu á íslandi koma því ekki fram á sam- antekt Vinnumálaskrifstofunnar um veitt atvinnuleyfí til útlendinga en eitthvað hefur verið um að Norð- urlandabúar hafi verið ráðnir til starfa í fiskvinnslu undanfarið. Síld- arvinnslan í Neskaupstað réði t.d. nýlega tíu Færeyinga til starfa. Atvinnuleyfum hefur fækkað síð- ustu ár. í árslok 1991 voru 1.511 atvinnuleyfi í gildi og í árslok 1992 voru þau 1.360. Nú eru 1.011 leyfi í gildi. Veitingu atvinnuleyfa hefur fækkað í ár frá tveimur fyrri árum. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru veitt 1.091 atvinnuleyfi samanbor- ið við 1.271 sama tíma í fyrra 1.297 fyrstu átta mánuði ársins 1991. Fyrstu átta mánuði ársins 1990 voru veitt atvinnuleyfi hins vegar 944, 1.076 árið 1989 ng 1.133 árið 1988. Félagsmálaráðuneytið gefur út atvinnuleyfi að fenginni umsögn verkalýðsfélaga. Síðustu ár hafa verið gefin út milli 1.500 og 2.000 atvinnuleyfí á hveiju ári, 1.784 árið 1988, 1.615 árið 1989, 1.507 árið 1990, 2.210 árið 1991, 1.936 árið 1991 og 1.091 fyrstu átta mánuði þessa árs. Að sögn Gunnars Sig- urðssonar hjá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, eru ein- staklingarnir sem leyfin eru veitt til alltaf mun færri en leyfín sjálf vegna þess að margir fá atvinnu- leyfi gefin út í stuttan tíma og fá Framkvæmdasljóri FÍI Fáum eng1- inbein framlög frá ríkinu SVEINN S. Haunesson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, segir að félagið njóti engra beinna framlaga frá ríkinu, en Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASÍ, hefur sagt að styrkur hins opin- bera til ASÍ væri óeðlilega lítill miðað við styrki til sam- taka atvinnurekenda og iðn- aðar. Sveinn segir að tekjur FÍI séu að hálfu félagsgjöld og að hálfu tekjur af iðnað- armálagjaldi sem lagt er á öll iðnfyrirtæki í landinu að undanskildum fiskiðnaði og fyrirtækjum í kjöt- og mjólk- uriðnaði. Sveinn segir að iðnaðarmála- gjaldið renni að mestu til FÍI og Landsambands iðnaðarmanna og hafi hvor samtök fengið um 40 milljónir króna á síðasta ári. „Þetta er ekki skattur sem leggst á vöruverð," segir Sveinn, „heldur félagsgjöld sem iðnaðurinn greiðir til reksturs hagsmunasamtaka fyrir iðnaðinn.“ Sameining Félags íslenskra iðn- rekenda og Landsambands iðnað- armanna í Samtök iðnaðarins kemur til framkvæmda um áramót og segir Sveinn að í lögum þeirra kveði á um að þeir sem greiði iðn- aðarmálagjaldið megi draga það frá félagsgjöldum sínum. I Sam- tökum iðnaðarins munu félags- gjöld verða 0,15% af veltu hvers fyrirtækis en fyrir þá aðila sem greiði iðnaðarmálagjaldið verði það 0,05% af veltu. Tekjur Félags íslenskra iðnrek- enda námu rúmlega 80 milljónum króna á síðasta ári og er varið í almennan rekstur, sem Sveinn segir að sé mestmegnis skrifstofu- hald en einnig fari talverður hluti tekna í kynningarstarfsemi. OKTOBERTILBOD SKELJUNCS:___ BENSÍN l\M ÍSVARA fl höldum morgnum verður maður bæði að huQsa um s alfan sig 00 bílinn I frosti getur hélað innan á bensíntanka bifreiða, sérstaklega þegar lítið er á þeim. Vatn myndast þá í tanknum og veldur að lokum gangtruflunum og erfiðleikum við gangsetningu. ísvari er jfB isopropylalcohol sem hefur engin áhrif á Jr gæði bensíns en blandast vatninu og Æ brennur og eyðir þannig rakanum úr §r m' tanknum. Ef þér er annt um bílinn þinn skaltu taka bensín hjá Skeljungi % því að þar er bensínið blandað með ísvara í réttum hiutföllum. Verið velkomin á næstu Shellstöð. má Belra furir bílinn -og þig ííHa! Ö Skógrækt meö Skeljungi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.